Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2014

Býr ţriđja hvert barn á Íslandi viđ fátćkt?

Út er komin enn ein furđuskýrsla frá UNICEF um fátćkt barna. Samkvćmt skýrslunni býr tćplega ţriđjungur íslenskra barna viđ fátćkt. 

Fátćkastir á Íslandi eru ţeir sem eru atvinnulausir eđa geta ekki unniđ vegna sjúkdóma. En ţeir sömu njóta margvíslegrar ađstođar t.d. varđandi húsnćđi, greiđslu sjúkrakostnađar, ókeypis menntun fyrir auk margs annars. Á heimilum svonefndu fátćku barnanna samkvćmt skýrslunni eru sjónvörp,tölvur, ískápar, stereógrćur, bíll eđa bílar og flest ţeirra eiga farsíma. Er ţetta fátćkt?

Stađreyndin er sú ađ skýrslan byggir ekki á ţví sem fólk almennt skilur sem fátćkt. Félagsfrćđingarnir sem unnu skýrsluna líta ekki á fátćkt sem ţađ ađ vera of fátćkur til ađ geta notiđ grundvallar efnalegra gćđa til ađ geta haft ţađ gott. Ţess í stađ hafa sérfrćđingarnir tölfrćđilega viđmiđun sem er sú ađ ţú býrđ viđ fátćkt ef laun heimilisins eru minna en 60% af međatekjum ţjóđfélagsins.

Á grundvelli ţessara skilgreininga ţá skiptir ţađ engu máli ţó tekjur allra yrđu helmingi hćrri. Hlutfall fátćktar yrđi eftir sem áđur sú sama. Ef laun almennt lćkkuđu hins vegar gćti ţađ orđiđ til ţess ađ fátćkum fćkkađi á grundvelli sömu útreikninga ţó ađ fólk hefđi ţađ efnalega mun verra. 

Til ađ sýna fram á fáránleika skýrslugerđar Unicef má benda á ađ í nýlegri skýrslu ţeirra ţá er niđurstađan sú ađ fátćkt barna í Lúxemborg sé meiri en í Tékklandi. Samt sem áđur er einna mest velmegun og hćstu launin í Lúxemborg af öllum löndum Evrópu.

En hvers vegna notar stofnun eins og Unicef svona viđmiđanir. Stofnunin sjálf hefur gefiđ ţá skýringu á ţví, ađ gerđi hún ţađ ekki, ţá mundi ekki vera nein fátćkt í ríkum löndum eins og Lúxemborg, Noregi, Svíţjóđ og Íslandi. Sú stađreynd hentar hins vegar ekki Unicef eđa Samfylkingarfólki veraldarinnar, sem byggir á ţví ađ sé ekki um fátćkt ađ rćđa ţá verđi ađ búa hana til.

Ţess vegna er búiđ til hugtakiđ hlutfallsleg fátćkt og Stefán Ólafsson háskólakennari og skýrsluhöfundar Unicef vinna út frá ţví viđmiđi en ekki raunveruleikanum um ađ fátćkt sé fátćkt sem er allt annađ en tölfrćđilíkan hlutfallslegrar fátćktar.

Ţannig mundi sonur minn vera skilgreindur samkvćmt ţessum vísindum sem fátćkur ef ég gćfi honum 2000 krónur á viku í vasapeninga en meirihluti skólafélaga hans fengju 3.500 í vasapeninga frá sínum foreldrum. Hann héldi áfram ađ vera skilgreindur sem fátćkur ţó ég hćkkađi vasapeningana hans um helming í 4000 ef vasapeningar félaganna hćkkuđu í 7.000 Engu skipti í ţví sambandi ţó ađ heildarneysla á hvert barn sé um 60 ţúsund ţegar upp er stađiđ og hvort barniđ nýtur efnalegrar velmegunar eđa ekki.  

Samfélagslega fátćktin verđur ađ hafa sinn framgang jafnvel ţó hún sé allsendis óraunveruleg. 

Viđ gerum grín af svonefndri háksólaspeki miđalda. Mađur líttu ţér nćr. 


Af eintómri göfugmennsku

Formađur lćknafélagsins útskýrđi fyrir landsmönnum ađ verkfallsađgerđir lćkna snúist ekki um ađ ţeir fái meiri launahćkkanir en ađrir. Ţvert á móti snýst deilan um framtíđ heilbrigđisţjónustu í landinu. Ţetta göfuga markmiđ kjarabaráttu lćkna hefur ţví ekkert međ ţađ ađ gera ađ ţeir fái 200 ţúsund krónum hćrri laun á mánuđi eins og krafist er heldur sú göfugmennska ađ efla heilbrigđisţjónustuna.

Međ sama hćtti lýsti heilbrigđisráđherra ţví yfir ađ hann vildi hćkka laun lćkna, en vissi ekki hvernig og ţađ vildi fjármálaráđherra líka en vissi heldur ekki hvernig. Göfugmennskan vćri  allsráđandi á ţar sem leitađ vćri leiđa til ađ efla heilbrigđisţjónustuna eins er meginatriđi baráttu lćknanna ađ sögn formanns ţeirra.

Fyrst allir ađilar eru fullir göfugmennsku og lćknunum er ekki annt um launahćkkanir sínar heldur heilbrigđiskerfiđ eins og ríkisstjórninni ţá virđist lćknadeilan snúast um úrrćđaleysi og hugmyndasneyđ ţeirra sem fara međ ţessi mál á báđa bóga.

En úr ţví verđur vafalaust leist á grundvelli göfugmennskunnar sér í lagi ţegar forustumönnum ţjóđar og hagsmunaađila finnst ástćđa til ađ tala af alvöru í stađ ţess ađ halda ađ ţađ séu ađ yfirgnćfandi meirihluta fávitar (fyrirgefiđ má ekki nota setjist í stađinn: rökfrćđilega frábrugđnir einstaklingar) sem ţeir eru ađ tala til.  

 


Vettvangur ritsóđa og ómerkilegra frétta

DV vefurinn hefur ekkert breyst ţrátt fyrir nýja stjórn útgáfufélagsins og nýjan ritstjóra.

Í gćr birtist sérstök frétt á vefsíđu DV ţess efnis ađ Jón Bjartmars lögreglumađur hefđi viljađ láta lögregluna vinna vinnuna sína međ sama hćtti og lögregla gerir í nágrannalöndum okkar á árunum 2008 og 2009.  Fréttin er vissulega sett upp međ öđrum hćtti í DV í ţeim tilgangi einum ađ varpa rýrđ á viđkomandi lögreglumann og gera hann tortryggilegan.

Ekki stendur á viđbrögđum. Ritsóđarnir sem eru ađall og einkennismerki ţeirra sem tjá sig á ţessum vefmiđli koma hver á fćtur öđrum og bregđa lögreglumanninum m.a. um ađ vera fasisti, svín og geđveikur í ofanálag auk margs annars.  Svona ummćli eru ritstjórn vefmiđilsins greinilega ţóknanleg. DV áskilur sér rétt til ađ fjarlćgja óviđurkvćmileg ummćli, en ţessi ummćli um lögreglumanninn eru greinilega ekki ţess eđlis ađ mati ritstjórnarinnar.

Hvernig vćri ađ nýr ritstjóri Hallgrímur Thorsteinsson stigi nú fram og legđi sig fram um ađ ábyrg og góđ fréttamennska yrđi stunduđ á ţessum sóđamiđli og ritsóđum yrđi ekki vćrt međ óviđurkvćmilegar athugasemdir um einstaklinga á vef miđilsins sem hann stjórnar.   

 


Ekkert óviđkomandi

Sigmundur Davíđ  forsćtisráđherra ákvađ ađ vera í frambođi í Norđausturkjördćmi fyrir flokk sinn, en ţar er fólk öllu hallara undir Framsókn en Grímsbý lýđurinn eins og fyrrum forustumađur ţess flokks kallađi Reykvíkinga á sínum tíma.

Sigmundi hefur allt frá ţví ađ kjósendur í Norđausturkjördćmi sýndu honum ţann sóma ađ kjósa hann ţingmann sinn fundist ađ ć sé gjöf til gjalda. Ţess vegna ákvađ Sigmundur og flokksmenn hans ađ flytja Fiskistofu til Akureyrar.  Ekki skipti máli ţó ţessi hreppaflutningur kosti skattgreiđendur nokkur hundruđ milljónir og valdi ótal vandamálum. 

Á kjördćmisţingi Framsóknarflokksins í NAkjördćmi nýveriđ steig forsćtisráđherra í rćđustól og gaf kjósendum sínum enn eina gjöfina. Í ţetta skipti stćrstu beinagrind landsins.  Hingađ til hefur ţađ ekki veriđ til siđs ađ gefa beinagrindur nema í annarlegum tilgangi. ´Vonandi mun beinagrindin ţjóna hlutverki sínu vel og fćra auđ og velsćld í byggđir norđausturlands.  Ţađ er auk heldur einfaldara ađ gefa beinagrindur en ţjónustustofnanir og veldur minni röskun.   

Svo er nú komiđ okkar högum ađ ríkisvaldiđ lćtur sér ekkert óviđkomandi lifandi eđa dautt og telur nú rétt ađ gefa beinagrindur viđ hátíđleg tćkifćri.  


Á verđtryggingin ađ lifa

Stjórnarflokkarnir lofuđu afnámi verđtryggingar á neytendalánum ţar međ taliđ húsnćđislánum.

Ekkert hefur orđiđ af efndum á ţessu loforđi. Forsćtisráđherra skipađi nefnd til ađ fjalla um máliđ og nefndin komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ Framsókn bćri ađ svíkja kosningaloforđiđ. Annađ hvort veit Sigmundur Davíđ ekki hvernig á ađ stjórna eđa nefndin hefur ávkeđiđ rísa gegn skapara sínum. Ekkert hefur enn veriđ upplýst í ţví máli og enn lifir verđtryggingin og stjórnarflokkarnir eru ekki međ neina tilburđi til ađ losa neytendur viđ hana.

Sjaldan hafa skilyrđin fyrir afnámi verđtryggingarinnar veriđ betri en undanfarin misseri. Verđbólga hefur veriđ í lágmarki. Krónan er í höftum og hreyfist ţví nánast ekkert. Engin sérstök tilefni eru  til verđhćkkana. Eftir hverju er stjórnvöld ţá ađ bíđa? Af hverju standa stjórnarflokkarnir ekki viđ kosningaloforđiđ um afnám verđtryggingar.

Ísland getur ekki veriđ međ gjaldeyrishöft endalaust. Hvađ gerist ţegar ţeim er aflétt veit engin fyrir víst, en leiđa má líkur ađ ţví ađ verđbólga verđi nokkur fyrst á eftir. Er ráđlegt ađ bíđa eftir ţví ţannig ađ nýir stökkbreyttir höfuđstólar verđtryggđra lána verđi til og fólkiđ sem enn á eitthvađ í eignum sínum og stritar viđ ađ borga missi allt og fjármagnseigendur haldi áfram ađ hafa allt sitt á ţurru á kostnađ skuldar.  

Er ekki kominn tími til ađ viđ bjóđum neytendum upp á sömu lánakjör og í nágrannalöndum okkar en hćttum ađ fara sérleiđir verđtryggingar og okurvaxta. 

Verđi ţađ ekki gert ţá svíkja stjórnarflokkarnir kjósendur sína. 

 

 

  

 


Til hvers Alţingi

Alţingi fer međ löggjafarvaldiđ samkvćmt nánari ákvćđum stjórnarskrárinnar.  Auk ţess eru heimildir fyrir Alţingi til ađ skipa rannsóknarnefndir.  Löggjafarvaldi sínu sinnir Alţingi međ ţví ađ fjalla um lagafrumvörp.

Talsmenn eins stjórnmálaflokks, Pírata hafa sagt ađ ţađ sé tímasóun ađ bera upp lagafrumvörp á Alţingi og ţingmenn ţeirra hafi ţví ekki annađ frumkvćđi en ađ bera fram fyrirspurnir og ţingsályktunartillögur. Sama virđist upp á teningnum hjá Bjartri Framtíđ sem hefur ekki lagt fram nema eitt frumvarp.

Ćtla hefđi mátt ađ nýir flokkar hefđu metnađ til ađ breyta lögum til ađ ná fram breyttri skipan ţjóđfélagsins. En ţađ á hvorki viđ um Bjarta Framtíđ eđa Pírata. Ef til vill er ţađ vegna ţess ađ hvorugur ţessara flokka hefur mótađa ţjóđfélagssýn. 

Hlutskipti ţingmanna samkvćmt skođun Pírata og raunveruleikanum sem ţingmenn Bjartrar framtíđar bjóđa upp á er ţá ađ rćđa um og afgreiđa frumvörp ríkisstjórnarinnar auk ţess ađ stunda pópúlískar orđrćđur um ţingsályktunartillögur og tilgangslausar eđa litlar fyrirspurnir. 

Verđur einhverju breytt međ ţví?

Í ţessari afstöđu Pírata felist uppgjöf gagnvart ţví frumhlutverki ţingmanna ađ stunda löggjafarstarf. Hún er ađ vissu leyti skiljanleg vegna ţess ađ á Alţingi hafa mótast ţćr starfshefđir ađ einrćđi framkvćmdavaldsins, ríkisstjórnar,  skuli ráđa ţannig ađ stjórnarfrumvörp eru afgreidd hversu merkileg eđa ómerkileg sem ţau eru, en ţingmannafrumvörp eru sett í salt og fá ekki afgreiđslu úr nefnd hversu merkileg eđa ómerkileg sem ţau eru.

Samt eru dćmi um ađ ţingmenn hafi komiđ fram breytingum á löggjöf. Jóhanna Sigurđardóttir fékk t.d. samţykkt nokkur frumvörp sem ţingmađur og ýmsir ađrir ţokuđu málum ţanig áfram međ ţví ađ leggja mál ítrekađ fyrir. Ţannig var frumvarp sem ég lagđi fram á sínum tíma til ţess ađ bjórbanninu var aflétt enda hafđi ég trausta međflutningsmenn ţá Geir H. Haarde og Inga Björn Albertsson.

Nokkur dćmi eru um ađ ţađ hafi veriđ skađlegt ađ ţingmannafrumvörp fengu ekki afgreiđslu. Lúđvík Bergvinsson flutti ítrekađ frumvarp um ábyrgđarmenn sem loksins fékkst samţykkt eftir Hrun en hefđi ţurft ađ ná afgreiđslu löngu fyrr.  Ţingmannafrumvörp um greiđsluađlögun voru ítrekađ flutt meir en áratug fyrir Hrun,  sem hefđi veriđ gott  ađ fá samţykkt ţannig ađ ţau hefđu mótast í stađ ţess ađ verđa misheppnuđ fálmkennd löggjöf viđ galnar ađstćđur. 

Einrćđi meirihlutans er skađlegt. Almennir ţingmenn sem taka hlutverk sitt alvarlega bera iđulega fram góđ mál sem vćri til framdráttar landi og lýđ ađ yrđu afgreidd.

Í ljósi sögunnar vćri ćskilegt ađ Alţingi skođađi betur stöđu sína sem mikilvćgasti hornsteinn lýđrćđis í landinu og breytti starfsháttum ţannig ađ afgreiđa öll frumvörp sem fyrir Alţingi eru lögđ í stađ ţess ađ láta nćr öll ţingmannafrumvörp lenda í ruslafötu gagnslítils nefndarstarfs ţingnefnda.

Sú firring ţingmanna sem kemur fram hjá ţingmönnum Bjartrar framtíđar og Pírata ađ afsala sér frumkvćđi í löggjafarstarfi er skiljanleg, en  slćm fyrir lýđrćđiđ.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 396
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 2782
  • Frá upphafi: 2294333

Annađ

  • Innlit í dag: 370
  • Innlit sl. viku: 2537
  • Gestir í dag: 359
  • IP-tölur í dag: 350

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband