Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2010

Talsmenn ranglćtis

Ađstođarbankastjóri Seđlabankans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins bođuđu til blađamannafundar í síđustu viku til ađ birta tilkynningu um ţađ međ hvađa löglausa hćtti fjármálastofnanir ćttu ađ innheimta ólögmćt gengislán. Úr hugarfylgsnum sínum tíndu ţessir bođberar viđskiptaráđherra og ríkisstjórnarinnar hugmyndir um greiđslur neytenda af ólögmćtum gengislánum.

Ekki vćri gagnrýnisvert ef ţessir sendibođar ríkisstjórnarinnar fćru ađ lögum og reglum í landinu en ţađ gera ţeir ekki. Ţeir búa til viđmiđanir sem styđjast ekki viđ neitt annađ en ţeirra eigin hugarfóstur og fer raunar gegn leikreglum á lánamarkađi eins og sakir standa.

Talsmađur neytenda reynir ţá ađ bćta ađeins úr og tínir annađ hugarfóstur upp úr kolli sínum sem ađ vísu er hagstćđara lántakendum en er sama marki brennd og tilkynning tvíeykisins í Seđlabankanum og Fjármálaeftirlitinu ađ hún hefur enga lagalega skírskotun eđa viđmiđun.

Stađreynd málsins er einföld. Lán í íslenskum krónum bundin gengisviđmiđun erlendra gjaldmiđla eru óheimil. Höfuđstóll lánanna er krónutalan sem tilgreind er á lánasamningnum ađ frádregnum innborgunum. Lánasamningurinn stendur ađ öđru leyti ţar á međal ákvćđi um vexti. Ţess vegna eiga fjármálastofnanir ađ gefa út greiđsluseđla í samrćmi viđ dóm Hćstaréttar á grundvelli lánasamningsins ţ.e. ţeirra vaxta sem ţar eru tilgreindir.

Lánasamningum gengisbundinna lána í íslenskum krónum hefur ekki veriđ vikiđ til hliđar nema hvađ varđar ólögmćtar breytingar á höfuđstól. Ţess vegna er óskiljanlegt ađ ađstođarbankastjóri Seđlabankans, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og viđskiptaráđherra skuli mćla fyrir ólögmćtum ađgerđum fjármálastofnana gagnvart skuldurum.

Hvađ skyldu talsmenn norrćnu velferđarstjórnarinnar ţau Steingrímur og Jóhanna segja um ţetta?

Stýrir Jóhanna núna velferđarstjórn fjármálafyrirtćkjanna og erlendra kröfuhafa á kostnađ fólksins í landinu? 

Ţađ er athyglivert ađ ţau Steingrímur og Jóhanna eru horfin úr umrćđunni. En ţau geta leyft sér ţađ međan kjölturakkar ţeirra undir stjórn Gylfa Magnússonar viđskiptaráđherra bođa löglausar ađgerđir fjármálafyrirtćkja.


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Okt. 2022
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 547
  • Sl. sólarhring: 917
  • Sl. viku: 2546
  • Frá upphafi: 1957770

Annađ

  • Innlit í dag: 484
  • Innlit sl. viku: 2239
  • Gestir í dag: 459
  • IP-tölur í dag: 438

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband