Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2013

Kamelljóniđ

Kamelljón eru dýr sem breyta stöđugt um lit eftir ţví sem ţeim hentar. Reykvíkingar eiga sitt kamelljón í Jóni sem nefnir sig Gnarr og er borgarstjóri í Reykjavík. Á hinseginn dögum er Jón Gnarr flottasta dragdrottningin. Hann er fatlađasti einstaklingurinn ţegar fatlađir vekja athygli á sínum málum og er ofvirkasti einstaklingurinn ţegar talađ er um ofvirka og lýsir óhugnanlegu einelti í sinn garđ og föđur síns ţegar einelti ber á góma. Engin vandamál í mannlegu samfélagi eru til, sem Jón Gnarr er ekki haldinn.

Af skođanakönnunum má ráđa ađ fjöldi Reykvíkinga kann vel viđ ađ hafa Jón kamelljón í stóli borgarstjóra, ţó hann sé upptekin viđ ađ bregđa sér í allra kvikinda líki en láti embćttismönnum og Degi Eggertssyni eftir daglegt amstur viđ stjórn borgarinnar. Leikarinn Jón Gnarr  getur enn fćr heillađ hluta kjósenda međ leikbrellum sínum og uppákomum.

Stjórnun borgarmála virđist skipta stóran hóp kjósendur minna máli en leikrćn tilţrif og uppákomur.  Ţađ flýr ţó engin stađreyndir til langframa. Reykjavík er illa stjórnađ. Fjárhagsleg stađa Reykjavíkur versnar og beinar skuldir Reykjavíkur hafa aukist um 26 milljarđa á kjörtímabili Jóns Gnarr eftir ţví sem Júlíus Vífill Ingvarsson forustumađur borgarstjórnarflokks Sjálfstćđisflokksins segir frá í dag.

Auk ţess ađ hafa klúđrađ fjárhagsstjórn borgarinnar á kjkörtímabilinu mega borgarbúar ţola sífellt meiri tafir og klúđur í umferđinni vegna ađgerđa Jóns Gnarr og félaga til ađ torvelda samgöngur auk ýmissa annarra vandamála.

Eftir ađ hugmyndafrćđinni var ađ mestu vísađ út úr íslenskri pólitík hefur almenn stjórn lands- og sveitarstjórnarmála versnađ til muna.   Vegna ţess hefur borgarstjórnarflokkur Sjálfstćđisflokksins ekki mótađ nćgjanlega skíran valkost viđ óstjórninni ţar sem kjölfestuna hefur vantađ ţó heldur hafi ţeir hlutir batnađ á síđustu misserum.

Viđ frambođ í prófkjöri Sjálfstćđisflokksins til borgarstjórnar verđur mađur helst var viđ ađ frambjóđendur komi fram og segi ég vil ţetta eđa hitt sćtiđ og ćtla ađ bćta í ţessi eđa hin velferđarmál sem mundi ţýđa aukna skuldaaukningu fyrir Reykjavíkurborg og í raun ekkert fráhvarf frá leikrćnum stjórnunarháttum kamelljónsins.

Ţess vegna var kćrkomiđ ađ sjá skírskotun Herdísar Ţorvaldsdóttur framkvćmdastjóra Ţyrluţjónustunnar,ţar sem hún leggur áherslu á ađ rétta af hallarekstur borgarinna og leggur áherslu á frumkvćđi einstaklinga og fyrirtćkja og forgangsröđun í ţágu heildarhagsmuna. Ég ţekki ţennan frambjóđanda ekki neitt en hún virđist alla vega hafa grunngildin sem Sjálfstćđisflokkurinn á ađ standa fyrir á hreinu. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstćđisflokksins nćr ekki fylgi og á ţađ ekki skiliđ nema hann sé tilbúinn til ađ standa ađ málum á grundvelli einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis og draga úr sóun, umframeyđslu og dekri viđ sérhagsmuni. 

 


Eigi leiđ ţú oss í freistni

Fyrir mörgum árum hćtti ég ađ biđja Fađir voriđ međ ţeim hefđbundna hćtti ađ segja "eigi leiđ ţú oss í freistni" Mér fannst ţađ rökleysa ađ algóđur Guđ leiddi fólk í freistni.  Eđlilegra vćri ađ segja í stađinn: "Forđa oss frá ađ falla í freistni." Í sjálfu sér gat ţetta falliđ undir međfćddan ţvergirđingshátt minn. En nú telja fleiri ađ hefđbundin ţýđing Fađir vorsins sé röng af sömu ástćđum.

Frá ţví er sagt í dag ađ Rómversk kaţólska kirkjan hafi leiđrétt frönsku ţýđinguna á Fađir vorinu ţar sem segir "og leiđ oss eigi í freistni" og fallist á ađ ţađ gćti skilist međ ţeim hćtti ađ Guđ geti valdiđ ţví ađ fólk ánetjađist freistingum eđa yrđu ţeim ađ bráđ, í stađ ţess ađ hjálpa okkur ađ ţrćđa ţrönga veginn dyggđarinnar.  

Á enskri tungu er breytingin ţessi:  Í stađinn fyrir ađ segja "And don´t submit us to temptation"  skal segja "And don´t let us enter into temptation."  Ţessi breyting verđur sett í nýja franska ţýđingu Biblíunnar sem Vatíkaniđ hefur samţykkt. Páfadómurinn hefur ţví ákveđiđ ađ taka undir ofangreindan ţvergirđingshátt hvađ varđar Fađir voriđ.

Skyldi hin evangelíska Lútherska kirkja á Íslandi samţykkja ţessa sjálfsögđu breytingu á Fađir vorinu?

 Ţannig breytt yrđi sagt. "Forđa oss frá ađ falla í freistni og forđa oss frá illu."  Er ţađ ekki rökrétt ákall eđa bćn til hins algóđa Guđs sem allt hiđ góđa er komiđ frá?

 


Mistök viđ veitingu friđarverđlauna Nóbels

Nefnd Ţorbjörns Jagland sem úthlutar friđarverđlaunum Nóbels notar ítrekađ vald sitt til ađ koma á framfćri pólitískum sjónarmiđum í stađ ţess ađ veita ţeim verđlaunin sem verđskulda ţau.

OPWC(samtök um bann viđ notkun efnavopna) fengu friđarverđlaunin. Opinber stofnun međ ađsetur í Hag í Hollandi međ yfir 500 starfsmenn og ađild 189 ţjóđríkja.  Ekkert sérstakt hefur komiđ frá ţessari opinberu nefnd undanfarin ár. Sú ákvörđun Putin Rússlandsforseta og Assads Sýrlandsforseta ađ fela nefndinni ađ eyđa efnavopnum Sýrlands drógu athyglina ađ nefndinni. Ţeir Assad og Pútin eiga ţví hlutdeild í friđarverđlaununum í ár eins gáfulegt og ţađ nú er.

Fyrri mistök nefndarinnar viđ úthlutun verđlaunanna eru m.a .ţegar Barrack Obama Bandaríkjaforseti, Alţjóđlega kjarnorkustofnunin og opinbera nefndin um loftslagsbreytingar af mannavöldum fengu ţau.

Malala Yousafzai, Pakistanska stúlkan sem Talíbanar reyndu ađ myrđa vegna ţess ađ hún berst fyrir menntun stúlkna átti skiliđ ađ fá verđlaunin. Fyrrum bekkjarsystur Malölu í Mingora í Swat dalnum í Pakistan urđu vonsviknar ţegar ţađ fréttist ađ hún hefđi ekki unniđ. Annarsstađar í borginni ţar sem forn sjónarmiđ um yfirburđi karla eru ráđandi var fagnađ. Konur eiga ađ vera heima, ţćr eiga ekki ađ fara í skóla ţađ hentar ţeim ekki sagđi talsmađur ţeirra sjónarmiđa.

Málsvari Talibana í Pakistan fagnađi ákvörđun nefndar Ţorbjörns Jagland og sagđist ánćgđur međ ađ Malala hefđi ekki unniđ.

Norska verđlaunanefndin gat lagt mannréttindabaráttu kvenna liđ međ ţví ađ veita Malölu verđlaunin í stađ ţess ađ ganga ađ ţessu leiti í liđ međ Talibönum. En ţađ hentađi greinilega ekki heimspólitískum sjónarmiđum sósíaldemókratans Ţorbjörns Jagland.


Íslam, kaţólikar, Franklin Graham og ţjóđkirkjan.

Múhameđstrúarmenn, kaţólikar og Franklin Graham prédikari á hátíđ vonar eiga ţađ sameiginlegt ađ ţeir eru á móti hjónaböndum samkynhneigđra. Ţeir eru ađ sjálfsögđu frjálsir ađ hafa ţessa skođun og njóta skođana- og málfrelsis. Samt sem áđur amast ýmsir bara viđ ţví ađ Franklin Graham fái ađ tjá ţessar skođanir sínar jafnvel ţeir hinir sömu berjist fyrir byggingu Mosku í Reykjavík. 

Laugarnessöfnuđur sem stýrt er af Samfylkingarklerknum Bjarna Karlssyni hefur ítrekađ sent frá sér ályktanir ţar sem íslensk alţýđa er vöruđ viđ villutrúarmanninum Franklin Graham en lengra nćr ţjóđfélagsbarátta safnađarins ekki. Tvískinnungshátturinn sést best á ţví ađ á sama tíma og veriđ er ađ mótmćla Franklin Graham vegna skođana hans ţá berst sóknarpresturinn fyrir ađ söfnuđur byggi Mosku til ađ halda fram sömu skođunum hvađ samkynhneigđa varđar međ hatrammari hćtti en Franklin Graham.

Á sama tíma og Samfylkingarklerkar ţjóđkirkjunnar voru ađ sjóđa saman ályktunartillögur gegn Franklin Graham og biskupinn yfir Íslandi ađ afsaka tilveru sína viđ hliđ hans voru hundruđir kristins fólks drepiđ annas vegar í Nairobí í Kenýa og hinsvegar í kirkju í Pakistan.

Samfylkingarklerkarnir í Laugarnessókninni og biskupinn yfir Íslandi hafa ekkert um ţessi morđ ađ segja. Ţar er um líf og dauđa ađ tefla. Ţetta kristna fólk fékk ekki ađ njóta ţeirra mannréttinda sem er forsenda annarra mannréttinda, rétturinn til lífs.

Er ástćđa til ţess ađ skattgreiđendur hafi ţetta fólk lengur í vinnu? 

 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 389
  • Sl. sólarhring: 706
  • Sl. viku: 2775
  • Frá upphafi: 2294326

Annađ

  • Innlit í dag: 364
  • Innlit sl. viku: 2531
  • Gestir í dag: 354
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband