Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

Sigrar og siđferđi

Á sama tíma og handboltalandsliđiđ vinnur verđskuldađa sigra er hver hrunbaróninn á fćtur öđrum ađ vinna óverđskuldađa sigra. Í gćr var sagt frá ţví ađ Ólafur Ólafsson héldi Samskipum og í dag berast fréttir af ţví ađ Jón Ásgeir hafi reitt fram milljarđ til ađ halda fjölmiđlaveldi sínu sem kennt var viđ 365 miđla.  Bankakerfiđ stendur fyrir ţessari endurskipulagningu til hagsbóta fyrir milljarđaskuldarana á sama tíma og veriđ er ađ hrekja venjulegt fólk úr húsunum sínum vegna milljónaskulda.

Kallast ţetta ađ beita siđrćnum lausnum viđ endurreisn ţjóđfélagsins? 

Hver skyldi annars stjórna ţessari vegferđ?


Var ţetta ekki Davíđ ađ kenna?

Nýar fréttir af starfsemi Glitnis banka benda til ađ ćskilegt hefđi veriđ ađ ríkisvaldiđ gripi fyrr inn í rekstur og stjórn bankans en gert var.

Í september 2008 gat Glitnir ekki stađiđ viđ skuldbindingar sínar og leitađi til Seđlabankans. Í framhaldi varđ ríkiđ ađaleigandi bankan. Sumir helstu hluthafar héldu ţví ţá fram ađ ţetta vćri vegna haturs Davíđs Oddssonar á ţeim.  Nú hefur annađ komiđ í ljós. Ţarna fór fram starfsemi sem varđ ađ stöđva og rekstri bankans sjálf hćtt vegna óstjórnar.

Vilhjálmur Bjarnason ađjúknt viđ HÍ hefur veriđ óţreytandi viđ ađ leita réttar litla hluthafns og náđ fram mikilvćgum upplýsingum í ţeirri baráttu um vafasama starfsemi í bankakerfinu fyrir bankahruniđ. Hann á heiđur skiliđ fyrir ţađ. Međ ţeim upplýsingum sem Vilhjálmur hefur aflađ og duglegir fréttamenn hefur smám saman veriđ ađ koma í ljós ađ umrćđan hér hefur veriđ á verstu villigötum. Í stađ ţess ađ ákćra ţjófinn hafa ţeir orđiđ illa úti sem stoliđ var frá.

Nú er spurningin hvort stjórnvöld og bankar ćtla ađ halda hrungengjunum viđ völd í fyrirtćkjunum  međ ţví ađ  afskrifa milljarđa skuldir ţeirra.  

http://www.dv.is/frettir/2010/1/26/glitnir-daeldi-peningum-i-fons-rett-fyrir-hrun


Ósmekkleg fréttamennska RÚV

Á Stöđ 2 og Ríkissjónvarpinu var sagt frá sérstökum vildarkjörum sem bróđir ţingmannsins Björns Vals Gíslasonar Vinstri grćnum hafđi gert viđ kaup á stórhýsi á Grensásvegi. Ţeir sem ţekkja til fasteignaviđskipta sjá strax ađ ţarna voru sérstök vildarkjör í bođi ţrátt fyrir ađ verđ á fasteignum hafi lćkkađ. Ţrátt fyrir ţađ ţurfa viđskiptin ekki ađ vera óeđlileg og ţar vantađi upp á eđlilega fréttamennsku. Ţađ eitt ađ vera bróđir Björns Vals Gíslasonar veldur ţví ekki sjálfkrafa ađ viđskipti séu óeđlileg.

Ţá var ţađ međ endemum ađ nöfn ţeirra Skúla Helgasonar ţingmanns Samfylkingarinnar og Sigríđar Önnur Ţórđardóttur fyrrum ţingmanns Sjálfstćđisflokksins skyldu vera dregin inn í ţessa umfjöllun. Viđ fyrsta augnakast ţá verđur ekki séđ ađ um óeđlilega lágt verđ hafi veriđ á ţeirra eignum og ţađ ađ vera eđa hafa veriđ ţingmađur gerir hluti ekki tortryggilega nema eitthvađ meira komi til.

Ţađ var međ miklum ólíkindum ađ draga Skúla Helgason og Sigríđi Önnu inn í umfjöllun um kaup á atvinnuhúsnćđi. Fréttin á RÚV var fréttastofunni hvađ ţau varđađi var ósćmileg.


Ný samninganefnd um Icesave

Skv. samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöđu verđur ný samninganefnd  skipuđ til ađ leita nýrra samninga um Icesave. Er eđlilegt  ađ ríkisstjórn sem ţegar hefur undirritađ 2 samninga um Icesave og ţrýst ţeim í gegn um Alţingi sitji áfram og leiti í 3. sinn eftir samningum?

Međ ţessu viđurkennir ríkisstjórnin mistök. Er ekki eđlilegt ađ ţeir sem bera ábyrgđ á ţessu axli ábyrgđ?  Var ţađ ekki Steingrímur J. Sigfússon sem fyrir ári síđan fór mikinn og krafđist ţess ađ ţeir sem bćru ábyrgđ öxluđu hana. Hvenćr ćtlar Steingrímur J. Sigfússon ađ axla ábyrgđ á vanhćfri samninganefnd og óviđunandi samningum um Icesave? 


Á ađ banna ađ ljósmyndir séu teknar í húsakynnum dómstóla?

Fyrir nokkru neitađi sakborningur ađ mćta viđ ţingfestingu máls nema ljósmyndarar fćru úr húsinu. Saksóknari sagđist ţá mundu fćra hann fyrir dóminn međ lögregluvaldi. 

Víđa um heim er bannađ ađ taka ljósmyndir í húsakynnum dómstóla. Ljósmyndarar verđa ađ bíđa fyrir utan dómhús í Bretlandi og Bandaríkjunum svo dćmi séu tekin. Af hverju? Til ađ veita ađilum máls sérstaklega sakborningum lágmarksvernd.

Ţađ er óneitanlega hvimleitt og óviđeigandi ađ grunađur mađur ţurfi ađ brjóta sér leiđ í lögreglufylgd framhjá her ljósmyndara ţegar hann er fćrđur fyrir dóm. Iđulega er um saklausa menn ađ rćđa sem ţannig eru myndađir og fá ákveđna brennimerkingu almenningsálitsins algjörlega ađ ástćđulausu.

Vćri ekki eđlilegt ađ banna ađgang ljósmyndara ađ dómhúsum eins og gerist víđa í réttarríkjum? Er ekki sjálfsagt og eđlilegt ađ sakađ fólk njóti ţeirra mannréttinda ađ fá ađ teljast saklaust ţangađ til sekt ţess er sönnuđ?

Dómsmálaráđherra ćtti ţegar í stađ ađ gera ráđstafanir til ađ banna ađgang ljósmyndara ađ dómhúsum. 

 


Óflekkađar íslenskar konur.

Í viđtali í dag viđ dagblađiđ New Statesman segir forsćtisráđherra ađ konur séu ekki eins flekkađar af efnahagsmistökum og karlarnir og eigi ţví skiliđ ađ fá tćkifćri.  En hvađ međ ţá karla sem ekki eru flekkađir af efnahagsmistökunum eiga  ţeir ekki skiliđ ađ fá sömu tćkifćri?

Hvađ yrđi sagt ef karlmađur sem forsćtisráđherra vísađi stöđugt til  kynbundinna gilda og mismunar eins og Jóhanna Sigurđardóttir forsćtisráđherra gerir sig seka um aftur og aftur.

Í samrćmi viđ ţá skođun forsćtisráđherra  ađ skilja hafrana frá sauđunum og skilja á milli flekkunar og flekkleysis ákvađ  Jóhanna Sigurđardóttur ađ velja kúlulánadrottningu sem forstjóra Bankasýslu ríkisins. Fannst ekki flekklausari kona úr röđum vinstra fólks á Íslandi? 

Flekklausir karlar komu ađ sjálfsögđu ekki til greina.


Góđ tillaga Ingibjargar Sólrúnar.

Í grein í Fréttablađinu í dag leggur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi formađur Samfylkingarinnar til, ađ skipuđ verđi pólitísk sátta- og samninganefnd til ađ leiđa ágreiningsmál okkar viđ Breta og Hollendinga til lykta. Í samninganefndina veljist fólk sem nýtur bćđi trausts innan flokka og ţvert á flokka. Ingibjörg vill til ađ nefndin leggi mat á ţćr leiđir sem fćrar eru og fái umbođ til ađ semja fyrir Íslands hönd.

Mér finnst ástćđa til ađ taka undir ţessa tillögu Ingibjargar. Nefndin gćti ţá látiđ reyna á máliđ og reynt ađ fara á byrjunarreit međ máliđ eins og Eva Joly leggur til. Ţađ sem gćti veriđ vandamál í ţví sambandi er ţó ađ ríksstjórnin er búin ađ skrifa undir ţjóđréttarsamninga tvisvar sinnum um Icesave máliđ.

En skyldu ţau Steingrímur J. Sigfússon sem skipađi vanhćfu samninganefndina og Jóhanna Sigurđardóttir taka undir ţessa tillögu Ingibjargar? Sennilega ekki. Sennilega líta ţau svo  á ađ slíkt feli í sér  áfellisdóm yfir sérog ríkisstjórninni.  Raunar er ţađ rétt.

Tillga Ingibjargar felur í sér ákveđinn áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.


Ríkisstjórn eđa forseti

Ţórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingarţingmađur segir valiđ einfalt í ţjóđaratkvćđagreiđslunni um Icesave lögin. Ţar sé spurningin um hvort ţjóđin vilji ríkisstjórnina eđa forsetann kosninginn snúist um ţađ. Hvađ eigum viđ ţá  ađ gera sem viljum hvorki  forsetann né ţessa ríkisstjórnina?

Sennilega er ţá ekki annađ í stöđunni en taka afstöđu á grundvelli ţess sem kosiđ verđur um í ţjóđaratkvćđagreiđslunni.

Ţessi uppstilling ráđherrans er röng m.a. af ţví ađ ţađ er ekki sjálfgefiđ ađ ríkisstjórnin fari frá ţó Icesave lögin yrđu felld og nćsta víst ađ forsetinn mundi ekki segja af sér ţó ţau yrđu samţykkt.

 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/06/segir_valid_standa_milli_rikisstjornar_og_forseta/

 

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 413
  • Sl. sólarhring: 696
  • Sl. viku: 2799
  • Frá upphafi: 2294350

Annađ

  • Innlit í dag: 386
  • Innlit sl. viku: 2553
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 365

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband