Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Hvađ segja tölurnar okkur?

Niđurstađa Landskjörstjórnar um úrslit í ţjóđaratkvćđagreiđslunni 20.10. s.l. liggja fyrir.  Á kjörskrá voru 236.903 kjósendur. Atkvćđi greiddu 115.980 um 49% eđa minni hluti kjósenda.

Ţeir sem greiddu ţví atkvćđi ađ leggja skyldi tillögur stjórnlagaráđs til grundvallar frumvarpi ađ nýrri stjórnarskrá voru 73.408 eđa 31% kjósenda á kjörskrá.  Ţađ ţýđir ađ 69% kjósenda greiddi ţeirri tillögu ekki atkvćđi sitt.

Hafa verđur í huga ađ veriđ er ađ tala um mikilvćgustu lagasetningu í ţjóđfélaginu. Grundvöll stjórnskipunar og mannréttinda. Ţegar áhugi fyrir breytingum á grundvallarlögum sem ţessum nýtur ekki víđtćkari stuđnings en raun ber vitni ţá er spurning hvernig á ađ túlka ţađ.

Ţýđir ţetta ađ alţingismenn séu bundnir viđ ţessa niđurstöđu? Stjórnarskrárvarinn réttur ţingmanna til ađ greiđa atvkćđi í samrćmi viđ sannfćringu sína segir ađ svo sé ekki.

Ávallt hefur legiđ fyrir ađ Alţingi er stjórnarskrárgjafinn og ţess vegna er búiđ ađ fara í vinstri hringleiđ međ atlöguna ađ eđlilegri stjórnskipan í landinu sem hefur kostađ mikiđ en skilađ litlu.

Athyglivert er ađ skođa ţađ ađ ţeir stjórnmálaflokkar sem harđast börđust fyrir tillögum stjórnlagaráđs, Samfylking, Borgarahreyfingin og Vinstri grćnir fengu samtals 109.805 atkvćđi í síđustu Alţingiskosningum eđa rúmum 36.000 atkvćđum meira en tillögurnar um stjórnlagaráđstillögurnar hlutu í ţjóđaratkvćđagreiđslunni.

Segir ţetta einhverja sögu?


Nýja Íslandiđ

Jóhanna Sigurđardóttir segir ađ baráttan sé um hiđ nýja Ísland Samfylkingarinnar og hins gamla sem hún segir Sjálfstćđisflokkinn vera í forsvari fyrir.  Hvađ er hiđ nýja Ísland? Hvađ er ađ gerast ţar?

ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um ađ ríkisstjórnin svíki samninga

Hlutafjárútbođ í Eimskip óskabarni ţjóđarinnar er međ ţeim ósköpum ađ flestum er ofbođiđ.

Bakkavararbrćđur tryggja sér meiri hluta í Bakkavör eftir tuga milljarđa afskriftir skulda.

Karl Wernerson og fleiri kóngar ofurskuldsettra fyrirtćkja sem hafa fengiđ milljarđa afskriftir fá 20% álag á peninga sem ţeir koma međ til Íslands. Karl fékk 240 milljónir fyrir 200.

Sjálftaka slitastjórna og annarrs sjálftökuliđs skiptir milljörđum á ári.

Verđbólga magnast og verđtryggđu lánin hćkka og hćkka.

Ekkert er gert af viti til ađ leysa skuldavanda einstaklinga og fjölskyldna.

Atvinnuleysi er viđvarandi.

Uppbygging í atvinnulífinu er nánast engin.

Skattheimta eykst

Krónan fellur og fellur og Seđlabankinn hefur engin úrrćđi.

Lífskjör versna og spillingin blasir viđ í öllum áttum.

Er ţetta ţađ Nýja Ísland sem Samfylkingin  berst fyrir?


Tillögum stjórnlagaráđs hafnađ. Ađförin ađ stjórnarskránni X

Minni hluti kjósenda taldi ástćđu til ađ kjósa í skođanakönnuninni um tillögur stjórnlagaráđs.  Ţrátt fyrir ţađ ađ ekki hafi veriđ taliđ upp úr kjörkössunum er ljóst ađ ţjóđin hefur hafnađ ađ leggja tillögur stjórnlagaráđs til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Kjósendur voru spurđir ađ ţví hvort ţeir vildu leggja tillögur stjórnlagaráđs til grundvallar og ţađ er ljóst af kosningaţáttökunni ađ ţeir vilja ţađ ekki. Meiri hluti kjósenda hafnar tillögunum. 

Stjórnlagaráđsmađurinn Eiríkur Bergmann er kokhraustur og sagđi í fréttum á stöđ 2 (sá eini sem fékk ađ tjá sig) ađ ţeir sem heima sátu; "hafi veriđ ađ leyfa öđrum ađ taka fyrirliggjandi ákvörđun í sinn stađ"

Ţetta er rangt. Ţess vegna eru sett ákvćđi, ţar sem ţjóđaratkvćđagreiđslur eru um lágmarksţáttöku, hvađ margir ţurfa ađ greiđa atkvćđi međ ađ lágmarki o.s.frv.. Ţar sem beint lýđrćđi er  túlka menn hjásetu kjósenda međ öđrum hćtti en  Eiríkur Bergmann.

Atlagan ađ stjórnarskránni mistókst í ţetta sinn. Spurning hvort Jóhanna Sigurđardóttir axlar ábyrgđ á ţessu ferli og fjáraustrinum í sambandi viđ ţađ.


Ţjóđin hefur ekki áhuga á tillögum stjórnlagaráđs. Ađförin ađ stjórnarskránni IX

Ég hef ítrekađ hvatt fólk til ađ taka ţátt í ráđgefandi ţjóđaratkvćđagreiđslu sem fer fram í dag og segja NEI viđ ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar nýrri stjórnarskrá.

Félgsskapur nokkurra sem sátu í stjórnlagaráđinu, og tala jafnan í nafni ţjóđarinnar, sem ber rangnefniđ "SANS" hefur hamast í langan tíma og dreift röngum og villandi upplýsingum um ađförina ađ stjórnarskránni. Reynt hefur veriđ ađ blekkja fólk til fylgis viđ ófullburđa tillögur stjórnlagaráđs. Sama hafa nokkrir fjölmiđlar gert í mismiklum mćli.

Í ráđgefandi  ţjóđaratkvćđagreiđslu eins og ţessari ţá eru ţađ ekki ađrir en ţeir sem greiđa viđkomandi hugmynd atkvćđi sem eru stuđningsmenn hennar. Ađrir hafa ekki áhuga á henni. 

Verđi niđurstađa ráđgefandi ţjóđaratkvćđagreiđslu ađ fćrri en helmingur kjósenda á kjörskrá greiđi atkvćđi međ ţví ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar varđandi nýja stjórnarskrá ţá ţýđir ţađ ađ ţjóđin hefur ekki áhuga á tillögunum og ţeim hefur ţá veriđ hafnađ.

Verđi ţetta niđurstađan; ţá ţýđir ţađ líka ađ ţjóđin lýsir vannţóknun á ađförinni ađ stjórnarskránni.

Vafalaust hefđi meiri hluti landsmanna frekar viljađ eyđa ţeim 1.3 milljarđi króna sem fariđ hefur í ađförina ađ stjórnarskránni til vitrćnni hluta eins og t.d. kaupa á nauđsynlegum tćkjum á Landsspítalann Háskólasjúkrahús.


Rökfrćđileg uppgjöf. Atlagan ađ stjórnarskránni VIII.

Stjórnlagaráđsliđar sem hafa hvađ hćst um nauđsyn heildarbreytingar á stjórnarskránni eru rökţrota.

Undanfariđ hef ég hrakiđ rök og sjónarmiđ ţeirra sem standa ađ atlögunni ađ stjórnarskránni. Engin haldbćr mótmćli hafa komiđ fram ţó ađ sjónarmiđ stjórnlagaráđsliđanna hafi veriđ hrakin liđ fyrir liđ. 

Rangfćrslum og ósannindum er beitt er af hálfu ţeirra sem krefjast ţess ađ ţóđin játi ófullburđa og oft vanhugsuđum tillögum stjórnlagaráđsins.  Ţeir treysta sér ekki til ađ mótmćla međ rökum en halda sig viđ sömu röngu fullyrđingarnar í ţeirri von ađ blekka megi ţjóđina fram yfir kjördag.

Rökfrćđileg uppgjöf ţeirra sem gera atlögu ađ stjórnarskránni er algjör.

Ţađ skiptir ţví máli ađ kjósendur hrindi ţessari atlögu og mćti á kjörstađ og sýni upphlaupsliđinu ţađ sem ţađ á skiliđ međ atkvćđi sínu.

Til ítrekunar vil ég benda á ađ tillögur stjórnlagaráđs breyta ekki fiskveiđistjórnarkerfinu, ţćr greiđa ekki lánin, ţćr afnema ekki verđtrygginguna og ţćr hafa ekkert međ hrun á banka- eđa fjármálamarkađi ađ gera.

Ţetta upphlaup og atlaga ađ stjórnarskránni hefur dregiđ athygli ţjóđarinnar frá ţeim verkefnum sem eru mikilvćgust og skipta máli viđ uppbyggingu aukinnar velferđar og velmegunar.

Ljúkum ţessu óráđs- ferli núna og segjum afgerandi  Nei viđ tillögum stjórnlagaráđs.

Snúum síđan bökum saman til sóknar til aukins jöfnuđar, gegn spillingu, gegn verđtryggingu og fyrir bćttum lífskjörum.


Heildarendurskođun hvađ er ţađ? Ađförin ađ stjórnarskránni VII.

Ítrekađ er haldiđ fram af stjórnlagaráđsliđum ađ heildarendurskođun stjórnarskrárinnar hafi stađiđ til frá 1944  međ ţeim hćtti ađ lýđveldisstjórnarskráin yrđi afnumin. 

Ţetta er rangt. Um ţađ má m.a. lesa í bókinni Land og Lýđveldi I.hefti bls. 177-206. 

Dr. Bjarni Benediktsson  forsćtisráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins gerir ţar grein fyrir störfum stjórnarskrárnefndar, tillögum og hugmyndum. Bjarni var ţá formađur nefndarinnar en međ honum í nefndinni sátu af hálfu Sjálfstćđisflokksins ţeir Dr. Gunnar Thoroddsen og Jóhann Hafstein.

Sjálfstćđismenn lögđu til 20 breytingar á stjórnarskránni. Ađrar hugmyndir voru ekki um  endurskođun stjórnarskrárinnar frá 1944. Af ţessum 20  hafa 5 náđ fram ađ ganga ađ fullu en nokkrar ađ hluta.

"Gallana á núverandi fyrirkomulagi ber ađ finna og úr ţeim bćta en ekki kasta fyrir borđ öllu ţví, sem vel hefur reynst í heild,"  var ţađ sem haft var ađ leiđarljósi.

Hvernig rímar ţađ viđ hugarsmíđ stjórnlagaráđsliđa?

Lagt var til ađ Forseti Íslands fengi aukin völd og meiri hluti ţjóđarinnar yrđi ađ greiđa honum atkvćđi sitt. Tillögurnar um aukin völd forsetans voru 5. Engin náđi fram ađ ganga.

Fleiri tillögur má nefna varđandi aukin jöfnuđ og auđveldari leiđ til ađ breyta kjördćmaskipan, takmörkun ríkisútgjalda og leggja niđur Landsdóm

Ađrar tillögur um endurskođun stjórnarskrárinnar voru ekki til stađar nema hvađ varđađi kjördćmaskipan. Ţađ er ţví sögufölsun ađ halda ţví fram ađ ţađ hafi alltaf stađiđ til ađ kollvarpa lýđveldisstjórnarskránni.  Ţađ stóđ aldrei til. Á ţessari röngu söguskýringu byggir stjórnlagaráđ verk sitt og viđmiđanir.

Um leiđ og Bjarni Benediktsson gerđi grein fyrir tillögum sínum, Gunnars og Jóhanns segir hann:

"Ég legg áherslu á ađ stjórnarskrármáliđ er mál, sem ekki má eingöngu eđa fyrst og fremst skođa frá flokkslegu sjónarmiđi ţađ er alţjóđarmál sem meta verđur međ langa framtíđ fyrir augum" 

Loks segir Bjarni:

"Ég hef ćtíđ taliđ ađ ţađ skipti ekki öllu máli, hvort stjórnarskrárbreytingar yrđu afgreiddar árinu fyrr eđa síđar. Miklu meira máli skipti, ađ ţjóđin áttađi sig til hlítar á, um hvađ vćri ađ rćđa, og eftir ítarlegar umrćđur og athuganir yrđu sett ţau ákvćđi sem skaplegt samkomulag gćti fengist um, svo ađ hin nýja stjórnarskrá hins íslenska ţjóđfélags um langa framtíđ."

Aldrei stóđ annađ til en ađ gera afmarkađar breytingar á stjórnarskránni. Mikilvćgustu atriđin hafa náđ fram ađ ganga önnur en um aukin völd forsetans og takmörkun á möguleikum til ađ auka ríkisútgjöld.

Ţetta rifjađ upp til ađ sýn ađ rangt er fariđ međ stađreyndir af helstu stuđningsmönnum stjórnlagaráđstillagnanna varđandi breytingar á stjórnarskrá.  Allt frá lýđveldisstofnun hefur veriđ ríkur skilningur á ţví ađ stjórnarskrárbreytingar ćtti ađ gera í góđri sátt međ ţessum hćtti:

ađ skaplegt samkomulag geti fengist um ný stjórnarskrárákvćđi eftir ítarlegar umrćđur og athuganir.

Tillaga stjórnlagaráđs uppfyllir ekki ţessi skilyrđi. Hún byggir á fölskum og röngum forsendum. Reynt er ađ ţvinga fram ákvćđi eftir takmarkađar umrćđur og umfjöllun. Svona gera menn ekki og mega ekki gera í lýđrćđisríki varđandi mikilvćgustu grundvallarlög ţjóđarinnar.  

Ţess vegna verđur svariđ viđ atlögunni ađ stjórnarskránni ađ hafna ţví ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Segjum NEI viđ ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Stöndum vörđ um góđa stjórnarskrá en breytum ţví sem ţarf ađ breyta. 

Nei viđ tillögum stjórnlagaráđs.  
 


Stjórnarskráin lagar ekki lífskjörin. Atlagan ađ stjórnarskránni VI)

Margir halda ađ tillögur stjórnlagaráđsins hafi ţýđingu varđandi breytingu á kvótakerfinu. Ţannig er ţađ ekki. Tillögur stjórnlagaráđs ţó samţykktar yrđu breyta engu um stjórn fiskveiđa.

Tillögur stjórnlagaráđs breyta engu um starfsemi fjármálafyrirtćkja eđa almenna starfsemi á markađi.

Tillögur stjórnlagaráđs  létta ekki af verđtryggingunni eđa lánaokrinu í landinu. Ţćr draga ekki úr hćttu á nýju bankahruni eđa spillingu í fjármálakerfinu.

Međ ţví ađ fara í ađför ađ stjórnarskránni eins og ríkisstjórnin beitti sér fyrir var athygli fólks beint frá mikilvćgustu úrlausnarefnum í ţjóđfélagsmálum en efnt til deilna um stjórnarskrána.

Mikilvćgasta viđfangsefniđ í ţjóđfélaginu í dag og allt frá bankahruni eru og hafa veriđ  ađ skapa viđunandi lífskjör fyrir unga fólkiđ í landinu sem og ađra. Ţađ verđur ađ búa ţannig ađ atvinnumálum ađ dugandi fólk hafi svipuđ kjör og á hinum Norđurlöndunum.  Ţá verđur ađ afnema verđtrygginguna og tryggja ađ fólk búi viđ svipuđ lánakjör og á hinum Norđurlöndunum.  Verđlag í landinu er  ţriđja atriđiđ sem mestu máli skiptir varđandi velmegun og lífskjör í landinu.

Ţessi atriđi  eru ţau sem mestu máli skipta til ađ koma hlutum í viđunandi horf eftir bankahrun. 

Ţessi mál urđu aukaatriđi eins konar afgangsmál. Ţess í stađ einhenti ríkisstjórnin sér í  umrćđur um formalisma og stjórnarskrá. Međ ţví ađ beina sjónum almennings í áttir sem skipta lífskjör og velmegun í núinu engu máli eins og stjórnarskrármáliđ tókst ţví miđur ađ rugla margt gott fólk í ríminu. Međ milljarđs kostnađi og einhliđa áróđri er síđan haldiđ fram ađ stjórnlagaráđstillögurnar séu eitthvađ annađ en ţćr eru.

Tillögur stjórnlagaráđs bjarga ekki húsinu ţínu frá uppbođi. Ţćr búa ekki til arđbćr störf eđa draga úr forréttindum eđa spillingu í ţjóđfélaginu. Tillögurnar fjalla um allt annađ.

Međ glöggum hćtti benda ţeir Skúli Magnússon hérađsdómari og dósent viđ H.Í og Ágúst Ţór Árnason formađur lagadeildar Háskólans á Akureyri á meginstađreynd í stjórnarskrármálinu og hvetja fólk til ađ segja NEI viđ fyrstu spurningunni á kjörseđlinum en ţeir segja:

" hryggjarstykki stjórnarskrárinnar á sér djúpar rćtur í íslensku samfélagi. Međ frumvarpi stjórnlagaráđs er gerđ tillaga um ađ ţessar rćtur séu rifnar upp og haldiđ verđi út í óvissuna."

Viđ skulum standa vörđ um rćtur og grundvöll íslensks samfélags og segja NEI viđ fyrstu spurningunni á kjörseđlinum.

Berjumst fyrir ţeim breytingum sem skipta máli varđandi lífskjör og velmegun í landinu tillögur stjórnlagaráđs fjalla ekki um ţau atriđi.


Atlagan ađ stjórnarskránni V

Stjórnarskrár eru grundvöllur lagasetningar í flestum lýđrćđisţjóđfélögum. Í ţeim er mćlt fyrir um meginreglur um stjórnskipulagi og ćđstu stjórn ríkja og vernd mannréttinda einstaklinga gegn ofurvaldi ríkisins. Meginreglurnar eru markvissar og skýrar til ađ stjórnarfar sé traust og dómstólar geti beitt ţessum réttindum. Stjórnarskrár eru samdar af fólki međ óskorađ umbođ og reynt er ađ ná víđtćkari sátt um efni ţeirra. 

Ţannig var ekki stađiđ ađ málum ţegar elíta nokkurra vinstri háskólamanna í Reykjavík ákvađ ađ gera atlögu ađ stjórnarskránni og fékk til liđs viđ sig margt gott fólk sem féll fyrir tilhćfulausu orđskrúđi ţeirra um úrelta stjórnarskrá sem hefđi átt ţátt í bankahruni.

Eftir ađ Hćstiréttur, ćđsti dómstóll landsins, hafiđ ógilt kosningu svokallađs stjórnlagaţings, var brotiđ gegn grundvallarreglum réttarríkis, stjórnskipunar og siđferđis og minnihluti Alţingis skipađi svokallađ stjórnlagaráđ. Fólk tók samt skipan í ólögmćtu stjórnlagaráđi - eins og menn sem kaupa ţýfi. Ţađ vefđist ţó fyrir Salvöru Nordal sem kjörinn var formađur Stjórnlagaráđs.

Frá upphafi var ljóst svokallađ stjórnlagaráđ hafđi ekkert umbođ og takmarkađa ţekkingu til ađ vinna ađ gerđ stjórnarskrár. Afrakstur vinnunnar var óskýr, ómarkviss texti sem er fullur af óţarfa og beinlínis skađlegur stjórnskipun landsins. Ef tillögurnar yrđu ađ grundvallarlögum myndi fjöldi ágreiningsmála koma upp og fara fyrir dómstóla.

Hingađ til hefur umbođslausa fólkiđ í stjórnlagaráđi látiđ eins og tillögur ţess vćru tímamótaverk.  Nú er hins vegar brostinn flótti í liđiđ. 

Salvör Nordal hefur viđurkennt ađ skiptar skođanir séu innan stjórnarlagaráđs um hvort ađ tillögur ţess hafi veriđ endanlegar eđa hvort ţćr ţarfnist frekari vinnu!  Hún viđurkennir einnig ađ tillögurnar séu ekki tćkar í ţjóđaratkvćđagreiđslu eins og ţćr eru!      Athyglisvert.

Ţegar formađur stjórnalagaráđs hleypst undan ábyrgđ á tillögum stjórnlagaráđs, eins og formađur stjórnlagaráđs  gerir, ţá geta landsmenn ekki veriđ beđnir um ađ samţykkja ţćr.  Ljóst er af ţví sem kemur fram frá formanni og varaformanni stjórnlagaráđs ađ lagt var út í gjörsamlega ótímabćrar og vanhugsađar kosningar um máliđ. Ţegar svo er, ţá er fráleitt ađ samţykkja slíkan óskapnađ.

Íslendingar ţurfa ađ koma í veg fyrir stórslys og stjórnskipulegri óvissu. 

Til ţess ţarf ađ segja NEI viđ tillögum stjórnlagaráđs.

Ekki ćtlast til ađ ađrir taki ómakiđ af ţér. Mćtiđ öll og segiđ NEI


Atlagan ađ stjórnarskránni IV.

Ţ. 25.1.2011 komst 6 manna dómur Hćstaréttar ađ neđangreindri niđurstöđu: 

Framangreindir annmarkar á framkvćmd kosningar til stjórnlagaţings 27. nóvember 2010 verđa viđ úrlausn málsins metnir heildstćtt og er ţađ niđurstađa Hćstaréttar ađ vegna ţeirra verđi ekki hjá ţví komist ađ ógilda hana.

Ályktarorđ:

Kosning til stjórnlagaţings 27. nóvember 2010 er ógild.

Hvađ er gert í lýđrćđisríkjum ţegar ćđsti dómstóll landsins ákvarđar kosningar ógildar.  Annmarkarnir sem voru á framkvćmd kosninganna eru lagfćrđir og síđan er kosiđ aftur. Ađrar leiđir eru ekki tćkar.

30 ţingmenn á Alţingi ákváđu hins vegar ađ fara ađra leiđ. Ţeir ákváđu ađ fara leiđ valdbeitingarinnar og hafna ţví ađ hlíta ákvörđun Hćstaréttar. Ţess vegna var lögđ fram ţingsályktunartillaga um stjórnlagaráđ. Athugi orđalagiđ stjórnlagaráđ af ţví ađ kosningar til stjórnlagaţings voru ógildar.  Allir sem kosnir höfđu veriđ ógildri kosningu voru skipađir í ráđiđ.  Ţannig var stjórnlagaráđiđ fćtt í veikleika og lögleysu og reis aldrei upp til styrkleika enda ekki von til ţess miđađ viđ ţađ hvernig til ţess var stofnađ.

Ţeir sem reyna ađ afsaka ţessa ólýđrćđislegu ađferđarfrćđi 30 ţingmanna á Alţingi hafa gjarnan á orđi ađ ţađ sé ekkert ađ marka Hćstarétt og ţessi ákvörđun Hćstaréttar sé röng. Ţannig hafa m.a. fulltrúar í ólögmćta stjórnlagaráđinu talađ. Hvort sem mönnum líkar ţađ betur eđa verr eđa eru sáttir eđa ósáttir ţá er Hćstiréttur ćđsti dómstóll landsins og ţađ ber ađ fara ađ niđurstöđum hans. Ţađ hefur enginn rétt til ađ taka sér ţađ vald sem Hćstarétti er faliđ í stjórnarskrá lýđveldisins Íslands. En ţađ vald tóku samt 30 alţingismenn međ ţessum hćtti og ţeir sem settust í stjórnlagaráđiđ. Stjórnarskrárliđar međ siđferđiskennd reyndu ađ afsaka sig međ sama hćtti og ţeir sem reyna ađ afsaka vísvitandi kaup á ţýfi. Hinir tóku glađir og án athugasemda ţađ sem ađ ţeim var rétt.

Afurđin sem ólögmćta stjórnlagaráđiđ skilađi af sér er síđan eins og viđ mátti búast. Settar eru iđulega fram tillögur sem eru nánast eins og óskalisti í stjórnmálaályktun. Slík afurđ er ekki tćk til ađ verđa grunnur ađ nýrri stjórnarskrá lýđveldisins Íslands. Ţess vegna ber brýna nauđsyn til ađ segja NEI viđ ţeirri spurningu hvort tillögur stjórnlagaráđs eigi ađ leggja til grundvallar varđandi nýja stjórnarskrá.

Ţá eru í tillögunum endalausir leppar ţar sem kveđiđ er á um ţađ ađ ákveđin atriđi skulí ákveđin í lögum. Skođum nokkur dćmi til byrjunar:

Dćmi: 106 gr. Nálćgđarregla:

"Á hendi sveitarfélaga eđa samtaka í umbođi ţeirra eru ţeir ţćttir opinberrar ţjónustu sem best ţykir fyrir komiđ í hérađi svo sem nánar skal kveđiđ á um í lögum." 

Skođum núverandi ákvćđi stjórnarskrár:

" Sveitarfélög skulu sjálf ráđa málefnum sínum eftir ţví sem lög ákveđa." 

Hvort er betra?  Var einhver ástćđa til ađ krukka í ţessu?

Annađ dćmi: 3.gr. Yfirráđasvćđi: "Íslenskt landssvćđi er eitt og óskipt. Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveđin í lögum. " Hvađa ţýđingu hefur ţetta ákvćđi. Ekki neina. Skiptir máli hvort ţetta er í stjórnarskrá eđa ekki?

Ţriđja dćmiđ 17.gr. Frelsi menningar og mennta: "Tryggja skal međ lögum frelsi vísinda, frćđa og lista."  Hvađa efnisinntak hefur ţetta ákvćđi. Skiptir ţađ máli í ţróuđu lýđrćđisríki? Ađ sjálfsögđu ekki. Er ekki nú ţegar tryggt í lögum frelsi vísindas, frćđa og lista?

Ţannig eru fjölmörg dćmi sem sýna vel ađ arftakar Thomas Jefferson Bandaríkjaforseta voru víđsfjarri störfum stjórnlagaráđsins enda ţess ekki ađ vćnta miđađ viđ hvernig til var stofnađ. Sá merki mađur hefđi aldrei samţykkt ţá lögleysu sem međferđ ţessa máls er hvađ ţá annađ sem ekkert erindi á í stjórnarskrá og er beinlínis skađlegt fyrir stjórnarfar í einu landi.

Ţess vegna er mikilvćgt ađ segja NEI.

Annađ er ávísun á stjórnskipulega óreiđu eins og  Forseti lýđveldisins hefur bent á međ góđum og glöggum hćtti.


Berjum manninn.

Vinur minn sendi mér úrdrátt af  fésbókarsíđu eins stuđningsmanns tillagna stjórnlagaráđsins ţar sem hann og vinir hans tjá sig m.a. um síđuhöfund vegna andstöđu hans viđ tillögur stjórnlagaráđs.

"Ţađ ćtti ađ vera siđferđisleg skylda hvers manns á Íslandi ađ gefa Jóni Magnússyni svo kölluđum "lögmanni" utanundir ţegar honum er mćtt á götu. Ţađ má furđu sćta ađ ţessi vitfirringur skuli enn ganga laus á međal fólks."

"Jňn Magnůsson er audvitad lřggiltur f...... En thad er athyglisvert ad staksteinaňthverrinn skuli vitna ě hann med jŕkvćdum hćtti? Thad segir nů eitthvad?"

"En ţví miđur er ţađ stađreynd ađ flest allir ţeir lögmenn sem tjáđ hafa sig um máliđ eru keyptar mellur LÍÚ og Sjálfstćđisflokksins."

Eđlilegt ađ vini mínum brygđi í brún en ţetta sýnir eitt međ öđru rökţrot stuđningsmanna tillagna stjórnlagaráđsins. Ţegar rökin eru ekki fyrir hendi ţá ţykir ţessu fólki rétt ađ láta hendur skipta.

Er skrýtiđ ađ mikiđ af sómakćru fólki veigri sér viđ ţví ađ taka ţátt í umrćđu og tjá skođanir sínar ţegar ţađ getur átt von á trakteringum eins og ţessum.

En ţegar ţeir góđu og gáfuđu leyfa sér ađ standa á hliđarlínunnni ţá geta vondir hlutir fariđ ađ gerast.

Svo virđist sem stuđningsmenn tillagna stjórnlagaráđs hafi engin málefnaleg rök ţegar ţeim er andmćlt. Ţess vegna grípa ţeir til orđrćđu eins og sýnishorn ber birt af hér ađ ofan.

 


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 375
  • Sl. sólarhring: 709
  • Sl. viku: 2761
  • Frá upphafi: 2294312

Annađ

  • Innlit í dag: 351
  • Innlit sl. viku: 2518
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 333

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband