Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Til vansa fyrir Bandaríkin

Joe Biden tók viđ völdum sem forseti Bandaríkjanna fyrir ári. Valdatími hans hefur veriđ svo skelfilegur, ađ hann hefur orđiđ sér til vansa bćđi heima og erlendis. 

Heilsteypta stefnu í utanríkismálum skortir. Sneypuleg endalok  í Afganistan og vanhćfni forsetans ţar hafa leitt til ţess, ađ andstćđingar Bandaríkjanna telja sig geta fariđ sínu fram. Rússar hóta innrás í Úkraínu og Kínverjar ađ innlima Taiwan. Prelátarnir í Íran telja sig geta fariđ sínu fram.

Stefna Biden inn á viđ, hefur ekki síđur veriđ slćm. Áhersla hefur veriđ lögđ á gegndarlausa eyđslu hins opinbera, sem hefur leitt til mestu verđbólgu í 40 ár eđa 7%. Stefna vitifirrta vinstrisins í Demókrataflokknum í Bandaríkjunum m.a. ađ draga úr framlögum til lögreglu og andstöđu viđ störf hennar,hefur leitt til glćpaöldu. Í San Francisco og Los Angeles sem Demókratar hafa stjórnađ í langa hríđ eru rán og gripdeildir orđin svo algeng, ađ ţau ţykja ekki lengur fréttnćm.

Stefna Demókrata undir forustu Biden hefur leitt til efnahagslegs óstöđugleika, hnignunar borga,glćpaöldu og vaxandi innanlandsátaka. Í einu orđi sagt ţá hefur stjórn Biden veriđ skelfileg.

Vinsćldir forsetans hafa hrapađ og innan viđ ţriđjungur kjósenda telur hann hafa stađiđ sig sćmilega eđa vel í embćtti. Ţrátt fyrir ađ óstjórnin og glundrođin sem afleiđing af stefnu og stefnuleysi Biden og stjórnar hans, ţá ţegja helstu fjölmiđlar eins og ţeir geta um ţađ. En vandamálin hverfa ekki međ ţví og dćmi eru um, ađ fjölmiđlum sem hafa stutt Demókrataflokkin er nóg bođiđ. 

Spurning er hvort ađ ein vinstri sinnađasta fréttastofa lýđrćđisríkja, fréttastofa RÚV tekur viđ sér og áttar sig á hvílílka skelfingu vinstri stefna Biden og bullukollustefna borgarstjóra Demókrata í Bandaríkjunum eru ađ leiđa yfir ţjóđina.

Hvađ sem ţví líđur eđa eins og Biden segir, ţegar hann tapar ţrćđinum "Anyway", ţá eru kosningar í Bandaríkjunum í nóvember. Međ sama áframhaldi munu Demókratar tapa meirihluta sínum bćđi í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni. Spurningin er bara hvađ mikiđ tjón Biden og fylgifiskar hans geta unniđ á međan og hve miklu áliti og afli Bandaríkin tapa ţangađ til. 

En kjósendur sitja alltaf uppi međ vanhćfa stjórnendur, sem ţeir kunna ađ hafa glćpst á ađ kjósa. Ţessvegna skiptir máli ađ kjósa og kjósa rétt.


Hin sérstćđu tengsl viđ Ísland

Svonefndir umsćkjendur um alţjóđlega vernd, eru af landlćkni sagđir hafa sérstök tengsl viđ Ísland. Ţeir njóta undanţágu frá sóttvarnarráđstöfnum, sem ferđamenn ţurfa ađ sćta. 

Umsćkjendur um alţjóđlega vernd og ađstandendur ţeirra ţurfa ekki ađ framvísa neikvćđu PCR prófi fyrir brottför til Íslands eđa sćta íţyngjandi ráđstöfnum sem ferđafólk ţarf ađ sćta. Hvađ ţýđir ađstandendur, pabbi,mamma,systkini, eiginkonurnar ţrjár og frćndi og frćnkur?

Umsćkjendurnir um alţjóđlega vernd, áđur hćlisleitendur og áđur ólöglegir innflytjendur og ađstandendur njóta sömu réttinda og íslenskir ríkisborgarar. Ekki skiptir máli hvađan ţeir koma. 

Um og yfir 90% hćlisleitenda eru ungir karlmenn. Ćtla má, ađ smittíđni ţeirra sé ekki minni en almenns ferđafólks.

Svona er rugliđ í kringum flóttamannaiđnađinn. Svonefndir hćlisleitendur njóta sérréttinda sagđir hafa sérstök tengsl viđ landiđ ef ţeir góla ađ ţeir séu flóttmenn. Síđan fá ţeir fćđi og húsnćđi, lögfrćđiţjónustu lćknisţjónustu, sálfrćđi- og geđţjónustu auk dagpeninga o.s.frv.

Mikill bragur vćri nú á ţví, ađ íslenska ríkisstjórnin teygđi velferđarkerfiđ svo langt, ađ íslenskir ríkisborgara nytu sama atlćtis og hlaupastrákarnir frá Afríku og Miđ-Austurlöndum. Ef ţađ gengur ekki, ţá gengur ţađ  heldur ekki fyrir ţá.

Ţađ er kominn tími til ađ hćtta ţessu dekri viđ fólk,sem á ekkert erindi til Íslands.

 


Boris rćr lífróđur

Boris Johnson forsćtisráđherra Breta er um margt sjarmerandi  ólíkindatól. Hann náđi ađ verđa borgarstjóri í London, sem annars er hefđbundiđ vígi Verkamannaflokksins og var besti málflytjandinn fyrir Brexit. Íhaldsflokkurinn vann stórsigur undir hans forustu í síđustu kosningum.

Ţrátt fyrir ţetta rćr Boris nú lífróđur fyrir ţví ađ halda embćttinu. Margir spáđu ţví, ađ efnahagsmálin yrđu honum ţung í skauti og ţau verđa ţađ standi hann af sér spjótalögin núna. Boris er baráttumađur og í gćr náđi hann ţví tárfellandi á stundum, ađ fá ýmsa ţingmenn Íhaldsflokksins til ađ draga til baka kröfu um vantraust og leiđtogakjör. Ţađ var áfangasigur.

Boris er samt verulega laskađur.  Í fyrsta lagi reyndi hann ađ blekkja ţingiđ. Í öđru lagi gerđist hann brotlegur viđ eigin sóttvarnarlög. Ţó svo ađ Boris nái höfn núna, ţá hefur hann misst tiltrú ţjóđarinnar og hana verđur erfitt ađ endurvinna.

Í Bretlandi taka menn ţađ óstinnt upp ţegar ráđherrar segja ţinginu ekki satt. En eru ekki eins teprulegir gagnavart áfengisneyslu og viđ.  Áfengisneyslan er ţó ekkert atriđi heldur brot Borisar á lögum og međ hvađa hćtti hann reyndi ađ blekkja ţingiđ. 

Sennilega er hann svo laskađur ađ ţađ vćri best fyrir Íhaldsflokkinn ađ hann fćri. En Boris er ólíkindatól og ólíkindatól geta stundum stađiđ af sér storma sem engir ađrir geta. 


Ef til og kannski gerist eitthvađ

Ríkislögreglustjóri lýsti yfir neyđarstigi fyrir nokkru. Ekki vegna ţess ađ ţađ vćri einhver neyđ heldur vegna ţess ađ ef til vill mundi hún verđa. Upptaktur fyrir hertari sóttvarnir, en sóttvarnarlćknir segir ađ kannski fjölgi smitum mikiđ og e.t.v. lendi svo margir á gjörgćslu ađ spítalinn eini ráđi ekki neitt viđ neitt og e.t.v. gćti skeđ ađ Omicroniđ sé hćttulegra en ţađ lítur út fyrir. 

Ađ sjálfsögđu samţykkir ríkisstjórnin hertari ađgerđir sem kosta milljarđa á milljarđa ofan vegna ţess ađ e.t.v. gćti eitthvađ vont gerst ađ mati e.t.v. og kannski "vísindana".

Í sjálfu sér ekki annars ađ vćnta af ríkisstjórn sem hefur ţađ sem ađalstefnumál, ađ auka skattheimtu og rýra lífskjör í landinu vegna ţess ađ e.t.v. gćti hlýnađ um eina gráđu. 

Ţurfum viđ ekki ađ takast á viđ lífiđ af einurđ og festu og muna, ađ ţađ sem drepur okkur ekki gerir okkur sterkari. 

Ríkisstjórninin ţyrfti líka ađ hćtti ađ stjórna ţjóđfélaginu á grundvelli ótta, hugarburđar og misjafnra reiknilíkana međ hundrađa milljarđa ónauđsynlegum tilkostnađi vegna ţess ađ e.t.v. og kannski gćti annars eitthvađ gerst. Jafnvel ţó ţađ sé ólíklegt.

 

 


Mýrdalurinn

Íslendingar eru í minnihluta í Mýrdalnum. Ţessi stađreynd vekur upp ýmsar spurningar.

Gríđarleg fjölgun hefur orđiđ á ađstreymi og búsetu fólks af erlendu bergi brotiđ undanfarin ár. Sem betur fer hefur mikill meirihluti ađfluttra veriđ dugmikiđ gott fólk, sem hefur veriđ til góđs fyrir land og ţjóđ. 

Íslendingar eru fámenn ţjóđ. Viđ höfum sérstaka tungu og menningu. Viljum viđ ekki leggja eitthvađ á okkur til ađ varđveita hvorutveggja? Ţá ţarf ađ gera kröfur til ţeirra sem koma til fastrar búsetu, ađ ţeir lćri tungumáliđ og ađlagist  íslensku ţjóđlífi sem fyrst. 

Á sma tíma verđum viđ ađ gćta ţess, ađ takmarka ađflutning viđ ţađ sem er viđráđanlegt til ađ íslenskt ţjóđerni sem slíkt, tunga okkar og menning hverfi ekki í ţjóđahafinu. Slíku slysi verđur ađ afstýra.

Sem betur fer telur fólk, sem okkur er náiđ ađ siđum, trú og menningu, Ísland vera ţađ eftirsóknarvert, ađ fleiri vilja flytja hingađ en viđ getum auđveldlega ráđiđ viđ. 

Ţađ er ţví međ ólíkindum,ađ íslenska ríkisstjórnin skuli vera svo heillum horfin, ađ setja hvorki reglur né gera nánast nokkuđ í ţví ađ efla og vernda íslenska menningu og tungu á ţessum tímum, sem ţess er mikil ţörf.

Ţvert á móti ţá hamast ríkisstjórnin viđ ađ trođa inn í  landiđ stórum hópum af fólki sem kemur ekki til ađ vinna og er frá menningarsvćđum, sem eru ólík okkar og reynsla nágrannaţjóđanna sýnir, ađ ţađ fólk ađlagast ekki ţjóđfélaginu hvorki lögum ţess siđum eđa reglu. Er ekki kominn tími til ađ koma í veg fyrir ţađ?


Dómarar í sjálfs síns sök

Dómarar á íţróttaleikjum sćta oft ámćli fyrir ađ vera lélegir eđa dćma illa. Sjaldnast eru ţeir ţó sakađir um óheiđarleika. Gagnrýnin lítur ađ ţví ađ ţeir séu ekki nógu góđir. 

Ríkisútvarpiđ rekur fjölmenna fréttastofu. Fréttamennirnir taka ákvörđun um hvađ ţyki fréttnćmt og hvađ ekki. Iđulega hefur veriđ á ţađ bent, ađ ţessi fréttastofa sinni hlutverki sínu illa. Fréttir séu lélegar en ţó ţađ sem verra er ađ ţađ sé ekki fullkominn heiđarleiki í framsetningu frétta vegna pólitískrar afstöđu fréttamanna. Ţá virđist sem ađ RÚV sé ćtíđ málsvari einnar skođunar og afstöđu sbr. kastljósţćtti og kveik. Ađrar skođanir en ţćr einu réttu ađ mati fréttamanna RÚV fá ađ komast ađ.

Á valdatíma Donald Trump Bandaríkjaforseta leiđ varla sá dagur, ađ fréttastofa RÚV segđi ekki fréttir af válegum tíđinum í Bandaríkjunum eđa hvađ Trump vćri hrođalega vitlaus. Morgufréttir byrjuđu nánast alltaf á ţví ţegar Kóvídiđ kom, hvađ margir hefđi smitast daginn áđur í Bandaríkjunum og síđan var hamrađ á ţví daginn á enda međ ýmsmum tilbrigđum. 

Ţegar Joe Biden tók viđ hurfu ţessar fréttir úr  RÚV. Gat veriđ ađ ţá hefđi ekkert fréttnćmt veriđ ađ gerast í ţví landi? 

Ţessa dagana undir stjórn Joe Biden, eru innlagnir á spítala í Bandaríkjunum fleiri en nokkru sinni fyrr. Verđbólga er hćrri en hún hefur veriđ síđustu fjóra áratugina og ţeir sem eru ánćgđir međ störf forsetans eru einungis 33% ţjóđarinnar eđa 5% fćrri en voru ánćgđir međ störf Trump á sama tíma. Af hverju ţykir fréttamönnum RÚV ţetta ekki fréttaefni? Ţćr hefđu vafalaust veriđ stórfréttir hefđi Trump veriđ forseti.

Íţróttadómarar eru stundum lélegir af ţví ađ ţeim yfirsést. En ţađ lćđist ađ mörgum sá grunur,ađ fréttastofa RÚV sé ekki bara léleg vegna ţess ađ ţeim hafi yfirsést. 

Svo miklu varđar á íţróttaleikjum,ađ ţađ eru sérstakir eftirlitsdómarar og hćgt er ađ endurskođa dóma međ ţví ađ horfa á upptökur. Fréttamenn RÚV hafa enga eftirlitsdómara til ađ fylgjast međ ađ ţeir halli ekki réttu máli og ađhald og eftirlit međ fréttstofunni er ekkert. 


Helsi og ríkisbákn

Í árdaga frelsisbaráttu gegn ofurvaldi ríkis, fangelsunum og frelsisskerđingu stjórnvalda, báru ţeir sem skilgreindir eru til vinstri í pólitík gunnfána frelsisbaráttunar og kröfđust mannréttinda á grundvelli "algildra" réttinda einstaklinga.

Í ljósi sögunar er sérkennilegt, ađ ţegar ríkisvaldiđ beitir nú ítrekađ ţvingunum og frelsisskerđingu, ađ ţá skuli engin málsmetandi vinstrimađur kveđa sér hljóđs og mótmćla valdbeitingu ríkisins og benda á hve auđvelt ţađ sé ađ koma á fasískri alrćđisstjórn međ ađstođ fjölmiđla og skírskotun til vísinda og ađsteđjandi ógnar. 

George Orwell er dćmi um vinstri mann sem óađi viđ ţví sem hann horfđi framan í á síđustu öld, fasisma, nasisma og kommúnisma. Hann skrifađi bćkurnar "Animal Farm" og "1984" til ađ vekja athygli á hvernig stórnvöld vinna til ađ ná fram algerri stjórn.

Vinstriđ er nú heltekiđ af baráttu fyrir sjónarmiđum fólks sem hafnar náttúrulögmálunum og ţjóđlegri arfleifđ og menningu Vesturlanda.

Á sama tíma eru hćgri sem vinstri stjórnir á Vesturlöndum ađ hamast viđ ađ setja reglur sem eru andstćđar lýđfrelsi og stćkka ríkisbákniđ sem aldrei fyrr. Hér hefur vöxtur ríkisbáknsins veriđ slíkur á síđustu árum ađ ţađ er á góđri leiđ međ ađ verđa stćrsta efnahagsváin á komandi árum.

Ţeir sem mótmćla ítrekuđum frelsisskerđingum eru iđulega sakađir um svik viđ hjarđhegđunarhugmyndafrćđi alţýđulýđvelda og útmálađir eins og andstćđingar Mao og áđur Stalíns voru sem svikarar viđ fólkiđ og alrćđisstefnuna. Hrópađ er ađ ţeir sem mótmćla hugi ekki ađ almannaheill og hugsi ekki um velferđ og öryggi fólks eins glórulaust og ţađ og var líka í Peking og Moskvu á sínum tíma

Ţrátt fyrir ađ vinstriđ hafi algerlega brugđist ţví ađ standa vörđ um ţćr frelsishugmyndir, sem ţeir tileinkuđu sér og börđust fyrir árum og jafnvel öldum saman og skópu í tímans rás bestu og öruggstu ţjóđfélög heimsins, ţá ţarf hćgra fólk nú ađ endurskođa gaumgćfilega eigin gildi og hvađ teljist ásćttanleg afskipti ríkisvaldsins af borgurunum og atvinnulífinu. 

Lífskjör í landinu munu bara versna ef barátta fyrir megrun ríkiskerfisins byrjar ekki ţegar í stađ međ sama hćtti og lýđfrelsi verđur í verulegri hćttu ef frelsisunandi fólk tekur ekki höndum saman um ađ móta ný gildi og viđmiđanir sem eiga viđ og geta komiđ í veg fyrir ađ ríkisvaldiđ geti fariđ sínu fram.

 

 

 

 

 


Evrópusambandiđ eđa ţjóđarhagsmunir

Evrópusambandiđ (ES) heldur ţví fram, ađ lög ţess eigi ađ gilda umfram lög einstakra ađildarríkja og EES ríkja eins og Íslands.  

Dómstólar í Póllandi og Ţýskalandi hafa komist ađ ţeirri niđurstöđu, ađ lög ţeirra eigi ađ gilda umfram ES lög. ES hefur hótađ lögsókn gegn Póllandi en Ţýska ríkisstjórnin hefur lýst yfir,ađ hún muni virđa lög ES ađ fullu.

Nú hefur dómstóll í Rúmeníu komist ađ sömu niđurstöđu og sá pólski,ađ lög Rúmeníu gildi umfram lög ES. ES mótmćlir međ sama hćtti og fyrr, hótar málsókn og refsiađgerđum. 

Skv. nýlegri skođanakönnun í Rúmeníu, telja 70% Rúmena, ađ stjórnskipulegt fullveldi Rúmeníu sé svo mikilvćgt, ađ ţađ verđi ađ greiđa ţađ gjald, sem ţví fylgir til ađ varđveita ţađ. 

Rúmenía er eitt fátćkasta land í Evrópu og nýtur verulegra styrkja frá ES. Landiđ ţolir illa refsiađgerđir. Samt sem áđur er niđurstađa úr skođanakönnuninni sú, ađ mikill meirihluti er reiđubúinn til ađ greiđa ţađ gjald sem fylgir ţví ađ varđveita fullveldi landsins.

Vonandi er jafnstór meirihluti Íslendinga líka tilbúinn ađ greiđa ţađ gjald sem ţarf til ađ varđveita fullveldi Íslands. Tekist verđur á um ţau sjónarmiđ nćstu ár ţar sem ES ćtlar hvergi ađ hvika í ţeim áformum sínum ađ vera allsráđandi.


Tími til ađ komast út úr döprum örlögum

Í bandarískri kvikmynd(The Groundhog day) segir frá manni, sem festist í sama deginum og endurlifir hann aftur og aftur.  Sjónvarpsmađurinn reyndi allt til ađ komast út  úr ţessum döpru örlögum ađ alltaf vćri sami Dagurinn. Sömu döpru örlogin endurlifa Reykjavíkingar. Dagur B. Eggertsson, stjórnar Reykjavíkurborg jafnvel ţó ađ kjósendur hafni honum ítrekađ.  

Dagur varđ fyrst borgarstjóri áriđ 2007. Síđan kom Jón Gnarr áriđ 2010, en Dagur var samt raunverulegur stjórnandi.

Jón Gnarr er flottur leikari. Međan hann var borgarstjóri kom ţađ vel í ljós. Á degi blindra fór hann um međ hvíta stafinn blindastur allra, á degi fatlađra fór Jón um á hjólastól fjölfatlađastur allra og á hinsegin dögum var Jón Gnarr dragdrottning par exellance. Á međan stjórnađi. Dagur B. á međan dragdrottningin sveiflađi síđpilsinu í göngu hinsegin fólks. 

Frá 2014 hefur Dagur veriđ borgarstjóri og ţađ hefur hallađ undan fćti hjá borginni. Skuldasöfnun, spilling, umferđaröngţveiti og skortur á ađ hreinsun gatna og viđhald sé međ ţeim hćtti sem nauđsynlegt er. 

Er fólk búiđ ađ gleyma Bragganum frćga í Nauthólsvíkinni og dönsku stráunum. Allt einstök spilling sem gerđi ţađ ađ verkum, ađ Dagur tilkynnti sig veikan og lét ađra um ađ svara fyrir óhrođann. Ţó ţađ dćmi vćri svćsiđ ţá var ţađ ađeins eitt af mörgum, ţar sem ađhalds og sparnađar er ekki gćtt enda verđur fjárhagur Reykjavíkurborgar stöđugt verri undir stjórn Dags. 

Ţađ er ađ vissu leyti snilld ađ geta stöđugt fengiđ nýja flokka sem hćkjur til ađ styđjast viđ og geta veriđ áfram borgarstjóri. Dagur B. hefur veriđ snillingur í ţví, ţvert á vilja borgarbúa.

Í lok  áđurnefndrar kvikmyndar, tókst manninum hann loks,ađ gera ţađ besta út úr deginum. Í raunveruleikanum hafa menn fullreynt ţennan Dag, sem er ekki ađ taka framförum nema síđur sé og er vonandi ađ kvöldi kominn. 

Ţađ er hćgt ađ gera miklu betur en Dagur B Eggertsson og međreiđarfólk hans. Ţađ ţarf framsćkiđ fólk, sem vill stjórna međ hagsmuni allra borgarbúa ađ leiđarljósi. Ţess er ađ vćnta ađ ţađ komi fram og geri sig gildandi í kosningunum í vor. 

 

 


Jafnvel gamlir símastaurar syngja

Guđmundur Árni Stefánsson fyrrum ţingmađur, ráđherra og sendiherra hefur ákveđiđ ađ gefa kost á sér viđ bćjarstjórnarkosningar í Hafnarfirđi. Ekki fór hjá ţví,ađ mér dytti í hug stef úr ljóđi Tómasar Guđmundssonar "Austurstrćti" ţegar ég las hjartnćma yfirlýsingu Guđmundar Árna, ţar sem skáldiđ segir "og jafnvel gamlir símastaurar syngja".

Nú skal tekiđ fram, ađ Guđmundur Árni er á besta aldri yngri en viđ Trump, sem erum ţó enn í fullu fjöri.

Guđmundur Árni á margt gott skiliđ. Hann var hógvćr geđţekkur stjórnmálamađur. Hann hrökklađist úr ráđherrasćti vegna athugasemda Ríkisendurskođunar fyrir atriđi, sem mundu ekki teljast miklu máli  skipta í dag. Alla vega hefur núverandi forsćtisráđherra tekiđ ákvarđanir án heimilda í fjárlögum um margfallt meiri ríkisútgjöld án heimilda, en ţeirra,sem Ríkisendurskođun gerđi athugasemd viđ á sínum tíma í ráđherratíđ Guđmundar Árna. Guđmundur Árni hefđi ekki ţurft ađ segja af sér, en gerđi ţađ samt og ţađ var mannsbragur af ţví. 

Jafnvel ţó ađ stjórnmálamönnum verđi eitthvađ á, ţá eru ţađ kjósendur sem ákveđa pólitísk örlög ţeirra.

Ţađ er kćrkomiđ ađ eđalkrati eins og Guđmundur Árni skuli gefa kost á sér til starfa í pólitík á ný. Samfylkingin hefur ekki veriđ í raunpólitík undanfarin ár og núverandi formađur hefur ýtt flokknum út á ystu brún bjargsnasar villta vinstrisins ţar sem hann lafir á klettabrúninni ásamt Pírötum. Mađur eins og Guđmundur Árni ćtti ađ geta spornađ viđ ţessari pólitísku vinstri nauđhyggju formannsins og flokksins og gert hann ađ raunverulegum pólitískum valkosti á ný.

Fyrsta verkefni Guđmundar Árna eftir 28 ára hvíld viđ kjötkatla sendiherraembćtta og frođumennsku íslenskrar utanríkisţjónustu verđur ađ fá stuđning til forustu í Hafnarfirđi, sem ég vona ađ honum takist og síđan ađ heyja kosningabaráttu ţar sem hann ćtlar sér ađ sćkja ađ Sjálfstćđisflokknum.

Á sama tíma og ég óska Guđmundi Árna til hamingju međ endurkomu í pólitík og vona ađ hann hafi mikil og góđ áhrif innan eigin flokks, ţá vona ég ađ honum mistakist ţađ ćtlunarverk sitt ađ koma meirihluta Sjálfstćđismanna í Hafnarfirđi frá völdum. 

Meirihluti Sjálfstćđismanna í Hafnarfirđi hefur stađiđ sig vel á kjörtímabilinu og á ţađ skiliđ ađ fá víđtćkan stuđning kjósenda. Guđmundur Árni veit ţađ en telur greinilega ađ best sé ađ byrja pólitísk afskipti á nýjan leik međ ţessum hćtti. En hugur hans stefnir örugglega frekar í landsmálin, ţar sem hann á frekar heima og getur gefiđ meira af sér.  Ţar er verk ađ vinna fyrir Guđmund, en ekki í bćjarstjórnarmálum í Hafnarfirđi. Ţar getur hann ekki bćtt um betur.


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2022
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 435
  • Sl. sólarhring: 780
  • Sl. viku: 5145
  • Frá upphafi: 1852436

Annađ

  • Innlit í dag: 403
  • Innlit sl. viku: 4494
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 369

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband