Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Kynţáttaníđ og kennimannleg dómharka.

Sá leiđi atburđur varđ fyrir skömmu ađ unglingspiltum lenti saman í knattspyrnuleik. Annar mun hafa haft niđrandi orđ og vísađ til kynţáttar hins en sá lét hendur skipta. Báđir hafa fengiđ agaviđurlög frá KSÍ og beđist afsökunar á ţessu leiđa atviki eftir ţví sem ég fregna best.

Ţeir sem hafa tekiđ ţátt í hópíţrótt eins og knattspyrnu ţekkja ţađ ađ iđulega verđur leikmönnum sundurorđa og láta ţá orđ falla sem betur hefđu veriđ ósögđ. Ţetta gerist jafnvel í hópi ţeirra bestu, jafnvel í úrslitaleik um heimsmeistaratitil í knattspyrnu eins og dćmin sanna.

Heimssamband knattspyrnumanna hafa sem einkenni ađ knattspyrna sé leikur án fordóma. Ţess er jafnan getiđ í upphafi knattspyrnuleikja ţar sem fólk greiđir ađgangseyri.  Ţeir sem leika knattspyrnu ţekkja ţetta og játast undir ţessi einkunarorđ. Samt sem áđur geta menn látiđ óheppileg orđ falla, en ţađ er ţá gert í stundarreiđi og venjulegast er óţarfi ađ leggja mjög djúpa merkinu í slíka stundarreiđi.

Flestir sem til ţekkja og hafa vit á reyna ađ gera sem minnst úr svona tilvikum. En ţađ er ekki öllum ţannig fariđ. 

Í samrćmi viđ kristilegan kćrleiksanda ţá sýna ţeir sem ţá trú játa yfirleitt kristilegt umburđarlyndi og fyrirgefa í samrćmi viđ kenningu Jesú. 

Baldur Kristjánsson prestur ţjóđkirkjunnar, virđist ekki átta sig á inntaki kristinnar trúar um umburđarlyndi og fyrirgefningu og veđur fram vegna ţessa leiđindatilviks af óheyrilegri dómhörku. Hann krefst ţess ađ sá sem vísađi til litarháttar hins leikmannsins verđi beittur ţungum refsingum. Baldur telur sig vera sérfrćđing í öllum málum sem lúta ađ kynţátattamálum af ţví ađ hann var endur fyrir löngu kosin í nefnd sem fjallar um máliđ. Sérfrćđi hans virđist ţó af skornum skammti.

Mér er sagt ađ báđir leikmennirnir hafi beđist afsökunar á ţví leiđindatilviki sem um rćđir. Ţá er spurning hvort ekki sé tímabćrt ađ Baldur Kristjánsson prestur biđjist velvirđingar á fráleitum ummćlum sínum í málinu og refsikröfum, sem eiga meira skylt viđ Íranska múlla og ţeirra málstađ,  en presta ţjóđkirkjunnar og trúarviđhorf kristins fólks.


Samfylkingin svíkur.

Eitt helsta kosningaloforđ Samfylkingarinnar fyrir síđustu kosningar var ađ innkalla allar aflaheimildir međ svonefndri fyrningarleiđ. Innkalla átti 5% árlega. Frambođshetjur Samfylkingarinnar riđu um héruđ og fóru mikinn. Jóhanna Sigurđardóttir hallmćlti íhaldinu sem engu vildi breyta og flokkssystir hennar úr Ţjóđvaka, Ólína Ţorvarđardóttir fór mikinn eins og henni einni er lagiđ.

Nú ţrem árum seinna hefur ekki einn einasti fisksporđur hvađ ţá meira veriđ fyrndur eđa innkallađur.

Í sjónvarpsţćtti í gćr upplýsti fyrrum ráđherra Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason sem er einn af fáum hófsemdarmönnum í ţeim flokki ađ alfariđ hefđi veriđ horfiđ frá fyrningarleiđinni.

Nú talar Jóhanna um ţjóđarsátt í fiskveiđistjórnarmálum, ţó ţađ sé ekki ljós um hvađ sú ţjóđarsátt á ađ vera. Alla vega er ljóst ađ Samfylkingin miđar ekki viđ ađ ná ţjóđarsátt um fyrningarleiđina.

Eftir ţví sem nćst verđur komist ţá á ţjóđarsáttin ađ felast í óbreyttu kvótakerfi međ aukinni skattlagningu á útgerđina auk sérleiđa sem leiđa til aukinna ríkisafskipta, geđţóttaákvarđana stjórnmálamanna og óhagkvćmni í útgerđ.  Ţetta er sú stefna sem Samfylkingin og Vinstri grćnir leggja nú fram.

Hefđi Samfylkingin náđ ađ slíta upp eitt einasta atkvćđi í síđustu kosningabaráttu á ţessum grundvelli?

Hvađ sem ţví líđur ţá er nú endanlega stađfest ađ Samfylkingin er búin ađ svíkja enn eitt helsta kosningaloforđ sitt.


Samstađa Samfylkingarinnar gliđnar.

Árni Páll Árnason alţingismađur sagđi í viđtalsţćtti í Ríkissjónvarpinu í dag, ađ nauđsynlegt vćri ađ samstađa og ţjóđarsátt yrđi um nýja stjórnarskrá. Ţrátt fyrir ţađ ađ í öllum ţróuđum lýđrćđisríkjum sé fólk sammála ţessum sjónarmiđum Árna Páls, ţá hefur Jóhanna Sigurđardóttir rekiđ stjórnarskrármáliđ međ ţeim hćtti ađ einrćđi meirihlutans ćtti ađ ráđa varđandi breytingar á stjórnarskrá.

 Ummćli Árna Páls sýna ađ samstađa innan Samfylkingarinnar um ađ keyra áfram breytingar á stjórnarskrá í  ósćtti viđ stóran hluta ţjóđarinnar nýtur ekki lengur fulls stuđnings. Ljóst er ađ Jóhanna ţarf ţví ađ smala köttum á sínum eigin bć en ekki ađeins hjá Vinstri grćnum ćtli hún ađ keyra fram ţá einstöku ađferđarfrćđi í stjórnarskrármálinu sem hún hefur fylgt fram ađ ţessu. Ţannig er raunar fariđ ađ í einrćđisríkjum og ađferđarfrćđi ţeirra ríkja eru Jóhönnu Sigurđardóttur hugleiknari en virđing fyrir eđlilegum leikreglum lýđrćđisinis.

Engin furđa ađ hinu betra og góđgjarnara fólki innan Samfylkingarinnar sé ofbođiđ.

Ţá var athyglivert ađ í sama umrćđuţćtti skyldi varaformađur stjórnarskrárnefndar Alţingis, Álfheiđur Ingadóttir halda ţví fram ađ kosning til stjórnlagaţings hefđi ekki veriđ dćmd ógild.  Hafi svo ekki veriđ af hverju ţurfti Álfheiđur Ingadóttir ţá ađ bera fram sérstaka ţingsályktunartillögu um stjórnlagaráđ í stađ stjórnlagaţings. 

Ákvörđun Hćstaréttar Íslands ţ.25.1.2011 um stjórnlagaţingskosninguna var samt sem áđur ţessi:

Framangreindir annmarkar á framkvćmd kosningar til stjórnlagaţings 27. nóvember 2010 verđa viđ úrlausn málsins metnir heildstćtt og er ţađ niđurstađa Hćstaréttar ađ vegna ţeirra verđi ekki hjá ţví komist ađ ógilda hana.

Ályktarorđ:

Kosning til stjórnlagaţings 27. nóvember 2010 er ógild. 

Sérkennilegt ađ Álfheiđi Ingadóttur skuli hafa sést yfir jafnmikilvćga stađreynd í málinu. En ţessi yfirlýsing Álfheiđar vekur athygli ţar sem hún hefur nýlega sent frá sér ađra yfirlýsingu vegna ummćla Geirs Jóns Ţórissonar yfirlögregluţjóns um byltingarforingjann í Alţingishúsinu, en ţar afneitađi hún ađ hafa haft afskipti af ađgerđum óeirđarfólks utan Alţingishússins. Skyldi minni Álfheiđar vera jafn óbrigđult um ţađ sem um ógildingu kosninga til Stjórnlagaţings?


Rasistaflokkur Lindu Blöndal.

Lindu Blöndal útvarpskonu á RÚV fannst viđeigandi ađ kalla Front National í Frakklandi rasistaflokk í síđdegisţćtti rásar 2. Ţeim ţćtti stjórnar hún ásamt Hallrgími Thorsteinsen.

Í umrćddu tilviki var ţessi "hlutlćgi" útvarpsmađur ađ fjalla um umsátur lögreglu um íslamskan hermdarverkamann sem hefur myrt 7 manns í Frakklandi undanfarna daga ţar af ţrjú börn.

Ţađ er ekkert nýtt ađ ríkisfjölmiđillinn hengi sérkennileg heiti á ţá stjórnmálamenn í Evrópu sem vara viđ sósíalísku fjölmenningarhyggjunni. RÚV kallar ţá "hćgri öfgamenn".  Erlendir fjölmiđar segja ađ ţeir séu langt til hćgri eđa yst á hćgri vćngnum. Ríkisfjölmiđillinn einn notar hugtakiđ "hćgri öfgamađur eđa öfgaflokkur" eđa "rasistaflokkur".  Spurning er raunar um suma slíka ţar á međal Front National hvort ţeir falla ađ skilgreiningunni um ađ vera hćgri flokkur.  

Ummćli Lindu Blöndal um Front National voru óviđurkvćmileg og röng. Hún ćtti ađ biđjast afökunar á ţeim. Útvarpsstjóri ćtti líka ađ gera athugasemdir viđ framsetningu og pólitískar uppnefningar vinstri sinnađra starfsmanna fjölmiđilsins. Ríkisfjölmiđillinn hefur ákveđnar skyldur sem honum ber ađ rćkja.

Fölmiđlakonan Linda Blöndal er almennt ađ standa sig vel í starfi og ţess vegna finnst manni ţetta leiđinlegt. Ţess vegna vona ég líka ađ hún ţori ađ viđurkenna mistök sín og biđjast afsökunar á óréttmćtum stađhćfingum um rasistaflokkinn.

Sérkennilegt ađ RÚV skuli eingöngu taka viđtal viđ vinstri sinnađasta  forsetaframbjóđandann í Frakklandi sem mćlist međ um 1% atkvćđa. Skyldu hćgri menn vera á bannlista stofnunarinnar?

http://en.wikipedia.org/wiki/Marine_Le_Pen


Grćnn vegur til versnandi lífskjara

Viđ húrrahróp og fögnuđ samţykkti Alţingi einróma ţingályktunartillögu um eflingu svonefnds grćns hagkerfis. Verđi ţessi grćna ályktun ađ veruleika ţá verđa meiri höft lögđ á borgarana og  atvinnustarfsemi verđur gert erfiđara fyrir.

Ţađ er athyglivert ađ á sama tíma og íslenskir stjórnmálamenn sameinast í húrrahrópum og lýđskrumi um gildi grćna hagkerfisins, ţá eru ţćr ţjóđir sem áđur hafa lagt út á ţessa braut ađ uppgötva hvílíka lífskjaraskerđingu ţađ hefur í för međ sér fyrir almenning. Einnig gríđarlegan kostnađarauka fyrir ríki og sveitarfélög. Eđlilegt ađ ţingheimur fagni.

Í Bretlandi er rćtt um í tengslum viđ umrćđur um fjárlög og útgjöld ríkisins, ađ lög vegna meintrar hnattrćnnar hlýnunar og grćna hagkerfisins,  valdi gríđarlegum hćkkunum á raforku til almennings. Međ skírskotun til grćna hagkerfisins eru skattar á bensín og ađrar munađarvörur auknir- skemmtileg tilhugsun fyrir íslenska neytendur eđa hvađ?

Í grein enska stórblađsins The Daily Telegraph í dag segir ađ grćna hagkerfiđ valdi kostnađarauka upp á 650 pund árlega á venjulega fjölskyldu eđa 130.000 íslenskar krónur á ári. Skyldu íslenskir alţingismenn hafa hugsađ um ţennan viđbótarpinkil á fjölskyldurnar í landinu ţegar ţeir stigu stríđsdans á Alţingi til ađ fagna samţykkt ţingsályktunartillögunnar um grćna hagkerfiđ?

Fjármálaráđherra Breta hefur áhyggjur af uppsöfnuđum áhrifum "grćnnar stefnumörkunar" eins og hún hefur veriđ rekin í Bretlandi og Evrópusambandinu og segir ađ endalausar kröfur um ţjóđfélagsleg og umhverfisleg markmiđ ţýđi gjaldţrota fjölda fyrirtćkja,  mörg störf muni tapast og landiđ verđi fátćkara."  Athyglisvert ađ ţetta skuli fjármálaráđherra Breta segja á sama tíma og Alţingismenn á Íslandi dönsuđu stríđsdans af fögnuđu yfir ţví ađ koma ţessum hömlum á íslenska ţjóđ.

Skrýtiđ ađ ţessi grćna leiđ til versnandi lífskjara skuli hafa forgang á Alţingi en verđtryggingu og skuldavanda skuli ýtt til hliđar.  Eđlilega nýtur Alţingi trausts ţjóđarinnar í samrćmi viđ ţessa forgangsröđun.


Sérleiđirnar duga ekki.

Verđbólga mćlist nú tćp 7%, en verđbólgumarkmiđ Seđlabanka Íslands er ađ verđbólga sé ekki yfir 2.5%. Seđlabankinn telur sig geta ráđiđ viđ vandamálin međ ţví ađ beyta stýrivöxtum. Ţess vegna eru stýrivextir Seđlabanka Íslands 4.75%. Ţeir hćstu í okkar heimshluta.

Ţrátt fyrir ţessar ađgerđir Seđlabankans og séríslenskar sérleiđir í efnahags- og lánamálum ţá er verđbólga hér sú hćsta í Evrópu.  Ákveđinn hluti fjármagnseigenda grćđa á ţví ađ verđbólgan sé sem mest vegna verđtryggingar lána. Mistökin í efnahagsstjórninni sem lýsa sér m.a. í  7% verđbólgu í efnahagslegri kyrrstöđu veldur ţví ađ lánţegar og launţegar eru arđrćndir í hverjum mánuđi.

Í Noregi eru stýrivextir seđlabankans 1.5% og verđbólga er 1%. Ţar eru laun mun hćrri en hér á landi og skattar lćgri. 

Verstu lífskjör vinnandi fólks á Norđurlöndunum eru á Íslandi. Okkur liggur á ađ hćtta sérleiđunum í efnahags- og lánamálum og afnema verđtrygginguna og koma á ábyrgri efnahagsstjórn á forsendum og međ hagsmuni allra landsmanna ađ leiđarljósi.


Endalaus óánćgja

Ţađ er sérkennilegt ađ fylgjast međ málflutningi vinstri sinnađa réttlćtispöpulsins, međ Egil Helgason, Björn Val Gíslason, Ţorvald Gylfason og Ţór Saari í helsta fyrirsvari.  Svo virđist ađ ţrátt fyrir ađ Jóhanna hafi hlaupiđ eftir hverjum goluţyt ţessara manna ađ ţá sé aldrei hćgt ađ gera ţeim og helsta stuđningsfólki ţeirra til hćfis.  Raunar á ríkisstjórnin líf sitt undir stuđningi Ţór Saari svo mikiđ ţarf ađ sjálfsögđu viđ ađ hafa.

Ţessir menn héldu ţví fram ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ sleppa Landsdómsákćru á Geir H. Haarde af ţví ađ ţađ ţyrfti ađ gera upp viđ Hruniđ. Ţeir sögđu ađ skýrslur vitnanna sem leidd yrđu fyrir Landsdóm vćru ómetanlegt innlegg. Svo hófst Landsdómsmeđferđin og ţessir spekingar pópúlismans hamast nú viđ ađ lýsa ţví hvađ réttarhöld, málsmeđferđ og vitnaleiđslur í Landsdómi valdi miklum vonbrigđum.  Egill Helgason hafđi Landsdómsmáliđ síđan í flimtingum međ mjög svo ósmekklegum hćtti. Enn ein rós í hnappagat "hlutlćga" ţáttastjórnandans.

Allir gerđu ţeir hróp ađ Baldri Guđlaugssyni og sumir ţeirra voru sannfćrđir um sekt hans áđur en dómur gekk í Hćstarétti og virtist enginn dómur yfir Baldri nógu ţungur til ađ ţađ gćti sefađ ţessa spekinga. Svo fór ađ Hćstiréttur dćmi Baldur til fangelsisvistar, ranglega, ađ mínu mati en ţađ er annađ mál. Í morgun kom síđan frétt af ţví ađ Baldur hefđi hafiđ afplánun en ţá bregđst pópúlistarnir ţannig viđ ađ ásaka fangelsisyfirvöld um ađ leyfa Baldri ađ byrja ađ afplána og látiđ í veđri vaka ađ ţađ sé brot á jafnrćđisreglu.

Jóhanna og Steingrímur fćrđu ţessum hávađasama hópi vinstri pópúlista stjórnlagaţing og ţegar kosningin til ţess var dćmd ólögmćt ţá ákváđu ţau ađ hafa dóm Hćstaréttar ađ engu og ákveđa stjórnlagaráđ međ ţingsályktunartillögu.  Ţađ dugđi ekki til, ţví ađ Ţorvaldur Gylfason var ekki fyrr búinn ađ bulla úr skálum visku sinnar fyrr en hann krafđist ţess ađ einrćđi meirihlutans yrđi látiđ ráđa ţví hvernig stjórnarskrá lýđvelsins yrđi. Ađ vísu allt í andstöđu viđ stjórnarskrána, en hvađ varđar einn prófessor um lög og rétt í landinu ţegar hann telur ađ vinir sínir stjórni og hann geti komiđ málum fram ađ eigin geđţótta.

Jóhanna Sigurđardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ćttu ađ muna ţađ ađ ţeir sem fá sér reiđtúr á tígrisdýri enda í maganum á ţví. Ţau geta aldrei gert neikvćđu vinstri pópúlistana ánćgđa hvađ mikiđ svo sem ţau reyna.

Ţeir eru alltaf óánćgđir og sjá spillingu í öllum hornum nema hjá sjálfum sér og vinum sínum eins og nýleg dćmi sanna.


Kanadadollari eđa Evra?

Vikuritiđ The Economist segir frá hugmyndum um ađ taka upp Kanadadollar og nefnir greinina "A loonie idea"

Fram kemur í blađinu ađ yfir 70% íslendinga séu óánćgđir međ íslensku krónuna og hugsi ţví til annarra gjaldmiđla  ţess vegna Kanadollars eđa Evru. Rakiđ er í greininnni ađ skiptar skođanir séu um máliđ, en ţví sé hins vegar ekki ađ leyna ađ Kanadamenn séu ánćgđir ţá sjaldan sem einhver man eftir ţeim.

Reikna má međ ađ síđustu ađgerđir ríkisstjórnar og Seđlabanka viđ ađ herđa gjaldeyrishöft, sem sýnir ákveđiđ skipbrot efnahagsstefnu ţeirra beggja valdi ţví ađ fleiri og fleiri óski eftir ţví ađ taka upp annann gjaldmiđil. 

Nú erum viđ međ tvo mjög virka gjaldmiđla í landinu, óverđtryggđu krónuna sem fólk notar viđ innkaup og fćr greidd launin sín međ og verđtryggđu lánskrónuna.  Ef til vill fyndist einhverjum til bóta ađ hafa bara einn gjaldmiđil sem gilti í öllum viđskiptum, líka lánaviđskiptum. Ađalatriđiđ er ađ hafa gjaldmiđil sem fólk og markađur treystir ţannig ađ ekki ţurfi ađ vera gjaldeyrishöft og síđhert gjaldeyrishöft og virkt eftirlit í Seđlabanka međ öllum kreditkortafćrslum neytenda.

The Economist kemur međ ţá hugmynd ađ ţar sem vestur hluti Íslands sé á Ameríkuflekanum og austurhlutinn sé á Evrópuflekanum  ađ ţá geti ţađ veriđ lausn ađ vesturhlutinn taki upp Kanadadollar en autur hlutinn taki upp Evru.

Ef til vill er ţetta ekki vitlausasta hugmyndin sem komiđ hefur fram um gjaldmiđilsmálin. Ţó ekki verđi annađ séđ en hún sé sett fram í hálfkćringi.


Draugurinn í Háskólanum

Fréttastofa ríkissjónvarpsins hefur vakiđ upp gamlan draug úr Háskóla Íslands, Gylfa Magnússon. Gylfi ţessi stjórnađi atlögu ađ íslenska bankakerfinu í septemberlok 2008 og gerđist síđan mótmćlandi á vegum Harđar Torfasonar, annars trúbadúrs. Framganga Gylfa sem mótmćlanda varđ síđan til ţess ađ hann varđ viđskiptaráđherra í stjórn Jóhönnu Sigurđardóttur.

Margir töldu ađ Gylfi ţessi vćri happafengur í ríkisstjórnina ţar sem hann vćri frćđimađur, mótmćlandi og eini mađurinn sem hefđi stjórnađ alsherjar ađför ađ bankakerfi lands síns.  Ţađ voru greinilega mannkostirnir sem Jóhanna Sigurđardóttir mat mest ţegar hún valdi fólk til ráđherradóms.

Gylfi vann ţađ sér síđan til frćgđar sem ráđherra ađ vera einn verklausasti viđskiptaráđherra sem nokkru sinni hefur setiđ í landinu.  En hitt var ţó verra ađ upp komst um strákinn Gylfa ţegar hann hagrćddi sannleikanum međ ţeim hćtti ađ hann sagđi Alţingi vísvitandi ósatt.  Ţá var ljóst ađ dagar hans í ráđherrastól voru taldir.

Í kvöld birtist ţessi draugur fortíđarinnar til ađ gagnrýna lánveitingu Seđlabankans til Kaupţings banka í byrjun október 2008.  Eins og fyrri daginn var Gylfi međ ţađ á hreinu hverjum um vćri ađ kenna án ţess ţó ađ hafa kynnt sér máliđ til hlítar. 

Ţađ vill svo til ađ ég sat í Viđskiptanefnd Alţingis ţessa örlagaţrungnu daga í október 2008 og spurđist ítarlega fyrir um ţetta lán, raunar sá eini sem ţađ gerđi. Mér er ţví ljóst hvađ var um ađ rćđa og ţađ er annađ en uppvakningur fréttastofu sjónvarpsins heldur fram.

Gaman vćri ađ Gylfi Magnússon fćrđi frekari rök fyrir ţeim sjónarmiđum sem hann setti fram í kvöldfréttum sjónvarpsins ef hann hefur ţá tíma til ţess vegna anna viđ ađ verja verđtrygginguna.


Eru líkamsárásir á lögmenn afsakanlegar?

Skelfing er ađ lesa ummćli Ţórs Saari alţingismanns á bloggsíđu hans á Eyjunni, ţar sem hann reynir ađ finna skýringar já og jafnvel asfakanir á fólskulegri manndrápstilraun á starfsmann lögmannsstofu í gćr.

Ţór Saari virđist álíta ađ hann lifi í glćpamannasamfélagi ţar sem allt er rotiđ og engu hćgt ađ treysta. Ţađ virđist ađ hans mati vera ástćđa manndrápstilraunarinnar ţó Ţór fari ađ vísu fimlega í kring um heita grautinn sem hann kokkar upp hvađ ţetta varđar.

Ţegar ógćfumađur eyđilagđi hús sem hann hafđi reist en skuldađi algerlega og braut ţađ niđur međ stórvirkri vinnuvél tók ţessi sami Ţór Sarri brotna spítu úr húsinu og gerđi ađ gunnfána Hreygingarinnar. Ţar međ samsamađi ţessi ţingmađur sig međ ofbeldinu og lögleysunni.

Í skrifum Ţórs er margt fullyrt sem ekki kemur heim og saman viđ raunveruleikann eins og t.d. um mikla aukningu sjálfsmorđa og annađ í ţeim dúr.  Einfalt ćtti ađ vera fyrir ţingmanninn ađ afla sér haldbćrra upplýsinga áđur en hann ruglar svona í skrifum sínum.

Ef til vill áttar Ţór Saari sig ekki á ţví ađ ţađ er m.a. mađur eins og hann sem veldur auknu vonleysi og erfiđleikum í ţjóđfélaginu. Endalaus neikvćđni og rógur um samborgarana og samstarfsmenn og ítrekađar upphrópanir um ađ heiđvirt fólk séu glćpamenn er ekki til ţess falliđ ađ glćđa vonir fólks eđa auka fólki bjartsýni. Ţvert á móti leiđir ţađ til ţess ađ sumir ađrir taka trúa röngum fullyrđingum Ţórs Saari međ vondum afleiđingum fyrir samfélagiđ.

Ţađ er mikilvćgt fyrir okkur sem ţjóđ ađ átta okkur á ţví hvađ viđ eigum mikla möguleika og viđurkenna hvađ margt er ţó gott í okkar samfélagi og mikiđ af góđu og grandvöru fólki. Ţađ vćri hćgt ađ áorka miklu til góđs í samfélaginu međ ögn af kristilegum kćrleika og eđlilegri bjartsýni.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 378
  • Sl. sólarhring: 708
  • Sl. viku: 2764
  • Frá upphafi: 2294315

Annađ

  • Innlit í dag: 354
  • Innlit sl. viku: 2521
  • Gestir í dag: 345
  • IP-tölur í dag: 336

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband