Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
7.5.2024 | 08:23
Það er auðvelt að bæta þjónustuna
Fyrir nær hálfri öld var ég í New York á leið til Washington DC. Þegar ég steig út úr leigubílnum við byggingu flugfélagsins sem ég flaug með kom vörpulegur stór hörundsdökkur maður og spurði;
You flying National? Ég sagði já. Hvert sagði maðurinn og tók töskuna mína eftir að ég hafði sagt frá áfangastað og setti hana niður í stærðar hólf fyrir utan bygginguna. og það skipti engum tökum og sagði mér að hvaða hliði ég ætti að fara. Ég var kominn að brottfararhliðinu tæpum tíu mínútum eftir að ég steig út úr leigubílnum.
Mér varð svolítið um og bjóst ekki við að sjá töskuna aftur en sá hörundsdökki var svo valdsmannslegur að ég hreyfði ekki mótmælum. Taskan skilaði sér og ég sá að þarna var bara góð þjónusta.
Nú 50 árum síðar á tölvuöld fyndist manni að það ætti að vera einfaldara að gera hlutina á flugvöllum til þæginda fyrir farþega. Fólk ætti að geta fá send gögn til að geta innritað og losað sig við farangur við komu að flugstöð án vafninga og engin þyrfti að fara að innritunarborði þar sem farþegar innrita sig fyrirfram og gætu gengið beint að öryggisleitinni, sem líka mætti einfalda, þar sem megin hluti farþega er ekki fólk sem þarf að vera í einhverri reikistefnu við.
Á ferðalögum hef ég alltaf með mér krossmark, Jesú á krossinum. Það bregst sjaldan við öryggisleit, að mér er gert að opna handfarangur og sýna krossmarkið.
Við nánari hugsun er það e.t.v. ekkert skrýtið. Jesú er sá byltingarmaður, sem hefur með kenningum sínum um frið, kærleika og að allir séu jafnir fyrir Guði þar sem Guð fari ekki í manngreinarálit ollið meira umróti og jákvæðum breytingum en nokkur annar. En að sama skapi er hann kenningar hans og kristið fólk engin ógn við flugfarþega eða flugöryggi nema síður sé.
Sú ógn kemur frá öðrum en kristnu fólki frá trúarbrögðum sem valda ógn,ófriði og ójafnvægi hvar sem er í heiminum.
29.3.2024 | 10:07
Kristur krossfestur
Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.
Milljónir kristins fólks minnist pínu og krossfestingar Jesú. En útrýming kristins fólks þar sem vagga kristninnar stóð í árdaga og krossfesting einstaklinga og trúarbragðanna á þeim slóðum virðist gleymd. Engir verða fyrir meiri ofsóknum í heiminum en kristið fólk sérstaklega í Afríku og Asíu.
Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í löndum Asíu eða Afríku sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð, nauðgað og myrt. Ekki eru farnar kröfugöngur í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna til að krefjast aðgerða fyrir kristið fólk í nauð og raunverulegri útrýmingarhættu.
Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki ekki. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross. Vestrænir fjölmiðlar minnast varla á stöðu kristins fólks í nauðum. Fréttastofa RÚV birtir nánast aldrei fréttir af ofsóknum á hendur kristnum t.d. í Nígeríu, Íran eða Pakistan svo fátt eitt sé nefnt.
Gleymda stríðið er stríð múslima við kristið fólk í Mið-Austurlöndum og víða í Afríku og Asíu. Vinstri sinnaða fjölmiðlafólkið kemur ekki auga á að hægt sé að kenna feðraveldinu eða nýldenduharðstjórn Vesturlanda um hörmungar kristins fólks og hefur því engan áhuga á málinu og er af óskiljanlegum ástæðum í algjöru þagnarbindindi gagnvart ógnum Íslam, morðum og hryðjuverkum um gjörvalla heimsbyggðina.
Á þessum degi skulum við minnast pínu og krossfestingar Jesú og á sama tíma ofsókna og morða á kristnu fólki og krefjast þess að kristin kirkja og ríkisstjórnir Vesturlanda gæti að sínum minnstu bræðrum sem reynt er að útrýma um allan hinn Íslamska heim.
9.1.2024 | 13:14
Mál Vinstri grænna?
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra braut lög og fór gegn reglum um meðalhóf þegar hún bannaði hvalveiðar tímabundið sl. sumar, segir í áliti Umboðsmanns Alþingis. Við blasir, að þeir sem ólögmætt bann ráðherrans bitnaði á eiga milljóna kröfur á hendur ríkinu vegna ólögmæts ráðslags Svandísar.
Spurningin er hvort Svandís geti setið áfram sem ráðherra þegar þetta liggur fyrir. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra gat það ekki þó sakir hennar væru ansi léttvægar, en fjarri fer því í máli matvælaráðherra.
Áslaug Arnar Sigurbjörnsdóttir ráðherra sagði í hádegisfréttum, að hvað gera ætti varðandi Svandísi væri fyrst og fremst málefni Vinstri grænna. Það er rangt. Það er mál, sem hlítur að vera á borði hvers einasta alþingismanns.
Spurningin er hvaða kröfur gerum við til ráðherra. Geta alþingismenn skilað auðu þegar meta á hvort að ráðherra geti setið áfram eftir að hafa brotið lög og farið gegn einni mikilvægustu reglu stjórnskipunarinnar um viðskipti ríkis við borgaranna. Geta þingmenn borið því við að þeim komi þetta ekki við vegna þess að stjórnarsamstarf geti verið í hættu. Fjarri fer því.
Þess er krafist af alþingismönnum, að þeir fylgi sannfæringu sinni og það verða þeir að gera í þessu máli sem öðru og því fer fjarri, að það sé hægt að samþykkja það að það sé viðurlagalaust, þó að ráðherra misbeiti valdi sínu, brjóti lög og baki ríkinu stórfellda bótaábyrgð.
Alþingi setur niður ef það gerir ekki þá siðrænu kröfu til að ráðherra sem þannig hefur hagað sér óháð hver það er eða í hvaða flokki víki úr ráðherrastól. Það kemur öllum þingflokkum við og öllum þingmönnum að móta meginreglu í því sambandi.
6.1.2024 | 13:29
Þrettándinn og "Guðs ríki"
Þá er runninn upp síðasti jóladagurinn 6. janúar. Þrettándinn.
Jólin standa frá kvöldi dags 24. desember til 6. janúar vegna þess, að austurkirkjan miðaði við fæðingardag Jesú þ.6. janúar en vesturkirkjan í Róm við 24 eða 25 desember eftir atvikum. Þetta var prakstískt í markaðssókn kirkjunnar á þeim tíma og allt gott um það að segja.
Það veit enginn hvenær ársins Jesús fæddist og ekki hvaða ár. Sennilega hefur hann fæðst 4 til 12 árum fyrr en miðað er við. En þetta skiptir ekki máli í sjálfu sér því helgisagan er jafnfalleg eftir sem áður og færir boð kristinnar trúar um frið og fyrirgefningu.
Á Spáni er þetta helsti dagur jólanna og kallaður dagur vitringanna (konunganna) en vitringarnir tóku í helgisögnum smám saman á sig mynd konunga. Jarðneskar leifar þeirra eru sagðar vera í dómkirkjunni í Köln. En Marco Polo taldi sig hins vegar vita hvar þær voru um 1300 e.kr. þar sem hann hafði rekist á grafhýsi þeirra í Íran, á ferð sinni til Kína.
Hvað sem líður trúverðugleika þessa þá skiptir okkur mestu þær staðreyndir, að Jesús fæddist, starfaði,gerði kraftaverk,flutti boðskap mannkærleika, friðar og fyrirgefningar og var tekinn af lífi með krossfestingu og það sem mestu máli skiptir. Reis upp frá dauðum, en með því var staðfest fyrirheit Guðs um fyrirgefningu synda og eilíft líf fyrir trú og góð verk.
Við skulum því kristið fólk njóta þess að eiga sameiginlega trúarhátíð um jól, sem á að minna okkur á grundvöll kristinnar trúar m.a. það, sem hefur týnst í umræðunni um aldir. Umræðan um "Guðs ríki", sem Jesús boðaði. "Guðs ríki" á jörðu: Hvað er það? Hvenær kemur það? Hvernig er það?
26.12.2023 | 10:49
Hjátrú. Breytingar og ómumbreytanleikinn
Daninn Niels Bohr var heimsfrægur vísindamaður og vann á sínum tíma Nóbelsverðlaun í eðlisfræði. Hann var eins og vísindamenn þess tíma mjög ákveðinn raunsæishyggjumaður. En jafnvel þeir eru ekki alltaf samkvæmir sjálfum sér.
Sú saga er sögð af Niels Bohr að hann hafi haft skeifu hangandi yfir útidyrunum í sumarbústaðnum sínum. Gestur sem kom til hans lýsti undrun sinni á að þetta tákn hjátrúar skyldi vera þar og spurði Bohr: Hvernig getur þú sem náttúruvísindamaður trúað því að svona hlutur færi þér hamingu?
Nú sagði Bohr "ég trúi nú ekki á það en mér er sagt að skeifan færi manni hamingju jafnvel þó maður trúi ekki á hana. Gamlir hlutir og gamlir siðir breytast seint.
Flestir reka sig á það, að það sem þeir töldu auðvelt að breyta meðan þeir voru ungir var það alls ekki. Þannig er það og þannig hefur það verið oft sem betur fer, en líka oft því miður, þá tókst ekki að gera góða hluti vegna tregðu og ótta við breytingar.
Á gröf biskups í Bretlandi er eftirfarandi texti sem tjáir þessa hugsun mjög vel. Þessi grafskrift er svohljóðandi:
Þegar ég var ungur og frjáls og ímyndun mín átti sér engin takmörk, dreymdi mig um að breyta heiminum. Þegar ég varð eldri og vitrari uppgötvaði ég að heiminum yrði ekki breytt svo ég breytti ætlun minni dálítið og ákvað að breyta aðeins landinu mínu. En það virtist líka vera óumbreytanlegt. Þegar ég varð gamall þá reyndi ég í örvæntingu að gera síðustu tilraun og ákvað nú að breyta aðeins fjölskyldu minni, en það tókst ekki heldur. Núna þegar ég ligg banaleguna hef ég uppgötvað að hefði ég aðeins breytt sjálfum mér fyrst, mundi ég sem fyrirmynd hafa breytt fjölskyldu minni. Með því að vekja áhuga hennar og fá stuðning hennar hefði ég síðan getað breytt landinu mínu til hins betra og hver veit. Ég gæti jafnvel hafa breytt heiminum."
24.12.2023 | 13:18
Friður og fyrirgefning
Boðskapur helgisagnar Lúkasarguðspjalls um fæðingu Jesú er friðarboðskapur. Í þeirri frægu bók Útópía þar sem höfundur lýsir fyrirmyndarlandinu er helsta keppikeflið að ná fram friði og einu sigurgöngurnar sem haldnar eru í Útópíu eru sigurgöngur vegna þess að náðst hefur að semja um frið og hætta að stríða.
Ísland verður að gæta þess á nýju ári að vera í forustu þjóða, sem berjast fyrir friði og leysa vandamál með samningum en ekki ófriði.
Svo virðist, sem að hinn kristni heimur líði mikið fyrir að hafa gleymt fyrirgefningunni sem Jesús boðaði. Fólk ætti að muna hvað Jesús gerði þegar bersynduga konan var leidd fram og Jesús spurður hvort ekki væri rétt að grýta hana til bana. Jesús svaraði "Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini í hana".
Þá gengu allir burtu öldungarnir fyrst. Jesús spurði konuna áfelldist engin þig. Nei sagði hún. Ég áfellist þig ekki heldur sagði Jesús.
Þarna var um dauðasynd að ræða skv. lögmálinu, en Jesús fyrirgaf hann áfelldist ekki. Hann gefur öllum tækifæri til að snúa frá villu síns vegar og koma til hans fyrir trú og góð verk. Við skulum muna þetta áður en við grípum til fordæmingar.
Tileinkum okkur þennan meginboðskap
Því miður virðist þessi meginboðskapur kristinnar trúar um fyrirgefninguna hafa gleymst jafnvel í meðförðum kirkjunnar sjálfrar á undanförnum árum.
Kristið fólk má ekki gleyma því inntaki kristinnar trúar sem er friður og fyrirgefning. Sigurganga jólaboðskaparins felst í þeirri boðun.
Gleðileg jól.
20.12.2023 | 21:38
Hver gætti hagsmuna sr. Friðriks?
Stjórn KFUM og K hafa auglýst í dagblöðum, að þau telji hafið yfir skynsamlegan vafa, að ásakanir um kynferðislegt ofbeldi af hálfu sr. Friðriks Friðrikssonar séu réttar. Í framhaldi af því ákvað stjórn Vals að taka niður styttu af sr. Friðrik og væntanlega verður kapellan sem kennd er við hann endurskírð.
Athyglisvert var að fylgjast með Kastljósi í kvöld og fá upplýsingar um á hvaða grundvelli niðurstaða stjórnar KFUM og K er grunduð. Tveir einstaklingar voru fengnir, til að fara yfir einhverjar ekki er vitað hvað margar meintar ávirðingar í garð sr. Friðriks, sem auglýst hafði verið eftir, það var nú öll rannsóknin.
Í pistli sem ég skrifaði 28.október s.l. benti ég á, að sósíalistar og margt annað vinstra fólk, hefði þegar fellt sinn dóm yfir sr. Friðrik og dæmt hann sekan. Vinstri sósíalistinn Bjarni Karlsson fyrrum prestur var því vanhæfur til setu í þessum tveggja manna dómi. Bjarni Karlsson stóð og öskraði í héraðsdómi Reykjavíkur til að mótmæla því að réttað væri yfir fólki sem réðist á Alþingi á sínum tíma. Slíkur maður dæmir sig úr leik til að geta talist hlutlægur dómari í svona máli.
Hinn fulltrúinn í dómnefndinni,Sigrún Júlíusdóttir, taldi að bækur og annað sem sr. Friðrik hafði skrifað hefði gefið mikilvægar upplýsingar og þá þar af leiðandi haft áhrif á niðurstöðuna. Þetta er vægast sagt ófaglegt. Þá var hafnað að gefa upp fjölda þeirra sem hefðu haft samband eða með hvaða hætti þeir voru spurðir og gengið úr skugga um aðkomu viðkomandi. Þó var upplýst að þetta hefðu almennt ekki verið meintir þolendur heldur einhverjir aðrir m.a. afkomendur fyrir þeirra hönd. Einnig var vísað til ummæla Drífu Snædal um að þetta hafi verið altalað um miðja síðustu. Ummæli sem eru algjörlega úr lausu lofti gripin og röng. Allt er þetta einkar ófaglegt og andstætt eðlilegri nálgun að máli sem þessu.
Við búum í réttarríki og erum með mannréttindalög. Þar segir í 6.gr. 3.mgr.tl.c að það sé réttur þess sem sakaður er, að fá að halda uppi vörnum, sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Í tl. d í sömu mgr. 6.gr. segir að sakaður maður fái að spyrja vitni eða láta spyrja vitni. Í 7.gr. er talað um þann rétt sakaðs manns, að það megi ekki dæma hann til refsingar án laga og í 2.mgr. að maður skuli talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð.
Sr. Friðrik var ekki skipaður verjandi eða talsmaður, sem ætti þess kost að spyrja meinta þolendur og aðra sem að málinu komu. Í þessum hráskinnaleik var enginn sem gætti hagsmuna og mannorðs sr. Friðriks. Af ummælum í Kastljósi er ljóst, að ekki var fylgt reglum réttarríkisins við rannsókn eða niðurstöðu í málinu. Því miður þeim merka félagsskap KFUM og K til skammar og það finnst mér sárara en tárum taki.
Við megum aldrei bregðast grunnreglum réttarríkisins og taka fólk og fella dóma á grundvelli vinstri hugmyndafræði wokeismans hvort heldur það er lífs eða liðið.
Edward Heath var ásakaður um kynferðisglæpi gagnvart börnum og fleirum. Það var réttað í málinu. Heath fékk verjanda og á endanum kom í ljós að það stóð ekki steinn yfir steini ásökunum þeirra sem töldu sig eiga sökótt við Heath þar var að hluta um pólitískan hráskinnaleik að ræða eins og etv. líka í máli sr. Friðriks.
Þegar Brett Kavanaugh Hæstaréttardómari í Bandaríkjunum hafði verið tilefndur af þáverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump fóru Demókratar offari og fram kom kona sem bar að Kavanaugh hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi og í framhaldi af því 3 aðrar. Bjarnar Karlssynir Bandaríkjanna héldu því þá fram, að fyrst svona margar konur kæmu fram þá hlyti þetta að vera rétt. En hvað kom í ljós. Ekki stóð steinn yfir steini hjá þessum ákærendum og Kavanaugh hafði aldrei hitt þær hvað þá heldur.
Við skulum dæma réttláta dóma grundaða á því að aðferðarfræði réttarríkisins sé beitt, þannig að sakaðar maður hvort heldur hann er lífs eða liðinn fái notið þeirra mannréttinda sem mannréttindasamþykkt Sameinuðu þjóðanna og íslensk lög um mannréttindi kveða á um. Þegar sérstaklega er auglýst eftir fórnarlömbum í svona máli verður auk heldur að hafa sérstaka gát en hrapa ekki að niðurstöðu svo sem gert var.
Þar sem ekki var farið að lögum við þessa rannsókn um meint atferli sakaðs manns og mannréttindi hans og/eða minningar hans ekki gætt, verður að gera þá kröfu, að fram fari fullnægjandi skoðun og málsmeðferð í málinu og sr. Friðrik verði skipaður hæfur málsvari eða verjandi svo lágmarks mannréttinda hans verði gætt. Ég er tilbúinn til að taka þau störf að mér með glöðu geði KFUM og K og öðrum að kostnaðarlausu.
Með sama hætti ætti stjórn Vals að draga til baka ákvörðun um að taka niður styttuna af sr. Friðrik Friðrikssyni og halda uppteknum hætti hvað varðar að heiðra minningu hans.
14.12.2023 | 10:56
Við erum epli sögðu hrútaberin
Miklir menn erum vér Hrólfur minn sagði hamfararhlýnunarráðherra Bandaríkjanna um leið og hann kvaddi Jabar gistivin sinn í Dubai, eftir að þeir höfðu náð samkomulagi um marklausa yfirlýsingu um að draga skuli úr notkun jarðefnaeldsneytis eftir árið 2050 allt til þess, að það hlýni ekki á plánetunni jörð.
Sé það svo, að notkun jarðefnaeldsneytis sé svo mikilvægt sem af er látið til að auka hitastig jarðar og við búum við þvílíka hamfarahlýnun að jörðin er að farast skv. því sem kommúnistinn Guterres hjá SÞ heldur fram sem og loftslagspáfar eins og Al Gore og hamfarahlýnunarráðherra Bandaríkjanna halda fram. Hvernig má það þá vera að það sé hægt að bíða í 30 ár eins og ekkert hafi í skorist.
Sitt er síðan hvað, að þegar lokaályktunin er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að þessi ályktun varðandi jarðefnaeldsneytið skiptir ekki nokkru máli og er marklaus viljayfirlýsing um að "stefnt skulil að" eins og segir svo víða í ályktunum stjórnmálaflokka án mikils takmarks eða tilgangs.
Svo sem fyrr hefur verið á öllum loftslagsráðstefnum SÞ grétu forustumenn eyríkja í Kyrrahafi stórum krókódílatárum yfir að eyjar þeirra væru að fara í kaf og þeir þyrftu að fá meiri peninga frá Vesturlöndum vegna þess. Staðreyndin er hinsvegar sú, að það er ekkert einasta eyríki sem er að fara í kaf og land sumra þeirra hefur aukist en ekki minnkað vegna þess að sjávarborð er ekki að hækka með óeðlilegum hætti.
Með hverju árinu sem líður kemur betur og betur í ljós, að allt tal um ofurvald mannsins yfir veðrinu er byggt á sandi tölvulíkana, sem öll hafa spáð rangt á undanförnum 28 loftslagsráðstefnum og þar á milli.
Enginn man lengur eftir því hvað gerðist á ráðstefnu Evrópuráðsins í Reykjavík í vor nema Rósa Björk sem á að sjá um úrvinnslu á því sem ekkert er. Hvergi er minnst á bótasjóðinn sem átti að stofna og sama verður um ályktunir COP 28, að ekkert er handfast eða samþykkt sem máli skiptir.
En því miður munu Vesturlönd halda áfram að hamra járnið heima fyrir og skattleggja eigin borgara og draga þá í átt til örbirgðar á grundvelli grænna lausna, sem allar eru styrktar af ríkisfé.
Þá er lausnarorðið og orkuskipti, sem eru svo dýr, að það ræður engin við þau með núverandi tækni án þess að færa lífskjör aftur á stig þess sem var í Evrópu á miðöldum. Á sama tíma á að hafna ódýrustu lausnum í orkumálum, sem er jarðefnaeldsneyti, vatnsafsl- og karnorkuver.
Um árabil hefur það verið til siðs í skólum á Vesturlöndum, að hræða börn vegna þeirrar ógnar sem hamfarahlýnunin hefur í för með sér. Börnin hafa farið lafhrædd í rúmið og óttast að þau gætu stiknað þá nóttina vegna draugasagnanna um hamfarahlýnun.
Það væri eðlilegra að skólarnir fræddu börnin um hina raunverulegu vá, sem er ógnarstjórn pópúlískra stjórnvalda á Vesturlöndum, sem hamast við að gera lífskjör almennings verri og taka stöðugt meiri völd til sín og sliga með því samkeppnisþjóðfélagið. Það er sú vá sem við stöndum frammi fyrir vegna verka siðblindra, duglítilla stjórnmálamanna, sem stefna að því með einum eða öðrum hætti að taka samkeppnisþjóðfélagið úr sambandi með öllum þeim hörmungum sem því mun fylgja sbr. þau víti sem við höfðum fyrir augunum fyrir 1989 áður en Kommúnisminn féll.
Hægra fólk hvar sem er á Vesturlöndum á að taka höndum saman í baráttunni gegn firrum og rugli loftslagskirkjunnar, til hagsældar fyrir hinn almenna verkamann eins og sagt var forðum í baráttu gegn ógnum ríkisvaldsins og ofurauðvaldsins.
23.11.2023 | 20:34
Hvika þá allir
Falleg stytta, sem verið hefur borgarprýði í tæp 70 ár, af öldruðum manni,sem heldur í hönd ungs drengs þykir ekki lengur hæf til að vera fyrir almenningssjónum og best sé að hola styttunni ofan í kjallara. Þetta upplýsti Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjór og sagði að samstaða hefði verið í borgarráði um baráttuna gegn styttunni.
Styttan er af afkastamesta og ástsælasta æskulýðsleiðtoga Íslands, sr. Friðrik Friðrikssyni, sem gekkst fyrir stofnun KFUM og íþróttafélaganna Vals og Hauka svo nokkuð sé nefnt. Auk þess samdi hann mikið af þekktustu trúarljóðum ungs fólks.
Það er dapurlegt, að stjórnendur Reykjavíkur skuli ákveða að kasta styttunni vegna ósannaðra ávirðinga og harla ólíklegra í þokkabót,sem hafðar eru eftir ónafngreindum einstaklingi. Þessi aðför að einum merkasta og mætasta manni íslensks þjóðfélags er óboðleg og hvað gekk fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til, að standa að þessari aðför að æru og virðingu sr. Friðriks Friðrikssonar, vegna órökstuddra ósannaðra ávirðinga?
Eftir stendur þessi samþykkt þeim öllum til skammar sem að henni stóðu, en góð minning um sr. Friðrik Friðriksson mun lifa.
Samstaða um styttuna af séra Friðriki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2023 | 09:39
Vopnahlé
Samkomulag hefur náðst um nokkurra daga vopnahlé á Gasa og 50 af 230 gíslum Hamas samtakanna verði skilað. Hvað með hina gíslana 180? Eru þeir e.t.v. ekki gíslar lengur heldur lík. Varnarlaust fólk, myrt af Hamas án þess að siðferðispostular vinstrisins á Vesturlöndum og harðlínufólksins í Háskóla Íslands sem undirritaði stuðningsyfirlýsingu við Hamas hafi nokkuð við það að athuga.
Hvernig skyldi annars standa á því, að þrátt fyrir að Hamas liðar hafi byggt um 500 kílómetra af neðanjarðargöngum þar sem hryðjuverk eru skipulögð, þá hafi þeim ekki komið til hugar að byggja loftvarnarbyrgi eða annan varnarviðbúnað fyrir almenning. Er það ekkert sem veldur háskólafólkinu afvegaleidda, sem skrifaði undir Gyðingahatursyfirlýsingu Semu Erlu Serdar í HÍ neinum vökum.
E.t.v. ekki frekar en, að Hamas skuli vera með stjórnstöðvar undir sjúkrahúsum m.a. sjúkarhúsinu sem barist hefur verið við og um undanfarna daga, sem og skólum og leikskólum, þar sem almennir borgarar eru notaðir til að verja vígamenn Hamas og nota það í áróðursstríði sínu til að afvegaleiða fólk á Vesturlöndum.
Hvernig skyldi standa á að skriffinnum haturslista Semu Erlu Serdar skuli ekki hafa hugað að því, að Ísraelsmenn hafa aldrei meinað rýmingu af sjúkrahúsum á Gasa. Þvert á móti hafa þeir hvatt til rýmingar og að almenningur yfirgefi átakasvæði. Það hafa Hamas liðar hinsvegar iðulega komið í veg fyrir til að fá skjól af sjúklingum og óbreyttum borgurum.
Í Úkraínu er háð styrjöld þar sem rúmlega 300 þúsund ungir menn hafa verið drepnir og fjöldi óbreyttra borgara. Mun fleiri en á Gaza. Hvernig skyldi standa á því að engin gerir athugasemd við það og Háskólafólk skuli ekki sjá neina ástæðu tli að tjá sig um þau ósköp á meðan það hatast út í Gyðinga sem eru að reyna að tryggja tilverurétt sinn og öryggi eigin borgara í Ísrael með því að ganga á milli bols og höfuðs á hryðjuverkaliði Hamas.
Við erum epli sögðu hrútaberin og það sama virðist eiga við um fólkið í HÍ sem skrifaði undir hatursyfirlýsingu Semu Erlu gegn Ísrael.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 37
- Sl. sólarhring: 437
- Sl. viku: 4253
- Frá upphafi: 2449951
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 3964
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson