Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2007

Hvađ skyldi sjávarútvegsráđherra hafa sagt?

Skyldi sjávarútvegsráđherra hafa sagt samstarfsráđherrum sínum á Norđurlöndunum ađ fiskveiđistjórnunin á Íslandi hefđi gjörsamlega brugđist. Ađ viđ eftir vísindalega takmörkun veiđa í aldarfjórđung stöndum frammi fyrir mun alvarlega ástandi ţorskstofnsins en fyrr skv niđurstöđu Hafrannsóknarstofnunar.

Skyldi sjávarútvegsráđherra hafa sagt samráđherrum sínum ađ kvótakeriđ hafi Halldór Ásgrímsson klćđskearsniđiđi í samráđi viđ LÍÚ og fariđ á bak viđ formann sinn Steingrím Hermannsson. Steingrímur segir ţađ alla vega í ćvisögu sinni. Fiskveiđistjórnunarkerfiđ var sniđiđ ađ hagsmunum stórútgerđarinnar. 

Skyldi sjávarútvegsráđherra hafa sagt ađ afleiđingar kvótakerfisins vćru ađ byggđ viđ sjávarsíđuna vćri víđa ađ fara í eyđi. Skyldi hann hafa sagt ađ formađur sjávarútvegsnefndar teldi ţađ helst til varnar ađ takmarka veiđi gríđarlega og láta ríkiđ standa fyrir atvinnubótavinnu?

Skyldi nokkur af fiskveiđiráđherrum Norđurlanda hafa orđađ ţađ ađ nauđsynlegt vćri ađ breyta til ţar sem kvótastýrđar fiskveiđar í ţví formi sem ţćr eru hér hafa hvergi skilađ árangri?


mbl.is Rćtt um fiskveiđistjórnun, kosti hennar og galla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Blair hćttir.

Tony Blair tókst ađ fćra stirđnađan sósíalistaflokk ađ markađshyggjuhugmyndum eftir ađ hann varđ formađur Verkamannaflokksins enska.  Á sama tíma var Íhaldsflokkurinn orđinn ţreyttur ríkishyggjuflokkur. Blair vann sigur og var forsćtisráđherra í 10 ár.

Ţann tíma sem Blair hefur veriđ forsćtisráđherra hefur veriđ uppgangur í ensku efnahagslífi og Blair hefur veriđ lipur stjórnmálamađur. Stóru mistökin í stjórnmálalífi Blair var ađ ana út í ólögmćta innrás í Írak međ vini sínum George W. Bush jr. Eftir ţađ átti Blair erfitt uppdráttar.  Bretar hafa veriđ í erfiđleikum međ sjálfa sig og Evrópusambandiđ. Ţess vegna hafa ţeir aldrei veriđ ráđandi afl í Evrópusambandinu. Taliđ var ađ Blair vćri ţví hlynntur ađ taka upp Evru en ađrir voru á móti og af ţví varđ ekki. Blair ćtlađi sér greinilega stóra hluti innan Evrópusambandsins og ţađ hefđi ađ ýmsu leyti orđiđ til góđs hefđi honum tekist ađ koma ýmsu af ţví fram sem hann barđist fyrir eins og t.d. ađ draga úr styrkjum til landbúnađar.

Gordon Brown sem nú tekur viđ ađ Blair er járnkarl og ég tók eftir ţví í fyrstu kosningabaráttunni sem ţeir háđu saman Blair og Brown sem forustumenn í Verkamannaflokknum ađ ţađ var mikiđ spunniđ í Brown og hugmyndarfrćđilega var hann ákveđnari og öruggari en Blair. Brown er hins vegar lengra til vinstri og nú verđur fróđlegt ađ sjá hvort hann lćtur vinstri villu heltaka sig og stýrir međ ţví í áratuga stjórnarandstöđu Verkamannaflokksins.


Hvađ fá landsliđskonur fyrir landsleik?

Mér datt ţađ í hug á baráttudegi kvenna 19 júní hvort ekki yrđi á ný vakin athygli á ţví og spurt hvort ađ selpurnar okkar sem spila í lkvennaandsliđinu í fótbolta fái sömu greiđslur frá KSÍ og strákarnir okkar sem spila í karlalandsliđinu í fótbolta.  Ég sá engan velta ţessari spurningu upp.

Nú spyr ég fá stelpurnar okkar sama fyrir ađ spila landsleiki og strákarnir okkar? Ef ekki ţá af hverju?

Rökin gegn ţví ađ greiđa stelpunum ţađ sama geta ekki veriđ önnur en hefđbundin sjónarmiđ fyrir ţví ađ viđhalda launa- og ađstöđumun kynjana eđa hvađ?


Réttindabarátta kvenna.

Baráttudagur fyrir réttindum kvenna minnir á ađ  konur hafa ekki enn náđ jafnstöđu viđ karla í reynd ţó ađ konur njóti jafnréttis í lagalegu tilliti. Ţađ ţarf viđhorfsbreytingu. Kvenréttindabarátta er í raun mannréttindabarátta. Barátta fyrir ţví ađ allir borgarar samfélagsins séu metnir og njóti sömu réttinda.

Dagurinn í dag á ađ minna okkur á nauđsyn ţess ađ konur nái jafnstöđu í samfélaginu. Dagurinn á líka ađ minna okkur á hvađ stađa kvenna víđast hvar í heiminum er bágborin. Hundruđ ţúsunda kvenna eru seldar mannsali á hverju ári í heiminum í dag. Sumsstađar fá konur ekki ađ vinna, ţćr fá ekki ađ fara í skóla og ţćr fá jafnvel ekki ađ aka bíl. Dagurinn í dag á einnig ađ minna okkur á nauđsyn ţess ađ siđađar ţjóđir beiti öllu afli til ađ koma í veg fyrir mannsal og kvennakúgun hvar sem er í heiminum.

Viđ megum ekki afsaka kvennakúgun á grundvelli "virđingar" fyrir trúarbrögđum eđa siđvenjum annarra menningarheima. Kúgun er kúgun óháđ ţví hvađa ađferđir karlaveldiđ hefur til ađ viđhalda henni. Viđ megum aldrei misvirđa rétt einstaklingsins til ađ fá notiđ mannréttinda eđa afsaka árás á einstaklingsbundinn rétt fólks međ ţví ađ siđvenjur leyfi slíka óhćfu.


Í tilefni ţjóđhátíđar.

Forsćtisráđherra rćddi um ţann vanda sem viđ erum í vegna fyrirsjáanlegs samdráttar ţorskafla. Hans ráđ er ađ standa viđ bakiđ á ţeirri ákvörđun sem sjávarútvegsráđherra tekur um minni aflaheimilidir. Engin fyrirheit eđa hugmyndir eru um ađ breyta kerfinu. Kvótakerfiđ fyrir stórútgerđirnar er trúaratriđi hjá Sjálfstćđisflokknum. Samt sem áđur ţá hefur markmiđ kvótakerfisins ekki náđst. Nú er minni afla ađ fá en ţegar kerfiđ var sett á fyrir aldarfjórđungi.

Kvótakerfi eins og okkar í sjávarútvegi hafa leitt til hruns veiđistofna.

Forsćtisráđherra hefđi getađ gefiđ ţjóđinni ţá ţjóđhátíđargjöf ađ tala um nauđsyn ţess ađ endurskođa kerfiđ međ tilliti til hagsmuna ţjóđarinnar í heild.  Höfum viđ ekki reynt ţetta fyrirkomulag nógu lengi?


Abbas forseti rak ríkisstjórnina í Palestínu.

Vinstri grćnir lögđu fram tillögu til ţingsályktunar um ađ Alţingi samţykkti ađ beina ţví til ríkisstjórnarinnar ađ hún viđurkenndi ríkisstjórn Hamas í Palestínu. Ţingmenn allra flokka nema Frjálslynda flokksins tóku undir ţessa tillögu og mćltu međ henni.

Okkur í ţingflokki Frjálslynda flokksins fannt nauđsynlegt ađ skođa máliđ til hlítar m.a. međ tilliti til ţess ađ Hamas hreyfingin eru skráđ sem hryđjuverkasamtök bćđi hjá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og á stefnuskrá samtakanna er ađ koma á klerkaveldi eins og í Íran og má Ísralesríki af yfirborđi jarđar. Fleira ţarf ađ skođa. Ţess vegna vorum viđ ekki tilbúnir til ađ taka ţátt í pópúlisma í ţessa veru frekar en í öđrum málum.

Nú ţegar tillaga vinstri grćnna hafđi veriđ rćdd einu sinni á Alţingi og ţingmenn allra flokka nema Frjálslyndra lýst stuđningi viđ ađ viđurkenna ríkisstjórn Hamas ţá gerđi Abbas forseti Palestínuaraba sér lítiđ fyrir og rak ríkisstjórnina.

Hefđi ekki veriđ betra ađ skođa málin betur og leggja frekar fram tillögu um stuđning viđ velferđarstarf og uppbyggingu í Palestínu. Palstínumenn hafa ţjáđst of lengi. Ţađ ţarf raunhćfar tillögur og stuđning til ađ hjálpa ţeim frá ţví ađ verđa leiksoppar öfga- og hryđjuverkasamtaka.


Viđ erum enn í hópi hinna viljugu ţjóđa.

Forsćtisráđherra og utanríkisráđherra hittu varautanríkisráđherra Bandaríkjanna í dag. Honum var kynnt ađ nýja ríkisstjórnin harmađi stríđiđ í Írak. Blessađur varautanríkisráđherra horfđi eđlilega stórum augum á ţau skötuhjúin og sagđi gera ţađ ekki allir. George W. Bush jr. Bandaríkjaforseti harmar stríđiđ í Írak. Spurningin er ekki um ţađ. Spurningin er um ţađ hvort fólk harmar innrásina í Írak og hvort ţađ telur hana réttlćtanlega og löglega.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylkingin sögđust ćtla ađ taka okkur af lista yfir hin viljugu ríki sem tóku siđferđilega ţátt í ólögmćtri innrás í Írak. Nú er ţađ ekki á dagskrá. Samfylkingin getur auđveldlega svikiđ ţađ kosningaloforđ eins og svo mörg önnur.  Nú harma ţau stríđiđ en ţađ er ekki minnst á lista hinna viljugu og löglausa innrás andstćđa reglum Sameinuđu  ţjóđanna.

Á sama tíma og undirlćgjurnar tvćr sem hittu varautanríkisráđherra Bandaríkjanna í dag brostu breitt og samţykktu allt sem varautanríkisráđherrann sagđi ţá var ritstjóri breska lćknablađsins Lancet ađ fordćma innrásina í Írak og segja frá ţví ađ innrásin hefđi veriđ lagalega og siđferđilega röng. Hann benti líka á ađ fjöldi fallina í Írak vćru mun fleiri en ćtlađ hefđi veriđ og skiptu a.m.k. mörgum tugum ţúsunda. Ritstjóri Lancet talađi tćpitungulaust um ţađ sem máli skiptir. Merg málsins. Ţađ gerđu íslensku ráđherrarnir ekki og hafa nú samsamađ sig ţeirri ógćfustefnu í utanríkismálum ţjóđarinnar sem Davíđ og Halldór tóku upp ţegar viđ vorum sett á lista yfir hinar viljugu ţjóđir

Ekkert minna en ađ harma löglausa innrás í Írak,  taka okkur af lista hinna viljugu ţjóđa og lýsa ţví yfir ađ viđ tökum ekki ţátt í hernađarátökum eins og var stefna Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstćđisflokksins kemur til greina til ađ hreinsa ţá hneisu af okkur sem siđferđileg samstađa međ Bandaríkjunum í löglausri innrás kostar okkur.  Mér finnst slćmt ađ Ingíbjörg Sólrún skyldi ekki hafa meiri hugsjónastyrk en ţann ađ samţykkja hernađarstefnu Bandaríkjanna.


Frábćr ferđ.

Kvennahreyfing Frjálslynda flokksins stóđ fyrir ferđ um Suđurnes í gćr og ferđinni lauk međ lokahófi í Vitanum í Sandgerđi. Ţađ var gaman ađ sjá hvađ margar konur tóku ţátt í ferđinni og verđa var viđ ţann baráttuanda og ánćgju sem var ríkjandi.

Ásgerđur Jóna Flosadóttir formađur Kvennahreyfingarinnar á heiđur skilinn fyrir frábćrt skipulag og stjórnun.

Ţađ var ánćgjulegt  ađ eiga ţess kost ađ taka ţátt í lokahófinu og sjá hvađ mikil gróska er í starfseminni.


Krafa um ritskođun?

Sérkennileg utandagskrárumrćđa fór fram á Alţingi í gćr. Umrćđuna hóf Guđni Ágústsson formađur Framsóknarflokksins og kveinkađi sér yfir sérstakri útgáfu DV fyrir kosningar en ţađ tölublađ taldi hann vega ađ Framsóknarflokknum. Formađur Framsóknarflokksins taldi ţetta vera andstćtt hugmyndum á bak viđ lög um fjárreiđur stjórnmálaflokka.  Formađur Sjálfstćđisflokksins, forsćtisráđherra var til andsvara tók undir ţetta ađ hluta og taldi ţetta blađ hafa veriđ sérstaklega vinsamlegt stjórnarandstöđunni.

Ţađ má fallast á ţađ međ formanni Framsóknarflokksins ađ ţađ var sótt ađ Framsóknarflokknum í fjölmiđlum fyrir kosningar vegna ađgerđa í ríkisstjórn. Um hinn ríkisstjórnarflokkinn Sjálfstćđisflokkinn var ekki fjallađ međ jafn neikvćđum hćtti ţó full ástćđa hefđi veriđ til. Sjálfstćđisflokkurinn nýtur ţar blađamanna, ţáttastjórnenda og ritstjóra sem styđja flokkinn.

Viđ í Frjálslynda flokknum máttum ţola mjög neikvćđa og óréttmćta umfjöllun í fjölmiđlum meginhluta vetrar. Reynt var af ákveđnum fjölmiđlum ađ stuđla ađ ţví ađ kljúfa flokkinn. Viđ náđum vopnum okkar og héldum fylginu ţó ađ okkur vćri sótt međ ţessum hćtti.

Meginatriđiđ er ţó ekki hvort fjölmiđlar sćkja ađ stjórnmálamönnum og flokkum og ţá hverjum. Ţađ er ţeirra hlutverk í lýđfrjálsu landi.  Stjórnmálamenn ţurfa iđulega ađ sćtta sig viđ óvćgna umfjöllun og stundum ranga. Ţađ er hluti af ţeirri ţjóđfélagsgerđ sem viđ búum viđ. Sama er um auglýsingar frá auđmönnum en ţeir hafa fullan lýđrćđislegan rétt á ađ nýta peningana sína međ ţeim hćtti.

Ţess vegna voru ţeir Geir Haarde og Guđni Ágústsson á vitlausri leiđ ţegar ţeir nánast gerđust talsmenn ritskođunar. Rétta leiđin er ađ efla fjölmiđlun í landinu og gera kröfur til ţeirra. Ţađ tölublađ DV sem var ástćđa umrćđunnar var venjuleg eđlileg blađamennska og betri en meginhlutinn af ţeirri blađamennsku sem ţjóđinni var bođiđ upp á fyrir kosningar.

Foringjar lýđrćđisflokka geta ekki og mega ekki gerast talsmenn ritskođunar eđa skerts tjáningarfrelsis en ţađ var ţađ sem mátti lesa út úr máli ţeirra formanns Framsóknarflokksins og Sjálfstćđisflokksins.


Svartur sjómannadagur.

Ég óska sjómönnum til hamingju međ hátíđisdag sinn. Ţar sem ég ólst upp á Akranesi ţá var sjómannadagurinn helsti hátíđisdagurinn og féllu önnur hátíđarhöld í skuggann. Sjómannadagurinn hefur ţess vegna alltaf skipađ ákveđinn sess í mínum huga sem hátíđisdagur ţeirra sem umfram ađra hafa skapađ ţjóđarauđinn.

Kolsvört skýrsla Hafrannsóknarstofnunar var birt daginn fyrir sjómannadaginn og varpar skugga á hann.  Spurning er nú hvernig á ađ bregđast viđ. Ţessar niđurstöđur stađfesta ţađ sem viđ Frjálslynd höfum haldiđ fram.  Ég hef spurt hvort kvótastýrđar fiskveiđar hafi nokkursstađar í heiminum skilađ árangri. Ţá er ljóst ađ ástandiđ er ţađ alvarlegt ađ óhjákvćmilegt er ađ leita víđtćkustu ráđgjafar sem unnt er og leita og  nýrra leiđa til ađ afrakstur af Íslandsmiđum geti aukist. 

Viđ Frjálslynd gćtum bariđ okkur á brjóst og slegiđ pólitískar keilur en ţjóđarhagur skiptir meira máli. Hvernig nálgumst viđ ţađ vandamál sem viđ er ađ eiga og hvađa úrlausn er best fallin til ađ koma okkur úr ţví ástandi sem viđ nú erum í.  Afrakstur á Íslandsmiđum var um 500 ţúsunda tonna jafnstöđuafla af ţorski um 50 ára skeiđ á árunum 1920-1970. Helmingi meira en heimilt hefur veriđ ađ veiđa ţá áratugi sem kvótakerfiđ hefur veriđ viđ lýđi. Ráđgjöfin nú er ađ einungis verđi veitt um 25% ţess sem var veitt á um 50 ára tímabili fyrir kvótastýrđar fiskveiđar.

Ţetta eru ekki međmćli međ kerfinu. Liggur ekki fyrir ađ ţađ verđur ađ bregđast viđ og breyta um stefnu? 


Nćsta síđa »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 40
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 601
  • Frá upphafi: 2291718

Annađ

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband