6.11.2022 | 08:34
Eigum enga vini nema fjöllin
Kúrdískt máltæki segir. "Kúrdar eiga enga vini nema fjöllin." Kúrdar hafa mátt reyna það um aldir, að vera sviknir af þeim, sem þeir töldu vini sína.
Kúrdar eru merkileg þjóð, sem talar sérstakt tungumál af indóevrópskum uppruna og telja um 35 milljónir, stærsta ríkisfangslausa þjóðin í heiminum. Kúrdar búa aðallega í fjallahéruðum Tyrklands, Íans, Íraks og í Sýrlandi.
Varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi, börðust hatrammlega gegn hryðjuverkaher Isis í samvinnu við Bandaríkin. Kúrdar voru þar í fremstu víglínu. Þegar Kúrdar í Sýrlandi höfðu sigrað Ísis höfðu Bandaríkjamenn ekki not fyrir þá lengur og yfirgáfu þá, þegar Erdogan Tyrkjasoldán hóf að herja á þá og taka land og borgir Kúrda.
Það eru varnarsveitirnar, sem sigruðu Ísis, sem Svíar slíta nú öll tengsl við að kröfu Tyrkja. Lítið leggst þar fyrir mannúð og réttlætiskennd Svía, sem fórna hagsmunum "vina" sinna til að Tyrkir samþykki að þeir fái inngöngu í NATO.
Það er svo sérstakur kapítuli út af fyrir sig, að NATO þjóðir skuli telja sig eiga samleið með Tyrkjum og Evrópusambandið skuli gæla við að taka þá inn í sambandið.
Tyrkir hafa á síðustu árum staðið fyrir innrás í Sýrland og hernumið landssvæði Kúrda og Idlib hérað. Á því verndarsvæði Tyrkja eru leifar af hryðjuverkasveitum Isis, Al Kaída, Al Nusra o.fl. Tyrkir veita þeim vernd. Við því segja NATO þjóðir ekkert. Hvernig skyldi standa á því? Hernaður Asera á hendur Armenum og landvinningar voru líka að undirlagi og með aðstoð Tyrkja.
Evrópusambandið og NATO sjá ekkert athugavert við að Tyrkir herji á lönd og þjóðir og virði ekki "heilög" landamæri. Á þeim bæjum sjá menn enga ástæðu til að beita Tyrki refsiaðgerðum með sama hætti og Rússa. Þannig að það rætist enn og aftur sem kerlingin sagði. "Það er sitthvað Ólafur Pá eða Ólafur uppá."
Við Íslendingar eigum að standa með réttlætinu og taka upp samskipti við Kúrdísku samtökin, sem Svíar eru nú að svíkja, fyrir aðgöngumiða að NATO. Með því mundum við leggja réttlætinu lið eins og við gerðum og erum stolt af þegar Baltnesku þjóðirnar, Eistland, Lettland og Litháen voru að brjótast undan oki Sovétríkjanna.
Við eigum líka að fordæma aumingjaskap Svía og fordæma árásir Tyrkja á nágrannalönd sín, sem og þjóðarmorð þeirra á Armenum í fyrri heimstyrjöld.
Þær stöllur Katrín Jakobsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eru þó ekki líklegar til að standa að slíku. Þá gæti kusk komið á bryddaða kjólinn og þær kjósa heldur að halda áfram að faðma Erdogan Tyrkjasoldán á NATO fundum og mæra hann sem fulltrúa mannréttinda og lýðræðis svo galið svo sem það nú er.
Það er gott að tala um mannúð og mannréttindi þegar ekkert þarf á sig að leggja. En þar skilur á milli feigs og ófeigs hvort fólk er tilbúið í raun til að standa með þeim gildum í verki.
![]() |
Svíar beygja sig undir kröfur Erdogan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2022 | 09:02
Af hverju ekki?
Formaður Sjálfstæðisflokksins setti Landsfund flokksins með frábærri og kröftugri ræðu. Þétt var setinn bekkurinn í Laugardalshöll og þurftu margir að standa enda hátt á annað þúsund manns komin til að taka þátt í störfum Landsfundar.
Ekki var að sjá að loft væri neitt lævi blandið vegna formanns og/eða kosninga til ritara flokksins. Sama hátíðarstemmningin og jafnan þegar þessi fjölmennasti þjóðmálafundur á Íslandi, Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er settur.
Í dag og á morgun tekur alvaran við, þar sem fólk tekst á um málefni og sporgöngufólk hinna ýmsu frambjóðanda munu reyna að tryggja sínum frambjóðanda sem mest fylgi. Allt er það hluti af því lýðræði, sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á skv. skipulagsreglum flokksins.
Að mörgu leyti er sjarmerandi, að það skuli allir vera í kjöri til æðstu embætta Sjálfstæðisflokksins þó að einungis tveir hafi lýst yfir framboði til formanns einn til varaformanns og þrír til ritara.
Í lýðræðisflokki er alltaf nauðsynlegt að gaumgæfa hvort mögulegt sé að koma vali á æðstu trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir með betra hætti. Spyrja má af hverju fá ekki allir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins að kjósa æðstu trúnaðarmenn flokksins. Af hverju bara ákveðnir útvaldir Landsfundarfulltrúar? Af hverju að bjóða upp á tortryggni og særindi vegna vals fulltrúa á Landsfund, þar sem mörgum dyggum og góðum flokksmönnum er nú úthýst af Landsfundi vegna kosningabaráttu þeirra sem þegar hafa lýst yfir framboði í æðstu trúnaðarstöður.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti þegar í stað að breyta skipulagsreglum sínum og miða við að formaður flokksins, varaformaður og ritari séu kosin til ákveðins tíma í opnum lýðræðislegum kosningum allra flokksbundinna Sjálfstæðismanna. Núverandi fyrirkomulag kosningaréttar útvaldra á að heyra fortíðinni til.
4.11.2022 | 09:14
Lygum hæfa laun ill
Illt er að vinna hjá vanþakklátum vinnuveitanda. Enn verra ef vinnuveitandinn skipar þér til verka og skammar þig síðan fyrir að gera það sem fyrir þig er lagt.
Hugsið ykkur starfsaðstöðu Útlendingastofnunar og lögreglu við að framfylgja lögum um útlendingamál. Lögin kveða á um ákveðna framkvæmd, sem ákveðin er af Alþingi og stjórnvöld skipa starfsfólki Útlendingastofnunar og lögreglu til verka í samræmi við lögin. Síðan kannast stjórnmálamennirnir ekki við neitt og fordæma jafnvel lögreglu fyrir að vinna þau verk sem þeir hafa sjálfir lagt fyrir hana að vinna.
Forsætisráðherra harmar að lögregla skuli hafa farið að lögum og krefst rannsóknar og fjármálaráðherra og umhverfis- og orkumálaráðherra, sem báðir sækjast eftir formannsstöðu í Sjálfstæðisflokknum fara undan eins og hérar í málinu þegar um er spurt.
Til stóð að flytja 28 ólöglega innflytjendur úr landi í gær, en 13 fundust ekki og eru því hér enn ólöglega. Áróðursmiðill opinna landamæra á Íslandi RÚV brást við með því með einhliða áróðursfréttum og torveldaði störf lögreglunnar og gerði þau tortryggileg. Útvarpsstjóri sem var lögreglustjóri ætti að hafa þá starfsskyldu að benda starfsfólki sínu á skyldu sína skv. lögum m.a. um hlutlægni í fréttaflutningi. En útvarpsstjóri virðist ekki hafa fundið sér neitt verkefni enn. Forveri hans las þó altént fréttir þannig að ekki var hann með öllu ónýtur.
Biskupinn yfir Íslandi þverar forsíðu Fréttablaðsins og biður um miskunn fyrir ólöglega innflytjendur, sem hefur þegar verið sýnd öll sú miskunn, sem útlendingalög kveða á um og þar er af miklu að taka enda hefur miskuninn þegar kostað skattgreiðendur hundruði milljóna hvað þessa ólöglegu innflytjendur eina varðar. Sjálf telur þessi biskup ekki neina ástæðu til að sýna öðrum þessvegan undirmönnum sínum neina miskun og hefur hamast við að gleyma dæmisögu Jesú um bersyndugu konuna. (Sá yðar sem syndlaus er o.s.frv.)
Loks geltir Viðreisnarþingmaðurinn fyrrverandi, sem var talinn út af þingi eftir síðustu kosningar í leiðara Fréttablaðsins og segir að við búum við "fjandsamlega stefnu í útlendingamálum" Maðurinn veit greinilega ekki að það er engin þjóð í Evrópu, sem hefur jafn vinsamleg lög hælisleitendum og við Íslendingar.
Stjórnmálaelítan og fréttaelítan ásamt Garminum í Gnipahelli í líki biskupsins yfir Íslandi eru annað hvort á harðahlaupum undan eigin ákvörðunum eða stefna að því væntanlega vísvitandi, að eyðileggja íslenskt velferðarkerfi, öryggi og velferð þessarar þjóðar með því að skipta um þjóð í landinu. Aumt er að sjá þetta lið allt í einni lest eins og Bólu Hjálmar orti á sínum tíma.
Eru virkilega ekki til stjórnmálamenn á Íslandi sem þora að stíga fram og taka upp baráttuna fyrir íslenska þjóð, menningu og gildi og standa vörð um að þessi auðæfi glatist ekki í þjóðarhafinu vegna skammsýni stjórnmálafólks, sem þorir ekki að standa við sannfæringu sína og eigin aðgerðir en varpar meintri sök á þá,sem skipað er til þeirra verka sem það sjálft hefur krafist af þeim.
2.11.2022 | 09:39
Olía á verðbólgubálið
Borgartjórinn í Reykjavík gerði grein fyrir því í gær, að borgarstjóður væri rekinn með milljarða halla og hallarekstur væri fyrirsjáanlegur. Vissulega nokkuð önnur mynd en dregin var upp í aðdraganda kosninganna s.l. vor.
Lausnin sem borgarstjóri býður borgurunum upp á er aukin skattheimta og veruleg hækkun á þjónustugjöldum, sem munu auka enn á verðbólgubálið, en meirihlutanum í Reykjavík kemur það ekki við. Samfylking, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bera alla ábyrgð á því að svona skuli vera komið og engin þeirra flokka ætlar sér að axla ábyrgð vegna þessa eða annars. Það gera óreiðustjórnmálamenn almennt ekki hvorki hjá ríki eða borg.
Á sama tíma og borgarstjóri tilkynnir um óreiðuna og skuldasöfnunina hjá Reykjavíkurborg hækka fasteignagjöld verulega vegna ofurhækkana á fasteignum á síðasta ári, en það dugar samt hvergi til. Í tillögum meirihlutans er auk heldur engar haldbærar tillögur til lausnar aukinni skuldasöfnun, þar sem áætlanir meirihlutans miða við áframhaldandi hallrekstur og aukna skuldasöfnun.
Þrátt fyrir hallareksturinn sem bitnar á borgurum Reykjavíkur vegna ofurskatta á fasteignir og hækkaðra þjónustugjalda ætlar Reykjavík samt ekki að hægja neitt á bruðlinu. Áfram verða borgarfulltrúar á glórulausum ofurlaunum miðað við vinnuframlag og pólitískum vinum og vandamönnum verður áfram gefið á garðann svo sem mest má verða. Það er því ekki neins góðs að vænta meðan þessi meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar fer með völdin í Reykjavík. Mál er að linni.
31.10.2022 | 09:41
Er Samfylkingin á tímamótum?
Nýr formaður Samfylkingarinnar Kristrún Flosadóttir var borin til valda nánast á gullstól. Ekkert mótframboð og hún fékk 95% greiddra atkvæða í formannskjöri.
Í sjálfu sér var ekkert óeðlilegt við það, að Samfylkingarfólk sameinaðist um að fela Kristrúnu formennsku. Hún er sú fyrsta í gjörvallri sögu Samfylkingarinnar, sem hefur gripsvit á þjóðhagslegum fjár- og efnahagsmálum. Það sem á skortir hjá henni eru aðrir flokksmenn vanbúnir til að gagnrýna vegna þekkingarskorts.
Venjan er sú, að frambjóðendur gera grein fyrir stefnu sinni áður en kosið er, en Kristrún komst upp með það að lofa engu fyrirfram heldur gera grein fyrir stefnu sinni eftir kjörið.
Nýar áherslur Kristrúnar eru um margt athyglisverðar m.a. áhersla á að aðild að Evrópusambandinu sé ekki lausn allra vandamála þjóðarinnar. Þá áttar Kristrún sig á að vitrænar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins verða ekki nema í þokkalegri sátt að bestu manna ráði og yfirsýn.
Vissulega kveður á nýjan leik eftir um 15 ára hlé, við vitrænan tón í framsetningu hins nýja formanns Samfylkingarinnar.
Spurningin er hve vel henni gengur að koma fram nýum áherslum. Ýmsir aðrir í forustu Samfylkingarinnar tala með ððrum hætti og virðast ekki tilbúnir til að fórna þeirri öfga woke stefnunni, sem þróaðist í formannstíð Jóhönnu Sigurðardóttur og hefur verið haldið við síðan þó með þeirri undantekningu, þega Árni Páll Árnason reyndi að koma Samfylkingunni aftur á vitrænar brautir, en þraut örendið fljótt enda óvættir í fleti fyrir.
Nú er spurning hvort Kristrúnu gengur betur að koma vitinu fyrir aðra í forustu Samfylkingarinnar og þróa starf og stefnu flokksins í átt að vitrænum praktískum þjóðfélagsmarkmiðum. Vonandi gengur henni vel. Það hefur verið slæmt að Samfylkingin skuli hafa svo lengi skilið eftir eyðu á þeim væng stjórnmálanna, sem sósíaldemókratískir flokkar í nágrannalöndum okkar fylla.
30.10.2022 | 09:49
Neytendasamtökin
Aðalfundur Neytendasamtakanna var haldinn í gær. Það var ánægjulegt að sjá, að örlítill rekstrarafgangur var á starfsemi samtakanna á síðasta ári og hefur raunar verið síðustu 3 ár. Rekstrarafgangurinn sýnir fyrst og fremst að þess er gætt að færast ekki of mikið í fang en mörg verkefni sem æskilegt væri að samtökin hefðu afskipti af verða að bíða þar sem tekjur samtakanna eru nánast ekki önnur en félagsgjöld og ríkisstyrkur til að mæta þeirri samfélagsþjónustu sem samtökin sinna á ákveðnum málaflokkum.
Miklvægt er að stjórnvöld veiti meiri fjármunum til Neytendasamtakanna einkum núna þegar verðbólgudraugurinn er farinn að láta á sér kræla. Það er líklegt að það hefði góð áhrif þjóðhagslega, að Neytendasamtökin fengju styrk frá ríkisvaldinu til að fylgjast vel með verðbreytingum á markaðnum og gefa álit á hverjar séu eðlilegar og hverjar ekki.
Við erum öll neytendur sagði John F Kennedy Bandaríkjaforseti á sínum tíma og hefði e.t.v.ekki verið þörf á að taka svo sjálfsagðan hlut fram. En það var engin sem benti á það fyrr en hann gerði það. Nú er sótt að neytendum á ýmsum sviðum.
Loftslagsátrúnaðurinn bitnar á neytendum vegna stórhækkaðs vöruverðs og takmarkana á að nota hagkvæmustu orkugjafa. Á sama tíma hefur ofurauðvaldið fundið leiðir til að græða á öllu saman og stendur í stafni við að boða hamfarahlýnun og aðgerðir gegn henni. Fleiri vitlausar aðgerðri ríkisvaldsins í þeim efnum færir fjármuni í vasa þeirra ofurríku á kostnað neytenda.
Það skiptir máli að við gætum að því hvert stefnir í þjóðfélaginu og stöndum vörð um frjálsa samkeppni sem knýr áfram hagkvæmustu viðskipti og lægsta vöruverð, en gæta þess um leið að ákveðin nauðsynjaþjónusta verður að vera fyrir hendi í þjóðfélaginu og standa til boða fyrir alla.
Neytendasamtökin eru á réttri leið, en það skiptir máli að þau nái að eflast sem allra mest til að þjóusta íslenska neytendur sem allra mest.
28.10.2022 | 09:52
Formannskjör í Sjálfstæðisflokknum
Miðað við yfirlýsingar Guðlaugs Þórs Þórðarssonar ráðherra má búast við spennandi formannskjöri í Sjálfstæðisflokknum. Hefðbundinn undirbúningur er að baki og því gat Guðlaugur sagt hið fornkveðna.
"Fólk til sjávar og sveita, úr öllum landshlutum, stéttum og starfsgreinum hefur skorað á mig o.s.frv."
Vegna formannskosninganna má búast við því að mikill fjöldi Sjálfstæðisfólks mæti til Landsfundar og það er fagnaðarefni. Fundurinn mun þó hverfast eingöngu um kosningar í æðstu trúnaðarstöður.
Gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ræðst ekki eingöngu af því hverjir skipa æðstu trúnaðarstöður þó það skipti vissulega miklu máli. Á þessum Landsfundi væri nauðsynlegt að þeir sem ætla sér æðstu forustusæti Flokksins geri afdráttarlausa grein fyrir því, með hvaða hætti Flokkurinn muni koma Sjálfstæðisstefnunni í öndvegi undir stjórn viðkomandi og víkja af braut vinstri lausna og vinstri pópúlisma eins og kynrænu sjálfræði, sem allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með á sínum tíma.
Brýnasta úrlausnarefnið er að taka á vanda vegna gríðarlegs innflutnings fólks til landsins. Því miður á Flokkurinn slæma sögu í þeim málaflokki frá árinu 2014. Formaður Flokksins og sá sem býður sig fram gegn honum hafa báðir verið leikendur í þeirri slæmu sögu og óheillaþróun.
Nú verður fróðlegt að sjá og heyra hvort þeir sem bjóða sig fram til æðstu embætta í Flokknum bjóða flokksfólki sínu og þjóð upp á ásættanlegar lausnir í innflytjendamálum þannig að við náum stjórn á landamærunum. Það er mikilvægara en stjórnarsamstarf með VG.
Líklegt er, að gengi eða gengisleysi Sjálfstæðisflokksins ráðist frekar af því hvaða stefnu og baráttu Flokkurinn stendur fyrir, en kosmetískum aðgerðum varðandi kjör á forustufólki.
26.10.2022 | 10:31
Enn einn slæmur dagur á Alþingi
Ætla hefði mátt miðað við aðstæður á landamærunum, að Alþingi mundi afgreiða stjórnarfrumvarp um útlendinga sem fyrst til nefndar, þar sem hægt er að gera breytingar á því og fara vandlega yfir það. Sér í lagi þar sem fram kom í umræðunum, að stjórnarandstaðan taldi ekki miklu skipta varðandi ástandið á landamærunum hvort frumvarpið yrði samþykkt eða ekki. Samt sem áður þvældist stjórnarandstaðan fyrir eðlilegri afgreiðslu málsins.
Því miður er það rétt, að stjórnarfrumvarpið um breytingar á útlendingalögum breytir litlu varðandi ástandið á landamærunum og útlendingalögin verða áfram byggð á hugmyndafræði hælisleitenda en ekki hagsmuna fólksins í landinu og það þrátt fyrir að allt það sem lagt er til í frumvarpinu sé góðra gjalda vert og veruleg bót að það yrði samþykkt.
Staðreyndin er sú, að meirihluti Alþingis neitar að horfast í augu við það alvarlega ástand sem við blasir og ógnar í raun tilveru þjóðarinnar sem sjálfstæðrar sérstakrar þjóðar í þjóðahafi 8 milljarða einstaklinga.
Þetta frumvarp er til bóta en er fjarri því að vera fullnægjandi og því miður verður ekki hægt við það að eiga fyrr en eftir kosningar átti þjóðin sig á því, að nauðsynlegt er að kjósa á þing meirihluta fólks, sem metur heildarhagsmuni þjóðarinnar umfram annað.
Töluglöggur maður benti mér á að skv. mannfjöldaskýrslum Hagstofu Íslands varðandi 3. ársfjórðung þessa árs, þá væri staðan sú þegar talið væri saman fjölgun íslendinga þ.e.fæddir umfram dána og brottflutta, að þá væru það fjölgun um 400 manns en á sama tíma hefði erlendu fólki fjölgað um 3.410. Þessar tölur segja sína sögu og ættu að sýna öllum að það verður að bregðast við og það skjótt.
En það gerir Alþingi ekki heldur þvælist fyrir sem mest það má. Sú staðreynd sýnir hversu brýnt það er að ná sem fyrst fram breytingum með nýjum kosningum.
23.10.2022 | 21:17
Boris valdi rétt
Boris Johnson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér við leiðtogakjör íhaldsflokksins að þessu sinni.
Vafalaust var það rétt ákvörðun hjá honum. Hann hefur takmarkaðan stuðning í þingflokknum og í partygate málið er enn óuppgert. Allt partístandið við embættisbústað hans á tímum útgöngubanns og samkomutakmarkanna vegna Covid mæltist illa fyrir. En enn verr, að hann skyldi ekki segja þinginu satt.
Í Bretlandi er það litið allt öðrum og alvarlegri augum en hér þegar ráðherra segir þinginu ekki satt.
Tími Boris Johnson að leita eftir endurkjöri svo skömmu eftir að hann hrökklaðist úr leiðtogastöðunni var því klárlega ekki núna. Hann þarf því að bíða enn um stund eftir að þjóðin kalli á hann, ef hún gerir það þá nokkru sinni aftur.
![]() |
Boris gefur ekki kost á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2022 | 21:58
Ábyrgðin er Framsóknar
Enn og aftur skilur Framsókn eftir sig sviðna jörð, nú vegna stjórnunar á málum Íbúðarlánasjóðs í byrjun aldarinnar, sem aðrir þurfa að leysa úr, nú fjármálaráðherra og fær bágt fyrir að gæta þeirra hagsmuna sem embættisskylda hans bíður að hann gæti.
Er ekki rétt að gæta að því hver ber ábyrgð að svona fór og hversvegna. Meint góðmennska ráðherra bitnar alltaf á skattgreiðendum á endanum. Allt í boði Framsóknar í þessu máli.
![]() |
Sýni vanþekkingu á sögu málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 702
- Sl. sólarhring: 982
- Sl. viku: 3104
- Frá upphafi: 2601478
Annað
- Innlit í dag: 636
- Innlit sl. viku: 2894
- Gestir í dag: 608
- IP-tölur í dag: 583
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson