Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.4.2025 | 22:20
Kæri vinur minn Dónald Trump.
Ágæti Donald Trump. Ég bind sennilega meiri vonir við þig en flestir aðrir í henni veröld, jafnvel þó þér hafi orðið á í ýmsu sbr.óskiljanlegan frekjugang varðandi Grænland svo dæmi sé tekið. Lýðræðissinnar þurfa alltaf að virða sjálfsákvörðunrrétt fólks og sleppa því að hóta fólki og þjóðum með beitingu hervalds, ef hlutir ganga ekki upp eftir okkar höfði.
Við Íslendingar gætum komið að betri vörnum hér á Norðurslóðum ef þú hefur áhuga t.d. ásamt Dönum og við gætum boðið þér flotastöð í Finnafirði og öflugan herflugvöll á Melrakkasléttu svo dæmi sé tekið. Með því yrði hægt að fylgjast með öllum tilþrifum Rússa.
Ég var mjög ánægður með það kæri Donald að þú skyldir hafa hugdirfsku til að setja það sem eitt af forgangsatriðum að ná fram friði milli Úkraínu og Rússlands. Sú styrjöld hefur verið hræðilegt blóðbað og mun verða enn verri ef áfram verður haldið. Mér hefur fundist furðulegt og jafnvel óskiljanlegt hvað vestrænum stjórnmálamönnum með herra Biden í broddi fylkingar fannst mikilvægt að viðhalda stríðsrekstrinum og moka vopnum í Úkraínumenn sem leiddi til meira og meira mannfalls án þess að marka aðra stefnu en að reyna að niðurlægja Rússa á allan hátt og gera ekkert í því að stuðla að friði þannig að slátrunum á ungum mönnum í tugþúsunda og e.t.v. hundraða þúsunda vís yrði hætt.
Nú hefur þú lagt þín lóð á vogaskálina ágæti Dónald, en á það hefur skort, að þú leitaðir eftir víðtæku samráði við vinaþjóðir okkar í NATO, sem er æskilegt og raunar í samræmi við það sem Ronald Reagan vinur okkar gætti stöðugt að í forsetatíð sinni þegar hann ásamt Margrétu Thatcher o.fl. sigraði kommúnismann. Dónald þú yrðir meiri maður og meiri líkur á því að þér takist að gera Bandaríkin "great again" ef þú tækir þér hann til fyrirmyndar í auknum mæli.
En vopnahlé hefur ekki orðið að veruleika og það gengur ekki þegar verið er að reyna að semja í styrjöld sem þessari þar sem herirnir eru á vígstöðvunum en fela sig ekki bakvið almenna borgara, að það sé liðið að tilgangslausar svívirðilegar loftárásir séu gerðar á almenna íbúa á svæðum þar sem engin hernaðarlegur tilgangur er með árásunum. Við slíkar aðstæður þarft þú ágæti Dónald að hringja í Pútín og segja honum að þetta verði ekki liðið hann verði að hætta þessu og hann þurfi að taka upp alvöru vopnahlés- og friðarviðræður og gera honum grein fyrir hverju það sæti að gera það ekki.
Í framhaldi af því kæri Dónald ef ég má vera svo frekur, þá tel ég mikilvægt að þú farir fram á leiðtogafund NATO ríkjanna strax, þar sem þú ræðir við þá um vopnahlé og frið í Úkraínu og mætir síðan í heimsókn til Zelenskís og gaumgæfir aðstæður og býður síðan vini þínum Pútín upp á fund, þar sem þú setur fram friðarskilmála við Úkraínu og hann sé velkominn inn úr kuldanum svo fremi hann sé tilbúinn til að auka friðsamleg samskipti við Vesturlönd og byggja upp traust á milli aðila,aukin viðskipti, menningarsamskipti og í fyllingu tímans enn nánari samskipti gangi hlutir eftir. Á sama tíma að gera honum grein fyrir hverju það varði hann að hafna sanngjörnum friðarskilmálum og tilboði um breytta tilveru og betri fyrir rússneskan almenning. Já og þá muni Vesturlönd standa sameinuð gegn honum, draga línu í Úkraínu og gera Pútín grein fyrir því sem kalla má "hingað og ekki lengra"
En ég segi eins og strákurinn sem var að biðja til Guðs sagði.
"Góði Guð ég vona að þér líði vel og allt sé gott hjá þér. Ef það er ekki, þá erum við í hræðilegum vandræðum." Með sama hætti kæri Dónald ef þér tekst ekki að taka á málum röggsamlega með sanngjörnum hætti þá verðum við í hræðilegum vanda.
Bestu kveðjur kæri Dónald til þín og Melaníu frá okkur Möggu.
13.4.2025 | 08:14
Gætið að svo ekki hendi annað verra
Það kom á óvart að lesa skýrslu ríkislögreglustjóra, sem sagði að hægri öfgamenn væntanlega hvítir, væru líklegastir til að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þetta "woke" hjal stenst enga skoðun, en það er víðar sem lögreglan fær falleinkun.
Yfirmaður West Yorkshire lögreglunnar í Bretlandi hefur lokað fyrir umsóknir hvítra umsækjenda til að auka fjölbreytni í lögreglunni þ.e. ekki farið eftir hæfi heldur litarhætti.
Thames Valley lögreglan sendir lögreglumenn á "jafnréttis" námskeið, til að upplýsa þá um að þeir séu hvít forréttinda stétt. Lögreglumenn eiga þá væntanlega að handtaka fólk eftir litarhætti til að sýna jafnrétti á grundvelli kynþáttahyggju.
Michael Deacon spyr í blaðgrein: ef lögreglan trúir því, að hvít forréttindi séu raunveruleg; Hvað þá með fórnarlömb nauðgunargengjanna? Þúsundum barnungra hvítra stúlkna var nauðgað, hópnauðgað og hnepptar í kynlífsánauð af hörundsdökkum múslímskum afbrotamönnum, bendir það til þess, að þessar stúlkur hafi notið hvítra forréttinda meðan þær voru dópaðar upp, nauðgað og kallaða hvítar druslur og hvítar hórur?
Sé svo gæti það e.t.v. útskýrt af hverju lögreglan sýndi algjört áhugaleysi og hlustaði ekki á kvartanir þeirra og gerði ekkert til að draga glæpamennina, nauðgarana til ábyrgðar. Deacon segir: þrátt fyrir að vera hvítar, þá nutu þessar stúlkur engra forréttinda,hvít forréttindi eru í raun ekki til og slík staðhæfing er í ekkert annað en tilhæfulaust haturs bull,
Að hverjum beinist þetta hatur? Það beinist að hvítu fólki. Lögreglan í Bretlandi má þakka fyrir það að hvítt fólk skuli ekki hafa gripið til aðgerða gegn þeirri kynþáttahyggju gagnvart því sem hefur heltekið lögregluna og allt woke liðið. Þeir sem standa að baki woke hugmyndafræðinni hafa fyrst og fremst í huga að eyðileggja grunnstoðir vestrænna lýðræðisþjóðfélaga og hefur orðið vel ágengt.
Í dag er forsætisráðherra í Bretlandi maður, sem vanrækti þá starfsskyldu sína að bregðast við til að vernda barnungar hvítar unglingsstúlkur frá því að vera dópaðar upp, hópnauðgað og svívirtar af múslimum vegna litarháttar síns. Hann berst nú af öllu afli gegn því að ítarleg rannsókn málsins fari fram.
Hvar skyldu þá hvítu forréttin vera þar sem hvítt fólk sem hefur orðið fórnarlömb svívirðilegra glæpa, fær mál sín ekki rannsökuð.
Einu sinni var lögreglan í Bretlandi fyrirmynd en ekki lengur.
Það er illt til þess að vita að Ríkislögreglustjóri virðist ætla að feta í fótspor þeirrar blindu andþjóðfélagslegu kynþáttahyggju sem breska lögreglan er heltekin af. Hvað svo ef hvítt fólk bregst til varnar til að geta notið borgaralegra réttinda, sem lögreglan sér ekki um að verja vegna kynþáttahyggju?
Er það fólk þá hvítir hægri öfgamenn?
10.4.2025 | 22:33
Greiningardeild fær falleinkun
Nýlega er lokið síðari landsleik Ísrael og Íslands í handknattleik. Rétt er að óska leikmönnum íslenska landsliðsins til hamingju með sigur í leikjunum og tryggja sér far á HM. Engir áhorfendur fengu að vera á leikunum vegna tilmæla greiningardeildar ríkislögreglustjóra(RLS).
Nokkru áður en síðari landsleikurinn hófst sendi greiningardeildin frá sér skýrslu um öryggismál og segir þar að "aukin ógn á Íslandi vegna hryðjuverka skýrist af því að á Íslandi séu einstaklingar/hópar sem aðhyllast ofbeldisfulla hægri öfgahyggju og jafnframt hafi þekktan ásetning eða getu til að framkvæma hryðjuverk" Af ofangreindu má því ætla að það sé og hafi verið mat greiningardeildar RLS að þessir hægri öfgamenn væru þeir sem þyrfti að óttast væri áhorfendum leyft að horfa á leikinn. Nokkur mótmæli voru fyrir utan leikstaðinn, en þar var aðallega fólk veifandi fána Hamas, innflytjendur frá Gasa og fólk sem þekkt er fyrir að vera yst til vinstri í litrófi íslenskra stjórnmála.
Meintir öfgahægrimenn létu sig greinilega algjörlega vanta.
Nú verður sá sem þetta ritar að viðurkenna það, að hann þekkir ekki til samtaka öfga hægrimanna hvað þá til þeirra af þeirri tegund sem hafa vilja eða getu til að framkvæma hryðjuverk. Hins vegar eru hægri menn velþekktir og einkenni þeirra er að vilja lifa í sátt og samlyndi við annað fólk og gæta þess að þjóðleg gildi og menning sé virt. Ef til vill er það sú hætta sem greiningardeild RLS er að vísa til.
Þegar búið er að segja A þá þarf líka að segja B. Hvaða samtök öfgahægri manna eru það sem RLS á við? Hvar og hvernig birtist áróður frá slíkum aðilum. Hvaða viðbúnað hafa þau haft og hvaða hryðjuverk hafa þau framið eða verið með undirbúning að.
Frá aldamótum hafa yfir 90% mannskæðra hryðjuverka í Evrópu verið framin af öfgaíslamistum. Er þá ekki líklegt að hættan hér á landi sem og annarsstaðar í Evrópu stafi frá slíkum hópum. Af hverju er ekki vikið að því í skýrslu RLS?
Allt þetta hjal RLS bendir til þess, að þeir sem vinna þá greiningu sem um ræðir séu ekki vandanum vaxnir heldur hrapi að niðurstöðum á grundvelli fordóma en sleppi raunveruleikanum.
Í sjálfu sér ekki ólíkt því sem breska lögreglan gerði eftir hryðjuverkin í París þar sem róttækir Íslamistar myrtu í hryðjuverkaárás alla ritstjórn grínblaðsins Charlie Hebdoe, en þá var Bretland sett á hert viðbúnaðrstig og lögreglan safnaði upplýsingum um hverjir væru áskrifendur að Charlie Hebdoe og tók þá einn af öðrum til skýrslugjafar vegna gruns um möguleg hryðjverk. Þessir starfshættir bresku lögreglunnar varð aðhlátursefni, en sýndi vel hvílíkri blindu lögregluyfirvöld þar í landi eru og voru haldin, sbr. fjölda hryðjuverkaárása íslamista í Bretlandi og hróp þúsunda breskra stúlkubarna sem voru hnepptar í kynlífsánauð af íslamistum meðan lögreglan horfði í hina áttina.
Í dag ákvað ein stærsta lögregludeild Bretlands að setja lögreglumenn í sérstakt próf þar sem hvítir lögreglumenn þurfa að gangast undir sérstakar spurningar til að áunnin forréttindi þeirra trufli ekki störfin. Ef slíkt væri gert við hörundsdökka mundi heldur betur heyrast hljóð úr horni.
Það er alvarlegt mál hvort sem það er hér á landi eða erlendis þegar lögreglan hefur forgöngu um það að halla réttu máli og reyna að rugla umræðuna já og neitar jafnvel staðreyndum. Það hefur því miður gerst um alla Evrópu og einna frægast þegar lögreglan í Köln og reyndar Þýskalandi mótmælti því að nauðganir eða því um líkt hefði gerst við dómkirkjuna í Köln á nýársnótt. Síðar var upplýst að um víðtækar hópnauðganir ólöglegra innflytjenda frá Arabíu og Afríku hafði verið um að ræða, en hvorki lögregla né borgarstjórnaryfirvöld vildu við það kannast, en þökk sé samfélagsmiðlum þá var sannleikurinn leiddur í ljós.
Það er dapurlegt að íslenska löreglan skuli vera komin í hóp afvegaleiddustu lögregludeila í álfunni og kunni ekki hverju sem það svo sætir, að átta sig á mismuninum á lambaspörðum og eplum hvað þá öðru sem meira máli skiptir.
Eru þeir sem bera sig af jafn lélegum vinnubrögðum og röngum niðurstöðum og greiningardeild RLS gerir í þessu plaggi, líklegir til að geta staðið vel að öryggishagsmunum Íslendinga?
![]() |
Aukin ógn vegna ofbeldisfullrar hægri öfgahyggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2025 | 09:22
Handbolti og samkynhneigð
Ríkislögreglustjóri hefur mælst til þess að landsleikir Íslands og Ísrael verði háðir fyrir luktum dyrum vegna óútskýrðrar hættu sem væri fyrir hendi ef leikurinn yrði spilaður með fullu húsi af áhorfendum. Ekki fæst uppgefið hvað er um að ræða, en forusta handknattleiksssambandsins samþykkti þetta eftir að hafa fengið skýringar frá greiningardeild Ríkislögreglustjóra.
Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að láta ófriðlega á landsleikjum. Þarf þá að grípa til ráðstafana vegna ofstopaliðs, sem hingað hefur flust eða verið flutt síðustu misseri? Ríkislögreglustjóri verður að upplýsa það.
Á sama tíma og loka verður fyrir aðgengi almennings að kappleik, segja fulltrúar samkynhneigðra að þeir verði varir við aukna fordóma í sinn garð, en segja ekki hvað um er að ræða. Getur verið að sama liðið sýni þessa fordóma og þeir sem valda því að nauðsynlegt reynist að loka fyrir áhorf á landsleik. Hvarvetna í Evrópu þar sem fulltrúar Íslamskra fordóma hafa flutt eykst andúð og ofsóknir gegn samkynhneigðum í réttu hlutfalli.
Hvað svo sem veldur á almenningur rétt á að fá fullnægjandi upplýsingar um hvað er að gerast.
5.4.2025 | 07:41
Hægan herra Trump.
Forseti Bandaríkjanna hefur gert tilkall til Grænlands með góðu eða illu. Þannig tala menn ekki við vini sína og Danir sem hafa farið með yfirráð yfir Grænlandi um árabil sárnar að Bandaríkin skuli koma svona fram við eina dyggustu bandalagsþjóð Bandaríkjanna um árabil. Danir voru ötulasta sporgönguþjóð með Bandaríkjunum og Bretlandi þegar illu heilli innrás var gerð í Írak og Saddam Hussein tekinn af lífi. Danir sendu herlið til hjálpar í Afganistan og áfram mætti telja.
Hvað sem líður deilum Dana og Bandaríkjanna um Grænland, þá má ekki gleyma því að Ísland á mun frekar tilkall til Grænlands en nokkru sinni Danir hvað þá Bandaríkin.
Um aldamótin 1900 skrifaði Einar Benediktsson skáld fjölda blaðagreina um tilkall Íslendinga til Grænlands. Árið 1924 stóðu stúdentar fyrir borgarafundi þar sem Einar talaði ásamt Benedikt Sveinssyni,þá þingforseta, og fleirum. Skorað var á ríkisstjórnina að halda kröfunni um hina fornu nýlendu Íslendinga á lofti. Grænlandsmálið var tekið fyrir á Alþingi ári síðar.
Á þessum árum deildu Danir og Norðmenn um Austur-Grænland og fór deilan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1931. Íslensk stjórnvöld fylgdust með og héldu sinni eigin kröfu fram. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þingsályktunartillögu um að gæta hagsmuna Íslands. Íslendingar hefðu rétt og hagsmuni af landnytjum á Grænlandi. Var tillagan samþykkt einróma af utanríkismálanefnd þar sem meðal annars sátu Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Hagfræðingurinn Jón Dúason skrifaði fræðirit um tilkallið til Grænlands með fjárstuðningi frá Alþingi. Pétur Ottesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins barðist alla ævi fyrir rétti Íslendinga í Grænlandsmálinu og vafalaust var ég undir áhrifum frá honum þegar ég skrifaði mína aðra blaðagrein árið 1960 um tilkall Íslands til Grænlands.
Við getum sagt að vegna ríkjasambands Íslands og Danmerkur höfum við um árabil falið Danmörku að koma fram fyrir okkar hönd í Grænlandsmálinu en engum vafa sé það undirorpið að Grænland hefði byggst frá Íslandi og væri því að þjóðarrétti íslenskt landssvæði.
Nú er spurning hvort sá töggur er í Kristrúnu Frostadóttur, að hún hlutist til um að haldinn verði leiðtogafundur Íslands, Danmerkur og Bandaríkjanna til að fjalla um Grænlandsmálið og leiða það til lykta með sóma eins og vinum einum er lagið.
Að sjálfsögðu mundum við á þeim fundi krefjast þess að Bandaríkin afnemi alla tolla á íslenskar vörur og hefji viðræður um aukna hervernd,m.a. með því að byggja flotastöð í Finnafirði og myndarlegan flugvöll á Melrakkasléttu til að gæta sameiginlegra varnarhagsmuna. Það er miklu mikilvægara en að karpa um mál sem allir aðilar hafa hagsmuni af því að leysa í náinni samvinnu.
3.4.2025 | 09:26
Orkupakkar og okurverð
Fyrir allöngu ákváðu íslensk stjórnvöld að játast undir regluverk Evrópusambandsins í raforkumálum og raforkusölu. Fullyrt va að þetta skipti neytendur miklu og samkeppni fyrirtækja á smásölumarkaði mundi lækka verð til neytenda.
Raunin hefur orðið önnur.
Raforka hækkaði um 13% frá nóvember 2023 til sama tíma árið 2024 eða 8% umfram verðbólgu Raforkuverð í smásölu hækkaði um 9-37%. Hin meinta samkeppni hefur ekki skilað sér til neytenda heldur þvert á móti.
Verð á raforku skiptir miklu fyrir neytendur og er ein mikilvægasta nauðsynjaþjónustan sem neytendur geta ekki verið án. Þegar um slíka þjónustu er að ræða,skiptir máli, að þess sé gætt að verðmyndun á smásölumarkaði sé eðlileg. Ofangreindar tölur sýna að svo er ekki.
Svo er fráleitt að neytendur keppi við stórnotendur um kaup og á raforku.
Öll hefur þessi glæfraferð stjórnvalda við að tengja okkur reglum Evrópusambandsins með Orkupökkum bandalagsins verið til ills og bætist við helstefnu síðustu ríkisstjórnar vegna þvergirðingsháttar VG gagnvart vatnsorkuverum.
Vindmylluvæðing og aðrar bábiljur munu síðan bæta gráu ofan á svart vegna þess að dýrasta orkuframleiðsla heims getur ekki skilað sér í öðru en hærra verði til neytenda.
Af hverju ekki að velja almenna skynsemi í stað stefnu Evrópusambandsins í orkumálum og búa svo um íslenska raforkumarkaðinn, að hann virki til að draga úr verðbólgu og framleiðslufyrirtækin og neytendur búi við orkuverð sem á að geta verið það lægsta í Evrópu.
Raforka er nauðsynjaþjónusta þar sem hagsmunir neytenda eiga að vera í fyrirrúmi. Í þessu tilviki erum við allir neytendur jafnt einstaklingar sem framleiðslufyrirtæki önnur en stóriðja.
2.4.2025 | 13:51
Enn taprekstur hjá RÚV.
Hallarekstur RÚV eru 188 milljón krónur s.l. reikningsár. Hallarekstur RÚV er ekki nýr af nálinni þrátt fyrir að RÚV njóti sérstaks hagræðis m.a. milljarða framlags frá almenningi og mestra auglýsingatekna allra fjölmiðla. Við þær aðstæður er það sérstök snilld að ná að reka RÚV með halla.
Venjulegt fyrirtæki þarf að endurskoða rekstur sinn og hagræða í rekstri ef um taprekstur er að ræða. En ekki RÚV, þar á bæ hafa menn árum saman farið á fund viðkomandi ráðherra og vælt út meiri ríkisaðstoð og hann hefur jafnan fengist.
Er ekki kominn tími til að taka rekstur RÚV til gagngerðrar endurskoðunar og selja þann hluta fyrirtækisins sem er algjörlega á samkeppnismarkaði?
![]() |
RÚV tapar 188 milljónum og stjórnarmenn telja skuldir of miklar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.3.2025 | 19:30
Talað tungum tveim
Í fréttaviðtali lýsti utanríkisráðherra sérstökum stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu, Ísland mundi greiða milljarða til að halda stríðinu áfram, gera lítið úr friðartilraunum Trump og í lokin,að varnarsveitir Ísrael væru að fremja þjóðarmorð á Gasa.
Hvað er rétt og hvað er rangt? Er hugsanlegt að fordómar, tvöfeldni og ósannindi og fordómar, komi ítrekað fram í orðræðu utanríkisráðherra Íslands?
Til að byrja með mætti spyrja Þorgerði Katrínu af hverju hún lítur svona ólíkum augum á varnarbaráttu Ísrael og Úkraínu? Hún segir Úkraínu berjast hetjulega gegn grimmu innrásarliði en Ísrael sé að fremja þjóðarmorð, þó átökin á Gasa séu vegna hryðjuverkaárásar Hamas á Ísrael. Utanríkisráðherra skiptir engu máli þó ljóst sé að átökum muni ljúka sama dag og Hamas skilar gíslum, viðurkennir tilverurétt Ísrael og hættir árásum á Ísrael.
Volodymyr Zelensky er hetja en Benjamín Netanjahu djöfull í mannsmynd. Úkraína gerir allt rétt en Ísrael allt rangt. Voru ekki Ísrael og Úkraínu fórnarlömb hrottalegrar árásar og gripu til varna? Af hverju þá að fordæma varnarbaráttu Ísrael en mæra varnarbaráttu Úkraínu?
Þeir sem styðja allar vopnahléstillögur Ísrael og Hamas, draga í efa eða eru andvíg tilraunum Trump til að koma á vopnahléi og friði milli Rússa og Úkraínu. Af hverju lýsir fólk yfir samúð með Úkraínu,en dettur ekki í hug að lýsa samúð með Ísael, hvað þá að fordæma gíslatöku Hamas og krefjast þess að gíslarnir sem eftir lifa verði losaðir úr haldi?
Af hverju er hamast á því daglega í fjölmiðlum að Ísraelsmenn séu brotlegir við alþjóðalög, en ekki ein einasta frétt eða fullyrðing um að Úkraínumenn séu það? Af hverju tönnlast fréttastofur á afstöðu öfgahópa í Ísrael en minnast ekki á sambærilega minnihlutahópa í Úkraínu?
Af hverju eru Rússar fordæmdir en ótal afsakanir settar fram vegna framferðis Hamas? Af hverju er krafist að Ísrael gefi eftir land í friðarsamningum, en ekki Úkraínumenn? Ekki er dreginn í efa réttur Úkraínumanna til sjálfstæðis, en hið gagnstæða heyrist ítrekað varðandi Ísrael. Er það eitthvað annað en Gyðingahatur?
Hvers vegna telur fólk eðlileg mistök, að hryðjuverkasveitir Hamas hafi ruglað saman líkama Shiri Bibas, sem var tekin af lífi ásamt rauðhærðu börnum sínum tveimur fyrir löngu síðan, og óþekktum Hamas liða, en þetta sama fólk dregur ekki í efa að tölur Hamas um mannfall sem birtast strax eftir hver átök hljóti að vera réttar og óvéfengjanlegar? Á sama tíma dettur þessu fólki ekki í hug að taka trúanlegar tölur frá Pútín um mannfall eða hvað margir Úkraínumenn hafa fallið. Vestrænir fréttamiðlar fjalla ekki um mannfall á þeim vígstöðvum einhverra hluta vegna.
Hamas setur allt fólk á Gasa í hættu af ákveðnu ráði með því að heyja stríð í þéttbýli með sama hætti og ÍSIS. Hamas heldur því fram að allir sem falla eða særast séu óbreyttir borgarar. Á meðal þeirra sé hátt hlutfall barna. Ekki er tekið með í reikninginn, að liðsmenn Hamas eru ekki í einkennisbúningum nema á hátíðarstundum þegar þrautpíndum gíslum er skilað. Vígamenn Hamas eru iðulega innan við 15 ára gamlir og teljast því börn. Þessi börn eru samt vígamenn í herliði Hamas teflt fram til mannvíga af eldri, reyndari og viðbjóðslegri mönnum.
Engra spurninga er spurt um aðferðir Úkraínumanna eða tala fallinna óbreyttra borgara. Nái Ísrael árangri í stríðinu við Hamas verða þeir fyrir fordæmingu já og í hvert skipti sem þeir fara inn á Gasa. Þegar Úkraína hóf stórsókn inn í Kúrsk hérað í Rússlandi var því hins vegar fagnað m.a. af forsætisráðherra Breta. Hlutdrægnin er slík og svo augljós, að hún hlítur að vekja alvarlegar spurningar. Er þetta af heimsku eða lýsir þetta Gyðingahatri sem skrýtt er í felubúning mannúðar?
Hvaða kenndir ráða för hjá utanríkisráðherra Íslands, sem tikkar í öll box þeirrar tvöfeldni sem bent er á hér að framan.
Ef til vill hefði ríkisstjórnin gert réttara í því að láta utanríkisráðherra axla ábyrgð í stað konu sem þegar hafði gert það.
27.3.2025 | 10:03
Hin viljugu ríki Evrópu
Allt frá því að Bandaríkin fóru að fitla við að reyna að koma á friði milli Úkraínu og Rússa, hafa leiðtogar Evrópuríkjanna hist á ótal fundum og talað um viljug ríki. Svo virðist sem markmiðið sé að hin viljugu ríki taki á sig auknar skuldbindingar í varnarmálum og aukinn stuðning við Úkraínu að því er virðist til að hægt sé að halda stríðinu áfram.
Allt í einu er NATO gleymt og ekki lengur vettvangur öryggismála Evrópu. Er það nú skynsamlegt? Hefði ekki einmitt verið nauðsynlegt að hamra á því við Bandaríkin að efla NATO.
Vandamál Bandaríkjanna er að hafa ekki helstu bandamenn sína í nánu samstarfi við að koma á friði milli Úkraínu og Rússlands. Svo virðist því miður sem valdhafar í Washington hafi skömm á valdhöfum Evrópu fyrir að hafa nýtt sér áratugum saman fjármuni bandarískra skattgreiðenda til að tryggja frið og öryggi í Evrópu en þykist nú geta róið sjálf þó ekkert þeirra kunni áralagið.
Í dag sækir forsætisráðherra Íslands fund Evrópuleiðtoga þar sem hin viljugu ríki munu hafa uppi heitstrengingar, sem áður hafa heyrst en ekki skilað neinu öðru en skálaglamri og ræðuhöldum.
Vonandi tekur forsætisráðherra Íslands á málum af meiri skynsemi en utanríkisráðherra og bendir á mikilvægi þess að vera í góðu varnarsamstarfi við Bandaríkin og bendir á það augljósa, að Ísland ætli að vera það. Það eru okkar hagsmunir en ekki að taka undir bullið í Macron og Starmer.
Það hefði átt að vera sameiginlegt markmið allra NATO ríkjanna að knýja fram frið milli Rússlands og Úkraínu. Það skiptir miklu fyrir öryggi og velmegun allra ríkja Evrópu.
Svo gæti einhver sagt: Maður líttu þér nær. Um 40% af vörum sem fara um Súes skurðinn í Egyptalandi fara til notkunar og neyslu í Evrópu en eingöngu 4% til Bandaríkjanna. Samt sem áður eru það Bandaríkin sem hafa hafið loftárásir á Húta í Yemen til að tryggja flutninga um skurðinn, en Hútar hafa haldið uppi markvissum sjóránum og Evrópuríkin hafa ekkert gert í því utan Breta,sem þó hreyfðu sig af vanmætti. Hvar var Macron þá?
Hin viljugu evrópsku ríki ættu e.t.v. að einbeita sér að því að tryggja öryggi samgangna og vöruflutninga í og til Evrópu. Ef þau ráða ekki við það og þurfa að reiða sig á Bandaríkin til að ráða við skæruliðasveitir vígamanna Húta, þá er ekki líklegt að hin viljugu ríki Evrópu séu til mikils líkleg í alvöru hernaði á víglínunni austur í Úkraínu því miður.
Kristrún Frostadóttir ætti því að benda samkomunni í París í dag á mikilvægi þess að efla varnarsamstarf NATO, NATO verði eingöngu varnarbandalag, þannig að sameiginlega geti NATO ríkin tryggt frið og öryggi bandalagsgríkjanna með gagnkvæmum skuldbindingum um að árás á eitt NATO ríki sé árás á þau öll.
23.3.2025 | 12:01
Hvernig væri að tala um pólitík
Er ekki mál til komið að íslenska stjórnmálastéttin ræði pólitík í stað einstaklingsbundins vandamáls og meints trúnaðarbrests forsætisráðherra varðandi meðferð á bréfi, sem var sent til fleiri stjórnmálamanna en hennar.
Varðandi trúnaðarbrestinn, þá hefur Alþingi einfalda leið til að leita eftir því við þar til bæra aðila að þeir afgreiði málið faglega í stað þess að þingmenn þenji sig eins og "stjórnmálaskörungurinn" Steingrímur J. forðum og eyði mörgum þingdögum í að segja það sem aðrir hafa sagt á undan þeim.
Í bresku stórblaði í dag er slegði upp spurningu, sem væri mikilvægara að ræða: Þar er spurt: Er Ísland til sölu - er að spyrja fyrir bandarískan vin? Greinilega verið að vísa til Grænlandsáhuga Trump.
Því miður er því að svara að Ísland er til sölu. Ekki í heilu lagi, en við höfum engar haldbærar hömlur gagnvart t.d. borgurum EES ríkja sem koma í veg fyrir að land og hlunnindi sem því fylgja sé selt útlendingum.
Sjálfsagt væri réttara fyrir stjórnmálastéttina að hysja nú upp um sig buxurnar og ganga í að ræða með hvaða hætti á að koma í veg fyrir það að Ísland sé til sölu og/eða að Ísland fyllist hér af fólki, sem hefur engan áhuga á að tileinka sér neitt sem íslenskt er eða vestrænt ef því er að skipta og stendur síðan fyrir upphlaupum sem eyðileggur skólastarf í Breiðholti og girðir fyrir öryggi fólks á heilu hverfi.
Af nógu er að taka hvað varðar alvarleg mál. Tökum á þeim og eyðum ekki tíma í það sem má kjurrt liggja.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 3
- Sl. sólarhring: 863
- Sl. viku: 3045
- Frá upphafi: 2511788
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2837
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson