Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

ASÍ og danska íbúđalánakerfiđ

Eftir ađ forusta ASÍ var komin út í horn í vörn sinni fyrir verđtrygginguna. Beruđ ađ ţví ađ hafa svikiđ launţega í landinu í skuldafjötra verđtryggingar, vegna hagsmuna lífeyrissjóđa, ţá kom ASÍ forustan međ ţá snilldarlausn ađ viđ ćttum ađ taka upp danska húsnćđislánakerfiđ.

Gylfi Arnbjörnsson og valdaklíka hans, sem kom í veg fyrir ţađ ađ verđtryggingin yrđi tekin úr sambandi viđ Hruniđ, ber ábyrgđ á ţví ađ stjórnvöld freista nú međ ađ leiđrétta geigvćnlega hćkkun sem varđ á verđtryggđu lánunum vegna Hrunsins allt ađ 80 milljarđa á kostnađ skattgreiđenda.

ASÍ forustan hefur haldiđ kynningarfund um kosti danska húsnćđislánakerfisins og lagt til ađ ţađ yrđi tekiđ upp. Ţrátt fyrir ađ ţađ virđist margt gulliđ sem glóir í ţví útlandinu ţá getur samt veriđ um ómerkilega glitsteina  ađ rćđa en ekki eđalmálm.

Í grein í Economist 19-25.apríl  segir um kerfiđ ađ ţađ sé eitthvađ rotiđ í Danmörku og "Denmark´s property market is built on rickety foundation" eđa Danska íbúđakerfiđ er byggt á óstöđugum grunni. og danskar fjölskyldur séu međ hćstu skuldir miđađ viđ tekjur allra 34 ríkja OECD og eyđsla Dana líti út fyrir ađ vera álíka slćm og ábyrgđarlausra Suđur-Evrópu búa. 

Danska íbúđalánakerfiđ er ţví ekki endilega ţađ besta sem hćgt er ađ taka upp ţó ađ ákveđin atriđi vćru kćrkomin fyrir íslenska íbúđakaupendur og nauđsynlegt ađ innleiđa.  Vextir af veđlánum í Danmörku eru međ ţví lćgsta sem ţekkist í heiminum vegna gagnsćis og mikillar samkeppni á lánamarkađnum.  Íslenskir neytendur ţyrftu heldur betur ađ geta notiđ slíkra hluta án ţess ađ taka upp danska kerfiđ ađ öđru leyti. 

Hér erum viđ međ hćsta lánakostnađ á húsnćđislánum sem ţekkist í heiminum vegna verđtryggingar. Ţađ vćri ţví nauđsynlegt ađ fá alvöru samkeppni á lánamarkađinn sem tryggđu íslenskum neytendum lága vexti og góđ lánakjör.  Ţá mundi velmegun í landinu aukast til muna.

En ţađ sem skiptir mestu máli ţađ er bann viđ verđtryggingu á neytendalán strax. 

 

 


Fréttir. Ekki fréttir og Rangar fréttir

Fréttamađur á Ríkisútvarpinu til margra ára vakti réttilega athygli á ţví fyrir skömmu hversu afkáraleg fyrsta útvarpskvöldfrétt RÚV var á sunnudagskvöld. Ţví miđur er fréttastofa RÚV ekki ein um ţá hitu ađ koma međ ekki fréttir og rangar fréttir.

Í fréttum fjölmiđla hefur ítrekađ veriđ sagt frá ţví ađ fólk sćki meira í verđtryggđ lán vegna ţess hvađ afborganir séu hagstćđar í byrjun. Ekki er bent á ţađ ađ verđtryggingin étur upp alla eignamyndun.  En ţessar fréttir eru rangar. Í riti Seđlabankans um fjármálastöđugleika nr. 1.2014 segir:

"Athygli vekur hversu mikiđ vćgi verđtryggđra skulda lćkkađi á síđasta ári eđa sem nemur um helmingi af ţeirri lćkkun sem ađgerđum ríkisstjórnarinnar er ćtlađ ađ ná. Hlutur óverđtryggđra lána heldur áfram ađ aukast og er eina lánaformiđ sem eykur hlutdeild sína af heildarskuldum, ţ.e. í lok árs 2012 var hlutdeild óverđtryggđra lána 16,5% en 18% í lok síđasta árs."

Fréttir um ađ fólk sé ađ taka verđtryggđ lán í stórum stíl eru draugasögur  sjálfsagt  fabrikerađar hjá verđtryggingarfurstum til ađ sýna hversu fráleitt sé ađ afnema verđtryggingu.

Í annan stađ er ţví ítrekađ haldiđ fram ađ heimilin standi nú mun betur ađ vígi og skuldir ţerira lćkki og lćkki. Ţetta er villandi frétt og ađ hluta röng. Í áđur tilvitnuđu riti kemur fram á bls. 51 ađ lćkkun skulda heimila sé ađallega vegna endurútreiknings ólögmćtra gengislána.  En ţađ er ekki öll sagan. Einnig kemur til ađ fjármálafyrirtćki hafa keypt eignir fólks m.a. á nauđungaruppbođi og ţar međ lćkkar skuldastađan. Ţetta eru ekki merki um batnandi stöđu međ blóm í haga.

Í ţriđja lagi sögđu fjölmiđlar frá ţví í dag ađ skuldsetning fyrirtćkja hafi dregist saman og lćkkađ um 24% af ţjóđarframleiđslu frá ţví í fyrra. Af fréttunum mátti ráđa undraverđan rekstrarbata fyrirtćkjanna, en svo er ekki.  Ástćđa skuldalćkkunar fyrirtćkja er vegna afskrifta fjármálafyrirtćkja á skuldum ţeirra eins og einnig kemur fram í ofangreindu riti.

Ekki kemur fram hvađ margir tugir eđa hundruđ milljarđa voru afskrifuđ á fyrirtćkjunum. 

Í stađinn fyrir ađ birta rangar fréttir og ekki fréttir ćttu fjölmiđlar ađ segja okkur fréttir t.d. hvađ mörg hundruđ milljarđar hafa veriđ afskrifađir af skuldum fyrirtćkja í landinu.

Talsmenn fjármálastofnana og ASÍ sem hafa amast viđ skuldalćkkun venjulegs fólks ćtti síđan ađ fá í viđtöl til ađ gera okkur grein fyrir af hverju ţađ er í lagi ađ afskrifa skuldir á fyrirtćki en ekki hjá fólki.

Fréttamenn ćttu ađ skođa ţađ sem máli skiptir og beina sjónum sínum ađ ţví sem skiptir máli fyrir fjöldann í stađ ţess ađ vera stöđugt ađ leita uppi einstaklingsbundin vandamál raunveruleg, orđum aukin eđa tilbúin.

Vantar ekki fleiri fréttamenn sem eru neytendavćnir og hafa metnađ til ađ flytja fólki góđar og heildstćđar fréttir? 


Fall sparisjóđanna. Athyglisverđ skýrsla

Eftir hrađlestur í gegn um ákveđna kafla skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis um fall sparisjóđanna ţá má sjá ađ efnistök og vinnubrögđ eru fagleg og betri en í skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis um fall viđskiptabankanna. Sú skýrsla var stemmningsskýrsla skrifuđ af fólki međ takmarkađa ţekkingu á viđfangsefninu og nefndarmenn gćttu ekki ađ grundvallarreglum m.a. varđandi andmćlarétt.

Viđtöl viđ nefndarmenn í sparisjóđanefndinni eru líka athyglisverđ. Ţar eru ekki gífuryrđi eđa hćpnar fullyrđingar heldur málflutningnum hófstillt. Ađ svo komnu máli sýnist mér ţví ađ nefndin hafi skilađ góđu dagsverki ólíkt fyrri rannsóknarnefndum Alţingis í kjölfar bankahrunsins 2008.

Varđandi viđbrögđ stjórnvalda vegna sparisjóđanna má sjá ţá niđurstöđu nefndarinnar ađ ráđleysi hafi veriđ hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttir varđandi máliđ ţar segir rannsóknarnefndin m.a. 

  " Ţađ er mat rannsóknarnefndarinnar ađ á árunum 2008–2011 hafi ríkt sérstakar ađstćđur á íslenskum fjármálamarkađi og ţví hafi fjármálafyrirtćkjum réttilega veriđ veittur viđbótarfrestur til ađ koma eiginfjárgrunni sínum í lögmćlt horf samkvćmt 2. málsl. 4. mgr. 86. gr. laga nr. 161/2002. Ţađ vitnar ţó um óskýra lagaframkvćmd ađ ţrír sparisjóđir hafi starfađ lengur en í 12 mánuđi eftir ađ ljóst varđ ađ eiginfjárhlutfall ţeirra vćri undir lögbundnu lágmarki."

Hér er vikiđ ađ  tilraunum Steingríms J. Sigfússonar ţáverandi fjármálaráđherra til ađ halda lífi í ákveđnum Sparisjóđum. Ţćr ađgerđir ráđherrans međ tilstyrk og tilstuđlan ţáverandi forstjóra  Fjármálaeftirlitsins Gunnars Andersen kostuđu skattgreiđendur meira en skuldaleiđréttingin sem fjármálaráđherra leggur til ađ eigi sér stađ mun kosta.

Málatilbúnađur Guđlaugs Ţórs Ţórđarsonar á síđasta kjörtímabili er stađfestur,  ţegar hann gagnrýndi Steingrím J. Sigfússon og Gunnar Andersen fyrir fara ekki ađ lögum varđandi eiginfjárhlutfall sparisjóđa. Gunnar Andersen sagđi ţađ rangt hjá ţingmanninum og lagđist í hatursherferđ gegn honum fyrir ađ segja satt um lagabrot Gunnars Andersen og Steingríms J. Sigfússonar.

Fróđlegt verđur ađ fylgjast međ umrćđum um sparisjóđaskýrsluna á Alţingi og sjá hvort ađ samhljómur verđur međ ţeim flokksbrćrunum Guđlaugi Ţór Ţórđarsyni sem stóđ vaktina af mikilli prýđi á síđasta kjörtímabili og Vilhjálmi Bjarnasyni samflokksmanni hans sem var einn helsti sporgöngumađur Gunnars Andersen ţáverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins á sama tíma.  Skuldaleiđrétting, stjórnarsáttmáli og undanhlaupsmenn

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstćđisflokks frá 22.5.2013 segir m.a.

" Ríkisstjórnin mun međ markvissum ađgerđum taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er til kominn vegna hinnar ófyrirsjáanlegu höfuđstólshćkkunar verđtryggđra lána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviđmiđiđ er ađ ná fram leiđréttingu vegna verđbólguskots áranna 2007–2010 en í ţví augnamiđi má beita bćđi beinni niđurfćrslu höfuđstóls og skattalegum ađgerđum. Um verđur ađ rćđa almenna ađgerđ óháđ lántökutíma međ áherslu á jafnrćđi. Beita má fjárhćđartakmörkum vegna hćstu lána og setja önnur skilyrđi til ađ tryggja jafnrćđi í framkvćmd og skilvirkni úrrćđa.

Í ljósi ţess ađ verđtryggđar skuldir hćkkuđu og eignaverđ lćkkađi, m.a. vegna áhrifa af gjaldţroti fjármálafyrirtćkja og áhćttusćkni ţeirra í ađdraganda hrunsins, er rétt ađ nýta svigrúm, sem ađ öllum líkindum myndast samhliđa uppgjöri ţrotabúanna, til ađ koma til móts viđ lántakendur og ţá sem lögđu sparnađ í heimili sín, rétt eins og neyđarlögin tryggđu ađ eignir ţrotabúanna nýttust til ađ verja peningalegar eignir og endurreisa innlenda bankastarfsemi. Ríkisstjórnin heldur ţeim möguleika opnum ađ stofna sérstakan leiđréttingarsjóđ til ađ ná markmiđum sínum."

Stjórnarsáttmálinn var samţykktur af flokksráđi Sjálfstćđisflokksins nokkru síđar. Ekki minnist ég ţess ađ nokkur ţingmađur Sjálfstćđisflokksins hefđi neitt viđ stjórnarsáttmálann ađ athuga en hafi allir fúslega greitt atkvćđi međ honum.

Ţađ skýtur ţví skökku viđ ţegar formađur Sjálfstćđisflokksins leggur fram stjórnarfrumvarp um leiđréttingu verđtryggđra skulda í samrćmi viđ stjórnarsáttmálann ađ ţá skulu tveir ţingmenn Sjálfstćđisflokksins ţeir Pétur Blöndal og Vilhjálmur Bjarnason hlaupast undan merkjum og hafa allt á hornum sér varđandi frumvarp formannsins sem er ţó í fullu samrćmi viđ stjórnarsáttmálann.

Ţó vissulega beri ađ virđa rétt ţingmanna til ađ hafa sínar sérskođanir og ţjóna lund sinni eftir atvikum ţá verđur samt ađ gera ţá kröfu í borgaralegum flokki ađ menn standi viđ samninga og fylgi ţví sem ţeir hafa skuldbundiđ sig til ađ gera á kjörtímabilinu.

Ţađ skiptir máli ađ vel takist til um skuldaleiđréttingu fyrir heimilin í landinu. En ţađ er ekki nóg. Ţađ verđur ađ taka verđtrygginguna af eldri lánum sem allra fyrst. Annars mun nýtt verđbólguskot kaffćra heimilin á nýjan leik og fćra fjármálastofnunum eignir fólksins á verđtryggingarfatinu eins og svo oft áđur. 

Jafnrćđi og réttlćti  í ţjóđfélaginu byggist ekki á einhliđa rétti fjármálastofnana til ađ arđrćna fólkiđ í landinu. 


Abba og menningarelítan

Ţađ eru 40 ár frá ţví ađ Abba vann söngvakeppni Evrópu međ laginu Waterloo. Fáir trúđu ţví ţá ađ Abba ćtti eftir ađ verđa vinsćlasta dćgurlagahljómsveitin ađ Bítlunum undanskildum.

Međlimir Abba höfđu reynt árum saman áđur en ţeir sigruđu međ Waterloo ađ ná frćgđ og frama. Ári áđur reyndi Abba ađ komast í Evrópsku söngvakeppnina međ laginu "Ring Ring" en náđu ekki árangri, en ţar sem lagiđ seldist vel annarsstađar en í Svíţjóđ og varđ ofurvinsćlt átti Abba greiđari leiđ áriđ eftir.

Ţó Abba ynni sigur var vinstri sinnađa sćnska menningarelítan ekki ánćgđ međ hljómsveitina hvorki fyrir né eftir. Einn sćnskur gagnrýnandi talađi um ađ Abba vćri dćmi um "fársjúkt kapítalískt ţjóđfélag"  ţar sem fólki vćri svo ofgert međ vinnu ađ ţađ hefđi ekki orku til ađ hlusta á annađ en lágmenningartónlist Abba.

Ef ţeir einu sem njóta styrkja frá almenningi vegna listsköpunar sinnar kćmust áfram ţá hefđi Abba aldrei náđ vinsćldum og ţannig er um marga fleiri topplistamenn fyrr og síđar.

Hvađ sem öđur líđur ţá hefur tónlist Abba veriđ einstök og ţađ er hćgt ađ ţakka Abba fyrir ađ hafa auđgađ tilveruna síđustu 40 ár og ţví viđeigandi  ađ segja  "Thank you for the music." 

 


Kćmi til greina ađ ţú verslađir í Krónunni?

Nokkrum sinnum hafa ađilar sem hugsa sér ađ stofna ný stjórnmálasamtök látiđ kanna afstöđu fólks til slíkra samtaka međ ţví ađ spyrja hvort ţađ gćti hugsađ sér ađ styđja samtökin undir forustu ákveđins einstaklings.  Stór hluti fólks svarar ađ jafnađi međ jái. Reynslan sýnir ţó ađ ađeins lítiđ brot af jásvarendum greiđir slíku frambođi atkvćđi sitt.

Fólk er jákvćtt međ sama hćtti og vćri spurt hvort ţađ gćti hugsađ sér ađ versla í Krónunni.

Ađilar sem hafa látiđ kanna stuđning međ ţessum hćtti hafa orđiđ fyrir vonbrigđum ţegar taliđ var upp úr kjörkössunum. Ađrir horft á fylgiđ gluđa í burtu ţegar stjórnmálasamtökin voru stofnuđ sbr. Lilja Mósesdóttir á síđasta kjörtímabili.

Niđurstađa úr skođanakönnunum sem bjóđa upp á valkostina: "Kćmi til greina ađ"  eđa "Gćtir ţú hugsađ ţér ađ" gefa mjög takmarkađar vísbendingar um raunverulegan stuđning viđ frambođ.

Hópur fólks sem vill ađ íslendingar gangi í Evrópusambandiđ hefur hug á ţví ađ stofna "hćgri" flokk sem hefđi ţađ sem eitt helsta baráttumál.  Hvorki er ljóst í hverju hćgrađ á ađ vera fólgiđ né hvađa önnur stefnumál flokkurinn muni beita sér fyrir auk ţess ađ ganga í samband sem gerist stöđugt sósíalískara međ hverju árinu sem líđur.

Norđmenn kusu tvisvar um ađild ađ Evrópusambandinu. Ţar  áttađi fólk sig á ţví ađ stuđningur eđa  andstađa viđ Evrópusambandiđ fer ekki eftir hefđbundnum  markalínum stjórnmálanna.   Ţess vegna stofnuđu t.d. Hćgra fólk í Noregi og Verkamannaflokksfólk samtök međ og móti og ţegar atkvćđagreiđslunni var lokiđ var ţetta ágreiningsmál úr sögunni og já og nei fólk úr hvorum flokknum fyrir sig sameinuđust í flokkum sínum án nokkurra vandamála.

Ađild ađ Evrópusambandinu er spurning um hagsmuni ţjóđarinnar og ţess vegna getur engin sagt ţađ međ vissu hvort ţađ séu hagsmunir ţjóđarinnar ađ viđ göngum í bandalagiđ. Grundvöllur stjórnmálastamtaka sem hefđi ţađ sem helsta baráttumál ađ ganga í Evrópusambandiđ er ţví vćgast sagt veikur.  

Forusta Sjálfstćđisflokksins og sjálfstćđisfólk ţarf hins vegar ađ skođa ţađ hverju sćtir ađ ákveđinn hópur fólks sem hefur stutt Sjálfstćđisflokkinn alla sína tíđ skuli nú vinna ađ stofnun nýrra stjórnmálastamtaka á vćgast sagt vafasömum forsendum og telur sér ekki lengur vćrt innan vébanda Sjálfstćđisflokksins. 

Á sama tíma ţarf ađ huga ađ ţví hvernig á ţví stendur ađ Sjálfstćđisflokkurinn hefur hvorki ţađ fylgi međ ţjóđinni né traust ađ hann sé afgerandi forustuafl í íslenskum stjórnmálum eins og Sjálfstćđisflokkurinn var frá stofnun hans 1929 fram til 2008.  Vill Sjálfstćđisfólk sćtta sig viđ ţađ?

Getur veriđ ađ forusta Sjálfstćđisflokksins hafi ekki áttađ sig á ţví ađ nauđsyn bar til ađ treysta hugmyndafrćđilegan grundvöll Sjálfstćđisflokksins og ţađ skipti höfuđmál en ekki skipulagsbreytingar.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 2291723

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband