Leita ķ fréttum mbl.is

Fęrsluflokkur: Menntun og skóli

Er snjórinn hvķtur?

Hingaš til hefur žaš ekki veriš vandamįl og tala um hvķtan snjó. Mest selda jólalagiš frį upphafi er "I“m dreaming of a white Christmas" (mig dreymir hvķt jól) Engi hefur efast um žaš hvaš žaš žżšir og engum hefur frammi aš žessu dottiš ķ hug aš žaš gęti flokkast undir rasisma aš tala um hvķtan snjó. 

Nś bregšur hins vegar svo viš į žessum ofurteprutķmum, aš bišjast veršur afsökunar į žvķ aš tala um hvķtan snjó. 

University College ķ London (UCL) hefur bešist afsökunar eftir aš twitter fęrsla var talin rasķsk, en UCL tķsti žį

"Dreaming of white campus? ------ /(We can“t gurantee snow but we“ll try).

Hįskólinn segir aš žvķ mišur hafi oršalag tķstsins ekki veriš nęgilega vandaš. 

Žegar svo er komiš aš bišjast žarf afsökunar į žvķ aš tala um hvķtan snjó erum viš žį ekki komin yfir öll skynsamleg mörk ķ réttrśnašinum og bśin aš dęma okkur til alvarlegrar sjįlfsritskošunar og tjįningarbanns?

 


Delerandi fullur eša bara delerandi.

Sagt er aš frambjóšandi Flokks fólksins ķ 2. sęti ķ Noršausturkjördęmi hafi veriš delerandi og fullur į frambošsfundi ķ Menntaskólanum į Akureyri. 

Frambjóšandinn neitar žvķ aš hafa veriš fullur. En žeir sem skoša myndbandsbrot af fundinum sjį aš hann er delerandi.  Taka veršur orš frambjóšandans trśanleg um aš hann hafi veriš blįedrś, žó hann hafi deleraš.

Af gefnu tilefninu kom mér ķ hug saga af forstjóra stórfyrirtękis ķ New York, sem sagši viš starfsfólk sitt, aš ef žaš žyrfti aš drekka įfengi ķ hįdeginu, žį óskaši hann žess, aš žaš fengi sér drykki sem lyktušu žannig aš višskiptavinirnir vissu aš žau vęru full en ekki svona vitlaus. 

Sitt sżnist greinilega hverjum.


Dagar hinna löngu hnķfa

Fyrir rśmum 80 įrum var talaš um nótt hinna löngu hnķfa, žegar forusta žżska žjóšernissósķalistaflokksins lét taka af lķfi helstu forustumenn vķgsveita flokksins.

Fyrir rśmum 10 įrum kvartaši žįverandi žingmašur Framsóknarflokksins Gušjón Jónsson yfir žvķ aš bakiš į honum vęri alsett hnķfum eftir bakstungur fjandvinar sķns ķ Framsóknarflokknum hann lifiš žaš žó af žó pólitķskt lķf hans yrši ekki lengra. 

Nś hafa Framsóknarmenn dregiš hnķfana śr baki Gušjóns og nota žį óspart į Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrśa og gengur žar hart fram sį borgarfulltrśi Framsóknar sem er hinn fulltrśi žessa litla flokks ķ borgarstjórn Reykjavķkur. 

Ašrir fylgja į eftir, en žó veršur ekki séš hvort žeir gera žaš tilneydir. 

Eftir aš Sveinbjörg Birna benti réttilega į annmarka į skólakerfinu, sem veldur žvķ aš žaš gagnast ķ mörgum tilvikum hvorki ķslenskum börnum né börnum hęlisleitenda og kostar of fjįr,  fór fjölmišlaelķltan śr öllum lķmingum einkum žeir sem žiggja laun sķn frį skattgreišendum, en meš ķ för var einnig lištękur sporgöngumašur, eiginmašur ašstošarkonu forsętisrįšherra. 

Fréttin um ummęli Sveinbjargar varš helsta ekki fréttin alla verslunarmannahelgina og fréttaelķtan į RŚV var meš žessa ekki frétt ķ öllum fréttatķmum nema e.t.v. ķ einhverjum morgunfréttatķmum kl. 6 į morgnana. 

Fréttamenn RŚV drógu fram hvern forustumann Framsóknar af öšrum til aš fį žį til aš fjalla um og fordęma ummęli Sveinbjargar og geršu žeir žaš svikalaust meš mismiklum žunga samt. Nś sķšast įlyktaši stjórn ungra Framsóknarmanna um mįliš. Kom žaš nokkuš į óvart, žar sem žjóšin hafši ekki vitaš af tilvist žeirra. 

Atgangur rķkisfréttamanna var slķkur aš žaš minnti į žekkt kvęši eftir Stein Steinar um Jón Kristófer og samneyti hans viš Hjįlpręšisherinn en žar orti Steinn;

"Jón Kristófer kadett ķ hernum

 ķ kvöld veršur samkundan hįš 

 og lautinant Valgeršur vitnar 

 um veginn aš Drottins nįš

 Og svo veršur sungiš og spilaš

 į sķtar og mandólķn tvö

 ó komdu og höndlašu herrann 

 žaš hefst klukkan rśmlega sjö"

 

Eins og ķ kvęšinu vitnaši fréttaelķtan meš sama hętti og lautinant Valgeršur ķ kvęšinu um veginn aš Drottins nįš og sungu į sinn sķtar og mandólķn tvö žangaš til aš flokksforusta Framsónar įttaši sig į hvaš žyrfti til aš höndla herrann og brįst viš eins og fréttaelķtan vildi.

Eftir situr framsóknarmaddaman Sveinbjörg Birna óveršskuldaš meš mörg hnķfasett ķ bakinu og ekki sś fyrsta af forustufólki Framsóknar sem öšlast žaš hlutskipti. 


Hįskólar vķsindi og tjįningarfrelsi

Hįskólar eiga aš vera vagga vķsinda, rökręšna og tjįningarfrelsis. Višhorf žeirra sem vinna viš hįskóla vķša į Vesturlöndum, kennara og nemenda er hins vegar allt annaš.

Hįskóli ķ Cardiff į Englandi hefur birt leišbeiningar um óęaskileg orš til žess aš meiša ekki fólk vegna kynferšis žess. Skv. žvķ er "gentlemans agreement" bannaš. 

Ķ hįskóla ķ Cambridge amast stśdentar viš žvķ aš fį Jamaican stew og Tunisian rice og segja aš žaš vķsi ekki til réttra menningarlegra sjónarmiša. Ķ öšrum hįskóla ķ Cambridge var ęvisaga Winston Churchill rituš af David Irving fjarlęgš į bókasafni skólans vegna skošana sagnfręšingsins.

Tķmaritiš Spike sagši ķ sķšasta mįnuši aš 90% breskra hįskóla tękju žįtt ķ aš takmarka tjįningarfrelsiš m.a. hefšu 21 hįskóli bannaš įkvešnum śrvals įlitsgjöfum aš tala eingöngu vegna skošana žeirra. Įkvešnar skošanir og sjónarmiš eru bönnuš eins og į tķmum rannsóknarréttarins.

Įtta af hverjum tķu fyrirlesurum ķ hįskólum ķ Bretlandi er vinstra fólk, sem leišir til hęttu į hóphegšun. Adam Smith stofnunin segir aš žetta hafi leitt til žess aš ekki sé lengur tekist į um ólķka skošanir og ętlanir og įlyktanir um lykilmįl séu įkvöršuš į grundvelli hóphegšunar um hinn eina rétta sannleika. Ķ žvķ skyni aš koma fram hinni einu réttu skošun hélt prófessor ķ Sussex seminar um žaš meš hvaša hętti ętti aš fara fram gagnvart hęgri sjónarmišum og kęfa žau ķ fęšingu.

Žessu furšufyrirbęri sem margir hįskólar eru aš verša vegna rétttrśnašar ķ staš vķsindalegra vinnubragša, leiša til óskapnašar žar sem įstęša er til fyrir stjórnmįlamenn aš gaumgęfa hvort peningum skattgreišenda sé ekki betur variš til annars vķsindastarfs en skošanakśgašra hįskóla.

Hįskólaspeki nżaldar hefur fundiš žaš śt aš fólk sé ķ raun žess kyns sem žaš telur sig vera hverju sinni. Žegar svo er komiš žį er ekki furšulegt aš žolinmęši fyrir hlutlęgum umręšum og vķsindastarfi bķši hnekki og tķmar allsherjarrķkisins ķ anda fasismans,  sem Mussolini fasistaforingi talaši um renni upp fyrir tilstilli vinstri hįskólaspekinnar.


Lögreglunįm ķ boši pólitķskra hrossakaupa?

Žaš kom į óvart aš menntamįlarįšherra skyldi įkveša aš pólitķskum gešžótta aš nįm lögreglumanna skyldi vera viš Hįskólann į Akureyri, žrįtt fyrir aš Hįskóli Ķslands hefši veriš talinn bestur skv. könnun rįšherrans.

Vegir skringilegra pólitķskra įkvaršana eru oft įlķka órannsakanlegir og almęttisins. Stundum er žó varpaš skķmu į hvaš veldur og žaš hefur rektor Hįskólans į Bifröst gert meš athyglisveršum hętti ķ vištali ķ blašinu Skessuhorn og į sjónvarpsstöšinni Hringbraut. Vilhjįlmur rekur žau undirmįl,sem uršu žess valdandi aš menntamįlarįšhera tók žessa įkvöršun.

Saga Vilhjįlms er ekki falleg um pólitķsk undirmįl, hrossakaup og tilraunir hins nżja flokkseigendafélags ķ Sjįlfstęšisflokknum til aš varša stöšur. Ašstošarmašur Innanrķkisrįšherra og ašstošarmašur Fjįrmįlarįšherra hafa brugšist hart viš ummęlum Vilhjįlms, en bęši eru ķ prófkjörsframboši ķ NV kjördęmi og žykir aš sér vegiš. 

Hver er žį sannleikurinn? Er žaš rétt eša rangt sem Vilhjįlmur heldur fram?

Vilhjįlmur Egilsson hefur hvatt sér hljóšs ķ žjóšmįlaumręšunni, sem framkvęmdastjóri Verslunarrįšs, alžingismašur, framkvęmdastjóri samtaka atvinnulķfsins og nś hįskólarektor į Bifröst. Vilhjįlmur nżtur žess įlits aš vera talinn sannoršur og fara ekki meš fleipur.

Svo mętti minnast žess fornkvešna aš sjaldan er reykur žį engin er eldurinn.


Skikka skal stśdenta til bókakaupa

Ķ gęr var sagt frį įhyggjum Rśnars Vilhjįlmssonar prófessors ķ félagsfręši viš Hįskóla Ķslands vegna žess aš minna en žrišji hver stśdent viš Hįskóla Ķslands kaupir sķnar nįmsbękur. Rśnar telur žetta óįsęttanlegt og hefur hvatt til samhęfšra ašgerša.

Ekki kemur fram til hvaša samhęfšu ašgerša prófessorinn vill aš gripiš verši. Vafalaust skortir ekki śrręšin ķ frjóum hugmyndabanka starfslķtilla prófessora viš Hįskóla Ķslands. Žeim kęmi e.t.v. ķ hug aš banna žeim sem kaupa ekki nżjar bękur aš taka próf. Eša gefa nemendum sem kaupa nżjar bękur 2 ķ forskot ķ einkunn og įfram mętti telja.

Prófessorinn telur aš minnihluti stśdenta HĶ kaupi nżjar bękur ķ Bóksölu stśdenta af žvķ aš žeir séu ķ yfirboršsnįmi og temji sér slęmar nįmsvenjur. Auk žess nefnir prófessorinn aš minna bóklestri sé um aš kenna, nįmslįnin séu ekki nógu góš,nemendur ljósriti og stundi ólöglegt nišurhald og gangi jafnvel svo langt aš kaupa notašar bękur.

Sķšan hvenęr uršu notašar bękur verri en nżjar?

Félagsfręšiprófessornum kemur ekki ķ hug hiš augljósa varšandi minnkandi bókakaup stśdenta. Nįmsbękur sem stśdentum er ętlaš aš kaupa eru svķviršilega dżrar. Žęr eru svķviršilega dżrar m.a. vegna žess aš prófessorar viš HĶ ętla margir aš innleysa gróša af fręšiskrifum sķnum sem allra fyrst į kostnaš stśdenta.

Ķ staš žess aš vandręšast meš aš stśdentar kaupi ekki nįmsbękur eftir innlenda fręšimenn į uppsprengdu verši eša erlendar nįmsbękur sem fįst į Amason fyrir 20-30% af veršinu sem Bóksala Stśdenta krefur fyrir sömu bók, žį vęri nęr aš prófessorinn léti sér annt um hagsmuni nemenda sinna og annarra stśdenta. Mętti t.d. aušvelda nemendum aš spara ķ bókakaupum m.a. meš žvķ aš lęrifešur litu į fręšistörf sķn, sem skattgreišendur greiša hvort sem er, sem hluta af framlagi til nemenda og gęfu žeim kost į aš nįlgast afrakstur fręšistarfanna į netinu eša meš öšrum ašgengilegum hętti ķ staš žess aš okra į ungu fólki.

žaš er ekkert annaš en hrósvert aš hįskólastśdentar skuli ķ vaxandi męli leita hagkvęmra leiša til aš varšveita peningana sķna og lįti ekki okra į sér. Žaš er mikill mannsbragur af žvķ žvert į žaš sem prófessorinn ķ félagsfręši heldur fram. Vonandi er žaš vķsbending um aš viš komumst śt śr okursamfélagi framleišenda og fjįrmįlastofnana žegar žessi kynslóš sem nś er ķ Hįskólum landsins tekur viš stjórnun žessa lands.

Valdbeitingarhugmyndir prófessorsins ķ félagsfręši gagnvart skynsemi nemenda sinna eru hins vegar nįlęgt žvķ aš vera teknar śr hugmyndabanka vinsęlla stjórnmįlastefna fyrir mišja sķšustu öld. Žaš ętti hann aš gera sér góša grein fyrir sem prófessor ķ félagsfręši.


Af hverju žessi fjandskapur viš kristni?

Žaš er meš ólķkindum hvaš forustu Samfylkingarinnar er uppsigaš viš kristni og kirkjuhald. Žeir beita meirihuta sķnum ķ Reykjavķk ķtrekaš til aš koma ķ veg fyrir aš skólabörn fįi aš njóta jólabošskaparins į sama tķma og žeir męta tķmanlega ķ öll jólaglögg į vegum Borgarinnar og ašrar uppįkomur ķ tilefni jólanna. Slķkt er ekki hręsni aš žeirra mati. En žetta sama fólk segir žaš hręsni žegar kristiš fólk vill fylgja almennum helgisišum.

Žegar borgarstjóranrflokkur Sjįlfstęšisflokksins vonum seinna įttaši sig į naušsyn žess aš standa vörš um žau grunngildi sem kristiš samfélag byggir į žį frošufellir margt Samfylkingarfólk af illsku.

Fyrstu veršlaun fęr vafalaust Sigrķšur Ingibjörg Ingadóttir žingmašur Samfylkingarinnar sem kallar afstöšu borgarstjórnarflokks Sjįlfstęšisflokksins  "Djöfulsins tebošshręsni" Ķ sjįlfu sér ešlilegt aš žingmašurinn skuli žegar į bjįtar įkalla žann mįttinn sem nęst henni stendur.

Sósķaldemókratarnir ķ Samfylkingunn hafa fyrir löngu tapaš hugmyndafręšilegum grundvelli sķnum og višurkenna ķ raun gjaldžrot hinna sósįilķsku kenninga og yfirburši markašssamfélagsins. Ķ žeirri pólitķsku tilvistarkreppu hafa žeir tekiš upp barįttu gegn kristni og kirkjuhaldi, fyrir opnum landamęrum, réttindum samkynhneigšra og mśslima.

Žaš hefši veriš meira samręmi ķ stefnunni, ef žeir beittu sömu rökum um kristni og Ķslam en žvķ er heldur betur ekki žannig variš.

Nś er žaš svo aš samkynhneigš er refsiverš og liggur jafnvel daušarefsing viš ķ flestum rķkjum sem jįta Ķslam og jafnstaša kynjana er ekki virt žar. En žaš veldur ekki vökum hjį hinu frjįlslynda Samfylkingarfólki sem man ekkert žegar žaš į viš.


Ef, žį

Ef žś hefur ekki fjįrmįlastarfsemi žį hefur žś ekki kreppu sagši hagfręšingurinn Jón Danķelsson einu sinni, en hann vinnur m.a. viš žaš aš uppfręša ašra um hagfręši. Žetta žżšir m.a. aš žaš kemur aldrei til žess aš žaš verši kreppa ķ Noršur Kóreu af žvķ aš žar er ekki fjįrmįlakerfi. Semsagt engin kreppa žó fólk hafi žaš hręšilega skķtt.

Samkvęmt žessari kenningu getur veriš kreppa ķ Sušur Kóreu meš tķfalt meiri landframleišslu og lķfsgęši, en ķ Noršur Kóreu af žvķ aš ķ Sušur Kóreu er fjįrmįlakerfi en ekki ķ Noršur Kóreu.  

Meš sama hętti hafa hagfręšingar fundiš śt fyrirbrigšiš hlutfallslega fįtękt.  Mišaš viš žaš getur fólk veriš hlutfallslega fįtękt žó žaš hafi allt til alls, af žvķ aš ašrir ķ žjóšfélaginu hafa žaš mjög gott. Vinstri sósķalistinn Stefįn Ólafsson prófessor viš HĶ hefur t.d. mikiš byggt į slķkum pęlingum viš aš fį śt žį nišurstöšu, aš viš höfum žaš helvķti skķtt žó aš viš höfum žaš mjög gott.  

Mišaš viš kenningu Stefįns žį eykst hlutfallseg fįtękt ķ landinu ef fleiri verša rķkir og velmegun eykst ef hęrra hlutfall žjóšarinnar hefur žaš ekki ofurgott.

Skólaspekin į 21.öldinni lętur greinilega ekki frekar aš sér hęša en sś sem sligaši hinar myrku mišaldir.  En sem betur fer tekur fólk minna mark į henni nśna.   


Śrelt skólakerfi

Skólamįl į Ķslandi eru ķ ólestri. Nemendur koma illa śt śr samanburšarprófum įr eftir įr og standa langt aš baki jafnöldrum sķnum ķ nįgrannalöndum okkar.  Formašur skólameistarafélags Ķslands segir aš framhaldsskólakerfiš sé ekki lengur ķ takt viš tķmann

Žessar stašreyndir hafa legiš fyrir ķ mörg įr. Žrįtt fyrir žaš hefur lķtiš veriš gert og pólitķska forustu og stefnumótun hefur algerlega skort. Žaš var ekki góšur minnisvarši sem Katrķn Jakobsdóttir formašur Vinstri Gręnna reisti sér sem menntamįlarįšherra, en žar fóru 4 įr undir hennar stjórn algjörlega ķ sśginn. Er til efs aš įšur hafi setiš jafn starfslķtill menntamįlarįšherra į žeim rįšherrastól.

Illugi Gunnarsson menntamįlarįšherra žarf žvķ heldur betur aš lįta hendur standa fram śr ermum og vinna hratt og vel aš endurskipulagningu skólakerfisins. Meginmarkmišin hljóta aš vera aš skólinn sé ķ takt viš tķmann og kenni žaš sem mestu skiptir fyrir fólk til aš takast į viš įskoranir daglegs lķfs. Ķ annan staš žį žurfa gęši nįmsins aš vera slķk aš ķslenskir nemendur standi jafnfętis jafnöldrum sķnum ķ nįgrannalöndunum. Almennt į fólk aš śtskrifast meš stśdentspróf eša sambęrilegt próf 18 įra en ekki 20 įra eins og nś er.

Viš endurskipulagningu skólakerfisins skiptir miklu aš nżta žį kosti sem nżjasta tękni bżšur upp į. Meš žvķ mętti nį mun betri įrangri en nś er. Bęta gęši kennslunnar og į sama tķma nį fram verulegum sparnaši ķ skólakerfinu.

Menntamįlarįšherra hefur sżnt fram aš žessu aš hann hefur hug į aš reisa sér annarskonar og veglegri bautastein en forveri hans ķ menntamįlarįšuneytinu. Vonandi tekst honum žaš. Oft var žörf į žvķ aš gera hluti ķ skólamįlum en nś er brżn naušsyn. 


Mistök viš veitingu frišarveršlauna Nóbels

Nefnd Žorbjörns Jagland sem śthlutar frišarveršlaunum Nóbels notar ķtrekaš vald sitt til aš koma į framfęri pólitķskum sjónarmišum ķ staš žess aš veita žeim veršlaunin sem veršskulda žau.

OPWC(samtök um bann viš notkun efnavopna) fengu frišarveršlaunin. Opinber stofnun meš ašsetur ķ Hag ķ Hollandi meš yfir 500 starfsmenn og ašild 189 žjóšrķkja.  Ekkert sérstakt hefur komiš frį žessari opinberu nefnd undanfarin įr. Sś įkvöršun Putin Rśsslandsforseta og Assads Sżrlandsforseta aš fela nefndinni aš eyša efnavopnum Sżrlands drógu athyglina aš nefndinni. Žeir Assad og Pśtin eiga žvķ hlutdeild ķ frišarveršlaununum ķ įr eins gįfulegt og žaš nś er.

Fyrri mistök nefndarinnar viš śthlutun veršlaunanna eru m.a .žegar Barrack Obama Bandarķkjaforseti, Alžjóšlega kjarnorkustofnunin og opinbera nefndin um loftslagsbreytingar af mannavöldum fengu žau.

Malala Yousafzai, Pakistanska stślkan sem Talķbanar reyndu aš myrša vegna žess aš hśn berst fyrir menntun stślkna įtti skiliš aš fį veršlaunin. Fyrrum bekkjarsystur Malölu ķ Mingora ķ Swat dalnum ķ Pakistan uršu vonsviknar žegar žaš fréttist aš hśn hefši ekki unniš. Annarsstašar ķ borginni žar sem forn sjónarmiš um yfirburši karla eru rįšandi var fagnaš. Konur eiga aš vera heima, žęr eiga ekki aš fara ķ skóla žaš hentar žeim ekki sagši talsmašur žeirra sjónarmiša.

Mįlsvari Talibana ķ Pakistan fagnaši įkvöršun nefndar Žorbjörns Jagland og sagšist įnęgšur meš aš Malala hefši ekki unniš.

Norska veršlaunanefndin gat lagt mannréttindabarįttu kvenna liš meš žvķ aš veita Malölu veršlaunin ķ staš žess aš ganga aš žessu leiti ķ liš meš Talibönum. En žaš hentaši greinilega ekki heimspólitķskum sjónarmišum sósķaldemókratans Žorbjörns Jagland.


Nęsta sķša »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fęrslur

Jan. 2018
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (18.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 187
  • Frį upphafi: 1433860

Annaš

  • Innlit ķ dag: 4
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir ķ dag: 4
  • IP-tölur ķ dag: 4

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband