Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014
22.8.2014 | 11:55
Hatursorðræða og tjáningarfrelsi.
"Ég hata ekki samkynhneigða og er ekki með fordóma út í ykkur. En ég er ykkur ekki sammála með skilgreininguna á því hvað hjónaband er. Þótt þér finnst þetta eðlilegt að þá finnst mér það ekki."
Ég tel þetta eðlilega tjáningu í lýðræðisþjóðfélagi. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um ruglandann í þessari skýrslu.
Þeir sem gerðu skýrsluna átta sig greinilega ekki á að tjáningarfrelsi eru lögvernduð mannréttindi samkvæmt stjórnarskrá og hatursorðræða er ekki til staðar fyrr en eðlilegri tjáningu og skoðanaskiptum sleppir.
21.8.2014 | 10:27
Virðisaukaskattur
Hafi ríkisstjórnin döngun í sér til að hafa eitt virðiaukaskattþrep þá vinnur hún af skynsemi. Afnemi hún allar undanþágur frá virðisaukaksatti vinnur hún þrekvirki. Taki hún þá áhættu að lækka síðan virðisaukaskattinn niður í 15% þá vinnur hún enn meira þrekvirki. ´
Eitt virðisaukaskattsþrep og engar undanþágur eru sanngirnismál. Það er út í hött að þeir sem selja aðgang að laxveiðiám skuli ekki borga virðisaukaskatt og þeir sem selja útlendingum ákveðna þjónustu skuli borga lægri virðisaukaskatt en aðrir. Þá er sælgæti og tengdar vörur ekki heilagri en annað.
Sé virðisaukaskattur þungbær fyrir ákveðna þjónustu þá getur ríkisvaldið komið á móts við þá aðila með öðrum hætti en rugla skattkerfinu. Svo er alltaf rétt á sér hvort þjónusta á rétt á sér sem þolir ekki að starfa á sama samkeppnisgrundvelli og aðrir þurfa að gera.
Virðisaukaskattur er allt of hár og hvatinn til að skjóta honum undan er því mikill. Fyrir nokkrum árum las ég lærða úttekt á því hvar brotalína undanskota væri og þar var niðurstaðan sú að þegar virðisaukaskattur færi yfir 15% ykjust undanskot gríðarlega.
Sú staða er því líkleg að með því að afnema allar undanþágur, hafa eitt skattþrep og lækka virðisaukaskatt niður í 15% að þá mundi ríkið ekki verða af miklum tekjum en jafnvel auka þær.
Með því að lækka virðisaukaskatt verulega lækka verðtryggðu lánin vegna þess að vörur lækka í verði. Það er ekkert sem getur stuðlað eins að auknum hagvexti eins og slík skattalækkun. Það er því þess virði fyrir ríkisstjórnina að taka þetta djarfa skref.
19.8.2014 | 14:23
Morgunbæn og mannréttindabrot
Biskupinn yfir Íslandi hefur lýst fögnuði yfir þeirri stefnubreytingu RÚV að halda sig við bænastund í útvarpi á morgnana. Það er að sjálfsögðu gott, en e.t.v. ekki úrslitatriði um kristilega hugsun og baráttu.
Á sama tíma eru kirkjuleiðtogar víða um heim að lýsa yfir áhyggjum sínum vegna ofsókna á hendur kristnu fólki og öðrum minnihlutahópum í Írak og Sýrlandi og villimannlegu framferði Íslamskra vígasveita sem hafa iðulega drepið alla karlmenn í þorpum kristinna og Jasída og selt börn og konur í ánauð.
Biskupinn af Leeds í Englandi sendi sérstakt ákall til forsætisráðherra Breta fyrir helgi, sem forsætisráðherrann vitnaði til í grein í sunnudagsblaði Daily Telegraph og sagði að Bretar yrðu að bregðast við þessari villimennsku og koma í veg fyrri útrýmingu minnihlutahópanna í Írak og Sýrlandi.
Í gær sagði Fransis páfi að það væri réttlætanlegt að beita hervaldi til að stöðva fólskuverk Íslömsku vígamannanna. Páfinn sagði að það væri lögmætt að stöðva "the unjust agressor".
Nú finnst mér sú spurning brennandi með hvaða hætti biskupinn yfir Íslandi og aðrir höfuðklerkar þjóðkirkjunnar taka á þeim hryðjuverkum sem Íslamskar vígasveitir eru að fremja í Írak og Sýrlandi. Ætla þeir að standa með trúarsystkinum okkar eða láta sér fátt um finnast?
Fyrir nokkru sagði sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur að þjóðin vildi hafa sérstaka þjóðkirkju og vísaði þar til niðurstöðu lítt marktækrar skoðanakönnunar vegna tillagna ólögmæts stjórnlagaráðs.
Ef til vill er þetta rétt hjá sr. Hjálmari. Þjóðin hefur hins vegar ekkert með skoðana- og hugsjónalausa þjóðkirkju að gera sem þorir ekki að standa með öðru kristnu fólki þegar á reynir. Ef þjóðkirkjan heldur þeirri vegferð áfram þá á stór hópur sem ætíð hefur stutt þjóðkirkjuna ekki lengur samleið með henni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2014 | 23:30
Vitsmunalega ofurmennið
Forsætisráðherra upplýsti það sem öðrum hefur hingað til verið hulið. Mikið má Landinn vera sæll að eiga svona vitsmunalegt og þekkingarlegt ofurmenni sem forsætisráðherra. Á Bylgjunni í dag benti Sigmundur Davíð á að kjöt annarsstaðar en á Íslandi, Bretlandi og í Noregi væri sýkt. Svo sýkt að það ylli breytingu á hegðunarmynstri fólks.
Vor ástsæli forsætisráðherra upplýsti ekki hvort breytingin væri til góðs eða ills, en sagði að sýkinguna slíka að hún hefði heltekið heil...u þjóðlöndin í Mið-Evrópu. Ef til þess vegna sem fólk þar er svona friðsamt og glæpir fátíðir.
Þetta sýnir að mati forsætisráðherra hvílík nauðsyn það er að við höldum áfram landbúnaði með ofurstyrkjum skattgreiðend og hæsta kjötverði í heimi til neytenda. Glimrandi viðskiptatækifæri eru framundan þegar fólk uppgötvar það sem forsætisráðherra Íslands hefur einn uppgötvað.
14.8.2014 | 16:19
Það er svo auðvelt að líta undan
Þessa daganna er verið að fremja svívirðileg hryðju- og níðingsverk á minnihlutahópum og fleirum í Írak. ISIS samtökin ráðast m.a. á kristið fólk, jasida og shia múslima allt vegna trúarskoðana.
Þúsundir eru innikróaðir á flótta undan glæpamönnunum. ISIS liðar hafa þegar framið fjöldamorð á kristnum, jasídum og shia múslimum og nauðgað og selt kristnar konur í ánauð og stolið öllu.
Hver eru viðbrögð hins svonefnda frjálsa heims? Dögum saman sat Obama Bandaríkjaforseti aðgerðarlaus og það gerði Cameron, Merkel, Hollande og aðrir Evrópuleiðtogar einnig. Svo var farið í takmarkaðar aðgerðir með hangandi hendi.
Skortur á viðbrögðum hins svokallað frjálsa heims við verstu mannréttindabrotum, þjóðar- og fjöldamorðum á þessari öld eru okkur öllum til skammar.
Í göngu samkynhneigðra síðustu helgi, mannréttindagöngu eins og það heitir, var ekki minnst á þessa svívirðu og hefði þó sumum átt að renna blóðið til skyldunar því að dauðarefsing er lögð við samkynhneigð af hálfu ISIS liða.
Ekkert heyrist frá biskupnum yfir Íslandi eða öðrum prelátum værukæru þjóðkirkjunar. Kemur þeim þetta ekki við? Íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn segja ekkert. Ekki er boðaður fundur í utanríkismálanefnd Alþingis til að fordæma hryðjuverkin og kalla eftir aðgerðir eins og í mörgum öðrum minni háttar málum. Þetta mál er greinilega svo minni háttar að það er ekki einnar messu virði hvorki meðal andlegra né veraldlegra leiðtoga þjóðarinnar.
Kristnir Írakar voru nokkrar milljónir þegar Bandaríkjamenn hófu herhlaup sitt inn í Írak. Þeim hefur flestum verið útrýmt eða þeir flúið land. Þetta hefur í engu raskað værukæru makráðu þjóðkirkjunni hér á landi. En biskupinn yfir Íslandi leggur lykkju á leið sína til að hafa skoðun á og fordæma ýmislegt annað sem skiptir kristni þó litlu eða engumáli. Í þessu máli ríkir þögn. Grafarþögn.
Þessi afstaða minnir á það sem gerðist í Þýskalandi upp úr 1930. Þá lánuðu þýskir bankastjórar af Gyðingaættum stjórnmálamanni að nafni Adolf Hitler og flokki hans verulegar fjárhæðir í þeirri von að Adolf og níðingar hans létu þá og fjölskyldur þeirra í friði skítt með það hvað yrði um hina trúbræður þeirra. Þessir sömu bankastjórar lentu síðar í bræðsluofnum útrýmingabúða nasista ef þeim tókst ekki að flýja land.
Sagan kennir okkur hvað ber að varast. Lærdómurinn er sá að standa alltaf af öllu afli gegn öfgahópum og hvika hvergi í baráttunni gegn þeim sem brjóta grundvallarmannréttindi.
Það verður eftir því tekið ágætu stjórnmálamenn og kirkjunar þjónar hvort og hvernig þið látið í ykkur heyra í þessum málum.
10.8.2014 | 09:58
Hryðjuverk og heimsmeistarakeppni.
Á sama tíma og vestræn ríki beita viðskiptaþvingunum gegn Rússum fyrir að styðja landa sína í Úkraínu þá finnst þeim sjálfsagt að ríkið sem styður hryðjuverk og uppreisnir í fjölmörgum löndum haldi heimsmeistaramót í knattspyrnu árið 2022.
Bandaríkjamenn vildu fá að halda heimsmeistaramótið í knattspyrnu árið 2022 og sendu fyrrverandi forseta sinn Bill Clinton til að vinna að því. Sagt er að þegar hann heyrði að af öllum ríkjum hafi Quatar verið tilnefnt hafi hann gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu farið úr salnum og upp á hótelherbergið sitt og grýtt þar styttu í spegil með þeim afleiðingum sem jafnan verða þegar slíkt gerist.
Hitastig í Quatar í júní og júlí er milli 40 og 50 stig. Flott að keppa í fótbolta við slíkar aðtæður.
Quatar lætur peningana vinna og þeir fengu meirihluta gjörspilltra stjórnenda FIFA á sitt band. Quatar eru helstu stuðningsaðilar veðreiða og þess vegna er emírnum í Quatar boðið að fara í útreiðatúr með bresku konungsfjölskyldunni. Það er ein hliðin á krónunni en hin er dekkri sem varðar samskipti Quatar og alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka.
Quatar er eina landið sem enn styður hryðjuverkasamtökin Hamas og leiðtogi þeirra Khaled Meshaal lifir þar í vellystingum á kostnað Quataríska ríkisins. Þar er líka einn helsti leiðtogi fjármögnunaraðili hryðjuverkasamtakanna Al Kaída, Omeir al-Naimi fyrrum forseti knattspyrnusambands Quatar. Quatarar borga fyrir flugskeytin sem Hamas liðar skjóta á Ísrael. Quatarar hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi víðtækan stuðning. Í dag er Quatar helsti stuðningsaðili hryðjuverkasamtaka í heiminum.
Þó íslendingar séu lítils megnugir á alþjóðavettvangi þá gæti íslenska knattspyrnusambandið tekið þetta mál upp og krafist þess að heimsmeistaramótið í knattspyrnu verði ekki haldið í landi þar sem blóð og spillingarfnykur drýpur af gríðalegum fjárframlögum landsins til hryðjuverka og gagnslausu stéttanna í Evrópu, sem voru því miður ekki settar endanlega til hliðar með frönsku byltingunni. Með því mundum við leggja góðum málstað lið auk þess að sýna siðræna reisn. Vilji FIFA ekki láta segjast þá eigum við að gangast fyrir því að evrópsk knattspyrnusambönd tilkynni að þau muni ekki taka þátt í heimsmeistarakeppni í landi sem styður alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi.
9.8.2014 | 10:35
Af hverju ekki við
Stjórnmálamenn reyna eftir mætti að vekja athygli á sér og sínum málstað. Þeir eru á kjósendamarkaði og þurfa að auglýsa eins og pylsugerðarmenn, sápuverksmiðjur og bankar svo nokkur dæmi séu nefnd. Auglýsingar eru af misjöfnum toga eins og gengur.
Eftir að hugsjónir hurfu að mestu úr vestrænni pólitík hefur persónuleg auglýsingamennska stjórnmálamanna aukist og sumir hafa jafnvel lítið annað fram að færa en að dásama kökurnar hennar ömmu eða grjónagrautin og steikurnar hennar mömmu að ógleymdum viðtökunum hjá Stínu frænku. Ekkert af þessu er til skaða og fellur sjálfsagt vel að þeim tíðaranda þess gleðileiks sem margir telja að stjórnmál eigi að snúast um.
Sumar auglýsingar stjórnmálamanna eru misheppnaðar og dæmi um það var útspil Katrínar Jakobsdóttur í gær þar sem hún krafðist þess að fá að vita af hverju við fengjum ekki að vera með í Evrópuklúbbnum þegar Rússar beittu gagnaðgerðum vegna refsiaðgerða gegn þeim. Ekki var annað að skilja en formaður Vinstri grænna væri vonsvikin.
Þrátt fyrir að þetta væri nauða ómerkileg tilraun til að vekja á sér athygli af hálfu formanns Vinstri grænna, þá brá svo við að fréttamenn á RÚV fannst þetta vera ein merkasta frétt dagsins. Meira var um þetta fjallað en t.d. nauðung kristins fólks og annarra minnihlutahópa í Írak.
En hvaða nauðsyn er á að fá að vita af hverju Rússar líta á okkur með jákvæðari augum en t.d. frændur okkar Norðmenn. Getum við ekki verið ánægð með það. Má ekki reyna að leita einfaldra skýringa í stað þess að blása eitthvað upp sem gæti haft verulegt tjón í för með sér fyrir land og þjóð.
Svo illa er nú komið fyrir Vinstri grænum að þeir kveinka sér undan því sérstaklega þegar Ísland fær ekki að vera með í hópi trylltustu NATO og Evrópusambandsþjóða og fyrrum fyrirheitna land alþýðunnar útskúfar okkur ekki.
8.8.2014 | 09:53
Eigi víkja
Eigi víkja var vígorð þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands. Vígorðið vísaði til þess að menn ættu hvergi að hvika þegar hagsmunir íslensku þjóðarinnar væru í húfi. Nú vilja Ólafur Stephensen og Gunnar Bragi Sveinsson fórna íslenskum hagsmunum og vilja hvergi víkja hvað það varðar.
Ritststjóri Fréttablaðsins og utanríkisráðherra bíta í skjaldarrendur og segja að beita beri Rússa refsiaðgerðum jafnvel þó að þeir svari í sömu mynt og hætti að kaupa íslenskar vörur.
Gagnaðgerðir Rússa ef þeir beita þeim við þvingunaraðgerðum ríkisstjórnar Íslands sem skipta Rússa engu máli, koma til með að kosta okkur nokkra milljarða. Það finnst Ólafi og Gunnari Braga ásættanlegur fórnarkostnaður í baráttu sinni við vindmyllurnar.
Ritstjórinn og utanríkisráðherrann geta galað eins og hanar á haugi, af því að þeir munu halda áfram að fá launin sín óháð gagnaðgerðum Rússa. Fiskverkafólkið,stjórnendur og eigendur þeirra fyrirtækja sem hafa komið á viðskiptasamböndum við Rússa og ræktað þau taka hins vegar höggið. Sumir missa vinnu og fyrirtæki gætu farið í gjaldþrot.
Það er auðvelt að kasta steinum úr glerhúsi einkum þegar grjótkastið á móti lendir á öðrum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 140
- Sl. sólarhring: 422
- Sl. viku: 1148
- Frá upphafi: 1702961
Annað
- Innlit í dag: 133
- Innlit sl. viku: 1067
- Gestir í dag: 133
- IP-tölur í dag: 132
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Andrés Magnússon
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Atli Hermannsson.
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Bergur Thorberg
-
Birgir Guðjónsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björn Bjarnason
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Dögg Pálsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Einar B Bragason
-
Einar Ben
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Eiríkur Harðarson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elle_
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Guðjón Ólafsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Gústaf Níelsson
-
Halldór Jónsson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Baldursson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Haraldur Pálsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Ólafsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Himmalingur
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Hrannar Baldursson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Pétur
-
Jón Kristjánsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Ríkharðsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Jónas Egilsson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Júlíus Valsson
-
Katrín
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Lífsréttur
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Námsmaður bloggar
-
Pjetur Stefánsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar L Benediktsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rannveig H
-
Rósa Harðardóttir
-
SVB
-
Samstaða þjóðar
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Skattborgari
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Steingrímur Helgason
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sverrir Stormsker
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
gudni.is
-
jósep sigurðsson
-
ragnar bergsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Árni Gunnarsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Guðnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Loncexter