Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
25.2.2021 | 08:52
Sigur á fátækt
Forseti alþýðulýðveldisins Kína, Xi Jinping, lýsti því yfir í morgun að sigur hefði unnist gegn algjörri fátækt í Kína. Þetta er merkileg yfirlýsing.
Fyrir rúmum tveim áratugum tók kommnúistaríkið Kína upp kapítalískt eða markaðstengt kerfi að mestu leyti. Á þeim tíma hefur velmegun aukist. Sennilega eru fleiri ofurríkir einstaklingar í Kína en nokkru öðru ríki heims, millistétt í borgum Kína hefur styrkst efnalega mjög mikið og nú hefur tekist að útrýma algjörri fátækt að sögn forsetans.
Sigur kommúnistanna í Kína á algjörri fátækt er sigur markaðshagkerfisins, sem hefur náð að lyfta landinu frá fátækt til bjargálna.
Forsetinn talar um að sigur hefði unnist gegn algjörri fátækt. Það er sú viðmiðun sem er eðlilegust. Hér á landi og hjá þeirri stöðugt furðulegri stofnun Sameinuðu þjóðunum er hinsvegar ekki miðað við raunverulega fátækt heldur hlutfallslega. Sigur getur aldrei unnist á hlutfallslegri fátækt. Þessvegna getur Inga Sælandi og aðrir af slíku sauðahúsi endalaust bullukollast um fátækt út frá slíkum ruglanda.
Hlutfallsleg fátækt er ekki spurning um fátækt heldur tekjuskiptingu. Þannig getur verið meiri hlutfallsleg fátækt í Noregi en í Serbíu svo dæmi sé tekið, þrátt fyrir að meðaltekjur þeirra sem hafa það lakast í Noregi séu mörgum sinnum hærri en í Serbíu. En þetta er sú viðmiðun sem talað er um hér og þegar síðast var rætt um málið á Alþingi þá var notast við þessa viðmiðun og samkvæmt henni áttu þá tug þúsund barna að búa við fátækt hér á landi, sem er rangt miðað við alþjóðlegar viðmiðanir um raunverulega fátækt.
Æskilegt væri, að rannsakað yrði hverjir búa við raunverulega fátækt og snúið sér að því að koma öllum þeim sem búa við raunverulaga fátækt frá þeim lífskjörum til bjargálna, þannig að við getum státað að því þegar kemur að næstu kosningum eins og Alþýðulýðveldið Kína að hafa lyft öllum borgurum þessa lands frá raunverulegri fátækt.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2021 | 10:42
Mannréttindafrömuðurinn Erdogan Tyrklandsforseti.
Skömmu eftir að Erdogan nánast einræðisherra í Tyrklandi kvaddi Róbert Spanó forseta Mannréttindadómstóls Evrópu með miklum gagnkvæmum kærleika af beggja hálfu, skipaði hann félaga sinn og flokksbróður rektor í helsta háskóla í Tyrklandi BOUN sem stendur fyrir Bosporus University í Konstantínópel nú Istanbul.
Fjölmargir stúdentar við skólann voru ósáttir við að flokkslíkamabarn úr flokki Erdogan yrði rektor við skólann og mótmæltu því kröftuglega, en þó friðsamlega. Erdogan hefur látið handtaka meir en 250 stúdenta vegna þessara mótmæla og ekki nóg með það. Húsleit hefur verið framkvæmd hjá mörgum þeirra og fjölskyldur þeirra teknar til spurninga og yfirheyrslu hjá lögreglu. Þannig er nú farið að í mannréttindaríkinu Tyrklandi.
En að sjálfsögðu hefur Erdogan vaðið fyrir neðan sig og segir að stúentarnir sem leyfðu sér að mótmæla, séu ekki mótmælendur heldur hryðjuverkamenn. Sé svo, þá eru þetta fyrstu mótmæli hryðjuverkafólks, sem fara friðsamlega fram dögum saman.
En skyld Mannréttindasómstóllin kaupa skýringu Erdogan eða hafa eitthvað um þetta mál að segja yfir höfuð?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2021 | 11:42
Bólusetningarkapphlaupið og heilbrigð skynsemi
Þjóðir heims berjast við að tryggja sér sem fyrst svo mikið magn af einhverju bóluefni gegn Covid, að hægt verði að bólusetja landslýðinn.
Evrópusambandið og Bretar eiga í illdeilum og hver reynir að bjarga sér hvað best hann getur. Enn á ný opinberast vangeta Evrópusambandsins til að gæta raunverulegra eða ímyndaðra hagsmuna sinna.
Stjórnmálamönnunum liggur reiðarinnar ósköp á vegna þess, að þeir hafa lamað þjóðfélagsstarfsemina með lokunum og hræðsluáróðri í samkór með heilbrigðisyfirvöldum og fjölmiðlum. Út úr því þurfa þeir að komast sem fyrst, þannig að efnahagsstarfsemin og mannlífið geti blómstrað.
Sameiginleg stefna stjórnmálamanna veraldarinnar er að drífa sem mest má vera í því að bólusetja, þó prófanir á þeim lyfjum sem dæla á í fólkið séu ófullkomnar og veiti jafnvel takmarkaða vörn auk þess sem þau geta verið dauðans alvara og dauðadómur fyrir sumt eldra fólk.
Nýlega kom á markaðinn nýtt bóluefni gegn veirunni, Novavax, frá fyrirtækinu Johnson og Johnson. Af því sem maður les um það, þá virðist það skömminni til skárra og mun geðslegra en lyfin frá Pfizer, Moderna og Astra Seneca.
Lyfjafyrirtækjunum liggur á vegna þess að hundruða milljarða hagsmunir eru í húfi. Þau keppast við að dæla lítt prófuðum lyfjum inn á markaðinn og heilbrigðisyfirvöld hamast við að blessa þau vegna "neyðarástands". Stjórnmálamönnunum liggur á að komast úr pólitískri kóvíd innilokun og hamra því á nauðsyn allsherjar bólusetningar sem allra fyrst og þá skiptir ekki máli hvaða bóluefni er fengið bara það sem stendur til boða.
Það er næsta óhugnanlegt að fylgjast með þessu kapphlaupi þar sem öllu máli skiptir að bólusetja sem flesta helst alla þrátt fyrir að allt of lítið sé vitað um hver endanleg áhrif bólusetningarinnar verður og ekki liggi ljóst fyrir hvaða bóluefni hefur bestu virknina og er líklegast til að valda minnstum aukaverkunum.
Er þá ekki best að flýta sér hægt og gera hluti vitandi vits en ekki vegna örvæntingar?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.1.2021 | 09:20
Trump kveður - í bili?
Nú þegar Donald Trump lætur af embætti er hann niðurlægður af fjölmiðlum ákærður af þinginu og fær ekki að tjá skoðanir sínar á ýmsum samfélagsmiðlum. Var stjórn hans virkilega svo ill, að þetta sé verðskuldað. Svarið er afdráttarlaust nei. Þó ýmsir hlutir hafi farið úrskeiðis, þá getur Trump vel við unað þegar horft er yfir farinn veg.
Áður en Kínaveiran færði allt úr lagi hafði tekist í stjórnartíð Trump, að koma atvinnuleysi í Bandaríkjunum niður í það lægsta sem það hefur verið í rúm 50 ár eða niður í 3.5%. Atvinnlíf í Bandaríkjunum tók við sér og tekjur fólksins sem Demókratar höfðu gleymt og fínu ríku Repúblíkanarnir höfðu aldrei munað eftir fengu verulegar raunverulegar kjarabætur og það fólk mun ekki gleyma Trump. Hann er hetjan þeirra og á það skilið.
Trump lagði út í baráttu við Kína í andstöðu við flesta leiðtoga bandalagsþjóða sinna, en honum tókst að sýna heiminum fram á það með hvaða hætti Kína rekur sína pólitík með ofsa og yfirgangi, en nýtur í mörgum tilvikum stöðu þróunarríkis. Nýir samningar við Kína eru blóm í hnappagatið hjá Trump.
Bullinu í loftslagsmálum var vikið til hliðar enda ljóst, að Parísarsáttmálinn er kyrkingartak á efnahagsstarfsemi Vesturlanda. Í utanríkismálum getur hann státað af ýmsu fleiru og síðast en ekki síst að hann er eini forsetinn á þessari öld, sem ekki hefur ekki hafið stríð.
Trump var að mörgu leyti andstæðingur rótgrónu gjörspilltu stjórnmálastéttarinnar. Hann var skotspónn helstu fjölmiðla heims allan tímann meðan hann var forseti og verður það vafalaust áfram. Það er vissulega missir af því að fá ekki Trumpfréttina sína daglega frá RÚV hversu vitlausar svo sem þær gátu verið þau fjögur ár sem hann gegndi embætti.
Raunar er með ólíkindum, að þessi sjálfhverfi maður og að mörgu leyti ógeðfelldi skyldi ná því að fá svo mikið fylgi í forsetakosningunum núna sem raun ber vitni. Hann fékk fleiri atkvæði en nokkur annar frambjóðandi Repúblíkana til forsetaembættis hefur fengið. Það fékk hann þrátt fyrir að allir helstu fjölmiðlar væri á móti honum og níddu hann niður. Það fékk hann þrátt fyrir að hefðbundnar skoðanakannanir segðu að hann fengi lítið fylgi. Það fékk hann þrátt fyrir að auðmennirnir á Wall Street og víðar gæfu milljarða á milljarða ofan í kosningasjóð Demókrata. Bankamennirnir þar á bæ vita hver er vinur þeirra og hverjum þeir geta stjórnað og það er ekki Donald Trump. Miðað við þessar aðstæður verður að segja að Trump hafi staðið sig frábærlega og umfram allar vonir.
Trump gerði mistök í sambandi við viðbrögð gagnvart Kórónuveirunni, en verri mistök gerði hann þegar hann viðurkenndi ekki fyrr að stríðið væri tapað, hann fengi engu breytt varðandi niðurstöðu kosninganna og hætti að þybbast við með þeim afleiðingum að lokum, að ráðist var á þinghúsið.
Mesti veikleiki Trump er sennilega sjálfselskan, en það breytir í sjálfu sér engu varðandi ýmis baráttumál sem hann tók upp og beitti sér fyrir. Sumir hafa fullyrt, að hann hafi í raun kveikt bál, sem muni magnast enn meir og ná meiri stuðningi án hans en með honum.
Joe Biden gamalreyndur stjórnmálamaður tekur nú við. Hann hefur flotið áfram, sem þægilegur handverksmaður á vettvangi stjórnmálanna í hálfa öld. Hann boðar afturhvarf ti fortíðar. Fróðlegt verður að sjá hvernig honum gengur og vissulega er ástæða til að óska honum og stjórn hans velfarnaðar. Góð stjórn og árangursrík í Bandaríkjunum hefur áhrif á efnalega velferð alls heimsins. Óneitanlega óttast maður samt, að vinstri slagsíðan á Demókrataflokknum muni valda miklum vandræðum fyrr heldur en síðar einkum í efnahagsmálum.
Joe Biden var kosinn fyrst og fremst vegna andstöðu kjósenda við Trump en ekki vegna þess að nokkrum fyndist hann hrífandi stjórnmálamaður eða líklegur til að gera Bandaríkin yfirburðaríki á nýjan leik. Næstu ár skera úr um það, hvort hann átti yfirhöfuð eitthvað erindi í pólitíkina á nýjan leik.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2021 | 11:37
Katrín, Steingrímur og Trump
Árásir á löggjafarþing lýðræðisríkja eru ávallt fordæmanlegar. Þeir sem hvetja til slíks eða standa með einum eða öðrum hætti að því að etja fólki áfram í slíkum árásum bera þunga sök.
Í gærkvöldi og nótt var sótt að þinghúsinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Donald Trump hvatti með einum og öðrum hætti til mótmælanna og gætti þess ekki að koma þeim skilaboðum strax til mótmælenda að hann væri algjörlega mótfallinn ofbeldi og ásókn að þinghúsinu. Hann ber því þunga sök vegna þessarar atlögu gegn lýðkjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar.
Árið 2008 og í ársbyrjun 2009 var sótt ítrekað að Alþingi. Ljóst var að forusta Vinstri grænna hafði velþóknun á þeim ásóknum og jafnvel meira en það, þ.á.m. núverandi forseti Alþingis og núverandi forsætisráðherra og gættu þess ekki frekar en Trump að mótmæla ásókninni gegn lýðkjörnum fulltrúum íslensku þjóðarinnar í tíma.
Er eðlismunur á framgöngu Trump og Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur?
Íslenskir ráðamenn ættu að gaumgæfa þetta þegar þeir hver á fætur öðrum fordæma Trump, en samþykkja að Katrín og Steingrímur gegni æðstu trúnaðarstöðum lýðkjörinna fulltrúa í lýðveldinu Íslandi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2021 | 23:23
Svívirðileg árás á lýðræðið
Árás stuðningsfólks Donald Trump á þinghúsið í Washington DC er svívirðileg árás á lýðræðið. Bandaríkin hafa verið talin meðal fremstu lýðræðisríkja heims og eru það. Það skiptir því máli, að valdaskipti fari fram með friðsamlegum hætti, með þeirri röð og reglu sem reglur lýðræðisins gera kröfu til.
Donald Trump hefur gengið of langt eftir að úrslit lágu fyrir í forsetakosningunum og ljóst var að þeim yrði ekki hnekkt. Þá var mál að viðurkenna ósigur og vinna í samræmi við þær reglur sem lýðræðið gerir kröfu til og koma tvíefldur til næstu kosninga, ef svo bar undir.
Því miður hefur Donald Trump ekki sést fyrir. Afleiðingin af því er m.a. að Repúblikanar hafa misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings.
Donald Trump á ekki annan kost nú, vilji hann halda virðingu sinni sem lýðræðislegur forustumaður en fordæma árásina á þinghúsið, viðurkenna ósigur sinn og lýsa yfir vilja til að aðstoða viðtakandi forseta eftir megni.
Sennilega var það rétt sem einhver sagði, að það sem fólk telur Trump standa fyrir á meiri möguleika á að ná fram að ganga án Trump en með honum. Hafi það ekki verið orð að sönnu þegar það var sagt, þá verður ekki annað séð en þannig sé það eftir atburði síðustu vikna.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2021 | 12:20
Amen og Awoman
Meþódistapresturinn demókratinn Emanuel Cleaver leiddi opnunarbæn 117 þingárs Fulltrúardeildarinnar í Bandaríkjunum og lauk henni með því að segja
"Amen and awoman".
Bíðum nú við. Var maðurinn að reyna að vera fyndinn? eða taldi hann amen vísa til einhvers kynræns e.t.v. brimbrjót feðraveldisins.
Jafnvel kristnir kennimenn eins og Emanuel þessi, sem vilja samsama sig með "góða fólkinu" eða vera góðir ybbar eða woke eins og heiti frávitaliðsins er í henni Ameríkunni mega ekki heyra orðið maður án þess að reyna að finna eitthvað mótvægi.
Tillaga liggur fyrir Bandaríkjaþingi um að þurrka út kynrænt gildishlaðin orð eins og maður, kona, móðir, faðir, hann og hún. Emanuel taldi sig því þurfa sem góður og gegn Demókrati að ljúka þingsetningarbæninni með algjöru kynhlutleysi og segja awoman á eftir amen.
Óþægilegt fyrir prest, að vita ekki að amen hefur enga kynjaskírskotun að neinu leyti en útleggst með orðunum "Svo skal vera" eða "verði svo".
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2021 | 22:45
Tilraunastöðin Ísland
Fjölþjóðlegi lyfjarisinn Pfizer á góða talsmenn hér á landi. Kári Stefánsson forstjóri og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir vilji leggja allt í sölurnar til að þóknast lyfjarisanum svo hægt verði að úða veirulyfinu frá þeim í sem flesta Íslendinga.
Þeir settu fram þá hugmynd með velþóknun heilbrigðisráðherra, að bjóða fjölþjóðlega lyfjarisanum Pfizer, að gera Ísland að alþjóðlegri tilraunastöð. Íslendingar yrðu notaðir sem tilraunadýr svo að gagn mætti hafa af þeim fyrir alla heimsbyggðina að þeirra sögn.
Stundum hvarflar jafnvel að auðtrúa sálum eins og mér, að það sé einhver fiskur undir steini eða jafnvel eitthvað annað en hagsmunir þjóðarinnar, sem ráða svona skyndilegri hugljómun ráðherrans, sóttvarnarlæknisins og forstjórans.
Heilbrigðisráðherrann hefur fram að þessu staðið fast á því,að kapítalistar góðir eða vondir megi ekki græða á sjúkdómum. Nú telur hún það í lagi að fjölþjóðlegur lyfjarisi í eigu kapítalista út um allar koppagrundir græði á því að fólkið í landinu þjónusti þá sem tilraunadýr.
Enn sem fyrr virðist það ráða för hjá heilbrigðisráðherra, að komið verði í veg fyrir að einkaframtakið á Íslandi geti komið að umönnun sjúkra, en það sé í lagi að framselja þjóðina til tilrauna fyrir erlenda auðjöfra svo gróði þeirra geti orðið sem mestur.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2021 | 10:46
Nóbelsnefnd á villigötum
Í Noregi er nefnd, sem sér um að úthluta friðarverðlaunum Nóbels. Nefndin hefur unnið að því að koma óorði á friðarverðlaunin, enda hefur sósíalísk nauðhyggja iðulga byrgt meirihluta nefndarmanna sýn á raunveruleikann í heiminum.
SósíalistinnAbiy Ahmed stjórnandi Eþíópíu og sérstakur vinur Kínverja, fékk verðlaunin 2019. Nú herjar hann af mikilli grimmd á Tigray héraðið og hefur stökkt þúsundum fólks á flótta auk þess sem sagnir berast af grimmdarverkum og fjöldamorðum á saklausum borgurum.
Árið 1991 var Aung San Suu Kyi sæmd friðarverðlaununum, án þess að hafa annað til unnið en að vera í stjórnarandstöðu í Búrma sem nú heitir Mýanmar. Þegar hún varð forustumaður landsins héldu árásir á minnihlutahóp Róingja áfram sem aldrei fyrr og tugum þúsunda þeirra stökkt á flótta eftir fjöldamorð, nauðganir og pyntingar á fólki af þessum kynþætti. Allt þetta afsakar friðarverðlaunahafinn.
Hryðjuverkamaðurinn Yasser Arafat var sæmdur friðarverðlaunum árið 1994 og skömmu síðar gekkst hann fyrir og magnaði ólgu og árásir á Gyðinga í Gyðingalandi undir heitinu Intifada 2
Bandaríkjaforsetinn Obama fékk friðarverðlaunin 2009 þegar hann var nýr í embætti forseta Bandaríkjanna og hafði ekkert sýnt. Svo virðist sem nefndin hafi talið rétt að sæma hann friðarverðlaunum fyrir það eitt að vera Obama. Þegar leið á embættisferil Obama var ljóst, að hann var ekki sérstakur friðarins maður sbr. stríðið í Afganistan, Írak og Sýrlandi.
Ólíkt Obama og öðrum fyrirrennurum sínum á þessari öld, hefur núverandi Bandaríkjaforseti ekki hafið neina styrjöld eða gert innrás í annað ríki. Ef einhver Bandaríkjaforseti hefur því unnið til friðarverðlauna Nóbels þá er það Donald Trump.
Árið 2012 fékk Evrópusambandið verðlaunin og er sjálfsagt best að því komið af þeim sem hér eru nefnd, þó bandalagið hefði ekkert til þess unnið það árið.
En það er annað bandalag, sem hefði átt skilið að fá friðarverðlaun Nóbel,Atlantshafsbandalagið eða NATO. NATO var og er friðar og varnarbandalag. Árangur af því varnarsamstarfi vestrænna þjóða hefur tryggt frið í okkar heimshluta í meir en 70 ár eða lengsta samfellda friðartímabil í Evrópu.
Vinstra fólkinu sem situr í úthlutunarnefnd friðarverðlauna Nóbels mun ekki koma í hug að láta þá sem hafa sérstaklega unnið að friði í heiminum eins og NATO og Trump njóta þeirra starfa sinna, þar sem ímynd sósíalisma og ríkishyggju vinstri sinnaðra stjórnmálamanna umlykja hvorugt þeirra. Þvert á móti hafa bæði NATO og Trump verið sérstakir skotspænir og talin vera ímynd hins illa í hugum vinstra fólks í heiminum þ.á.m. stórs hluta þeirra sem úthluta friðarverðlaunum Nóbels.
Friðarverðlaunanefndinni mundi þykja það algjör goðgá að velja NATO hvað þá Trump til að standa á þessum verðlaunapalli af því að vinstri sinnaðir einræðisherrar og hlaupatíkur Kínverskra kommúnista þykja ávallt betur til þess fallnar að hljóta verðlaunin hvernis svo sem friðaraviðleitni þeirra er háttað.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2020 | 11:15
Sigurvegarar ársins
Forseti Evrópusambandsins, Úrsúla Geirþrúður frá Leyen og Boris Jónsson geta bæði fagnað sigri fyrir það að viðskiptasamningur Breta og Evrópusambandsins sé svo gott sem í höfn. Samningar sigldu ítrekað í strand, en þau Úrsúla og Boris gerðu sitt til að samninganefndirnar settust aftur og aftur við samningaborðið og hlutuðust til um atriði, sem réðu því að samningar náðust.
Boris og Úrsúla eru ótvíræðir sigurvegarar ársins 2020.
Þar með er lokið margra ára þrautagöngu Breta við að komast þokkalega heilu og höldnu út úr Evrópusambandinu. Vonandi verður samningurinn báðum aðilum til góðs. Eitt er víst, að hefðu samningar milli Evrópusambandsins og Breta ekki náðst, hefðu báðir aðilar liðið fyrir það og mikil verðmæti tapast.
Sennilega var það rétt hjá hinum skarpskyggna De Gaulle hershöfðingja og fyrrum Frakklandsforseta, að Bretar áttu ekki heima í Evrópusambandinu. Auk þess sá hann, að með aðild þeirra væri hætta á að öxullinn, sem öllu réði þá Þýskaland/Frakkland yrði þá ekki lengur einráður, en svo fór hinsvegar ekki. Fyrir vikið voru breskir hagsmunir hliðsettir oft á tíðum með þeim afleiðingum sem nú eru orðnar.
Það eru mikil tíðindi, að Bretar sem hafa verið mestu áhrifavaldir á Evrópska þróun frá því á 18.öld fram yfir síðari heimstyrjöld, skuli nú vera utanveltu og algjörlega áhrifalausir. Þeir geta ekki lengur att Evrópuþjóðum í stríð hvort gegn öðru, hlutast til um málamiðlanir eða ógnað Evrópuþjóðum til að sitja og standa eins og þeir vilja, sem þeir hafa gert um aldir.
Bretar sömdu um að deila fiskimiðum sínum að verulegu leyti með Evrópusambandinu. Um annað gátu þeir ekki samið. Athyglisvert hvað Evrópusambandið sótti það fast að njóta sem víðtækustu réttinda til fiskveiða í breskri lögsögu og vildu í lengstu lög ekki gefa neitt eftir.
Þessi staðreynd ættu að sýna okkur Íslendingum, að aðild að Evrópusambandinu kemur, því miður eða sem betur fer, ekki til greina. Það er sá pólitíski veruleiki, sem íslenskir stjórnmálamenn ættu að gera sér grein fyrir.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 113
- Sl. sólarhring: 396
- Sl. viku: 1121
- Frá upphafi: 1702934
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 1040
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Andrés Magnússon
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Atli Hermannsson.
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Bergur Thorberg
-
Birgir Guðjónsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björn Bjarnason
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Dögg Pálsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Einar B Bragason
-
Einar Ben
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Eiríkur Harðarson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elle_
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Guðjón Ólafsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Gústaf Níelsson
-
Halldór Jónsson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Baldursson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Haraldur Pálsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Ólafsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Himmalingur
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Hrannar Baldursson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Pétur
-
Jón Kristjánsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Ríkharðsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Jónas Egilsson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Júlíus Valsson
-
Katrín
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Lífsréttur
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Námsmaður bloggar
-
Pjetur Stefánsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar L Benediktsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rannveig H
-
Rósa Harðardóttir
-
SVB
-
Samstaða þjóðar
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Skattborgari
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Steingrímur Helgason
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sverrir Stormsker
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
gudni.is
-
jósep sigurðsson
-
ragnar bergsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Árni Gunnarsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Guðnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Loncexter