Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2013

Bannfćringar og mannorđsmorđ

Fyrrum utanríkisráđherra Íslands var beđinn um ađ kenna í Háskóla Íslands. Enginn efast ţekkingu hans og enginn frýr honum vits. Enginn velkist heldur í vafa um ađ ţarna hafđi Háskóli Íslands fengiđ einn af bestu fyrirlesurum ţjóđarinnar.

En nei. Ţegar til átti ađ taka gat ekki orđiđ af kennslunni vegna ţess ađ kennarar í furđulegheita fagi sem heitir kynjafrćđi og er kennd í Háskóla Íslands af ástćđum sem Guđ einn kann e.t.v. ađ útskýra, mótmćltu ţví ađ nemendur Háskóla Íslands ćttu ţess kost ađ hlusta á úrvals fyrirlesra annast kennslu á sviđi sem hann gjörţekkir.

Enn einu sinni horfir fólk upp á ţađ hvernig sérhagsmunahópar og sjálfskipađir talsmenn siđferđis í ţjóđfélaginu taka sér vald til ađ bannfćra og veitast ađ öđru fólki fyrir litlar eđa engar sakir. Sú varđ raunin í ţessu tilviki og ţví miđur féll Háskóli Íslands hrapalega á prófi umburđarlyndis og mannréttinda.

Í dag er ţađ Jón Baldvin Hannibalsson sem verđur fyrir ţessu. Fyrir nokkru fór   guđfrćđikennari í leyfi vegna athugasemda trúleysingja. Viđ marga er ekki talađ af ţví ađ ţeir hafa skođanir sem sérhagsmunahópar eru á móti.

Ţađ ber brýna nauđsyn til ađ ţeir sem unna málfrelsi, skođanafrelsi og lýđréttindum láti kröftuglega í sér heyra og mótmćli ţeirri ásókn og skođanakúgun sem beitt er í ţjóđfélaginu.

Nú er ţađ musteri frjálsrar hugsunar Háskóli Íslands sem misvirđir mannréttindi, skođanafrelsi og eđlilega starfshćtti. Er skrýtiđ ađ fólk veigri sér viđ ađ taka ţátt í almennri umrćđu í ţjóđfélaginu?


Hverju má trúa?

Ekki liggur enn fyrir hver beitti efnavopnum í Sýrlandi fyrir nokkrum dögum. Talsmenn innrásarveldanna í Afganistan eru ţó sammála um ađ ţađ hafi veriđ stjórnarher Assads. Fróđlegt verđur ađ fá úr ţví skoriđ hvađ sé rétt í ţeim stađhćfingum. Hafi stjórnarherinn beitt efnavopnum nú ţegar hann er kominn međ undirtökin í baráttunni viđ uppreisnarmenn ţá vćri ţađ ótrúlega heimskulegt.

Í dag var sagt frá ţví í grein í Daily Telegraph ađ Bandar bin Sultan yfirmađur leyniţjónustu Saudi Arabíu hafi átt fund međ Putin Rússlandsforseta fyrir ţremur vikum og bođiđ honum upp á samvinnu um ađ halda uppi olíuverđi en löndin framleiđa um 45% af heimsframleiđslunni auk ţess ađ stöđva hryđjuverkastarfsemi Chechena ef Rússar hćttu ađ styđja ríkisstjórn Assads Sýrlandsforseta. Putin mun hafa hafnađ tilbođi Saudi Araba og sagt ađ Rússar teldu núverandi ríkisstjórn vera bestu talsmenn fólksins í Sýrlandi en ekki mannćturnar í liđi uppreisnarmanna. Bandar mun ţá hafa sagt ađ ţá kćmi ekkert annađ til greina en hernađaríhlutun í Sýrlandi.

Skyldi ţessi frásögn vera rétt? Sé svo ţá er spurningin gerđu Saudi Arabar, Bretum, Bandaríkjamönnum og Frökkum tilbođ um eitthvađ til ađ  ţeir beittu hernađaríhlutun í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi?


Barátta sem drepur miđborgina

Á sama tíma og fyrirbrigđiđ í stóli borgarstjóra berst fyrir ţrengingum á götum og aksturshindrunum međ góđri hjálp Gísla Marteins rćđa menn í Bretlandi um ađ ţessi stefna hafi beđiđ skipbrot.

Í Bretlandi er talađ um ađ setja nýjar viđmiđanir til ađ auđvelda bílaumferđ, ţá helst miđborgarumferđ. Stefna ţeirra Gísla Marteins og fyrirbrigđisins í stóli borgarstjóra er sögđ hrekja bílstjóra frá ţví ađ versla í miđborginni en stunda ţess í stađ viđskipti á netinu eđa stórmörkuđum í úthverfum.

Skortur á bílastćđum, ţrengingar á götum og hátt verđ í tímabundin bílastćđi dregur úr löngun fólks til ađ fara í miđbćinn. Mikilvćgt er ađ bílastćđum í og viđ miđbćinn verđi fjölgađ ţau verđi örugg og ódýr ef vilji er til ađ skapa daglega meira líf í miđborgarkjarnanum.

Sumarfríum er ađ ljúka og skólar ađ byrja. Umferđ ţyngist. Víđa í borginni eru umferđarteppur og umferđ gengur hćgt vegna ţess ađ ekki hefur veriđ hugađ ađ nauđsynlegum umbótum á umferđarmannvirkjum.  Í komandi umferđarteppum í vetur geta bílstjórar í Reykjavík hugsađ til Jóns Gnarr og međreiđarsveina hans í umferđarţrengingunum.  Minnast ţess í leiđinni ađ ţađ er nauđsynlegt ađ kjósa fólk í borgarstjórn sem veit hvađ ţađ er ađ gera og á ađ gera og skilur samhengi hlutanna.

Kosningar eru nefnilega alvörumál líka borgarstjórnarkosningar. Ekki grín og ekki fíflska.

 


Syndir feđranna

Afleiđinar rangra ákvarđana koma iđulega ekki fram fyrr en áratugum eftir ađ ţćr eru teknar.  

 Opinberuđ hafa veriđ skjöl sem sýna fram á skipulagningu CIA og bresku leyniţjónustunnar í valdaráni  hluta Íranska hersins og síđar keisara Íran gegn lýđrćđislega kjörnum stjórnvöldum. Afleiđingar ţessarar röngu ákvörđunar komu fyrst í ljós rúmum tveim áratugum síđar.   Mohammad Mossaddeq sem ţá var forsćtisráđherra og forustumađur lýđrćđissinna í landinu var hnepptur í stofufangelsi og var haldiđ föngnum til dauđadags 14 árum síđar án dóms og laga.

Skipulagning og stjórn valdaránsins fór fram í bandaríska sendiráđinu í Teheran og barnabarn Theodore Roosevelt Bandaríkjaforseta var lykilmađur CIA á vettvangi og stjórnađi ađgerđum. Truman Bandaríkjaforseti var vinveittur Mossaddeq og hafnađi ţví ađ gripiđ yrđi til ađgerđa gegn honum. Hann var ađ ţví leyti framsýnni en eftirmađur hans hershöfđinginn Eisenhower.

Bretar nýttu olíulindir í Íran og greiddu nánast ekkert fyrir ţađ. Mossadegh ţjóđnýtti olíulindirnar í ţágu írönsku ţjóđarinnar. Ţađ var meira en alţjóđlega olíuauđvaldiđ og Bretar gátu ţolađ. Lýđrćđissinnarnir í Íran treystu á ađ Bandaríkin mundu veita ţeim lán og kaupa olíu frá Íran. Truman stjórnin reyndi ađ miđla málum og var jákvćđ lýđrćđisöflunum. En bandarísk olíufyrirtćki stóđu síđar ađ viđskiptabanni á Íranska olíu ásamt öđrum stórum olíufyrirtćkjum. Svo langt gekk barátta olíuauđvaldsins ađ beitt var m.a. hafnbanni og fallbyssubátum.

Barátta Mosaddeq fyrri sjálfstćđi Íran og gegn alţjóđlega olíuauđvaldinu sem og ađgerđir Bandaríkjanna og Breta til ađ hrekja hann frá völdum hefur gert hann ađ frelsishetju Íran. Mossaddeq var ákveđinn lýđrćđissinni og nokkru fyrr og á hans tíma fór fram mikil hugmyndafrćđileg ţróun og umrćđur Shia múslima í Íran. Í framhaldi af valdaráninu var komiđ í veg fyrir lýđrćđisţróun í landinu. Trúarlegir harđlínumenn tóku völdin međal andspyrnumanna og náđu ţeim síđan međ valdatöku Khomenis 1973 ţá var áfram girt fyrir lýđrćđisţróun í landinu.

Afleiđingar valdaráns Breta og Bandaríkjamanna í Íran kom í veg fyrir jákvćđa lýđrćđislega og trúfrćđilega ţróun í Íran. Íran vćri líklega helsti bandamađur Bandaríkjanna í dag hefđu Bandaríkjamenn ekki brugđist lýđrćđishugsjóninni á örlagastundu.


Evrópusambandiđ og kosningar um ađildarviđrćđur

Áhugi fyrir ađild ađ Evrópusambandinu er innan flestra stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur gert máliđ flokkspólitískt. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur samţykkti ađ hefja viđrćđur um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu í andstöđu viđ annan stjórnarflokkinn. Samfylkingin rak máliđ á flokkspólitískum grunni og skipađi samninganefnd eftir eigin höfđi án samráđs viđ önnur pólitísk öfl í landinu. Ţessi framganga Samfylkingarinnar skađađi vitrćnar umrćđur um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu og olli málstađ ţeirra sem vilja ađild miklu tjóni.

Ţau tćpu 4 ár sem ađildarviđrćđur hafa stađiđ ađ undirlagi Samfylkingarinnar hefur ekkert veriđ gert eđa rćtt sem máli skiptir. Umrćđuferliđ hefur veriđ alvörulaus kampavíns og matarbođsvettvangur.

Stefna ríkisstjórnarflokkana nú er ljós. Flokkarnir vilja ekki ađild. Ţjóna ađildarviđrćđur tilgangi ţegar ríkisstjórn er á móti ađild? Slíkt vćri niđurlćgjandi fyrir ríkisstjórn og samningsađila. Sama var raunar um ađ rćđa ţegar fyrir lá í síđustu ríkisstjórn ađ annar stjórnarflokkurinn var alfariđ á móti ađild.

Nú hamast stjórnarandstćđingar ađ ţví ađ ţjóđaratkvćđagreiđsla fari fram um ađildarviđrćđur og vísa til stefnu Sjálfstćđisflokksins um ađ ţjóđin fengi ađ greiđa atkvćđi áđur en ađildarviđrćđur hćfust. Nú ţegar afstađa ríkisstjórnarinnar liggur fyrir ţá ţjónar litlum tilgangi ađ greiđa atkvćđi um áframhald viđrćđna. Vćru ţćr samţykktar ţá fćru ţćr fram í andstöđu viđ vilja ríkisstjórnar og skiluđu engu en vćru ţćr felldar ţá er stađan óbreytt. Til hvers ţá ađ kjósa?

Hvort sem Evrópusambandssinnum eđa andstćđingum líkar betur eđa verr ţá verđur alltaf ađ taka tillit til pólitísks veruleika. Í dag er hann sá ađ ţađ ţjónar ekki tilgangi ađ halda sýndarviđrćđum um ađild ađ Evrópusambandinu áfram hvort sem mér eđa öđrum landsmönnum líkar betur eđa verr.


Valdarán og lýđrćđi

Ráđamönnum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi er svo umhugađ ađ koma á lýđrćđi ađ ţessi lönd eitt eđa fleiri hafa á undanförnum árum stađiđ fyrir eđa stutt ađ stjórnendum vćri velt úr sessi í Írak, Afganistan, Líbýu og Egyptaland. Ekkert lýđrćđi er í raun í neinu ţessara landa í dag.

Á sínum tíma hröktu Bretar svokallađa stjórn hvíta minnihlutans undir forustu Ian Smith frá völdum í Rhodesíu, sem nú heitir Zimbabwe. Ţá voru haldnar kosningar og ţar sigrađi uppreisnarforingi Robert Mugabe ađ nafni sem setiđ hefur viđ völd síđan eđa rúm 30 ár og kosningar í landinu veriđ meira upp á grín en raunveruleiki. Hert harđstjórn tók viđ undir formerkjum lýđrćđis og Vesturlönd fögnuđu.

Ţegar Mubarak hafđi veriđ hrakinn frá völdum í Egyptalandi og Morsi frá Múslimska brćđralaginu kjörinn forseti međ litlum meiri hluta atkvćđa, tók Morsi strax til viđ ađ koma á stefnu múslimska brćđralagsins, Sharia lögum, ţrengja réttindi kvenna og ýmissa minnihlutahópa ţ.á.m. kristinna Kopta. Menntafólkiđ sem studdi uppreisnina gegn Mubarak snérist fljótlega gegn Morsi og sá ađ ţađ var kominn nýr einrćđisherra í stađ Mubarak. Ástandiđ hafđi ekki batnađ. En Vesturlönd mótmćltu og kröfđust ţess ađ Morsi yrđi settur í embćtti. 

Svo virđist sem ráđamönnum á ţessum vesturlöndum sjáist yfir ađ lýđrćđi er ekki bara fólgiđ í kosningum einu sinni. Lýđrćđi ţýđir svo mikiđ meira t.d. ađ almenn mannréttindi séu virt, réttindi minni hluta og reynt verđi ađ ná málamiđlun um mikilvćgustu ţjóđfélagsmál sé ţess kostur. Fólkiđ í ţessum löndum er ekki sérstaklega ađ kalla á lýđrćđi. Ţađ er ađ kalla á öryggi, atvinnu og lífsafkomu. 

Einu sinni átti ég ţess kost ađ hlusta á erindi manns sem hafđi veriđ varakonungur, sendiherra o.sfr.v. í mörgum löndum í mismunandi heimsálfum á blómatíma breska heimsveldisins. Hann sagđi ađ virkasta lýđrćđiđ sem í raun hefđi veriđ komiđ á í fyrrum nýlendum Breta á ţeim tíma vćri í Tanganćka ţar sem aldrei vćru kosningar en ćttflokkarnir vćru svo margir og tiltölulega jafnstórir ađ ćttbálkahöfđingjarnir mynduđu ţjóđarráđiđ eins konar Alţingi og ţađ hefđi gefiđ góđa raun. Hann gaf ađ öđru leyti lítiđ fyrir lýđrćđiđ í fyrrum breskum nýlendum og möguleika vestrćnna ţjóđa til ađ koma sínu stjórnarfari til gerólíkra landa ţar sem menn skorti skilning á innviđum samfélagsins.

Mikiđ vćri gott ef ţeir Obama, Cameron og Hollande skođuđu heimssöguna, berđust fyrir almennum mannréttindum en léti ólíkar ţjóđir og siđmenningu ţeirra ađ öđru leyti í friđi.  Ţeir gćtu t.d. byrjađ á ađ skođa ađ hvergi er fleira fjölmiđlafólk og stjórnarandstćđingar í fangelsum í svokölluđu lýđrćđislandi en Tyrklandi Erdogans.  Skyldi einhver forustumađur vestrćnna ţjóđa gera athugasemd viđ ţađ?  


Öll rök til ađ stytta nám til stútentsprófs.

Illugi Gunnarsson menntamálaráđhera hefur ítrekađ sagt ađ hann muni beita sér fyrir ţví ađ stytta nám til stúdentsprófs og telur ađ öll rök standi til ţess.

Ţađ er forgangsverkefni ađ koma á ţeim breytingum í menntakerfinu ađ námsmenn útskrifist sem stúdentar á sama aldri og í nágrannalöndum okkar. Ţađ mundi ţýđa ađ fólk yrđi stúdentar 18 ára  í stađ 20 eins og nú er.

Hvergi á OECD svćđinu er fólk útskrifađ sem stútendtar jafngamlir og hér á landi og međalaldur háskólastúdenta er hér 28 ára en í Evrópu  23 ára.  Ţessar tölur sýna hvađ ţađ er mikilvćgt ađ ná fram ţessari breytingu sem menntamálaráđherra hefur gert ađ ákveđnu forgangsmáli. Vonandi gengur honum vel ađ koma ţessu máli áfram.

Ţađ hefur mikiđ ţjóđhagslegt gildi ađ ná fram styttingu ađfararnáms ađ stúdentsprófi um 2 ár. Kostnađur námsmanna verđur mun minni m.a. vegna ţess ađ stór hluti háskólastúdenta mundi ţá búa áfram í foreldrahúsum í upphafi námsins og fćstir mundu vera komnir međ fjölskyldu á ţeim tíma.  Stytting ađfararnámsins ţýđir ţví meiri heildarstyttingu náms fram ađ námslokum en 2 árum af ţví ađ ţađ er fćrra sem truflar og leiđir til brotthvarfs frá námi.

Ţađ hefur mikilvćga ţjóđhagslega ţýđingu ađ ná fram ţessu baráttumáli menntamálaráđherra auk ţess sem ţví fylgir mikill sparnađur fyrir ríkissjóđ til lengri tíma litiđ. Raunar ţarf ađ taka allt skólakerfiđ til endurskođunar og skođa međ hvađa hćtti mćtti kenna fólki međ áhrifaríkari og skemmtilegri hćtti en nú er gert. Möguleikarnir eru fyrir hendi vegna gjörbreytts margmiđlunarumhverfis, en skólanám hefur ekki tekiđ eđlilegum breytingum miđađ viđ ţá möguleika sem eru fyrir hendi. 


Vondar eru nefndirnar.

Vondar eru nefndirnar ţungt er ţeirra hlass sagđi Ćgir Ó stórkaupmađur í ljóđinu "Brestir og brak" eftir Jónas Árnason. Ţessi ljóđlína kom mér í hug ţegar sagt var frá ţví í fréttum ađ ríkisstjórnin vćri enn ađ vandrćđast međ ađ finna fólk í sérfrćđinganefnd eđa nefndir vegna afnáms verđtryggingar á neytendalánum og niđurfćrslu verđtryggđra skulda.

Ţađ er nokkuđ sérstakt ađ ţađ skuli vefjast fyrir ríkisstjórn ađ finna hćft fólk til ađ sitja í nefndum sem ţessum og hvor ríkisstjórnarflokkur um sig hafi neitunarvald gagnvart tillögu hins ríkisstjórnarflokksins. Hćtt er viđ ađ ţađ taki ţá nokkurn tíma ađ skipa í nefndirnar og ráđherrar geti ţá dundađ sér viđ ađ beita neitunarvaldi sínu eftir geđţótta ef ţeim finnst ţetta vera mikilvćgt framlag til landsstjórnarinnar.

Ríkisstjórnin hefur mótađ ákveđna stefnu í málinu og samiđ um hana í stjórnarsáttmála. Nefndirnar eru ţví ekki ákvörđunarađilar heldur til ţess ađ útfćra tillögur ríkisstjórnarinnar og vinna nákvćmnisvinnuna og handavinnuna viđ ađ koma stefnunni frá orđum til athafna. Ţess vegna er ţađ sérstakt ađ skipan í nefndina eđa nefndirnar skuli vera orđiđ ađ sérstökum samkvćmisleik ríkisstjórnarinnar.

Brýna nauđsyn bar til ađ skipa nefndir til afnáms verđtryggingar og niđurfćrslu lána strax í kjölfar myndunar ríkisstjórnarinnar. Ţar  sem ţađ var ekki gert, ţá er eins gott ađ ţeir Sigmundur Davíđ og Bjarni Ben setjist niđur í fyrramáliđ og afgreiđi máliđ sín á milli á klukkutíma. Báđir flokkar eiga mikiđ af hćfileikafólki sem mundi leika sér af ţví ađ vinna ţessa handavinnu fljótt og vel.

Ţessi mál ţola enga biđ.


Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sjá ljósiđ.

Sóknarnefnd og sóknarprestur Laugarneskirkju sjá sérstaka ástćđu til ađ álykta gegn ađkomu ţjóđkirkjunnar ađ komu Franklin Graham til landsins vegna afstöđu hans til samkynhneigđar. Sagt er frá ţví ađ umrćđur á fundinum hafi veriđ ítarlegar.

Sóknarpresturinn í Laugarneskirkju hefur látiđ lítiđ fyrir sér fara síđan hann varđ sér til skammar međ hrópum og skrílslátum í hérađsdómi Reykjavíkur auk ţess sem hann krafđist ađ sr. Geir Waage yrđi vikiđ úr embćtti vegna skođana sr. Geirs. Ţá lýsti sr. Bjarni yfir ţeirri girnd sinni ađ berja ţáverandi lögmann en núverandi alţingismann Brynjar Níelsson vegna ţess ađ hann var honum ósammála.   Ekki er vitađ til ađ sóknarnefnd Laugarneskirkju hafi ţótt ţessi atlaga sr. Bjarna ađ tjáningarfrelsinu og girnd til ađ brjóta hegningarlögin vera fundar eđa ályktunar hvađ ţá ítarlegrar umrćđu virđi.

Afstađa Franklin Graham til samkynhneigđra raskar hins vegar ró og makindum sr. Bjarna og sóknarnefndar hans.

Mér er nćr ađ halda ađ sóknarnefnd Laugarneskirkju og presturinn viti harla lítiđ um Franklin Graham.

Ég er ósammála Franklin Graham í veigamiklum málum. Afstađa hans til samkynhneigđar vegur ţar ekki ţyngst. Franklin Graham studdi innrás Bandaríkjanna í Írak. Hann hefur vegiđ ađ Obama forseta vegna trúarskođana ţó hann hafi beđiđ hann afsökunar síđar. Hann hefur haldiđ fram dćmalausum hlutum um ýmis önnur trúarbrögđ auk ýmissa rangfćrslna og margs annars sem ég er andvígur trúfrćđilega. Ţá hefur hann oftar en einu sinni eins og sr. Bjarni snúist eins og pólitískur vindhani.

 Ţrátt fyrir ţađ tel ég eđlilegt ađ Franklin ţessi fái ađ tjá skođanir sínar og ţjóđkirkjan beri sig ekki ađ vingulshćtti međ ađ segja sig frá ţáttöku í ţessari vonar uppákomu. Sjálfur ćtla ég ađ hlusta á Franklin Graham ef ég á ţess kost ţó ég sé honum ósammála í veigamiklum atriđum.

Sóknarnefndin í Laugarneskirkju ćtti ađ muna eftir orđum sem  franska skáldinu og heimspekingnum  Voltaire eru eignuđ: " Ég fyrirlít skođanir ţínar, en ég er tilbúinn ađ fórna lífi mínu til ađ ţú fáir ađ halda ţeim fram."


Hlađiđ í Hrun

Fyrirlestur Ásgeirs Jónssonar um fjórföldun peningamagns í umferđ á 4 árum fyrir hrun er mjö athyglisverđur. Ţar kemur m.a. fram ađ hér á landi var beitt sömu ađferđum af hálfu Seđlabanka Íslands og annarsstađar í okkar heimshluta. Bindisskylda var lćkkuđ og veđreglur Seđlabankans rýmkađar (svokölluđ ástarbréf) Viđ ţađ m.a. jókst peningamagn í umferđ og viđ erum enn ađ glíma viđ ţann vanda ađ fjármálakerfiđ er fullt af peningum. 

Fram kom ađ ţađ séu mistök ađ greiđa jafn háa vexti og gert er af jöklabréfainnistćđum og fjármálakerfiđ verđi ađ minnka ţar sem ţađ sé allt of stórt. Ţá telur hann ţađ hafa veriđ önnur mistök ađ láta bankana í hendur erlendum kröfuhöfum eins og ríkisstjórn Jóhönnu gerđi. Raunar lýsti ţessi fyrirlestur vel ţeim 4 árum kyrrstöđu í tíđ síđustu ríkisstjórnar.

Umfjöllun um verđtrygginguna og áhrif hennar í hagkerfinu var athyglisverđ. Ţannig telur Ásgeir ađ nauđsynlegt sé ađ fjármálalífiđ fćri sig úr verđtryggingu verđi tekiđ upp fljótandi gengi og ég gat ekki skiliđ hann međ öđrum hćtti en sú ađgerđ vćri raunar líka nauđsynleg til ađ hćgt yrđi ađ aflétta gjaldeyrishömlum.

Ásgeir sagđi ţađ hafaveriđ mistök ađ taka ekki verđtrygginguna úr sambandi viđ hrun. Ég var eini talsmađur ţess á sínum tíma ţví miđur. Ég krafđist ţess ađ sett yrđu önnur neyđarlög sem mundu afnema verđtrygginguna eđa alla vega taka hana úr sambandi. Ţađ lá svo ljóst fyrir ađ ţađ yrđi ađ gerast ađ mínu mati, en Jóhanna Sigurđardóttir og Gylfi Arnbjörnsson ásamt hagsmunaađilum fjármálakerfisins og hinum ţögla meiri hluta Alţingis komu í veg fyrir ţá nauđsynlegu ađgerđ.

Nú sjá fleiri og fleiri ađ ţađ var fráleitt ađ láta verđtrygginguna ćđa áfram ţegar fyrirsjáanlegt var ađ laun mundu lćkka, verđ fasteigna mundi lćkka, skattar hćkka og verđbólgan ćđa áfram vegna gengishruns og annarra afleiđinga fjármálakreppu.  Vegna ţess ađ ekki var fariđ ađ tillögum mínum hafa skuldir heimilanna aukist um 400 milljarđa. Ţađ er raunar sá samdráttur peningakerfisins, sem Ásgeir telur nauđsynlegan. Ţeir peningar eru gervipeningar og best ađ horfast í augu viđ ţađ strax og skila ránsfengnum ţannig ađ ţađ sé lífvćnlegt í landinu. Ţessar skuldir eru hvort eđ er ađ mestu leyti bara til á pappír ţađ er engin innistćđa fyrir ţeim og einungis lítill hluti verđur greiddur.

Vandamál niđurfćrslu og afnám verđtryggingar vćru ekki fyrir hendi hefđi veriđ brugđist viđ strax viđ bankahruniđ eins og ég lagđi til, en ţví miđur er ţetta allt saman flóknara í dag. En ekki óleysanlegt. Ţeir sem nú mćla á móti eđlilegum skuldalćkkunum og afnámi verđtryggingar á neytendalánum ćttu ađ minnast ţess sem skáldiđ Leo Tolstoy sagđi forđum.

"Ţađ ţjóđfélag sem gćtir ekki réttlćtis fćr ekki stađist."´

Óbreytt peningamálastefna međ verđtrygginguna áfram ađ leiđarljósi hleđur hratt og örugglega í nýtt Hrun. Ţađ Hrun verđur allt annars eđlis og mun alvarlegra fyrir íslenskt ţjóđfélag en bankahruniđ.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 606
  • Frá upphafi: 2291723

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband