Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2014

Hatursorđrćđa og tjáningarfrelsi.

Ótrúlegt ađ sjá hvađ er skilgreint sem hatursorđrćđa í nýrri skýrslu Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur. Dćmi:

"„Ég hata ekki samkynhneigđa og er ekki međ fordóma út í ykkur. En ég er ykkur ekki sammála međ skilgreininguna á ţví hvađ hjónaband er. Ţótt ţér finnst ţetta eđlilegt ađ ţá finnst mér ţađ ekki."

Ég tel ţetta eđlilega tjáningu í lýđrćđisţjóđfélagi. Ţetta er bara eitt dćmi af mörgum um ruglandann í ţessari skýrslu.

Ţeir sem gerđu skýrsluna átta sig greinilega ekki á ađ tjáningarfrelsi eru lögvernduđ mannréttindi samkvćmt stjórnarskrá og hatursorđrćđa er ekki til stađar fyrr en eđlilegri tjáningu og skođanaskiptum sleppir.

Virđisaukaskattur

Hafi ríkisstjórnin döngun í sér til ađ hafa eitt virđiaukaskattţrep ţá  vinnur hún af skynsemi. Afnemi hún allar undanţágur frá virđisaukaksatti vinnur hún  ţrekvirki. Taki hún ţá áhćttu ađ lćkka síđan virđisaukaskattinn niđur í 15% ţá vinnur hún enn meira ţrekvirki. ´

Eitt virđisaukaskattsţrep og engar undanţágur eru sanngirnismál. Ţađ er út í hött ađ ţeir sem selja ađgang ađ laxveiđiám skuli ekki borga virđisaukaskatt og ţeir sem selja útlendingum ákveđna ţjónustu skuli borga lćgri virđisaukaskatt en ađrir. Ţá er sćlgćti og tengdar vörur ekki heilagri en annađ.

Sé virđisaukaskattur ţungbćr fyrir ákveđna ţjónustu ţá getur ríkisvaldiđ komiđ á móts viđ ţá ađila međ öđrum hćtti en rugla skattkerfinu. Svo er alltaf rétt á sér hvort ţjónusta á rétt á sér sem ţolir ekki ađ starfa á sama samkeppnisgrundvelli og ađrir ţurfa ađ gera.

Virđisaukaskattur er allt of hár og hvatinn til ađ skjóta honum undan er ţví mikill. Fyrir nokkrum árum las ég lćrđa úttekt á ţví hvar brotalína undanskota vćri og ţar var niđurstađan sú ađ ţegar virđisaukaskattur fćri yfir 15% ykjust undanskot gríđarlega. 

Sú stađa er ţví líkleg ađ međ ţví ađ afnema allar undanţágur, hafa eitt skattţrep og lćkka virđisaukaskatt niđur í 15% ađ ţá mundi ríkiđ ekki verđa af miklum tekjum en jafnvel auka ţćr.

Međ ţví ađ lćkka virđisaukaskatt verulega lćkka verđtryggđu lánin vegna ţess ađ vörur lćkka í verđi. Ţađ er ekkert sem getur stuđlađ eins ađ auknum hagvexti eins og slík skattalćkkun. Ţađ er ţví ţess virđi fyrir ríkisstjórnina ađ taka ţetta djarfa skref. 


Morgunbćn og mannréttindabrot

Biskupinn yfir Íslandi hefur lýst  fögnuđi yfir ţeirri stefnubreytingu RÚV ađ halda sig viđ bćnastund í útvarpi á morgnana. Ţađ er ađ sjálfsögđu gott, en e.t.v. ekki úrslitatriđi um kristilega hugsun og baráttu.

Á sama tíma eru kirkjuleiđtogar víđa um heim ađ lýsa yfir áhyggjum sínum vegna ofsókna á hendur kristnu fólki og öđrum minnihlutahópum í Írak og Sýrlandi og villimannlegu framferđi Íslamskra vígasveita sem hafa iđulega drepiđ alla karlmenn í ţorpum kristinna og Jasída og selt börn og konur í ánauđ.

Biskupinn af Leeds í Englandi sendi sérstakt ákall til forsćtisráđherra Breta fyrir helgi, sem forsćtisráđherrann vitnađi til í grein í sunnudagsblađi Daily Telegraph og sagđi ađ Bretar yrđu ađ bregđast viđ ţessari villimennsku og koma í veg fyrri útrýmingu minnihlutahópanna í Írak og Sýrlandi.

Í gćr sagđi Fransis páfi ađ ţađ vćri réttlćtanlegt ađ beita hervaldi til ađ stöđva fólskuverk Íslömsku vígamannanna.  Páfinn sagđi ađ ţađ vćri lögmćtt ađ stöđva "the unjust agressor". 

Nú finnst mér sú spurning brennandi međ hvađa hćtti biskupinn yfir Íslandi og ađrir höfuđklerkar ţjóđkirkjunnar taka á ţeim hryđjuverkum sem Íslamskar vígasveitir eru ađ fremja í Írak og Sýrlandi. Ćtla ţeir ađ standa međ trúarsystkinum okkar eđa láta sér fátt um finnast?

Fyrir nokkru sagđi  sr. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur ađ ţjóđin vildi hafa sérstaka ţjóđkirkju og vísađi ţar til niđurstöđu lítt marktćkrar skođanakönnunar vegna tillagna ólögmćts stjórnlagaráđs.

Ef til vill er ţetta rétt hjá sr. Hjálmari. Ţjóđin hefur hins vegar ekkert međ skođana- og hugsjónalausa ţjóđkirkju ađ gera sem ţorir ekki ađ standa međ öđru kristnu fólki ţegar á reynir. Ef ţjóđkirkjan heldur ţeirri vegferđ áfram ţá á stór hópur sem ćtíđ hefur stutt ţjóđkirkjuna ekki lengur samleiđ međ henni.

  


Vitsmunalega ofurmenniđ

Forsćtisráđherra upplýsti ţađ sem öđrum hefur hingađ til veriđ huliđ. Mikiđ má Landinn vera sćll ađ eiga svona vitsmunalegt og ţekkingarlegt ofurmenni sem forsćtisráđherra. Á Bylgjunni í dag benti Sigmundur Davíđ á ađ kjöt annarsstađar en á Íslandi, Bretlandi og í Noregi vćri sýkt. Svo sýkt ađ ţađ ylli breytingu á hegđunarmynstri fólks.

Vor ástsćli forsćtisráđherra upplýsti ekki hvort breytingin vćri til góđs eđa ills, en sagđi ađ sýkinguna slíka ađ hún hefđi heltekiđ heil...u ţjóđlöndin í Miđ-Evrópu. Ef til ţess vegna sem fólk ţar er svona friđsamt og glćpir fátíđir.

Ţetta sýnir ađ mati forsćtisráđherra hvílík nauđsyn ţađ er ađ viđ höldum áfram landbúnađi međ ofurstyrkjum skattgreiđend og hćsta kjötverđi í heimi til neytenda. Glimrandi viđskiptatćkifćri eru framundan ţegar fólk uppgötvar ţađ sem forsćtisráđherra Íslands hefur einn uppgötvađ.


Ţađ er svo auđvelt ađ líta undan

Ţessa daganna er veriđ ađ fremja svívirđileg hryđju- og níđingsverk á minnihlutahópum og fleirum í Írak. ISIS samtökin ráđast m.a. á kristiđ fólk, jasida og shia múslima allt vegna trúarskođana.

Ţúsundir eru innikróađir á flótta undan glćpamönnunum. ISIS liđar hafa ţegar framiđ fjöldamorđ á kristnum, jasídum og shia múslimum og nauđgađ og selt kristnar konur í ánauđ og stoliđ öllu.

Hver eru viđbrögđ hins svonefnda frjálsa heims? Dögum saman sat Obama Bandaríkjaforseti ađgerđarlaus og ţađ gerđi Cameron, Merkel, Hollande og ađrir Evrópuleiđtogar einnig. Svo var fariđ í takmarkađar ađgerđir međ hangandi hendi. 

Skortur á viđbrögđum hins svokallađ frjálsa heims viđ verstu mannréttindabrotum, ţjóđar- og fjöldamorđum á ţessari öld eru okkur öllum til skammar.

Í göngu samkynhneigđra síđustu helgi, mannréttindagöngu eins og ţađ heitir, var ekki minnst á ţessa svívirđu og hefđi ţó sumum átt ađ renna blóđiđ til skyldunar ţví ađ dauđarefsing er lögđ viđ samkynhneigđ af hálfu ISIS liđa.

Ekkert heyrist frá biskupnum yfir Íslandi eđa öđrum prelátum vćrukćru ţjóđkirkjunar.  Kemur ţeim ţetta ekki viđ? Íslenskir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn segja ekkert. Ekki er bođađur fundur í utanríkismálanefnd Alţingis til ađ fordćma hryđjuverkin og kalla eftir ađgerđir eins og í mörgum öđrum minni háttar málum. Ţetta mál er greinilega svo minni háttar ađ ţađ er ekki einnar messu virđi hvorki međal andlegra né veraldlegra leiđtoga ţjóđarinnar.

Kristnir Írakar voru nokkrar milljónir ţegar Bandaríkjamenn hófu herhlaup sitt inn í Írak. Ţeim hefur flestum veriđ útrýmt eđa ţeir flúiđ land.  Ţetta hefur í engu raskađ vćrukćru makráđu ţjóđkirkjunni hér á landi. En biskupinn yfir Íslandi leggur lykkju á leiđ sína til ađ hafa skođun á og fordćma ýmislegt annađ sem skiptir kristni ţó litlu eđa engumáli. Í ţessu máli ríkir ţögn. Grafarţögn. 

Ţessi afstađa minnir á ţađ sem gerđist í Ţýskalandi upp úr 1930. Ţá lánuđu ţýskir bankastjórar af Gyđingaćttum stjórnmálamanni ađ nafni Adolf Hitler og flokki hans verulegar fjárhćđir í ţeirri von ađ Adolf og níđingar hans létu ţá og fjölskyldur ţeirra í friđi skítt međ ţađ hvađ yrđi um hina trúbrćđur ţeirra.  Ţessir sömu bankastjórar lentu síđar í brćđsluofnum útrýmingabúđa nasista ef ţeim tókst ekki ađ flýja land.

Sagan kennir okkur hvađ ber ađ varast. Lćrdómurinn er sá ađ standa alltaf af öllu afli gegn öfgahópum og hvika hvergi í baráttunni gegn ţeim sem brjóta grundvallarmannréttindi.

Ţađ verđur eftir ţví tekiđ ágćtu stjórnmálamenn og kirkjunar ţjónar hvort og hvernig ţiđ látiđ í ykkur heyra í ţessum málum. 


Hryđjuverk og heimsmeistarakeppni.

Á sama tíma og vestrćn ríki beita viđskiptaţvingunum gegn Rússum fyrir ađ styđja landa sína í Úkraínu ţá finnst ţeim sjálfsagt ađ ríkiđ sem styđur hryđjuverk og uppreisnir í fjölmörgum löndum haldi heimsmeistaramót í knattspyrnu áriđ 2022.

Bandaríkjamenn vildu fá ađ halda heimsmeistaramótiđ í knattspyrnu áriđ 2022 og sendu fyrrverandi forseta sinn Bill Clinton til ađ vinna ađ ţví. Sagt er ađ ţegar hann heyrđi ađ af öllum ríkjum hafi Quatar veriđ tilnefnt hafi hann gjörsamlega misst stjórn á skapi sínu fariđ úr salnum og upp á hótelherbergiđ sitt og grýtt ţar styttu í spegil međ ţeim afleiđingum sem jafnan verđa ţegar slíkt gerist.

Hitastig í Quatar í júní og júlí er milli 40 og 50 stig. Flott ađ keppa í fótbolta viđ slíkar ađtćđur.

Quatar lćtur peningana vinna og ţeir fengu meirihluta gjörspilltra stjórnenda FIFA á sitt band. Quatar eru helstu stuđningsađilar veđreiđa og ţess vegna er emírnum í Quatar bođiđ ađ fara í útreiđatúr međ bresku konungsfjölskyldunni. Ţađ er ein hliđin á krónunni en hin er dekkri sem varđar samskipti Quatar og alţjóđlegra hryđjuverkasamtaka.

Quatar er eina landiđ sem enn styđur hryđjuverkasamtökin Hamas og leiđtogi ţeirra Khaled Meshaal lifir ţar í vellystingum á kostnađ Quataríska ríkisins.  Ţar er líka einn helsti leiđtogi fjármögnunarađili hryđjuverkasamtakanna  Al Kaída, Omeir al-Naimi fyrrum forseti knattspyrnusambands Quatar. Quatarar borga fyrir flugskeytin sem Hamas liđar skjóta á Ísrael. Quatarar hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi víđtćkan stuđning.  Í dag er Quatar helsti stuđningsađili hryđjuverkasamtaka í heiminum.

Ţó íslendingar séu lítils megnugir á alţjóđavettvangi ţá gćti íslenska knattspyrnusambandiđ tekiđ ţetta mál upp og krafist ţess ađ heimsmeistaramótiđ í knattspyrnu verđi ekki haldiđ í landi ţar sem blóđ og spillingarfnykur drýpur af gríđalegum fjárframlögum landsins til hryđjuverka og gagnslausu stéttanna í Evrópu,  sem voru  ţví miđur ekki settar endanlega til hliđar međ frönsku byltingunni.  Međ ţví mundum viđ leggja góđum málstađ liđ auk ţess ađ  sýna siđrćna reisn. Vilji FIFA ekki láta segjast ţá eigum viđ ađ gangast fyrir ţví ađ evrópsk knattspyrnusambönd tilkynni ađ ţau muni ekki taka ţátt í heimsmeistarakeppni í landi sem styđur alţjóđlega hryđjuverkastarfsemi.  

 


Af hverju ekki viđ

Stjórnmálamenn reyna eftir mćtti ađ vekja athygli á sér og sínum málstađ.  Ţeir eru á kjósendamarkađi og ţurfa ađ auglýsa eins og pylsugerđarmenn, sápuverksmiđjur og bankar svo nokkur dćmi séu nefnd. Auglýsingar eru af misjöfnum toga eins og gengur.

Eftir ađ hugsjónir hurfu ađ mestu úr vestrćnni pólitík hefur persónuleg auglýsingamennska stjórnmálamanna aukist og sumir hafa jafnvel lítiđ annađ fram ađ fćra en ađ dásama kökurnar hennar ömmu eđa grjónagrautin og steikurnar hennar mömmu ađ ógleymdum viđtökunum hjá Stínu frćnku. Ekkert af ţessu er til skađa og fellur sjálfsagt vel ađ ţeim tíđaranda ţess gleđileiks sem margir telja ađ stjórnmál eigi ađ snúast um.

Sumar auglýsingar stjórnmálamanna eru misheppnađar og dćmi um ţađ var útspil Katrínar Jakobsdóttur í gćr ţar sem hún krafđist ţess ađ fá ađ vita af hverju viđ fengjum ekki ađ vera međ í Evrópuklúbbnum ţegar Rússar beittu gagnađgerđum vegna refsiađgerđa gegn ţeim.  Ekki var annađ ađ skilja en formađur Vinstri grćnna vćri vonsvikin.

Ţrátt fyrir ađ ţetta vćri nauđa ómerkileg tilraun til ađ vekja á sér athygli af hálfu formanns Vinstri grćnna, ţá brá svo viđ ađ fréttamenn á RÚV fannst ţetta vera ein merkasta frétt dagsins. Meira var um ţetta fjallađ en t.d. nauđung kristins fólks og annarra minnihlutahópa í Írak.

En hvađa nauđsyn er á ađ fá ađ vita af hverju Rússar líta á okkur međ jákvćđari augum en t.d. frćndur okkar Norđmenn. Getum viđ ekki veriđ ánćgđ međ ţađ. Má ekki reyna ađ leita einfaldra skýringa í stađ ţess ađ blása eitthvađ upp sem gćti haft verulegt tjón í för međ sér fyrir land og ţjóđ.

Svo illa er nú komiđ fyrir Vinstri grćnum ađ ţeir kveinka sér undan ţví sérstaklega ţegar Ísland fćr ekki ađ vera međ í hópi trylltustu NATO og Evrópusambandsţjóđa og fyrrum fyrirheitna land alţýđunnar útskúfar okkur ekki.   


Eigi víkja

Eigi víkja var vígorđ ţeirra sem börđust fyrir sjálfstćđi Íslands. Vígorđiđ vísađi til ţess ađ menn ćttu hvergi ađ hvika ţegar hagsmunir íslensku ţjóđarinnar vćru í húfi. Nú vilja Ólafur Stephensen og Gunnar Bragi Sveinsson fórna íslenskum hagsmunum og vilja hvergi víkja hvađ ţađ varđar.

Ritststjóri Fréttablađsins og utanríkisráđherra bíta í skjaldarrendur og segja ađ beita beri Rússa refsiađgerđum jafnvel ţó ađ ţeir svari í sömu mynt og hćtti ađ kaupa íslenskar vörur. 

Gagnađgerđir Rússa ef ţeir beita ţeim viđ ţvingunarađgerđum ríkisstjórnar Íslands sem skipta Rússa engu máli, koma til međ ađ kosta okkur nokkra milljarđa. Ţađ finnst  Ólafi og Gunnari Braga ásćttanlegur fórnarkostnađur í baráttu sinni viđ vindmyllurnar.

Ritstjórinn og utanríkisráđherrann geta galađ eins og hanar á haugi, af ţví ađ ţeir munu halda áfram ađ fá launin sín óháđ gagnađgerđum Rússa. Fiskverkafólkiđ,stjórnendur og eigendur ţeirra fyrirtćkja sem hafa komiđ á viđskiptasamböndum viđ Rússa og rćktađ ţau taka hins vegar höggiđ. Sumir missa vinnu og fyrirtćki gćtu fariđ í gjaldţrot.  

Ţađ er auđvelt ađ kasta steinum úr glerhúsi einkum ţegar grjótkastiđ á móti lendir á öđrum. 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 415
  • Sl. sólarhring: 690
  • Sl. viku: 2801
  • Frá upphafi: 2294352

Annađ

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 2555
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 366

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband