Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2012

Málţóf

Mörgu áhugafólki um stjórnmál finnst málţóf á ţjóđinginu vera óskiljanlegt, skammarlegt og leiđinlegt.

Vel má fallast á ađ ţađ sé leiđinlegt, en ţetta er eitt af fáum vopnum stjórnarandstöđu í lýđrćđisríkjum ţegar ríkisstjórn ćtlar ađ keyra mál áfram af offorsi.

Málţóf er viđurkennd ađferđ stjórnarandstöđu í lýđrćđisríkjum en vekur óvíđa jafn mikla athygli og í Bandaríkjunum ţar sem ţingmenn og flokkar viđurkenna  strax ađ ţeir ćtli ađ beita ţessari ađferđ, en hér á landi er veriđ í einhverjum skollaleik međ jafn augljóst mál.

Ţannig getur veriđ ađ stjórnarandstađa eins og ríkisstjórn sé óbilgjörn og ţá ţokast fá mál áfram í ţjóđţinginu. Ţá skortir á samningalipurđ, forystu og foringjahćfileika og viđurkenningu á ţví ađ í lýđrćđisríki ţá er framganga mála list hins mögulega en ekki ađ berja höfđinu stöđugt viđ steininn eins og forsćtisráđherra er fćrari um ađ gera en nokkur annar stjórnmálamađur í gjörvallri Íslandssögunni.

Ţađ er fyrst og fremst forsćtisráđherra ađ kenna ađ mál hlaupa stöđugt í rembihnút. Síđst ţegar Ásta Ragnheiđur Jóhannesdóttir ţingforseti hafđi náđ samkomulagi međ sinni lipurđ og stjórnarráđsmáliđ hlaut afgreiđslu ţá kom forsćtisráđherra í rćđustól Alţingis daginn eftir og hafđi í heitingum viđ stjórnarandstöđuna og hćddist ađ henni fyrir ađ hafa gefist upp.

Ég veit ekki til ţess ađ nokkur forsćtisráđherra fyrr eđa síđar í lýđrćđisríkjum hafi fariđ fram međ ţeirri óbilgirni og ruddaskap og forsćtirsráđherra Íslands gerđi í ţessu tilviki.

Forsćtisráđherra getur ţví sjálfri sér um kennt ađ stjórnarandstađan beitir skćđasta vopni stjórnarandstöđu á hverjum tíma. Forsćtisráđherra setur öll ágreiningsmál í hnút og virđast ekki kunna ađ leysa ţá hnúta sem hún bindur.

Ásýnd Alţingis vćri vissulega önnur og málţóf undantekning frekar en regla ef liprir foringjar eins og t.d. Össur Skarphéđinsson eđa Ögmundur Jónasson héldu um forustuna í stađ óbilgjarnasta stjórnmálamanns Íslands. 


Stefna fyrirfinnst engin.

Forstjóri Útlendingastofunar greinir frá ýmsum athygliverđum hlutum í viđtali í Frétablađinu í dag.

Í fyrsta lagi segir hún frá ţví ađ stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum hćlisleitenda fyrirfinnist engin. Hún segir ađ bćđi hún og forverar hennar hafi kallađ eftir stefnu stjórnvalda en án árangurs.

Í öđru lagi bendir hún á ađ Útlendingastofnun sé einnig útvörđur íslenska velferđarkerfisins. Eitthvađ sem almennt gleymist ađ rćđa um af hálfu ţeirra sem vilja galopna landamćrin á grundvelli fjölmenningarlegra viđhorfa.

Í ţriđja lagi upplýsir hún ađ vinnan sé oft mjög óţćgileg fyrir starfsfólkiđ og ţađ hafi sumt fengiđ áfallahjálp og sálfrćđiađstođ.

Í fjórđa lagi segir hún ađ dćmi séu um ađ starfsmenn Útlendingastofnunar hafi veriđ eltir og stađiđ hafi veriđ fyrir utan heimili ţeirra lengi.

Í fimmta lagi  gerir hún grein fyrir ţví ađ Útlendingastofnun sé ađ afgreiđa 3.500 dvalarleyfi og sinna 89 hćlisleitendum.  Ţetta er athyglivert í atvinnuleysinu.

Í sjötta lagi segir hún ađ hćlisleitendum hafi fjölgađ um 80% frá sama tíma fyrir ári.

Í sjöunda lagi upplýsir hún ađ engin úrrćđi séu til og engin stefna hafi veriđ mörkuđ um ţađ hvernig bregđast skuli viđ fjölgi hćlisleitendum mikiđ.

Í áttunda lagi ţá segir hún ađ nú fái  um 60% af ţeim sem leita eftir hćli í landinu landvist en fyrir nokkrum árum voru ţađ um 10%.

Ţetta eru ţćr stađreyndir sem blasa viđ og liggja fyrir. Ţađ er athyglivert ađ fá ţessar upplýsingar í kjölfar ţess hamagangs og illyrđa sem ýmsir vinstri sinnađir fjölmenningarsinnar hafa haft uppi gagnvart mér vegna réttmćtra ummćla minna í blogfćrslu fyrir tćpri viku um hćlisleitendur sem eru  ekkert annađ en ólöglegir innflytjendur.

Fangelsiskerfiđ í Bandaríkjunum er eitt vitlausasta kerfi sem til er í heiminum og fleiri Bandaríkjamenn eru í fangelsum en fólk víđast hvar í heiminum. Samt sem áđur á kerfiđ öfluga formćlendur sem atyrđa og hatast viđ ţá sem leyfa sér ađ benda á réttmćta ágalla á kerfinu. Međ sama hćtti leggur fjöldi sem á fjárhagslegra hagsmuna ađ gćta vegna komu hćlisleitenda til landsins til hatrammrar og persónulegrar atlögu gegn hverjum ţeim sem leyfir sér ađ fjalla um ţessi mál málefnalega.

Ţessi hávćri og öfgafulli hópur sem hefur jafnan merkimiđa um rasisma og mannfyrirlitningu á lofti er ađ  ákveđnum hluta ađ gćta eigin atvinnulegra og peningalegra hagsmuna. Vćri ekki svo af hverju bjóđa ţeir ekki svokölluđum hćlisleitendum ađ búa hjá sér eins og Tamimi gerđi.

Eftir ađ ég skrifađi fćrslu um ţessi mál fyrir nokkrum dögum hefur fjöldi fólks komiđ ađ máli viđ mig og ţakkađ mér fyrir ađ fjalla um ţessi mál, en margir taka fram ađ ţeir ţori ekki ađ tjá sig um máliđ af ótta viđ ađsókn af fjölmenningarsinnum og fylgifiskum ţeirra.

Fyrir nokkrum árum kvaddi ungur mađur sér hljóđs og rćddi á málefnalegan hátt um málefni innflytjenda og hćlisleitanda. Hann varđ fyrir hótunum og dreifibréfum var dreift í hverfiđ hans ţar sem hann var borinn ţeim sökum ađ vera rasisti auk ýmissa annara miđur skemmtilegra hluta sem áttu engin viđ rök ađ styđjast.

Ţessi ógn girđir fyrir málefnalega umrćđu um málefni innflytjenda og hćlisleitenda sem er ţeim mun verra ţar sem stefna stjórnvalda í málinu fyrirfinnst engin.  En ógn fjölmenningarsinnanna er einmitt ćtlađ ađ koma í veg fyrir málefnalega umrćđu um ţessi mál og ţeim hefur tekist ţađ býsna vel.

Ţađ var einkar athyglivert ađ meir en 2000 skráđu ađ ţeim líkađi fćrslan sem ég skrifađi fyrir nokkrum dögum um ţessi mál, en um 16 manna harđsnúinn hópur hefur hins vegar allt á hornum sér og ţar fara fremst í flokki lögmađurinn sem hefur ađalatvinnu af ţjónustu viđ hćlisleitendur og mađur hennar. Líklega af sömu hvötum og ţeir sem í Bandaríkjunum ţola enga umrćđu um fangelsismál ţar í landi.

Sem betur fer eigum viđ vandađa opinbera starfsmenn sem gefa sig í ađ sinna ţessu mikilvćga vanţakkláta verkefni eins og forstjórar Útlendingastofnunar hafa jafnan fundiđ fyrir. Ţeim hefur ítrekađ veriđ gert lífiđ leitt af fjölmenningarsinnunum sem hafa m.a. tekiđ sér ógnandi mótmćlastöđu fyrir utan heimili ţeirra.

Er ekki betra ađ rćđa ţessi mál međ málefnalegum hćtti. Ţetta er jú spurning um velferđ eins og forstjóri Útlendingastofnunar bendir á. Mér er ekki síđur annt um fólk en ţeim sem sveipa um sig manngćskustimplinum á annarra kostnađ stundum hempuklćddir. 

Mér finnst gaman ađ umgangast útlendinga sem hingađ eru komnir og búa í landinu og reyna ađ fóta sig og byggja upp framtíđ sína hér í landi af heiđarleika og dugnađi. Ég á marga kunningja í ţeim hópi. Ţađ breytir hins vegar ekki ţeirri stađreynd ađ međferđ ţessara mála er spurning um velferđ. Velferđ ţeirra sem búa í ţessu landi hvort heldur ţeir eru ađfluttir eđa innfćddir. 

Ţess vegna varađi ég viđ ţví haustiđ 2006 ađ hingađ vćri ađ koma allt of mikill straumur útlendinga á of skömmum tíma. Ekki vegna ţess ađ ég hefđi á móti ţessu fólki heldur vegna ţess ađ ég spáđi ţví ađ ţetta mundi leiđa til áđur óţekkts atvinnuleysis hér á landi. Sú varđ og raunin.

En talsmenn bankanna á ţeim tíma, sem féllu haustiđ 2008, hagfrćđingar og ađrir pótintátar sögđu ţetta tóma vitleysu og aukinn innflutningur útlendinga til landsins mundi bara bćta lífskjörin. Hver skyldi hafa haft rétt fyrir sér?  Dćmi hver sem vill.

Ţađ er slćmt ţegar fólk veigrar sér viđ ađ nýta sér málfrelsiđ eins og algengt er í ţessum málaflokki vegna ađsóknar og öfga fámenns hóps sem hikar ekki viđ ađ ráđast persónulega á ţá sem nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt til ađ taka til máls um mikilvćg ţjóđmál. Ég hef hingađ til ekki látiđ ţađ hindra  mig í ađ rćđa mikilvćg mál jafnvel ţó ţađ hafi leitt til presónulegra óţćginda á köflum og í ţessu máli finnst mér mikilvćgt ađ reyna ađ halda umrćđunni öfgalausri á eđlilegum forsendum.

Forsendur fjölmenningarsinnana hafa allstađar reynst rangar eins og t.d. David Cameron forsćtisráđherra Bretlands og Angela Merkel kanslari Ţýskalands hafa réttilega bent á. 


Af hverju Afganistan

Í rúm 10 ár hafa herir NATO(ISAF) barist viđ Talibana og einhverja ađra í Afganistan.  Af hálfu NATO var rangt frá upphafi ađ blanda sér í máliđ og andstćtt ţeirri hugmyndafrćđi og reglum sem NATO byggđist á.

Í byrjun október 2001 hélt Tony Blair ţá forsćtisráđherra frćga rćđu á flokksţingi Verkamannaflokksins breska og seldi herhlaup á hendur Afganistan og sagđi ađ innrás mundi eyđileggja ólöglega eiturlyfjasölu frá landinu.

Tony Blair sagđi m.a.

"The arms the Taliban are buying today are paid for by the lives of young British people buying their drugs on British streets. This is another part of the regime we should destroy."

Eftir 10 ára hernađ ţar sem lífi um 3000 NATO hermanna (kallađ ISAF hermenn af ţví ađ ţađ eru fleiri ţó NATO beri hitan og ţungann)  hefur veriđ fórnađ ţá hefur lítiđ breyst. Eiturlyf streyma enn frá Afganistan. Yfir 80% af heimframleiđslu á opíum er framleitt í Afganistan og yfir 90% af heróíni sem selt er í Evrópu ţ.á.m. Bretlandi er búiđ til úr ópíum frá Afganistan. 

Um langan tíma hefur hermönnum NATO liđsins veriđ bannađ ađ eyđileggja opium akrana. NATO liđiđ hefur ekki lengur ţađ markmiđ ađ gera neitt í ţví.

Kostnađurinn viđ herhlaupiđ í Afganistan er meir en 2 billjónir enskra punda á ári. Talan í íslenskum krónum er eitthvađ sem mađur á bágt međ ađ skilja.  Samt sem áđur leggjast bćđi Obama og Cameron á eitt međ ţađ ađ reyna ađ telja bandalagsţjóđir sínar á ađ halda áfram vitleysunni.

Allt ţetta herhlaup í Afganistan var rugl frá upphafi. Ţađ gerir lítiđ gott en kostar óafsakanlega mikla peninga og mannslíf. Afleiđingin 10 árum síđar: Gjörspillt ríkisstjórn Hamid Karsai í Kabúl og eiturlyfjasala frá landinu sem aldrei fyrr.  

Ţess vegna á Ísland á vettvangi NATO ađ berjast fyrir ţví ađ afskiptum af Afganistan verđi hćtt ţegar í stađ.


Ţegar öfgarnar bera vitsmunina ofurliđi.

Í fćrslu sem ég skrifađi um kostnađ ríksins vegna ólöglegra innflytjenda eđa hćlisleitenda svo notađ sé viđurkennt pólitískt réttyrđi. Vakti ég athygli á ţví ađ kostnađur skattgreiđenda vegna ólöglegra innflytjenda vćri meiri en ţađ sem ríkiđ greiđir til öryrkja og aldrađra.

Ţessi ábending mín sem er stađreynd, fór fyrir brjóstiđ á mörgu stuđningsfólki ríkisstjórnarinnar og ţeim sem hafa atvinnuhagsmuni af ţví ađ hafa kerfiđ í kring um "ólöglega innflytjendur" hćlisleitendur eins flókiđ og láta ţađ taka eins mikinn tíma á kostnađ skattgreiđenda og nokkur kostur er.

Fyrrum ţingmađur Samfylkingarinnar kallar mig óţverra vegna ţessa og villta vinstriđ segir mig geđsjúkan ţetta eru međal ţeirra málefnalegu sjónarmiđa sem ţetta fólk setur fram. Svona persónuníđ dćmir ţá sem ţví beita, en er dćmi um ţađ ţegar fólk afneitar eđlilegri umrćđu og vill búa í sínum eigin ţrönga hugsjónaheimi. Hefđi ţetta veriđ hćgra fólk ţá hefđi ţađ veriđ sagt öfgafólk.

 Ţeir sem hafa fjárhagslegra hagsmun ađ gćta af kerfisruglinu fara fram af meiri yfirvegun enda eiga ţeir meira undir ađ ţetta haldi áfram. Fólk gáir lítiđ af ţví hvađ ţađ eru margir sem hafa fjárhagslega hagsmuni og vinnu viđ ţetta kerfi. Hvađ skyldu ţađ annars vera margir?

Ţađ sem öllu ţessu fólki sést ţó yfir eđa vill ekki rćđa og er ađalatriđi í mínum málflutningi er ţetta:

Í fyrsta lagi ţá er óafsakanlegt ađ ríkiđ greiđi meira fyrir framfćrslu ólöglegra innflytjenda les hćlisleitenda en íslenskra öryrkja og aldrađra.

Í öđru lagi ţá er hvergi veist ađ eđa gert lítiđ úr  ţví fólki sem hingađ kemur sem ólöglegir innflytendur, les hćlisleitendur.

Í ţriđja lagi ţá er fyrst og fremst veriđ ađ gera athugasemd viđ ţađ međ hvađa hćtti kerfiđ vinnur.

Í fjórđa lagi er vakin athygli á ţeirri hćttu sem viđ erum í sem fámenn ţjóđ ef viđ spyrnum ekki viđ fótum og lćrum af ţví sem gerst hefur í nágrannalöndum okkar.   

Í fimmta lagi er vakin athygli á ţví hvađ ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur er fjandsamleg atvinnuuppbbyggingu í landinu sem hafi flćmt fjölda fólks úr landi og ţess krafist ađ stefnunni verđi breytt til atvinnuuppbyggingar í stađ stöđnunar.

Er skrýtiđ ađ Samfylkingarfólki og Vinstri grćnum sárni viđ upptalningu á ţessum stađreyndum? 


Ólöglegir innflytjendur fá 215 ţúsund á mánuđi.

Ólöglegum innflytjendum fjölgar nú sem aldrei fyrr. Ástćđan er sú ađ í nágrannalöndunum hefur sú frétt borist til ólöglegra innflytjenda ađ hér í landi sé ríkisstjórn og stjórnvöld sem taki á málum af linkind.  Viđ megum ţví búast viđ auknum straumi ólöglegra innflytjenda á nćstunni.

Útlendingastofnun hefur átt í erfiđleikum. Ítrekađ hefur veriđ ráđist ađ starfsmönnum stofnunarinnar og störfum hennar af pólitískum sporgöngumönnum ólöglegra innflytjenda. Ţeir hafa jafnan haft á orđi, ađ ţeir sem vilja gćta ađ hagsmunum ţjóđarinnar í ţessum efnum og fara ađ lögum fari fram af of mikilli hörku og séu  jafnvel rasistar.

Ítrekađ er haldiđ fram í umrćđunni ađ viđ séum vond viđ ólöglega innflytjendur og beitum ţá harđrćđi. Ţađ er rangt.  Ólöglegir innflytjendur fá 215 ţúsund krónur í dagpeninga á mánuđi frá íslenska ríkinu og venjulega húsaskjól ađ auki, en íslenskir öryrkjar fá 173 ţúsund og ellilífeyrisţegar 166 ţúsund.

Ţađ ţarfnast skýringa af hverju betur er gert viđ ólöglega innflytjendur varđandi lífeyri en íslenska öryrkja og ellilífeyrisţega. 

Umrćđan um ţessi mál er  međ sérstćđum hćtti, ţannig ađ fólk veigrar sér viđ ađ blanda sér í hana  opinberlega af ţví ađ ţađ vill ekki láta öfgamennina á vinstri vćngnum stimpla sig sem vont fólk og rasista. En sú orđrćđa, nafngiftir og einkunnagjafir er röng og ósćmileg af ţeim sem henni beita.

Stađreyndin er sú ađ viđ erum ađ hrekja ţúsundir fjölskyldna úr landi. Ţar fer dugandi fólk međ sérmenntun og fagmenntun af landi brott daglega. Ríkisstjórnin stuđlar ađ ţessum útflutningi Íslendinga međ atvinnustefnu sinni.

Á sama tíma stuđlar hún ađ innflutningi ólöglegra innflytjenda vegna linkindar viđ ađ halda uppi lögum og reglum.

Í dag er sagt frá ţví í fréttum í Bretlandi ađ ţar eru um 4000 ţúsund erlendir glćpamenn sem ríkisstjórnin hefur ekki getađ komiđ úr landi vegna ţess hvernig réttarkerfiđ vinnur. Í Danmörku eru um 20 ţúsund ólöglegir innflytjendur. Í báđum löndum er talađ um ólöglega innflytjendur sem vaxandi vandamál sem ţurfi ađ bregđast viđ međ virkari úrrćđum.

Viljum viđ fá holskeflu fjölgunar ólöglegra innflytjenda yfir okkur međ ţeim síaukna kostnađi sem ţađ hefur í för međ sér fyrir skattgreiđendur?  

Eđa erum viđ tilbúin til ađ standa međ íslenskum hagsmunum og fá börnin okkar heim og skapa ţeim lífvćnlega atvinnu og framtíđ í landinu?

Ólöglegir innflytjendur eru hér í landi ólöglega af hverju fá ţeir meiri greiđslur í lífeyri frá skattgreiđendum en öryrkjar og ellilífeyrisţegar?  


Atvinnusköpun norrćnu velferđarstjórnarinnar

Vinur minn sagđi, ađ ţađ vćri ekki rétt ađ vinstri stjórnin hefđi ekkert gert til ađ skapa ný störf. Sérstakur saksóknari hefđi ráđiđ marga unga  lögfrćđinga og sama vćri ađ segja um Umbođsmann skuldara.

Nú vćri helst von ungra viđskiptafrćđinga ađ fá vinnu viđ gjaldeyriseftirlit Seđlabankans.

Sýnir e.t.v. best forgangsröđun ríkisstjórnarinnar og áherslur.


Er kvótinn ţjóđareign?

Ef kvótinn er ţjóđareign af hverju fá ţá Hveragerđi og Egilsstađir aldrei úthlutađ byggđakvóta?

7000 ár ađ borga skuldirnar

Álftanes er ekki eina sveitarfélagiđ í heiminum ţar sem meiri hluti sveitarstjórnar skuldsetti sig umfram heilbrigđa skynsemi.

Í spćnska ţorpinu Pioz skammt frá Madrid  ţar sem búa 3.800  skuldsetti sveitarstjórnin sig svo mjög, ađ miđađ viđ tekjur sveitarfélagsins ţá tekur 7.000 ár ađ borga skuldirnar til baka.

Sveitarstjórnin í Pioz tók lán til ađ byggja og kauaa íbúđir, vatnshreinsunarstöđ og sundlaug međ flottum vatnsrennibrautum fyrir hálfan milljarđ.  Nú er búiđ ađ loka sundlauginni af ţví ađ ţađ er of dýrt ađ reka hana. Hćtt er ađ lagfćra vegi og byggingar. Rafmagn er í 12 klukkustundir á sólarhring. Ţađ virđist erfiđara á Spáni ađ velta óráđssíu  viđ stjórn sveitarfélaga yfir á ađra, en hér á landi.

En hvernig bregđast ofurskuldug sveitarfélög viđ hér? Er beitt einhverjum ađhaldsađgerđum - ef svo er ţá hverjum?


Nýtt verkefni fyrir rannsóknarnefnd Alţingis?

Í fyrradag var sagt frá ţví ađ spćnska ríkiđ mundi yfirtaka Bankia bankann í ţví skyni ađ endurreisa trú á fjármálastjórn landsins og bankakerfinu. Sá er munur á ađkomu stjórnvalda hér á sínum tíma vegna Glitnismálsins í september 2008 og ţessa spćnska máls ađ ţar höfđu endurskođendur bankans neitađ ađ undirrita reikninga samfara ásökunum um útblásna eignastöđu-greinilega međvitađri um stöđu mála en endurskođendur Glitnis banka á sínum tíma.

Gćfa Spánverjaa er ađ eiga engan Gylfa Magnússon mótmćlanda og fyrrum ráđherra, sem í kjölfar yfirtöku ríkisins á Glitni mćlti fyrir áhlaupi á íslenska bankakerfiđ međ fullum árangri. Hagfrćđideildir Spćnskra háskóla er líka međvitađri um mikilvćgi ţess ađ svona ađgerđ takist og gangverk viđskiptalífsins en hagfrćđideildir íslensku háskólanna voru fyrir bankahruniđ hér.

Ţađ er einnig athyglivert ađ enginn kennir Davíđ um ţessa yfirtöku eđa fjandskap stjórnvalda viđ banka eđa skammast út í forsćtisráđherra, spćnskt stjórnkerfi eđa ríkisstjórn.  Forusta stjórnarandstöđuflokksins lćtur sér ekki til hugar koma ađ kalla ríkisstjórnarflokkinn hrunflokk eđa kenna markađshagkerfinu um slćma stöđu spćnskra banka og nauđsyn ţjóđnýtingar Bankia.

Fyrst spćnskir stjórnmálamenn og háskólamenn eru svona illa međvitađir ţegar vandamál steđja ađ varđandi banka landsins, ţá virđist full ţörf á ađ virkja hiđ snarasta rannsóknarnefnd Alţingis ađ nýju til ađ rannsaka vanda spćnsks stjórnkerfis og stjórnmála sem og skođa hvort ekki sé nauđsynlegt ađ landinu verđi sett ný stjórnarskrá.

Ekki fer sögum af ţví ađ forsćtisráđherrann spćnski hafi bođađ ríkisstjórnina til tíđra funda áđur en gripiđ var til ţjóđnýtingar Bankia en í einni frétt er sagt ađ ákvörđunin hafi meira ađ segja komiđ réđherrum á óvart. Sennilega er ţví einnig verkefni fyrir Landsdóm Markúsar Sigurbjörnssonar  ađ skođa hugsanlegt afbrot spćnska forsćtisráđherrans í ađdraganda bankakrísunar ţar í landi.


Gott fólk og rasismi

Tveir ólöglegir innflytjendur frá Alsír voru dćmdir í fangelsi fyrir lögbrot. Í framhaldi af ţví andmćlti Bragi Guđbrandsson formađur Barnastofu og Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Ţorlákshöfn dómi hérađsdóms. Ekki var annađ ađ skilja á ţessum embćttismönnum en í ţessu tilviki hefđu lögregluyfirvöld og dómstólar stjórnast af kynţáttafordómum semsagt rasisma.

Af persónulegri viđkynningu viđ ţá báđa Braga og Baldur ţá veit ég ađ ţar fara góđir menn sem vilja láta gott af sér leiđa. Góđir menn ţurfa ţó eins og ađrir ađ gćta sín og mega ekki fara offari í umrćđunni eđa bregđa yfirvöldum eđa öđrum samborgurum sínum um rasisma, ţegar ţeir hinir sömu vita ađ ţađ er rangt. Ţađ er alltaf hćttulegt ađ grafa undan yfirvöldum og viđleitni ţeirra til ađ halda uppi lögum og reglum.

Ţeim Braga og Baldri gengur gott eitt til, ţó ţeir fari fram af nokkurri skammsýni. Sama verđur ekki sagt um fyrirbrigđiđ Dögun sem er sambrćđingur frambođsgalins fólks úr nokkrum stjórnmálahreyfingum, sem mótmćlir ţeim rasisma sem ţeir Guđjón Arnar Kristjánsson  og Sigurjón Ţórđarson félagar í Dögun finna í réttum og löglegum ađgerđum lögregluyfirvalda.

Á sama tíma og góđir íslendingar eins og Bragi og Baldur sem og fyrirbrigđiđ Dögun ráđast ađ yfirvöldum fyrir rasisma, ţá eru bresk dagblöđ og ađrir fréttamiđlar full af fréttum um ţađ, hvernig yfirvöld í Manchester á Englandi, brugđust vegna ótta um ađ vera sökuđ um rasisma.

Ţessi yfirvöld í Bretlandi, barnaverndarnefndir og lögregluyfirvöld sinntu ekki ítrekuđum kćrum ungra stúlkna um misnotkun, nauđganir og hópnauđganir af ótta viđ ađ vera brugđiđ um rasisma. Hópar múslimskra manna ađallega frá Pakistan stóđ ađ ţessu. Í gćr voru 9 félagar í ţessum glćpahópi dćmdir fyrir ađ hafa misnotađ og nauđgađ um 50 stúlkum.  Fyrsta kćran kom 2008 og öll sönnunargögn voru fyrir hendi, en yfirvöld horfđu í hina áttina af óttans viđ ađ vera stimpluđ rasistar.  Glćpamennirnir gátu haldiđ áfram ađ misnota og nauđga ungum hvítum stúlkum og gátu gengiđ lengra og lengra án ţess ađ yfirvöld gerđu neitt. 

En óttinn er ekki bara hjá yfirvöldum. Ţađ er áberandi ađ breskir fjölmiđlar tala alltaf um hóp asískra karla. Hlutirnir eru ekki nefndir réttum nöfnum. Ţađ er ekki sagt hópur múslima frá Pakistan. Nei ţađ er ekki pólitískt rétt ađ mati fjölmiđla og ţess vegna skulu allir karlar frá Asíu liggja undir ámćli.

Á sama tíma og kristiđ fólk í Bretlandi ţarf ađ fara í dómsmál til ađ geta boriđ krossmark á opinberum vinnustöđum loka yfirvöld ţar í landi augunum fyrir ţví ađ karlar ćttađir frá Pakistan, misnoti og nauđgi ungum hvítum stúlkum af ţví ađ viđbrögđ laganna gagnvart ţeim gćti leitt til ţess ađ gott fólk og stjórnmálahreyfingar á viđ Dögun gćtu gert hróp ađ ţeim og brugđiđ ţeim um rasisma

Ađalatriđiđ sem má ekki gleymast er ađ viđ erum einstaklingar og mannréttindi eru bundin viđ einstaklinga og eiga ađ vera ţađ en ekki hópa, kynţćtti eđa kyn.  Ţess vegna eiga allir rétt á vernd laganna og ţurfa ađ ţola ţađ ađ ţeir séu beittir viđurlögum á grundvelli laga og réttar. Ţeir sem gera hróp ađ yfirvöldum og bregđa ţeim um rasisma eđa óeđliegar kenndir ćttu alltaf ađ hafa ţađ í huga.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 603
  • Frá upphafi: 2291720

Annađ

  • Innlit í dag: 40
  • Innlit sl. viku: 535
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband