Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Ef, ţá

Ef ţú hefur ekki fjármálastarfsemi ţá hefur ţú ekki kreppu sagđi hagfrćđingurinn Jón Daníelsson einu sinni, en hann vinnur m.a. viđ ţađ ađ uppfrćđa ađra um hagfrćđi. Ţetta ţýđir m.a. ađ ţađ kemur aldrei til ţess ađ ţađ verđi kreppa í Norđur Kóreu af ţví ađ ţar er ekki fjármálakerfi. Semsagt engin kreppa ţó fólk hafi ţađ hrćđilega skítt.

Samkvćmt ţessari kenningu getur veriđ kreppa í Suđur Kóreu međ tífalt meiri landframleiđslu og lífsgćđi, en í Norđur Kóreu af ţví ađ í Suđur Kóreu er fjármálakerfi en ekki í Norđur Kóreu.  

Međ sama hćtti hafa hagfrćđingar fundiđ út fyrirbrigđiđ hlutfallslega fátćkt.  Miđađ viđ ţađ getur fólk veriđ hlutfallslega fátćkt ţó ţađ hafi allt til alls, af ţví ađ ađrir í ţjóđfélaginu hafa ţađ mjög gott. Vinstri sósíalistinn Stefán Ólafsson prófessor viđ HÍ hefur t.d. mikiđ byggt á slíkum pćlingum viđ ađ fá út ţá niđurstöđu, ađ viđ höfum ţađ helvíti skítt ţó ađ viđ höfum ţađ mjög gott.  

Miđađ viđ kenningu Stefáns ţá eykst hlutfallseg fátćkt í landinu ef fleiri verđa ríkir og velmegun eykst ef hćrra hlutfall ţjóđarinnar hefur ţađ ekki ofurgott.

Skólaspekin á 21.öldinni lćtur greinilega ekki frekar ađ sér hćđa en sú sem sligađi hinar myrku miđaldir.  En sem betur fer tekur fólk minna mark á henni núna.   


Heiđra skaltu skálkinn svo hann skađi ţig ekki.

Dagur B. Eggertsson hefur undanfarin fjögur ár veriđ raunverulegur borgarstjóri á međan leikarinn og sjónhverfingamađurinn Jón sem kallar sig Gnarr hefur stjórnađ uppákomum og almannatengslum á borgarstjóralaunum.

Dagur tók ţá ákvörđun,  fyrst hann var rúinn trausti eins og ađrir helstu leikendur í borgarstjórn á kjörtímabilinu 2006 til 2010, ađ best vćri ađ starfa í anda spakmćlanna  "Heiđra skaltu skálkinn svo hann skađi ţig ekki." og  "Sá vinnur sem kann ađ bíđa."  Nú hefur Dagur fengiđ verđuga umbun ćđruleysis og ţýlyndis síns og er orđinn borgarstjóri bćđi í orđi og á borđi.

Ástćđa er til ađ óska Degi B. Eggertssyni til hamingju međ ađ vera orđinn borgarstjóri í annađ sinn og vonandi tekst betur til nú en í hiđ fyrra skiptiđ. 

Óneitanlega hefur Dagur sýnt stjórnvisku á ţeim tíma sem liđinn er frá borgarstjórnarkosningunum í anda rómverskra yfirgangsmanna fyrir um 2000 árum í ţýlendum sínum ţegar ţeir störfuđu eftir meginreglunni ađ  "Deila og drottna"  Dagur byrjađi á ţví ađ bjóđa Pírötum og Vinstri grćnum til meirihlutasamstarfs međ sér og Bjartri Framtíđ, sem ţeir ţáđu  međ ţökkum. Síđan bauđ hann Sjálfstćđisflokknum dúsu sem ađ Sjálfstćđisflokkurinn ţáđi međ ţökkum, en međ ţví tókst Degi ađ reka fleyg á milli stjórnarandstöđuflokkana í borgarstjórn.

Í ljós umrćđu um lóđ undir Mosku ákvađ Dagur í samrćmi viđ bođun spámannsins Múhammeđs ađ Samfylking, Björt framtíđ, Píratar og VG vćru í félagsskap útvaldra. Sjálfstćđisflokkurinn vćri í Dhimmi stöđu ţ.e. megi vera međ, ţó ţeir njóti ekki nema takmarkađra réttinda. Framsókn er hins vegar  međ öllu útskúfađ.

Vissulega er fólgin stjórnviska í ađ deila og drottna. En sú stefna gengur ekki upp nema skammsýnt fólk láti ţađ yfir sig ganga og taki ţátt í ţví.  Ţví miđur féll Sjálfstćđisflokkurinn á fyrsta prófinu í nýrri borgarstjórn.  

 


Vinir okkar í Washington

Sennilega hefur engin ţjóđ rekiđ jafnvitlausa utanríkis- og öryggisstefnu á ţessari öld og Bandaríkin.

Í upphafi aldarinnar var ráđist inn í Afganistan til ađ ráđa niđurlögum Al Kaída og Talibana. Síđan var ráđist inn í Írak vegna gjöreyđingarvopna Saddam Hussein sem engin voru til og til ţess ađ ráđa niđurlögum Al Kaída sem voru ţá ekki starfandi í landinu. Nokkrum síđar var stutt viđ uppreisn í Líbýu og nú í Sýrlandi. 

Afleiđingarnar af herhlaupum Bush og Obama forseta hafa veriđ ţćr ađ Al Kaída og álíka söfnuđir eru sterkari en nokkru sinni fyrr.  Nú sćkja ţeir fram í Írak, Afganistan, Nígeríu og víđar. Bandaríkjamenn hafa búiđ til öflugar öfgahreyfingu sem ógna friđi og öryggi íbúa ţeirra landa ţar sem Bandaríkjamenn hafa fariđ um međ hersveitir sínar eđa stutt uppreisnamenn.

Bandaríkin og ţursaveldiđ Saudi Arabía besti vinur Bandaríkjanna styđja uppreisnarmenn í Sýrlandi. Ţrátt fyrir ađ ţađ liggi fyrir ađ Al Kaída liđar og sveitir međ svipađar skođanir séu orđnar ráđandi međal vígasveita uppreisnarmanna ţá halda Bandaríkjamenn samt áfram ađ senda ţeim vopn og peninga. Ţau vopn ásamt stuđningi og fyrirgreiđslu ţursaveldisins Saudi Arabíu og stuđnings Tyrklands viđheldur hörmungum íbúa landsins og hefur nú leitt til ţess ađ Al Kaída sveitir hafa lagt undir sig stórar borgir í Írak og sćkja nú ađ Bagdad. 

Sú var tíđin ađ margir töldu ađ CIA vissi allt sem máli skiptir. Nú vita menn ađ Bandaríkjamenn leggja mesta áherslu á ađ hlusta á ţađ sem gerist hjá vinum ţeirra m.a. í svefnherbergjum ráđamanna Nato ríkjanna. Allar ađgerđir óvinana ţessum stofnunum jafnan á óvart. En viđ hverju er ađ búast af fólki sem telur brýnt öryggismál ađ vita hvađ gerist í svefnherbergi Angelu Merkel Ţýskalandskanslara.

Ástandiđ fyrir botni Miđjarđarhafs og víđar í heiminum er orđiđ ţađ alvarlegt ađ brýna nauđsyn ber til ađ tryggja öryggi friđelskandi fólks í ţeim löndum. Utanríkisstefna Bandaríkjanna hefur leitt til dauđa ţúsunda og gríđarlegra hörmunga fólks. Ein afleiđingin er m.a. sú ađ kristnum söfnuđum hefur nánast veriđ útrýmt í Írak og hart er sótt ađ ţeim í Sýrlandi.

Ţađ vćri e.t.v. ráđ ađ útiloka Bandaríkin frá nćstu stórvelda ráđstefnu og athuga hvort Kína, Evrópusambandiđ, Japan og Rússland gćtu ekki gripiđ til skynsamlegri ráđstafana til ađ tryggja friđ og öryggi í heiminum. 

 

 


Allt er betra en íhaldiđ

Hermann Jónasson mun einhverntímann hafa sagt um stjórnarmyndun og meirihlutasamstarf ađ allt vćri betra en íhaldiđ.  Steingrímur sonur hans orđađi ţađ líka en var í reynd pólitískt kamelljón. Sú dýrategund skiptir litum eftir ađstćđum međ sama hćtti og Steingrímur.

Afabarniđ og sonurinn Guđmundur Steingrímsson formađur Bjartrar framtíđar hefur nú hafnađ ţessum pólitíska ţanka afa síns og föđur. Sem betur fer er Guđmundur vaxinn frá gömlu bábiljunni hans afa síns og pabba ţannig ađ heimur fer alls ekki versnandi hvađ ţađ varđar heldur batnandi.

Sem betur fer er Björt framtíđ annađ en Framsóknarflokkurinn gamli og ţađ var gaman ađ hlusta á Guđmund Steingrímsson í morgun velta fyrir sér hugmyndafrćđilegum grundvelli Bjartrar Framtíđar. Samkvćmt ţví gera ţau í Bjartri Framtíđ ekki greinarmun á vinstri og hćgri í pólitík, en telja sig samt vera til hćgri viđ Samfylkinguna. Ţá hafa ţeir engin grundvallarprinsíp önnur en ţau ađ vera ekki á móti neinum og ógna ekki neinum en gera eitthvađ nýtt.

Athyglisvert var ađ orđrćđan sem formađurinn setti á um ţađ nýja var efnislega ţađ sama og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagđi til málanna ţegar hún hóf innreiđ  sína í landsmálin eftir ađ hafa setiđ á borgarstjórastóli.

 


Fasismi,kynţáttahyggja og lýđskrum.

Undanfariđ hefur ítrekađ veriđ vísađ til fasískrar kynţáttahyggju af forustufólki á fjölmiđlum og í stjórnmálum. Samt sem áđur var fasistaflokkur Ítalíu ekki kynţáttahyggjuflokkur miđađ viđ ţann tíma frekar en breski Verkamannaflokkurinn á sama tíma. Ţađ var ekki fyrr en ítalskir fasistar lentu undir hćlnum á ţýsku nasistunum sem kynţáttahyggjan náđi tökum í ţeim flokki.

Annađ rangnefni er ađ tala um "fasískan hćgri flokk". Fasistar voru sprottnir upp úr sósíalista- og kommúnistaflokki Ítalíu og stofnandi flokksins Benito Mussolini var áđur vinstri sinnađur sósíalisti og pennavinur byltingarmannsins Lenin. Fasistar vildu alrćđi ríkisins og voru á móti einstaklingshyggju.

Í ađdraganda sveitarstjórnarkosninganna var ekkert mál sem kallađi á jafnmikla athygli fjölmiđlafólks og ummćli um lóđ fyrir mosku í borginni. Sú umrćđa á vettvangi fjölmiđlanna er einsleit og fjarri ţví ađ uppfylla skilyrđi eđlilegrar og hlutlćgrar fréttamennsku. Fréttastofa RÚV gjaldfellir sjálfa sig ítrekađ međ síbylju um máliđ. Á sama tíma miđađ viđ rétttrúnađarsjónarmiđin fitnađi púkinn á fjósbitanum, sem er Framsóknarflokkurinn í ţessu tilviki, ađ mati ţessa pólitíska nauđhyggjufólks.

Byggingar trúfélaga eru víđar dreilumál en í Reykjavík og fyrir nokkrum árum greiddi meirihluti kjósenda í Sviss atkvćđi gegn ţví ađ kallturnar spámannsins yrđu á alfaraleiđum í landinu.  

Viđurkennd trúfélög njóta stjórnskipulegrar verndar stjórnarskrár og annarra íslenskra laga og eiga ađ gera ţađ. Ţar međ eiga ţau ađ njóta jafnrćđis ađ ţví marki sem unnt er ţegar um er ađ rćđa ţjóđkirkju. Rússneska rétttrúnađarkirkjan, Múslimar, Búddatrúar og ađrir eiga ţví sama rétt til ađ byggja samkomuhús, helgistađi eđa kirkjur.  Hvort heldur einhverjum líkar betur eđa verr.

Á sama tíma og ţađ er réttur trúfélaga ađ geta komiđ sér upp trúarlegum griđarstađ ţá hafa ađrir borgarar líka rétt. Ég ţarf t.d. ekki  ađ sćtta mig viđ ţađ ađ mannréttindi mín séu ekki virt af ţví ađ trúarhópur hafa uppi hávađa eđa háreysti á timum sem einstaklingarnir eiga ađ njóta kyrrđar og friđar samkvćmt lögum.

Af hverju má aldrei rćđa ţessi mál öfgalaust án ţess ađ hengja merkimiđa öfga, fasisma, lýđskrums, hćgri öfga og rasisma á ţá sem rćđa málin ţó ţeir geri ţađ e.t.v. međ klaufalegum hćtti miđađ viđ "political newspeak" (pólitískt nýmál) eins og George Orwell lýsti réttrúnađarríkinu í bók sinni 1984.

Fjölmiđlum sést hins vegar yfir e.t.v. af ástettu ráđi ađ helsti lýđskrumsflokkurinn Samfylkingin náđi mestu fylgi međ loforđinu um 2.500-3000 nýjar leiguíbúđir. Viđ skulum fylgjast međ ţví hvernig stađiđ verđur ađ efndum ţess lýđskrumsloforđs.  


Fréttir af andlátinu eru stórlega ýktar

Dagblađ birti á sínum tíma ţá frétt ađ rithöfundurinn sem tók sér nafniđ Mark Twain vćri dáinn. Ţegar Mark Twain sá fréttina sendi hann frá sér fréttatilkynningu sem sagđi ađ fréttir af andláti han vćru stórlega ýktar.

Ítrekađ hefur veriđ fullyrt af ýmsum fréttamiđlum og háskólamenntuđum sérfrćđingum, ađ Sjálfstćđisflokkurinn sé ađ tapa styrkleika sínum og á hrađri niđurleiđ. Í framhaldi af ţví er skeggrćtt um hvađa ţýđingu fyrirsjáanlegt tómarúm međ brotthvarfi Sjálfstćđisflokksins sem hins sterka afls muni hafa á landsmálin.  

Ekkert af ţessum hugleiđingum hefur gengiđ eftir. Í sveitarstjórnarkosningunum kom fram ađ Sjálfstćđisflokkurinn er afgerandi forustuafl í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn hefur góđan stuđning í öllum sveitarfélögum og er eini flokkurinn sem hefur jafnvíđtćkan stuđning á landsvísu.

Á sama tíma og flokkurinn undir forustu ýmissa góđra og ţekktra forustumanna í sveitarstjórnarmálum, ásamt traustum hópi nýrra forustumanna sem eru ađ hasla sér völl á ţessu sviđi stjórnmálanna, hrannast upp ákveđin óveđursský sem Sjálfstćđisflokkurinn og sjálfstćđisfólk verđa ađ bregđast viđ.

Sjálfstćđisflokkurinn í Reykjavík hefur tapađ stöđu sinni. Sjálfstćđisflokkurinn hafđi lengst af stuđning um  helmings borgarbúa í borgarstjórnarkosningum en nýtur nú einungis stuđnings fjórđungs kjósenda, ţar sem einn af hverjum ţremur kjósendum sér ekki ástćđu til ađ fara á kjörstađ.

Sjálfstćđisflokkurinn hefur ţví tapađ helmingi fylgismanna sinna í Reykjavík

Ástćđur fylgishrunsins í Reykjavík eru bćđi sögulegar og eiga sér einnig skýringar í núinu.  Mikilvćgastu skýringarnar eru samt ţćr ađ Sjálfstćđisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur tók sér pólitískt frí meginhluta kjörtímabilsins og hluta ţess tímabils var oddviti flokksins ađkeyptur fundarstjóri borgarstjórnar Jóns Gnarr ţáverandi borgarstjóra og sumir borgarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins á síđasta kjörtímabili máttu vart vatni halda vegna hrifningar sinnar á tiltćkjum Jóns Gnarr.

Annađ sem er verulegt áhyggjuefni er takmarkađur stuđningur ungs fólks viđ Sjálfstćđisflokkinn. Stuđningur ungs fólks viđ Sjálfstćđisflokkinn er í lágmarki og mćlist allt niđur í 11%.  Á sama tíma eru lýđrćđissinnar í Háskóla Íslands í sterkri stöđu og ţegar viđhorf ungs fólks eru skođuđ ţá sést ađ ţar kemur fram góđur stuđningur viđ ţćr lífsskođanir sem Sjálfstćđisflokkurinn var stofnađur til ađ berjast fyrir, en hefur ađ hluta til gleymt á síđustu árum.

Kynning á stefnumálum flokksins og ţeim gildum sem Sjálfstćđisflokkurinn leggur áherslu á og berst fyrir er í molum og ţarfnast gagngerrar endurskođunar.  

Sjálfstćđisflokkurinn á vettvangi landsmála verđur líka ađ  sýna  ađ hann sé einarđur í stuđningi sínum viđ ţau gildi sem hafa gert Sjálfstćđisflokkinn ađ forustuflokki í landinu frá stofnun hans.  Ekkert minna ţarf ef duga skal.


Nýr foringi?

Elliđi Vignisson og sjálfstćđisfólk í Vestmannaeyjum unnu ţađ ótrúlega afrek ađ fá 73% greiddra atkvćđa í bćjarstjórnarkosningunum.

Í lýđrćđisríki ţar sem stjórnendur ráđa ekki fjölmiđlum er algjör undantekning ađ stjórnmálaflokkur nái svo afgerandi fylgi. Sjálfstćđisflokkurinn hefur stjórnađ Vestmannaeyjum undanfarin ár og sá stuđningur sem flokkurinn fćr nú sýnir ađ bćjarbúar eru almennt mjög ánćgđir međ störf meirihlutans.

Elliđi Vignisson bćjarstjóri og oddviti Sjálfstćđisfólks í Vestmannaeyjum hefur veriđ óhrćddur viđ ađ láta skođanir sínar í ljós og m.a. bođiđ vinstri menningarelítunni í 101 Reykjavík byrginn. Ađ honum var heldur betur sótt í kjölfar ţess. Elliđi stóđ hins vegar jafnréttur ef ekki réttari eftir.

Í kjölfar ţessa góđa árangurs er eđlilegt ađ Sjálfstćđisfólk gaumgćfi hvort  kominn sé fram nýr foringi flokksins á landsvísu sem líklegur sé til góđra verka og geti notiđ almenns trausts landsmanna.

Sú forustusveit Sjálfstćđisfólks ţ.á.m. nýs forustufólks,  sem nú hefur haslađ sér völl víđa um land í sveitarstjórnum  ţarf ađ láta  til sín taka í auknum mćli á vettvangi landsmála.

Ţjóđin og Sjálfstćđisflokkurinn ţurfa á ţví ađ halda.


Betur má ef duga skal.

Einn af hverjum ţrem kjósendum í Reykjavík sáu ekki ástćđu til ađ nýta lýđrćđislegan rétt sinn og kjósa. Samfylkingin er ţví  međ um 20% fylgi allra kjósenda í Reykjavík og Sjálfstćđisflokkurinn 18%. Ţeir sem heima sátu eru ţví fjölmennasti hópur kjósenda í Reykjavík

Ţrátt fyrir ađ Sjálfstćđisflokkurinn reyndist vera međ meira fylgi í Reykjavík en skođanakannanir höfđu gefiđ til kynna, ţá er niđurstađan samt fjarri ţví ađ vera viđunandi fyrir flokk sem hefur fengiđ um og yfir helming atkvćđa í kjósenda ţegar best hefur gengiđ.  Betur má ţví ef duga skal.

Sem innfćddur Akurnesingur get ég ekki annađ en fagnađ ţví ađ Sjálfstćđismenn međ Ólaf Adolfsson í broddi fylkingar skyldu vera hástökkvarar kvöldsins og vinna hreinan meirihluta.

Fréttastofa RÚV vann mikinn sigur međ öfugum formerkjum. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík getur öđrum fremur ţakkađ framgöngu fréttamanna RÚV fyrir góđan árangur í kosningunum. Í hálfan mánuđ fyrir kosningar var varla til sá fréttatími ţar sem hrokafullir fréttamenn á RÚV létu hjá líđa ađ finna nýja og nýja fordćmingu á ummćlum oddvita Framsóknar í Reykjavík um lóđ fyrir mosku.

Framsóknarmaddömurnar Sveinbjörg og Guđfinna ćttu ţví ađ láta ţađ verđa sitt fyrsta verk nýkjörnar í borgarstjórn, ađ fćra fréttastofu RÚV veglegan blómvönd í ţakklćtisskyni fyrir kosningabaráttuna.

Meiri hluti Gnarrista féll og borgarstjórastóll Dags B. Eggertssonar er ţví valtari en spáđ var.  En VG er alltaf til stađar sem hćkja Samfylkingarinnar. Ef til vill ćtti Dagur ađ lesa bókina ár drekans eftir flokksbróđur sinn Össur Skarphéđinsson áđur en hann lćtur fleka sig inn í slíkt samstarf. 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 2291723

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband