Færsluflokkur: Menntun og skóli
30.12.2020 | 09:32
I don´t speak Icelandic
Góðan daginn sagði ég við afgreiðslumanninn. Sá tók ekki undir kveðjuna og þegar ég falaði ákveðinn hlut til kaups, sagðist hann ekki tala íslensku, þannig að ég varð að endurtaka kauptilboðið á ensku.
Enginn kippir sér upp við það lengur, þó fólk í þjónustustörfum á Íslandi tali ekki íslensku. Viðskiptamálið enskan er óðum að taka yfir í samskiptum fólks. Þeir sem ekki kunna góð skil á enskri tungu lenda iðulega í vandræðum.
Íslenskan lifir góðu lífi meðal þjóðarinnar vegna þess, sem vel var gert á árum áður. Nú hallar hinsvegar verulega undan fæti. Við höfum því miður ekki sýnt þann þjóðlega metnað að gera kröfu til þess, að þeir sem sinna þjónustustarfsemi á Íslandi fyrir Íslendinga tali íslensku. Af hverju ekki? Er okkur ekki annt um að íslenskan fái að dafna og vera áfram lifandi mál á Íslandi?
Án tungumálsins fjarar undan íslenskri menningu og íslenskri þjóðarvitund. Það skiptir því máli, að við gerum sjálfsagðar kröfur til þess að neytendur eigi undantekningarlítið rétt á því að þjónustuaðilar tali íslensku.
Löggjafinn getur gert ráðstafanir í þessu sambandi og ætti að hafa þjóðlegan metnað til að gera það.
29.7.2020 | 14:49
Eru Pólverjar vondir við konur?
Í tæpa viku hafa beljað þær fréttir í RÚV, að Pólverjar ætluðu að segja sig frá samningi Evrópuráðsins um ofbeldi gagnvart konum. Fréttunum hefur jafnan fylgt fordæming á hægri stjórn Póllands og illsku þeirra gagnvart konum. Fréttin eins og RÚV segir hana er röng. Hún hallar réttu máli og skilur útundan það sem máli skiptir og er inntak þessa máls.
Sú afstaða Pólverja að segja skilið við sáttmálann hefur ekkert með illsku gagnvart konum að gera eða andstöðu við réttindi þeirra. Pólverjar segja sig frá sáttmálanum vegna þess, að í honum eru ákvæði sem skylda aðildarþjóðirnar til þess, að í grunnskólum sem öðrum skólum sé börnum kennd kynjafræði undir þeim formerkjum að allt tal um líffræðilegt kyn sé úrelt.
Dómsmálaráðherra Póllands segir eðli slíkrar hugmyndafræði vera skaðlega auk þess sem hún sé röng og þessvegna geti Pólland ekki verið aðili að þessum svonefnda Istanbul sáttmála.
Þetta veldur íslensku ríkisstjórninni og stjórnmálamönnum hér engum vandamálum þar sem þeir samþykktu samhljóða gölnustu löggjöf sem samþykkt hefur verið á þessu kjörtímabili um "kynrænt sjálfræði".
Íslenskum stjórnmálamönnum finnst það sjálfsagt eðlilegt að í íslenskum grunnskólum sé börnum kennt, að kyn hafi ekkert með líffræðilega hluti að gera, heldur fari það eftir viðhorfi hvers og eins og þjóðfélagslegum aðstæðum. Sá er munurinn á stjórnmálastéttinni hér og í Póllandi.
Mikilvægasta spurningin er að velta fyrir sér hversvegna stjórnmálamenn í Evrópu vilji standa með lyginni um að tal um líffræðilegt kyn sé úrelt og það skuli algjörlega vanta barnið til að benda á að þessi keisari er ekki í neinum fötum þar sem - hvað svo sem fyrirbrigðið kann að nefnast stendur berstrípað í sínu kynræna sjálfræði.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.3.2020 | 12:33
Þriðja bylgjan
Bókin "Þriðja bylgjan" eftir Alvin Toffler kom út fyrir réttum fjörutíu árum. Framtíðarspár bókarinnar og þess sem síðar hefur komið frá höfundinum eru athyglisverðar.
Fyrsta bylgjan er í huga höfundar þegar landbúnaður ýtti til hliðar þjóðfélagi veiðimanna og safnara. Önnur bylgjan er þjóðfélag iðnbyltingarinnar. Þjóðfélag fjöldaframleiðslu, ofurneyslu, miðstýringar og skrifræðis.
Þriðju bylgjuna kallar Toffler tímabilið að lokinni iðnbyltingu. Hann sér fyrir sér þróun vísinda-og tæknisamfélags okkar tíma. Horfið yrði frá skrifræði, miðstýringu og samþjöppun vinnuafls á stórum sem smáum skrifstofum í miðborgarsamfélagi.
Mér fannst athyglisvert að kynnast þeim framtíðarspám Tofflers, að heimavinna fólks mundi aukast til muna með tölvubyltingunni. Ekki yrði lengur þörf á að fólk væri á endalausum ferðalögum til og frá vinnu eða til fundarhald, heldur gæti það sinnt daglegum störfum heima. Við tæki að hluta það sem engilsaxar kalla "cottage economy" (sjálfsþurftarbúskapur heima við)og Global village.
Með þriðju bylgjunni yrði dagleg þörf mikilvirkra samgöngutækja mun minni og fólk gæti notið tímans sem slík ferðalög tækju, til að hugsa um sjálft sig og notið þess að versla og njóta þjónustu í nágrenni við heimilið. Orkusparnaður yrði gríðarlegur.
Hugmyndir Toffler um framtíðina eru heillandi. Til yrðu margir bæir í borginni, þar sem fólk mundi vinna heima og hverfin yrðu lifandi hverfi og híbýli fólks yrði staður þar sem mestur hluti vinnunar yrði framkvæmdur auk þess sem að stutt yrði að sækja í þjónustu og frístundastarf.
Eftir því sem tölvutæknin, rafrænar undirskriftir og fjarfundarbúnaður ýmis konar hafa tekið stórstígum framförum er furðulegt hvað hægt hefur gengið að þjóðfélagið aðlagaði sig að þriðju bylgjunni. Fólk yrði meira heima og ofurskrifstofurnar heyrðu sögunni til.
Hvernig stendur á því, að það þurfi að marséra börnum og unglingum á hverjum virkum degi í skóla til að hlusta á það sem vel má nýta tölvutæknina til að miðla fróðleik með fullkomnara hætti.
Stöðnunin og andstaðan stafar e.t.v. af því að iðnríki okkar tíma reynir að halda í óbreytt ástand, af ótta við að yrði miðstýringu hætt og skrifræðið einfaldað, mundu borgararnir fá meira frelsi til sjálfstæðs þroskaferlis án stöðugrar mötunar ofurfréttamennskunar sem reynir að tryggja meðvitaða eða ómeðvitað hugmyndafræði alræðisríkisins sem og þeim hagsmunum að halda fólki við ofurneyslu, sem það hefur enga þörf fyrir.
Nú á tímum hræðslunnar og aðgerða stjórnvalda vegna Covid veiru faraldursins þarf fjöldi fólks að vinna heima og fær þá reynslu af því hvaða hagræði er fólgið í því. Þetta hafa skáld, rithöfundar, sem og margir fleiri áttað sig á um árabil. Nauðsynlegt er að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir þeim kostum að stund vinnu sína að heiman.
Ef til vill munu þessar ráðstafanir vegna Covid reynast sú blessun í þessu dulargervi, að þriðja bylgjan sem Toffler spáði fyrir um árið 1980 nái í auknum mæli fótfestu í veröldinni, öllum til góðs.
22.2.2020 | 12:04
Af hverju svona fáir?
Fréttastofa Stöðvar 2 gerði ítarlega grein fyrir væntanlegum mótmælum og kröfugöngu námsmanna gegn loftslagsbreytingum og hvatti fólk til að mæta. Kröfugangan var í gær frá Skólavörðholti niður á Austurvöll. Það sem kom á óvart við þessi mótmæli er hvað fáir tóku þátt í þeim. Námsmannahreyfingar grunn- og framhaldsskóla og háskólanema stóðu fyrir mótmælunum og kröfugöngunni. Ef til vill hafa um 1% þeirra sem tilheyra þessum samtökum mætt í mótmælin.
Er ekki eðlilegt að spurt sé hvar eru hin 99%, sem sáu ekki ástæðu til að mæta í loftslagsmótmælin.
Fram kom af viðtölum við þáttakendur í mótmælunum, að ungt fólk væri hrætt við loftslagsbreytingar og teldu að framtíð þeirra væri ógnað. Í ræðum sem fluttar voru var gengið út frá því að stöðugt vaxandi hlýnun væri í heiminum vegna aukningar koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Það er slæmt að ungt fólk sé hrætt. En þannig hefur það verið í þekktri sögu mannkynsins. Fólk er alltaf hrætt við eitthvað.Sé það ekki raunverulegt þá býr fólk það til. Á árum áður var haldið að ungu fólki sögur um tröll, Grýlu, drauga og forynjur. Getur verið að trúin á "hamfarahlýnun" sem muni eyða öllu lífi á jörðinni sé álíka galin og stöðugt fleira ungt fólk átti sig á því.
Í þessu tilviki er það ekkert vafamál að það sem fólk þarf að óttast í sambandi við loftslagsbreytingar, er óttinn sjálfur eins og Franklin Delano Roosevelt Bandaríkjaforseti orðaði það.
Væri vá fyrir dyrum í loftslagsmálum, væri það verðugt verkefni námsmmannahreyfingar og stjórnmálamanna að berjast fyrir því að við segðum okkur frá Parísarsamningnum um loftlagsmál, sem veitir m.a. Kínverjum og Indverjum frjálsar hendur um að auka losun koltvísýrings gríðarlega fram til ársins 2030 auk þess að leggja þungar álögur og gjöld m.a. á okkur, sem búum við eitt hreinasta loft og minnstu mengun af mannavöldum, sem um getur í heiminum. Síðan ættum við að einhenda okkur í að gera kröfur á mestu mengunarvaldana, Kínverja og Indverja, að taka til hjá sér og berjast gegn gríðarlegri mengun og bjóða þeim aðstoð við það.
16.9.2019 | 08:03
Það er ljótt að hræða börn
Þrátt fyrir að sú staðreynd ætti að vera alkunnug, að það er ljótt að hræða börn, þá hefur það viðgengist um aldir. Grýla átti að borða óþekk börn og víða um heim voru börn hrædd með forynjum og jafnvel refsimætti almættisins ef vikið væri af vegi dyggðanna.
Nú hefur tekið við ný tegund af hræðsluáróðri gagnvart börnum, en þeim er talin trú um að heimurinn sé að farast vegna þess, að hlýnun jarðar sé slík að það muni enda með helvítislogum á jörðu innan fárra ára ef þau og aðrir tileinki sér ekki vegi dyggðarinnar og jafnvel þó það verði gert, þá sé spurning hvort jörðinni verði bjargað.
Í umfjöllun blaðsins Daily Telegraph í dag er sagt frá því að vaxandi fjöldi barna og unglinga eigi við mikla vanlíðan að stríða og þurfi að fá hjálp, sálfræðinga og geðlækna vegna ótta við hamfarir og/eða heimsenda vegna hamfarahlýnunar.
Í greininni segir að það sem valdi helst vanlíðan unga fólksins sé áróður samtaka eins og Extincition Rebellion, skógarelda í Amason, en síðast en ekki síst heimsendaspá unglingsins Gretu Thunberg, sem segir í boðskap sínum við unga fólkið "Við munum öll deyja" vegna loftslagshlýnunar af mannavöldum.
Þá spáði ríkisarfinn Karl Bretaprins fyrir um endalok jarðar fyrir mögrum árum. Skv. spá hans þá áttu endalokin að verða fyrir rúmu einu og hálfu ári. Nú hefur hann birt nýja spá, þar sem hann framlengir tímann fram að heimsenda um 3 ár frá miðju árinu 2019.
Harry sonur hans lætur sitt ekki eftir liggja á sama tíma og hann flýgur með einkaþotum nokkrum sinnum í mánuði, segir hann börnum á Bretlandi, að við séum eins og froskar í sjóðandi vatni og það verði bara verra.
Í grein DT er sérstaklega vikið að því að foreldrar verði að segja börnum sínum hvað séu staðreyndir og hvað sé áróður. Þannig verði þeir að gera börnum sínum grein fyrir því að það sé algjör óvissa um hugsanlegar afleiðingar meintrar loftslagshlýnunar.
Hér á landi hafa unglingar verið hvattir til að skrópa í skólanum og mótmæla hamfarahlýnun og það með velvilja og jafnvel hvatningu kennara. Fjöldi skólamanna hefur tekið þá afstöðu að það sé í lagi að skrópa í skólanum í þágu baráttu fyrir að þeirra mati góðu málefni. Sem nú er komið í þann farveg vegna heimsendaspánna að börn og unglingar eru algjörlega ráðvillt vegna öfgaáróðursins og þurfa að leita sér lækninganna vegna lygaáróðursins sem að þeim er ítrekað haldið af leikbrúðum eins og Gretu Thunberg, forréttindaaðlinum eins og þeim Karli og Harry, óábyrgjum stjórnmálamönnum og fréttaelítunni. Þar fer fréttastofa RÚV framarlega í flokki.
Staðreyndin er sú, að jafnvel þó að fallist yrði algjörlega á sjónarmið hlýnunarsinna um að hiti geti aukist á jörðinni með óbreyttum lífsháttum mannsins um 2-4 gráður á næstu hundrað árum, þá er engin vá fyrir dyrum. Líf og starf yrði með svipuðum hætti og verið hefur, en fólki hér á landi mundi sennilega líða betur og njóta sambærilegra hlýinda og landnámsmennirnir gerðu.
6.3.2018 | 12:17
Mainstream stjórnmálaflokkar, fasistar og pópúlistar
Eiríkur Bergmann kennari og Samfylkingarmaður var enn einu sinni fengin sem fréttaskýrandi til að fara yfir ítölsku kosningarnar.
Stjórnmálafræðiprófessornum var eins og svo oft áður tíðrætt um pópúlískar og fasískar hreyfingar, sem hann skilgreindi sem ruslflokk stjórnmálanna sem væru á móti því sem prófessorinn kallar "the mainstream flokkum" eða flokkum sem styðjast við ríkjandi viðhorf, meirihlutaflokkum.
Í yfirferð sinni tókst prófessornum að tala um Norður Bandalagið sem fasískan flokk og ásamt 5 stjörnu hreyfinunni báða sem pópúlíska flokka og í andstöðu við mainstream prófessorsins.
Það sem þeir flokkar eiga sameiginlegt sem prófessorinn kallar pópúlíska og fasíska er að þeir eru á móti ríkjandi innflytjendastefnu og hafa efasemdir um Evrópusambandið og evruna. Það virðist í huga prófessorsins vera nóg til að flokkar verðskuldi þá skilgreiningu hans að vera pópúlíska og jafnvel fasíska.
Nú er það svo að 5 stjörnu hreyfingin og Liga Nord unnu um helming atkvæða og gætu myndað ríkisstjórn saman. Eru þeir þá ekki samkvæmt eðlilegri orðaskýringu "mainstream" eða meirihlutaflokkar. Einhver mundi segja að með því að kunna skil á einfaldri samlagningu og frádrætti þá kæmist fólk að rökréttari niðurstöðu en prófessorinn kemst að með sinni flóknu sósíalísku nálgun.
Sú skoðun að vilja breyta Evrópusambandinu, fara úr Evrópusambandinu og takmarka aðgengi innflytjenda að löndum eru eðlilegar pólitískar skoðanir, sem allar eiga rétt á sér ekkert síður en hjónabönd samkynhneigðra eða velferðarkerfið. Þeir sem hafa aðra skoðun en sósíalistarnir á Evrópusambandinu og innflytjendamálum verða ekki við það hægri öfgafólk eða pópúlistar. Það fólk er fólk sem hefur skoðanir sem eru aðrar en sósíalistarnir og þær skoðanir eiga jafn mikinn rétt á sér og það án merkimiða og uppnefninga eins og sósíalisminn sem raunar er sú pólitíska stefna, sem hefur misheppnast hvað hrapalegast frá lokum síðara heimsstríðs.
Það er mál til komið að sósíalistar eins og Eiríkur Bergman átti sig á að þeir eru ekki mainstream og síður en svo merkilegri en það fólk sem er á móti Evrópusambandinu, Evrunni og óheftu aðgengi innflytjenda.
11.2.2018 | 11:17
Afhverju?
Af hverju fær íslenskt skólakerfi falleinkunn í Pisa könnunum ár eftir ár? Af hverju er ekkert raunhæft gert til að breyta því.
Þegar lélegur árangur íslenskra nemenda kom ítrekað í ljós varð umræðan með þeim hætti sem að Nóbelsskáldið Halldór Laxnes vísar til að einkenni íslendinga, orðræðan einkenndist af orðhengilshætti og innistæðulausum fullyrðingum.
Í fyrstu var því haldið fram að þessi slaki árangur stafaði af því hve launakjör kennara væru lág. Í öðru lagi var sagt að það væru fleiri nemendur á hvern kennara en í flestum OECD löndum og loksins var sagt að þessar Pisa kannanir væru ekki að mæla rétt og væru okkur mótdrægar.
Árið 2017 kom í ljós að 15 ára íslenskir grunnskólanemendur eru með verstu útkomu allra þjóða í Pisa könnuninni í lestri, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns. Skólakerfið fær algjöra falleinkun.
Árið 2015 voru 6.4 nemendur á hvern starfsmann í grunnskólum og 9.5. á hvern kennara skv. tölum frá Hagstofunni. Í hinum OECD löndunum eru að jafnaði 13 nemendur á hvern kennara. Þá liggur líka fyrir skv. sömu tölfræðilegu heimildum, að kostnaður á hvern grunnskólanema hér á landi er t.d. helmingi meiri en í Bretlandi. Falleinkun íslenskra nemenda er því ekki að kenna fjárskorti né of fáum kennurum.
Hvað er þá vandamálið? Voru íslendingar svona aftarlega í röðinni þegar Drottinn útdeildi gáfunum? Eða er eitthvað að, sem hægt er að lagfæra? Miðað við getu og hæfni sem íslenska þjóðin hefur ítrekað sýnt, þá er næsta fráleitt að halda því fram að við séum miður gefnir en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd stendur samt óhögguð, að íslenskir grunnskólanemendur eru lakastir allra í Pisakönnunum.
Á sínum tíma var horfið frá því að raða fólki í bekki eftir getu og færni. Í staðinn var tekin upp stefna sem byggði á þeirri þá sænsku óskhyggju að öllum ætti að líða vel í skólunum og skólastarfs ætti að snúast um það. Skólinn sem menntastofnun varð því afgangsstærð.
Í framhaldi af því var kerfinu breytt í skóla án aðgreiningar þar sem öllu ægir saman. Í sömu bekkjardeild er því ofurgáfað fólk og nánast þroskaheft og allt þar á milli. Kennari sem fær það verkefni að kenna slíkum bekk hefur ekki möguleika á að sinna nemendum eftir þörfum og getu þeirra. Kennslan fer fram á forsendum þeirra sem minnst geta og tímanum eytt til einskis fyrir hina.
Vissulega má halda því fram að íslensk heimili hafi brugðist nauðsynlegu fræðsluhlutverki sínu. En það á líka við mörg heimili í viðmiðunarlöndunum ekkert síður en hér.
Af lýsingum margra skólastarfsmanna, þá virðist verulega skorta á viðunandi aga í skólum og fráleitt að nemendur geti verið með farsíma eða leikjatölvur í tímum.
Skipulag grunnskólastarfs á Íslandi virðist því vera með þeim hætti, að árangur nemenda er óviðunandi. Starfsaðstæður kennara eru óviðunandi og kerfið er allt of dýrt.
Hvað á menntamálaráðhera að gera þegar þessar staðreyndir blasa við? Skipa starfshóp, sem skilar skýrslu um það leyti sem hún lætur af störfum? Það er hið hefðbundna sem vanhæfir gasprarar gera. En hér skal tekið fram að ég hef meiri væntingar til Lilju Alfreðsdóttur en það.
Menntamálaráðherra þarf því að drífa sig heim úr partýinu í Suður Kóreu þar sem hún gegnir engu hlutverki öðru en að skemmta sjálfri sér. Stjórnmálastarf er ekki bara að vera í partýinu og stjórnmálamanna verður ekki sérstaklega minnst fyrir það. Ástandið í skólamálum hér er þannig að menntamálaráðherra gæti tekið þannig til hendinni að eftir væri tekið. Þar er helst að nefna að íslenskir unglingar stæðu jafnfætis unglingum í nágrannalöndum að færni og þekkingu. Nám til stúdentsprófs yrði stytt þannig að íslenskir nemendur væri jafngamlir þegar þeir yrðu stúdentar og námsfólk á hinum Norðurlöndunum eða 18 ára.
Þar til viðbótar mætti spara stórfé ef horfið yrði frá þeirri ruglkenningu að hægt sé að reka viðunandi menntastofnun með bekkjarkerfi án aðgreiningar. Aðalatriðið er að skólarnir séu menntastofnanir og þjónusti nemendur sína með þeim hætti að þeir hafi viðunandni kunnáttu til að byggja sér farsæla framtíð sem menntað fólk og hafi færni til að takast á við verkefni sem koma upp í lífinu í síbreytilegu þjóðfélagi.
26.1.2018 | 14:43
Einkavæðing skólastarfs í boði Dags B og félaga
Á undanförnum árum hefur ekkert orð verið jafn ógnvænlegt fyrir Samfylkingarfólk, VG og annað öfgavinstrifólk og "einkavæðing"
Heilbrigðisráðherra og fleiri úr þeirri hjörð hafa talið nauðsyn á að komið verði í veg fyrir frekari einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis og snúið frá þeirri að þeirra mati háskalegu braut sem einkavæðing hefur í för með sér fyrir þjóðlíf og sálarheill landsmanna.
Mitt í þessu írafári gegn einkavæðingu semur Dagur B. Eggertsson og vinstri meirihlutinn í Reykjavík um víðtæka einkavæðingu kynlífsfræðslu í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Gerður var samningur við samtökin 78 um "hinsegin" kynlífsfræðslu í grunn- og leikskólum, fyrir börn sem eru ekki komin á kynþroskaaldur.
Erfitt er að sjá hvaða erindi hinsegin fræðsla eigi til barna, en e.t.v. liggja fyrir því einhverjar duldar ástæður svo sem skimun eftir því hjá ungbörnum hvort til þess geti komið að þau muni eiga í kynáttunarvanda þegar fram í sækir á lífsleiðinni.
Fróðlegt verður að vita hvort áframhald verður á einkavæðingastefnu Dags B og félaga og t.d. að samið verði við þjóðkirkjuna um að annast um trúarbragðafræðslu í grunn- og leikskólum. Vafalaust gengur það ekki þar sem meirihlutinn í Reykjavík hefur með ráðum og dáð reynt að úthýsa kirkju og kristni úr skólum í Reykjavík.
Fyrst nauðsyn þykir vera að kenna börnum sem ekki eru komin á kynþroskaaldur um kynlíf af samtökunum 78, þá veltir maður því fyrir sér hvað mín kynslóð þurfti að ganga í gegn um án allrar fræðslu í "hinsegin fræðum".
Ef til vill er það þess vegna sem vísað er til okkar sem "Baby Boomers" eða barnakynslóðin.
Hætt er við að sú kynslóð sem nýtur fræðslu Samtakanna 78 og tileinkar sér hinsegin fræðin verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi.
14.12.2017 | 10:08
Er snjórinn hvítur?
Hingað til hefur það ekki verið vandamál og tala um hvítan snjó. Mest selda jólalagið frá upphafi er "I´m dreaming of a white Christmas" (mig dreymir hvít jól) Engi hefur efast um það hvað það þýðir og engum hefur frammi að þessu dottið í hug að það gæti flokkast undir rasisma að tala um hvítan snjó.
Nú bregður hins vegar svo við á þessum ofurteprutímum, að biðjast verður afsökunar á því að tala um hvítan snjó.
University College í London (UCL) hefur beðist afsökunar eftir að twitter færsla var talin rasísk, en UCL tísti þá
"Dreaming of white campus? ------ /(We can´t gurantee snow but we´ll try).
Háskólinn segir að því miður hafi orðalag tístsins ekki verið nægilega vandað.
Þegar svo er komið að biðjast þarf afsökunar á því að tala um hvítan snjó erum við þá ekki komin yfir öll skynsamleg mörk í réttrúnaðinum og búin að dæma okkur til alvarlegrar sjálfsritskoðunar og tjáningarbanns?
13.10.2017 | 07:42
Delerandi fullur eða bara delerandi.
Sagt er að frambjóðandi Flokks fólksins í 2. sæti í Norðausturkjördæmi hafi verið delerandi og fullur á framboðsfundi í Menntaskólanum á Akureyri.
Frambjóðandinn neitar því að hafa verið fullur. En þeir sem skoða myndbandsbrot af fundinum sjá að hann er delerandi. Taka verður orð frambjóðandans trúanleg um að hann hafi verið bláedrú, þó hann hafi delerað.
Af gefnu tilefninu kom mér í hug saga af forstjóra stórfyrirtækis í New York, sem sagði við starfsfólk sitt, að ef það þyrfti að drekka áfengi í hádeginu, þá óskaði hann þess, að það fengi sér drykki sem lyktuðu þannig að viðskiptavinirnir vissu að þau væru full en ekki svona vitlaus.
Sitt sýnist greinilega hverjum.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.3.): 139
- Sl. sólarhring: 421
- Sl. viku: 1147
- Frá upphafi: 1702960
Annað
- Innlit í dag: 132
- Innlit sl. viku: 1066
- Gestir í dag: 132
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Agný
-
Alfreð Símonarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Andrés Magnússon
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Atli Hermannsson.
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Baldur Hermannsson
-
Bergur Thorberg
-
Birgir Guðjónsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björn Bjarnason
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Dögg Pálsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Einar B Bragason
-
Einar Ben
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Eiríkur Harðarson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Elle_
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Guðjón Ólafsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
Guðmundur Pálsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Gústaf Níelsson
-
Halldór Jónsson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haraldur Baldursson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Haraldur Pálsson
-
Haukur Baukur
-
Heimir Ólafsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Himmalingur
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Hrannar Baldursson
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Högni Snær Hauksson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Pétur
-
Jón Kristjánsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Ríkharðsson
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þórhallsson
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Jónas Egilsson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Júlíus Valsson
-
Katrín
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Konráð Ragnarsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Lífsréttur
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Námsmaður bloggar
-
Pjetur Stefánsson
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar L Benediktsson
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rannveig H
-
Rósa Harðardóttir
-
SVB
-
Samstaða þjóðar
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Einarsson
-
Sigurður Jónsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Skattborgari
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Steingrímur Helgason
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sverrir Stormsker
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
gudni.is
-
jósep sigurðsson
-
ragnar bergsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Árni Gunnarsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Óli Björn Kárason
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Guðnason
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Loncexter