Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Löggæsla

Að hafast ekki að

Allt of langlíf ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur virðist starfa eftir þeirri meginreglu, að gera ekkert nema í algjört óefni sé komið. Ekki er gætt hagsmuna skattborgarana og meðferð opinbers fjár í höndum ríkisstjórnarinnar er eins og peningar í höndum barns í sælgætisverslun. Ekki er hugað að því að tryggja þjóðinni næga vistvæna orku- og er þá fátt eitt talið. 

Verst af aðgerðarleysi og roluhætti ríkisstjórnarinnar er þó aðgerðir eða mun frekar aðgerðarleysi í málefnum útlendinga þá sérstaklega hælisleitenda. Aðgerðirnar hafa miðað að því að troða inn í landið svonefndum kvótaflóttamönnum og aðgerðarleysið birtist helst í algjöru stjórnleysi á landamærunum.

Landamærin eru galopin og þar ríkir algjört stjórnleysi. Þó svo hafi verið um langa hríð, hefur ekkert raunhæft verið gert. Margir hafa séð að nauðsynlegt væri að ganga úr Schengen strax sem einn lið í að ná stjórninni en þrátt fyrir Schengen er hægt að grípa til aðgerða til að ná stjórn á landamærunum ef stjórnvöld hafa vilja dug og þor. 

Vanrækt var að tryggja að erlent afbrotafólk verði sent tafarlaust úr landi. Stjórnvöld hafa ekki gert neinn reka að tryggja öryggi fólksins í landinu gagnvart þeim. Afleiðingin er m.a. sú, að enginn er óhultur ekki einu sinni einn æðsti maður réttargæslunnar í landinu. 

Breytingar á lögum um leiguakstur, er síðan gott dæmi þar sem vanrækt var að gæta að nauðsynlegri neytendavernd varðandi gjaldtöku og öryggi farþega. Viðskiptavinir leigubifreiðastjóra eru iðulega í viðkvæmri stöðu og því brýn nauðsyn að gæta að öryggi þeirra.  Nánast daglega má lesa í fréttum vandamál sem þessi algjöru lausatök ríkisstjórnar og Alþingis valda. 

Stefnulaus ríkisstjórn óeiningar og sundurlyndis gerir engum gagn með því að sitja nema e.t.v. þeim ráðherrum sem telja að ríkisstjórnarseta sé eitt stórt partý sem nauðsynlegast sé að standi sem lengst. 


Við gefumst upp?

Danski stjórnmálamaðurinn Mogens Glistrup sagði að danski herinn gæti ekki varið Danmörku og þessvegna væri best að koma upp á öllum landamærastöðvum sjálfvirkum símsvara sem segði á öllum tungumálum "Við gefumst upp." Síðan þá hefur danski herinn heldur betur látið til sín taka.

Mér var hugsað til þessa þegar ég hlustaði á umræður á Alþingi vegna fyrirspurna Diljá Mist Einarsdóttur um stöðuna á landamærum þjóðarinnar. Svörin voru nánast þau, að ekkert væri hægt að gera vegna Schengen reglna, reglna Evrópusambandsins skorti á áhættumati Ríkislögreglustjóra og fram eftir þeim götunum. 

Hvað gerir þjóð sem ráðist er á? Hún gefst upp eins og Mogens Glistrup talaði um. Eða hún tekur til varna. Hún tekur til varna strax og árásin á sér stað, en bíður ekki eftir áhættumati Ríkislögreglustjóra, að Alþingi samþykki breytingar á lögum eða leyfi fáist frá Schengen. Skylda ráðamanna er við þjóðina en ekki við Schengen og Evrópusambandið. Taka verður strax á þeim málum sem þola enga bið.

Stjórnleysið á landamærunum verður að taka enda núna. 

Stjórnleysið við að koma ólöglegum innflytjendum úr landi verður að taka enda núna. 

Öryggi landsmanna og velferð er í húfi. 

 

 


Að gera skyldu sína.

Hælisleitandinn,sem ógnaði vararíkissksóknara er síbrotamaður, sem ítrekað hefur gerst sekur um alvarleg afbrot. 

Maðurinn fékk dvalarleyfi,sem er löngu útrunnið, samt hefur honum ekki verið komið úr landi. Hvað veldur? Af hverju gera yfirvöld ekki neitt. 

Þrátt fyrir að vararíkissaksóknari o.fl. hafi setið undir ógnunum hælisleitandans, þá var ekki brugðist við frekar en í svo ótal öðrum sambærilegum málum. 

Nú reynir á dómsmálaráðherra og sjá til þess að þeir embættismenn sem málið heyri undir geri skyldu sína og komi öllum í burtu, sem eru ólöglega í landinu. 

Ógnin sem beinist að saksóknara í dag,beinist líklega síðar að þeim. 

Þeir hælisleitendur sem hingað koma verða að vita að lögum sé framfylgt og fólk sent í burtu þegar það er hér ólöglega. Annars gera þeir bara réttilega grín að okkur og skilaboðin fara út um allt að takist fólki að komast inn í Ísland þá þurfi ekki að óttast að vera sent í burtu. Hvaða áhrif hefur það? 

Brottvísun ólöglegra hælisleitenda ásamt landamæraeftirliti skilar árangri og það fyrr en ráðgerðar breytingar á útlendingalögum.

Dómsmálaráðherra verður að bregðast við og gera það sem þarf til að lögum sé framfylgt og öllum hælisleitendum sem eru hér ólöglega verði tafarlaust komið í burtu. Ekki seinna en strax. 


Hverju mega þá aðrir búast við?

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir grein fyrir því í blaðaviðtali, að erlendur hælisleitandi og afbrotamaður, hafi ítrekað haft í hótunum við sig m.a. hótað sér lífláti. Hann þurfti að vara börnin sín við að opna ekki útidyr og vera á varðbergi gagnvart ógnvaldinum.

Þrátt fyrir að um sé að ræða mann sem á töluvert undir sér, þá fékk hann enga vernd og mátti þola að vera stöðugt á varðbergi gagnvart hugsanlegri árás á sig og fjölskyldu sína. 

Fyrst svo er komið með vararíkissaksóknara, hvernig er þá staða almennra borgara? Hvaða réttarvernd hafa þeir? Sagt er að margir láti nú þegar hjá líða að gæta réttar síns til að lenda ekki í útstöðum við erlend glæpagengi á Íslandi.

Af öllum hópum innflytjenda er reynslan sú, að þeir sem eru seinfærastir og erfiðastir og liggja að meginhluta upp á velferðarkerfinu með hæstu glæpatíðni, koma frá því svæði í Mið-Austurlöndum, sem ríkisstjórnin hamast við að flytja inn sem flesta. Þetta er gert þrátt fyrir að reynsla allra þjóða af innflutningi fólks frá þessum heimshluta.

Fyrst stjórnleysið er orðið svo mikið sem kemur fram hjá vararíkissaksóknara nú þegar við hverju má þá búast í framtíðinni eftir helstefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Já og hvernig á að bregðast við til að tryggja að við búum í virku réttarþjóðfélagi þar sem fólk getur gengið öruggt um göturnar og búið við öryggi heima hjá sér?   


Ást og friður

Í gær fengu landsmenn smjörþefinn af því sem koma skal ef fjölmenningarstefna opinna landamæra, sem Samfylkingin, Viðreisn og einkum Píratar leiða, nær fram að ganga.

Ofbeldisfólk opinna landamæra talar um stefnu sína sem stefnu "ástar og friðar". Hvílík öfugmæli. Alls staðar þar sem fólk eins og þremenningarnir sem hælisleitendaiðnaðurinn virkjaði til mótmæla á Alþingi í gær kemur, veldur það illindum, öryggisleysi almennra borgara og hryðjuverkum. Í stað ástar og friðar fylgir því, hatur og ofbeldi.

Þeir sem ímynda sér að hugmyndafræði "Dýranna í Hálsaskógi" um að öll dýrin í skóginum geti verið vinir, eigi við í málefnum hælisleitenda hafa ekki kynnt sér ástandið í heiminum eða í  nágrannalöndum okkar. 

Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð eru hópar sem fóru að berjast með ISIS og frömdu þar voðaverk í nafni Íslam og andstöðu og haturs á Vesturlöndum. Á þeim forsendum var heimilt að drepa óvinina, sem stundum voru hjálparstarfsmenn með því að skera þá á háls. Síðan kom þetta lið til baka og hefur frjálsan aðgang að öllum löndum á Schengen svæðinu í nafni ástar og friðar.

Í Osló eru samhliða samfélög þar sem fólk talar ekki norsku og áletranir eru á arabísku. Í Svíþjóð er fjöldi samhliða þjóðfélaga innflytjenda, þar sem lögregla, sjúkralið eða brunalið fer ekki inn í nema með aðstoð þungvopnaðra hermanna. 

Fjöldi hryðjuverka, sem fylgir er gríðarlegur en ég minni bara á Manchester fyrir nokkrum árum,þar sem ungt fólk á tónlistarhátíð  var drepið miskunarlaust á altari fjölmenningarsamfélagsins og Bataclan í París, þar sem það sama gerðist.

Í gær réðust þrír hælisleitendur að löggjafarvaldinu, Alþingi, en var sem betur fer komið í burtu án þess að tjón hlytist af. Því er haldið fram, að þeir hafi verið hvattir áfram af innlendum fylgjendum opinna landamæra, en ekki veit ég það svo gjörla. Hitt veit ég að það verður að vísa þessum mönnum úr landi og flytja þá burt og gæta þess að þeir komi aldrei aftur og það þegar í stað. Allt annað er óheyrileg linkind og sýnir þá þeirra líkum þ.e. að Ísland líði hvað sem er. 

Dettur einhverjum í hug að með því að senda slík skilaboð, þá komi færri þeirra líkar til landsins til að leggjast upp á skattgreiðendur. Að sjálfsögðu ekki og skiptir þar frumvarp dómsmálaráðherra ekki sköpum það þarf miklu meira til að koma.

Á sama tíma og þessir ofbeldismenn gagnvart löggjafarvaldinu ættu að vera á leiðinni úr landi með algjört komubann vegna ólíðandi og hættulegrar framkomu, þá býsnast þingmenn allra flokka með það hvernig helsta ofbeldismanninum líði.

Þessir sömu þingmenn hafa ekki velt fyrir sér undanfarna daga hvernig fórnarlömbum aðfluttra ofbeldismanna líður og væri það þó verðugra verkefni.  En e.t.v. sýna þessi ummæli þingmannanna hversu gjörsamlega vanhæfir þeir eru til að gæta þjóðarhags og öryggis eigin samborgara. 


Kæru múslimsku bræður og systur

Rochdale heitir bær í Bretlandi í nágrenni við Manchester. Bærinn komst á kortið fyrir nokkrum árum, þegar glæpahringur hafði hneppt illa staddar ungar hvítar stúlkur í kynlífsánauð o.fl. Stúlkunum voru gefin eiturlyf og þeim misþyrmt. Barnayfirvöld og lögregla varnræktu skyldur sínar varðandi stúlkubörnin og létu allar viðvaranir og sannanir um glæpsamlegt athæfi eins og vind um eyrun þjóta, lögregla, barnaverndarfólk óttuðust að fá á sig rasista stimpil, ef þau vernduðu börnin. 

Þegar yfirvöld komust ekki hjá því að taka á málinu sögðu þau og fjölmiðlar að glæpaklíkan sem framdi þessi hryllilegu brot væru menn af asískum uppruna. Það var lygi til að breiða yfir að glæpamennirnir voru múslimskir karlmenn aðallega frá Pakistan. Rochdale komst á blað ásamt ýmsum öðrum borgum í Bretlandi þar sem það  sama átti sér stað. Múslimsku glæpaklíkurnar hnepptu eingöngu hvítar unglingsstúlkur sem ekki voru múslimar í ánauð. 

Yngsta fórnarlambið var 11 ára stúlka. Öllum stúlkunum var nauðgað með svívirðilegum hætti, hellt bensíni yfir sumar og hótað að kveikja í þeim. Öðrum var hótað með byssum og neyddar til að horfa á þegar öðrum stúlkum var nauðgað með hrottafengnum hætti til að vara þær við að segja ekki frá glæpunum.

Yfirvöldin brugðust ungu hvítu stúlkunum í Rochdale af ótta við ásókn múslima ef þau gerðu skyldu sína og hefðbundnir fjölmiðlar brugðust líka þegar þeir reyndu að komast hjá því að segja frá því að  þetta væri glæpahópur múslimskra karla eins og við sambærileg brot í ýmsum öðrum borgum Bretlands m.a. Oxford og Rotherham svo dæmi séu nefnd.

Þingmaður Verkamannaflokksins, Ann Cryer tók þessi mál upp til varnar þessum illa stöddu unglingsstúlkum, en var samstundis stimpluð Íslamófób og rasisti. Múslimska samfélagið stóð með múslimsku glæpamönnunum, sem frömdu þessi hræðilegu afbrot. Ann Cryer var hótað lífláti og misþyrmingum og þurfti að fá lögregluvernd allan sólarhringinn.

Nú bregður svo við í Rochdale, að George nokkur Galloway var kosinn þingmaður í aukakosningum þ. 29 febrúar. Galloway var rekinn úr Verkamannaflokknum m.a. fyrir Gyðinga hatur. Hann var sérstakur vinur Saddam Hussein og viðraði sig upp við klerkastjórnina í Íran og nú dáir hann Pútín og hvetur til dáða í Úkraínu.

Galloway segir sigur sinn sigur Gaza. Alls voru um 78 þúsund manns á kjörskrá og Galloway fékk 12.355 atkvæði eða um 16% þeirra sem kosningarétt höfðu. Hann sigraði samt vegna skiptingar atkvæða og dræmrar þáttöku.

Múslimar eru fjölmennir í Rochdale eða um 26% kjósenda og Galloway sendi sérstök skilaboð til múslima í kjördæminu og sagðist hafa barist fyrir múslima allt sitt líf og í nafni Allah talaði hann til sinna múslimsku bræðra og systra.

Engum datt í hug að bregðast við þessum boðskap Galloway með því að benda á að um væri að ræða rasísk skilaboð og baráttu þar sem lóðin væru lögð á altari einmenningar múslima, sem neita að aðlagast samfélaginu eins og þeir gera allsstaðar. Frambjóðandi sem hefði eingöngu biðlað til kristinna kjósenda hefði verið hrópaður niður.

Glámskyggni evrópskra stjórnmálamanna ríður ekki við einteyming og nú um stundir fara íslenskir stjórnmálamenn þar fremstir í flokki og hamast við að flytja inn múslimska kvótaflóttamenn og samþykkja nýverið að flytja inn á annað hundrað sömu tegundar eins og það megi vera það sem helst færi íslenskt þjóðfélag fram á veginn.

Hvar er þetta fólk eiginlega statt í vitsmunalegu tilliti? Eða er því í nöp við það þjóðfélag og þau þjóðfélagslegu gildi sem gerðu vestræn lýðræðisríki að forusturíkjum hvað varðar mannréttindi,öryggi og virðingu fyrir einstaklingnum.


Hvenær er mælirinn fullur?

Palestínuarabar sem fengið hafa að koma og dvelja á Íslandi, því miður, sýna ekkert þakklæti,frekar en við var að búast og hafa haldið uppi mótmælastöðu við Alþingi, utanríkisráðuneytið, lögreglustöðina og ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu til að reyna að þvinga íslensk stjórnvöld til að finna og sækja meint og/eða raunveruleg skyldmenni þeirra á annað hundrað manns,sem ríkisstjórnin illu heilli samþykkti að mættu koma til landsins.

Í Egyptalandi er helsta skrautblóm hins arabíska "jihad" Sema Erla Serdar, sérstakur fulltrúi Háskólarektors og fyrrum ritari Samfylkingarinnar, sem gusar út úr sér kröfum og hefur í heitingum við stjórnvöld bregðist þau ekki við kröfum hennar og mótmælendanna á Austurvelli. Garmurinn hann Ketill fréttastofa RÚV er síðan alltaf nálægur vinur upplausnar og óstjórnar. 

Í dag réðist mótmælandi að þingkonu, kastað í bíl hennar og hafði uppi ókvæðisorð í hennar garð. Það eitt og sér ætti ásamt öðru sem að framan er talið, að leiða til þess, að íslensk stjórnvöld segðu hingað og ekki lengra, það verður ekki með einum eða neinum hætti brugðist við kröfum ykkar og þar sem ekki er lengur um friðsamleg mótmæli að ræða, þá verðið þið að snauta í burt og hætta að trufla Alþingi við störf sín. Slík afstaða væri í samræmið við röggsama framgöngu Íslandsráðherrans Hannesar Hafstein á sínum tíma.

Mér er það hulin ráðgáta hvernig það gat gerst, að ríkisstjórnin samþykkti að heimila á annað hundrað palestínufólks komu til landsins og dvöl. Var ekki nóg komið? Með því rauf ríkisstjórnin grið gagnvart þjóðinni miðað við þær aðstæður sem um er að ræða í dag og við eigum fullt í fangi með að ráða við. 

Mér er líka hulin ráðgáta af hverju utanríkisráðherra segir ekki það sjálfsagða og hafi sagt það alla tíð.

"Við höfum nóg með íslenska ríkisborgara að gera og berum ekki sérstakar skyldur gagnvart fólki utan úr heimi, sem hefur fengið dvalarleyfi að gera, umfram aðra, en við munum standa myndarlega að aðstoð við fólk í stríðshrjáðum löndum og brýnni neyð og kanna hvar neyðin er mest og bregðast við í samræmi við það. Með því að hjálpa fólki á heimaslóð getum við hjálpað margfalt fleirum en með því að flytja nokkra um hálfan hnöttin heim til okkar með þeim afleiðingum sem það hefur hjálpum við margfalt færri."

Það væri því við hæfi að kalla sendinefndina frá Kaíró heim og segja við mótmælendurna á Austurvelli, að mælirinn sé fullur og það verði ekki brugðist jákvætt við ólögmætum kröfum þeirra. 

Við megum aldrei beygja okkur fyrir ofbeldinu, en sýna þeim sem því beita, að þeir gera málstað sínum illt verra.  


mbl.is Mótmælandi réðst að Diljá Mist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðin er þín Guðrún

Guðmundur Ingi Guðmundsson varaformaður VG og félags og vinnumarkaðsdáðherra bendir réttilega á í Mbl.um helgina, að dómsmálaráðherra,sem beri ábyrgð á löggjöf um hælisleitendur. Jafnvel þó að Vinstri Grænir (VG) þvælist fyrir setningu haldbærrar löggjafar í málinu, þá er það samt fagráðherrann sem ber ábyrgðina. 

Sé stefna ríkisstjórnarinnar önnur en fagráðherrans, þá á viðkomandi ráðherra þann eina kost að segja af sér og gera grein fyrir að nauðsynlegar úrbætur í málaflokknum náist ekki fram í þessari ríkisstjórn eða bera ábyrgðina á óstjórninni ella. 

Þetta er sú einfalda viðmiðun og hinn járnharði veruleiki.

Nú þegar við blasir, að stjórnleysi ríkir á landamærunum og við höfum tekið við fleiri hælisleitendum frá Palestínu en öll hin Norðurlöndin til samans þá verður að bregðast strax við og loka landamærunum af því að komið er fram yfir þolmörk. Í slíku ástandi er glapræði að ætla að flytja á annað hundrað Palestínu fólks til viðbótar til landsins. Það má ekki gerast það er óásættanlegt eins og ástandið er á Íslandi í dag.

Íran er landið sem á að taka við fólki á flótta vegna aðgerða sem þeir stóðu fyrir.

Guðrún Hafsteinsdóttir sem er dugandi og vaxandi stjórnmálamaður  og mikið foringjaefni,verður  strax að huga að því, að það er hennar að stjórna og axla ábyrgðina á þessum málaflokki og gera þær nauðsynlegu ráðstafanir sem verður að gera, sem er að ná stjórn á landamærunum eða  segja af sér ella náist ekki fram nauðsynlegar úrbætur í ríkisstjórninni þegar í stað. 

 

 


Hvað kemur okkur við?

Áratugum saman hefur þursaveldið Íran, ástundað þjóðarmorð á minnihlutahópum í landinu m.a. trúarbragðahópa, þar sem Bahaiar hafa heldur betur fengið fyrir ferðina, en Gyðingar og kristnir eru flúnir eftir ítrekaðar ofsóknir. 

Klerkastjórn þursaveldisins lætur sér ekki nægja að myrða fólk vegna þess að það hefur aðrar trúarskoðanir en Múhammeðstrú, baráttan gegn mannréttindum snýr líka að eigin borgurum. 

Fyrir rúmu ári var kona um tvítugt handtekin og misþyrmt svo hroðalega, að hún dó. Sök hennar var að hylja ekki hár sitt á almannafæri. Í kjölfar þess brutust út víðtæk mótmæli gegn þursunum sem stjóra Íran, en Siðgæðislögreglan og herinn brugðust við af hörku og hundeltu og drápu unga fólkið sem stóð fyrir mótmælunum. 

Þúsundir á þúsundir ungs fólks var drepið fyrir það eitt að velja frelsið en hafna helsinu. Þessi mótmæli stóðu mánuðum saman fyrir tæpum tveim árum síðan. Af tilviljun var ég staddur í London þegar landflótta Íranir stóðu fyrir mótmælagöngu og sá þá betur þann hrylling sem um er að ræða. Klerkastjórnin hikar ekki við að drepa börn allt niður í 12 ára fyrir það eitt að samsama sig ekki að öllu leyti með því sem þeim er skipað af siðgæðislögreglunni. 

Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju RÚV sá ekki ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á aðferðum þessa villimannaríkis, sem voru í stríði við eigin borgara og engin ekki einu sinni svonefnd kvennréttindafélög sáu ástæðu til að mótmæla eða aðrir sem að venju lýsa skoðun sinni með þeim hætti. 

Það var engin mótmælaganga í Reykjavík vegna barnamorðana í Íran. Þar sem um morð á eigin þegnum er að ræða. 

Það skýtur nokkuð skökku við, að engin skuli sjá ástæðu til að mótmæla morðum án dóms og laga í Íran eða hvetja til refsiaðgerða m.a. að fólk kaupi ekki íranskar vörur, á sama tíma og sjálfskipaðir handhafar réttlætisins láta ekki af því að mótmæla varnarviðbrögðum Ísrael eftir hræðilegustu hermdarverkaárás, sem unnin hefur verið í núinu, þannig að það tekur jafnvel út yfir það sem Ísis gerði. 

Samanburður á viðbrögðum við morðin í Íran á eigin borgurum og mannfalli í hernaði í Ísrael er sláandi svo ekki sé meira sagt. 


Dómur Alþjóðadómstólsins í Haag

Fyrir nokkru fannst forseta Suður Afríku (SA) viðeigandi að taka innilega í hendur og fagna fyrrum foringja Janjaweed sveitanna, sem framdi þjóðarmorð í Darfur héraði í Súdan. Hatursþjóðir Ísrael hefðu því varla getið fundið verri fulltrúa til að kæra Ísrael til Alþjóðadómstólsins í Haag fyrir þjóðarmorð.

Samþykkt Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 1948 um þjóðarmorð, var samþykkt eftir Helförina gegn Gyðingum og í samþykktinni segir að þjóðarmorð verði að vera skipulögð morð framin með glæpsamlegum hætti af ásetningi og vilja til að eyðuleggja í heild eða að hluta, þjóðir, kynþætti eða trúflokka.

Þrátt fyrir mikið mannfall óbreyttra borgara á Gasa, þá er það samt minna, en almennt gerist í bardögum í borgum m.a. nýjustu dæmin í Aleppo í Sýrlandi og Raqqa í Sýrlandi þar sem sótt var að Ísis, þó svo að fréttastofur eins og fréttastofa RÚV segi aldrei frá því.

Mannfall var mest í upphafi átakanna á Gasa eða um 80% af þeim sem hafa fallið skv. upplýsingum frá Hamas. Þá verður að taka tillit til þess einnig að um fjórðungur eldflauga sem Hamas skýtur upp og ætlað er að drepa borgara í Ísrael lendir á Gasa, en mannfall vegna þess er alltaf skrifað á varnarsveitir Ísrael. Fólk er skráð sem börn til 18 ára aldurs, en stór hópur hermanna Hamas er undir þeim aldri og allir stríðsmenn Hamas eru í borgaralegum klæðum.

Miðað við þessar staðreyndir verður ekki séð, að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að varnarsveitir Ísraels séu að fremja þjóðarmorð á Gasa.

En Alþjóðadómstóllinn í Haag ætlar að kveða upp dóm á morgun um þetta, án þess að hafa kynnt sér neitt sem málinu viðkemur nema að hlusta á ræður fulltrúa SA og Ísrael. Engar vitnaleiðslur fara fram eða lögð fram sönnunargögn umfram það sem að ofan greinir. Niðurstaða dómsins miðað við það sem fyrir liggur, ætti að vera augljós.

Ísrael er ekki að fremja þjóðarmorð á Gasa.

En verður það niðurstaða dómsins? Það er verulegt vafamál. Í dóminum sitja dómarar sem eru fulltrúar ríkisstjórna en eru ekki valdir vegna yfirburða þekkingar á lögfræði. Dómurinn er því eins og flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna í dag mun frekar pólitískur en lögfræðilegur. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Alþjóðadómstóllinn dæmir mál, þar sem niðurstaðan ætti að vera augljós. Hvort hann kveður upp pólitískan dóm eða dóm byggðan á lögfræðilegum staðreyndum.


Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 114
  • Sl. sólarhring: 1290
  • Sl. viku: 5256
  • Frá upphafi: 2469640

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 4812
  • Gestir í dag: 104
  • IP-tölur í dag: 104

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband