Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2020

Lögregluofbeldi og kynţćttir

Enginn afsakar hrottaskap lögreglu, hvađ ţá heldur ţegar ţađ leiđir til manndráps eins í Minnesota í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Lögreglumađurinn hefur međ réttu veriđ settur af og ákćrđur fyrir morđ. Enginn ágreiningur er um ađ lögreglumađurinn framdi óafsakanlegt, fordćmanlegt ofbeldisbrot.

Hvađ sem ţví líđur, ţá hafa brotist út fjöldamótmćli vegna meints kynţáttamisréttis og kynţáttakúgunar og ţau sjónarmiđ fá enduróm og undirtektir hjá öllum óvinum Bandaríkjanna vítt og breitt um veröldina. Ţann enduróm mátti heyra af vörum sérfrćđings RÚV í gćr. Ţar talađi "sérfrćđingurinn" um langvarandi og vaxandi ólgu og kynţáttamisrétti, sérstaklega í viđbrögđum lögreglu gagnvart hörundsdökku fólki. Var nánast svo ađ skilja, ađ hörundsdökkt fólk vćri ţađ eina sem yrđi fyrir lögregluofbeldi og léti lífiđ í samskiptum viđ lögregluna.

Stađreyndin er sú, ađ áriđ 2019 skaut lögreglan í Bandaríkjunum 370 hvíta til bana og 235 hörundsdökka. Hörundsdökkir eru ţó ekki nema 13.5% íbúafjöldans. Séu tölur yfir ofbeldisglćpi skođađar til samanburđar, ţá kemur í ljós ađ hörundsdökkir fremja 22.4% ţeirra. Fjöldi ofbeldisglćpa á móti fjölda ţeirra sem falla í valinn fyrir lögreglunni er ţví nánast sá sami skv. ţessari tölfrćđi. Segir ţađ einhverja sögu? 

Réttarríkiđ verđur ađ hafa sinn framgang og ţađ er rétt ađ mótmćla ef fólki er mismunađ hvađ ţá ef ţađ er tekiđ af lífi án réttlćtingar eđa dóms og laga. Slík mótmćli eru einungis afsakanleg svo fremi ţau fari friđsamlega fram og vísi til ţess, sem veriđ er ađ mótmćla. Mótmćli í bandarískum borgum nú, sem fagnađ er víđa af óvinum Bandaríkjanna eiga í sívaxandi mćli lítt skylt viđ eđlileg mótmćli. Eignir fólks eru skemmdar, brotist er inn í verslanir og ţar rćnt og ruplađ. Oftar en ekki eru ţessar verslanir í eigu hörundsdökkra. Ekkert afsakar slík mótmćli og ţau geta aldrei gert annađ en ađ verđa til tjóns fyrir málstađ ţeirra sem vilja vekja athygli á réttlćtinu og mótmćla ranglćtinu.

Ţví miđur.

  


Fćđuöryggi og fjármálastjórn.

Talsmenn hamfarastyrkja til vissra greina landbúnađarins hamast nú sem sjaldan fyrr og halda ţví fram, ađ dćmalaus viđbrögđ stjórnvalda vítt og breitt um veröldina viđ Covid veirunnar sýni ótvírćtt, ađ gćta verđi betur ađ fćđuöryggi ţjóđarinnar međ auknum styrkjum til ákveđinnar landbúnađarframleiđslu. 

Ţessi hamagangur einangrunarsinnanna er byggđur á fölskum forsendum. Ţrátt fyrir ađ ţjóđir í okkar heimshluta hafi dćmt sig í mismunandi stranga einangrun og útgöngubann, ţá hefur fćđuframleiđslan ekki raskast og flutningar á matvćlum og öđrum vörum ekki heldur. Matvćlaöryggiđ var ţví aldrei í hćttu ţrátt fyrir óttablandin viđbrögđ viđ veirunni 

Hvađ afsakar ţá ađgerđir stjórnvalda til ađ fćra meiri peninga frá skattgreiđendum til ákveđinna framleiđenda í landbúnađi og ýmsum öđrum greinum vegna Covid veirunnar, eins og landbúnađarráđherra hreykir af?

Ekki neitt. 

Hvađa ţýđingu hefur ţađ síđan, ađ landbúnađarráđherra og ríkisstjórnin taki peninga skattgreiđenda til ađ greiđa aukna styrki til grćnmetisframleiđenda og/eđa annarra framleiđenda í landbúnađi?

Mun verđ á grćnmeti til neytenda lćkka? Var ţađ forsenda aukinna styrkja? Ónei.

Reynsla neytenda af auknum styrkjum og beingreiđslum til framleiđenda er sú, ađ ţeir skila sér ekki eđa ţá mjög óverulega til neytenda međ lćgra verđi.

Af hverju má ekki styđja viđ atvinnurekstur međ almennum ađgerđum eins og t.d. skattalćkkunum t.d. afnámi tryggingargjalds?

Nú skiptir máli ađ gćta vel ađ ţví ađ opinberu fé sé ekki sólundađ í gćluverkefni, heldur brugđist viđ raunverulegan vanda vegna Covid. Of margar ađgerđir ríkisstjórnarinnar eru ţví miđur ţví marki brenndar ađ fćra fjármuni frá skattgreiđendum til ţóknanlegra ađila í atvinnurekstri.

Sýnu verra er ađ stjórnarandstađan hefur ekki annađ til málanna ađ leggja en ađ krefjast enn meiri útgjalda úr ríkissjóđi. Pólitísk yfirbođ formanns Samfylkingarinnar og helsta međreiđarsveins hans eru međ ţví aumkunarverđara sem heyrst hefur á Alţingi. 

Skattgreiđendur eigi enn sem fyrr fáa vini á Alţingi. Ćtla má, ađ ţröngt verđi í búi margra ţegar ţjóđin ţarf ađ taka út timburmenn óráđssíunnar. 

 

 


Kynferđisleg árás?

Fyrir rúmu ári varđ ég fyrir "kynferđislegri árás." Á ţeim tíma gerđi ég mér hvorki grein fyrir ađ um árás vćri ađ rćđa né eitthvađ kynferđislegt. 

Ég hafđi verslađ í kjörbúđ á Spáni og ţegar ég kom út,sá ég ađ nokkru á undan gekk ung kona viđ hćkju međ tvo innkaupapoka og var í nokkrum vandrćđum međ ađ komast leiđar sinnar. Ég bauđst til ađ halda á pokunum međan viđ ćttum samleiđ og var ţađ ţegiđ međ ţökkum.

Ţegar leiđir okkar skildust afhenti ég henni pokana og hún laut ţá fram og kyssti mig leiftursnöggt á sitt hvora kinnina. Hún sparn síđan viđ fótum og snéri sér öndverđri og viđ gengum hvort sína leiđ.

Ţetta atvik hafđi engin áhrif á mig enda gerđi ég mér ţá ekki grein fyrir ađ um vćri ađ rćđa kynferđislega árás. Ég átti ekki andvökunćtur og ţurfti hvorki ađ leita til sálfrćđinga eđa geđlćkna og ber engin varanleg sár á sál eđa líkama.

Breska blađiđ the Daily Telegraph skýrir frá ţví í dag, ađ vörubíll hefđi lent í hremmingum viđ ađ komast leiđar sinnar undir brú og kona á sjötugs aldri hefđi leiđbeint bílstjóranum. Ţegar bílinn var kominn framhjá brúnni vatt annar mannanna sem í bílnum var sér út úr bílnum, ţakkađi konunni og kyssti hana á kinnina.

Lögreglan í Derbyshire á Englandi lýsir nú eftir vitnum ađ ţessari "kynferđislegu árás" mannsins, sem hefđi ekki beđiđ konuna um leyfi áđur en hann kyssti hana á kinnina. Ekki fer sögum af ţví ađ konan hafi óskađ eftir ţví ađ lögreglan hefđi afskipti af málinu, en hún gerir ţađ engu ađ síđur, ţví ađ miklu skiptir ađ gćta ađ lögum og reglum í samfélaginu.

Skáldiđ kvađ á sínum tíma: "Siđferđiđ síst má án ţess vera, en of mikiđ af öllu má ţó gera, of mikiđ."

  

 

 

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 9
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 4599
  • Frá upphafi: 2267743

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4247
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband