Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
27.1.2024 | 20:14
Sigur eða ósigur?
Ýmsir vinir og stuðningsmenn Hamas samtakanna á Íslandi voru fljótir til að lýsa því yfir þegar Alþjóðadómstóllinn(AD) í Haag kvað upp úrskurð sinn, að í honum fælist viðurkenning á því að Ísrael væri sekt um þjóðarmorð. Það er rangt.
AD féllst ekki á kröfu kæranda Suður Afríku(SA) um að AD lýsti Ísrael sekt um þjóðarmorð á Gasa. En í stað þess að vísa málinu frá eins og AD hefði átt að gera, þá ákvað pólitíski dómstóllinn að halda málinu hjá sér og benda Ísrael á ýmis atriði. Ekkert þessara atriða skiptir máli í sjálfu sér varðandi framhaldið og ekkert þeirra leiðir til frekari aðgerða gegn Ísrael.
Ísrael hafði því sigur í því sem mestu máli skipti svo sem við var að búast, en hinsvegar er það umhugsunarvert, að AD skuli telja nauðsynlegt að dæma eftir einhverju öðru en þeim samþykktum sem um dóminn gilda. Ég hef áður bent á að dómarar í AD eru skipaðir af ríkisstjórnum eftir skoðunum þeirra en ekki hæfi sem lögfræðingar.
Í þessu tilviki var reynt að nota AD til að koma höggi á Ísrael, sem mistókst. En dómur AD sýnir hinsvegar að dómendurnir hika ekki við að dæma eftir allt öðru en lögunum til að þóknast þeim ríkisstjórnum sem skipuðu þá.
Vafalaust er kominn tími til að leggja þennan dómstól niður í núverandi mynd og eftir atvikum stofna nýjan sem gegnir hlutverki sínu sem dómur á grundvelli laga og mannréttinda, en ekki áróðursstofnun eins og AD hefur þróast í að vera.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2024 | 08:07
Andúð á vestrænni menningu og nýja vinstrið.
Eftir fall kommúnismans í Evrópu árið 1989 þegar hann varð gjaldþrota og vinstri menn um alla veröld þurftu að horfast í augu við að kapítalisminn hafði sigrað. Fóru vinstri sósíalistar og kommúnistar í felur með skoðanir sínar og skriðu í var hjá ýmsum fjölþjóðlegum stofnunum eins og SÞ og Evrópusambandinu.
Nú koma þeir fram sem nýja vinstrið á forsendum woke spekinnar, sem byggir á því, að vestræn menning sé menning ofbeldis, kvennakúgunar og rasisma. Já og hún sé sérstök fyrir þessa illsku, sem sýnir í raun grundvallar vanþekkingu. Fyrir utan það, að engin önnur menning en sú vestræna hefur skilað fólki jafnlangt áfram.
Á grundvelli vestrænnar menningar um lýðræði, mannréttindi og frelsi hafa þær þjóðir sem aðhyllast hugmyndir samkeppnisþjóðfélagsins, mannúðar og mannfrelsis búið við bestu lífskjör og mest öryggi borgaranna og virðingu fyrir mannréttindum og athafnafrelsi einstaklingsins í gjörvallri mannkynssögunni.
Svo virðist sem við séum í miðri pólitískri nýsköpun vinstri hugmynda, þar sem fyrrum andstæðar fylkingar ná nú saman í andstöðu gegn markaðsþjóðfélaginu, baráttu gegn hamfarahlýnun og öfgafullri náttúruvernd, andstöðu við styttur og önnur söguleg menningarverðmæti, hörkuleg barátta fyrir transhugmyndafræði, en síðast en ekki síst núna andstöðu við Ísrael og samsömun með hryðjuverkasamtökunum Hamas.
Hugmyndafræði nýa-vinstrisins fær ekki staðist skynsamlega nálgun. Ungar konur víða í Evrópu, þar sem þær geta sagt það sem þær vilja og klæðst eins og þeim sýnist, taka þátt í mótmælum til stuðnings Hamas. Væur þær á þeim slóðum yrðu þær barðar til dauða af siðferðislögreglunni fyrir að vera úti á götu án þess að hylja hár sitt og vera í ósiðlegum klæðnaði.
Loftslagsgoðið Gréta Túnberg hrópar vígorð með Hamas og gegn samkeppnisþjóðfélaginu Í mótmælagöngum á vesturlöndum m.a. hér á landi, má sjá skilti sem á stendur: Hommar með Palestínu . Sennilega er þetta fólk svo illa að sér, að það áttar sig ekki á að það yðri að öllum líkindum dæmt til dauða í því sem kallað er Palestína.
Er það virkilega orðið baráttumál nýja vinstrisins að samsama sig með íslamistum með öllum þeirra höftum, kvennakúgun og fordómum og hafna þá í framhaldinu baráttu fyrir jafnstöðu karla og kvenna, réttindum samkynhneigðra og sama rétt ólíkra hópa án tillits til trúar, litarháttar eða þjóðernis.
Íslam stefnir að heimsyfirráðum og kúgun allra annarra hópa í samfélaginu, en ekki má orða hugtök eins og rasismi eða fasismi í því sambandi hjá nýja vinstrinu. Þau hugtök notar nýja vinstrið bara um fólk sem vill standa vörð um vestræn gildi og menningu.
Nýja vinstrið er í grundvallaratriðum í andstöðu við hugmyndir hins gamla klassíska vinstris um frjálslyndi og grundvallarmannréttindi. Nýja vinstrið þýðir samstaða með öllu og öllum sem hatast út í vestræna menningu og menningararfleið á þeim forsendum, endursköpunar sögunnar að allt illt í heiminum stafi frá Vesturlöndum, sem þó hafa náð lengst allra fyrr og síðar við að byggja upp þjóðfélög frelsis og mannréttinda.
Fordæming á borgaralegu þjóðfélagi, fjölskyldunni og vestrænni menningu og arfleifð virðist vera það eina sem sameinar nýja vinstrið.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2024 | 20:51
Dómur Alþjóðadómstólsins í Haag
Fyrir nokkru fannst forseta Suður Afríku (SA) viðeigandi að taka innilega í hendur og fagna fyrrum foringja Janjaweed sveitanna, sem framdi þjóðarmorð í Darfur héraði í Súdan. Hatursþjóðir Ísrael hefðu því varla getið fundið verri fulltrúa til að kæra Ísrael til Alþjóðadómstólsins í Haag fyrir þjóðarmorð.
Samþykkt Sameinuðu þjóðanna (SÞ) 1948 um þjóðarmorð, var samþykkt eftir Helförina gegn Gyðingum og í samþykktinni segir að þjóðarmorð verði að vera skipulögð morð framin með glæpsamlegum hætti af ásetningi og vilja til að eyðuleggja í heild eða að hluta, þjóðir, kynþætti eða trúflokka.
Þrátt fyrir mikið mannfall óbreyttra borgara á Gasa, þá er það samt minna, en almennt gerist í bardögum í borgum m.a. nýjustu dæmin í Aleppo í Sýrlandi og Raqqa í Sýrlandi þar sem sótt var að Ísis, þó svo að fréttastofur eins og fréttastofa RÚV segi aldrei frá því.
Mannfall var mest í upphafi átakanna á Gasa eða um 80% af þeim sem hafa fallið skv. upplýsingum frá Hamas. Þá verður að taka tillit til þess einnig að um fjórðungur eldflauga sem Hamas skýtur upp og ætlað er að drepa borgara í Ísrael lendir á Gasa, en mannfall vegna þess er alltaf skrifað á varnarsveitir Ísrael. Fólk er skráð sem börn til 18 ára aldurs, en stór hópur hermanna Hamas er undir þeim aldri og allir stríðsmenn Hamas eru í borgaralegum klæðum.
Miðað við þessar staðreyndir verður ekki séð, að hægt sé að komast að þeirri niðurstöðu að varnarsveitir Ísraels séu að fremja þjóðarmorð á Gasa.
En Alþjóðadómstóllinn í Haag ætlar að kveða upp dóm á morgun um þetta, án þess að hafa kynnt sér neitt sem málinu viðkemur nema að hlusta á ræður fulltrúa SA og Ísrael. Engar vitnaleiðslur fara fram eða lögð fram sönnunargögn umfram það sem að ofan greinir. Niðurstaða dómsins miðað við það sem fyrir liggur, ætti að vera augljós.
Ísrael er ekki að fremja þjóðarmorð á Gasa.
En verður það niðurstaða dómsins? Það er verulegt vafamál. Í dóminum sitja dómarar sem eru fulltrúar ríkisstjórna en eru ekki valdir vegna yfirburða þekkingar á lögfræði. Dómurinn er því eins og flestar stofnanir Sameinuðu þjóðanna í dag mun frekar pólitískur en lögfræðilegur. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Alþjóðadómstóllinn dæmir mál, þar sem niðurstaðan ætti að vera augljós. Hvort hann kveður upp pólitískan dóm eða dóm byggðan á lögfræðilegum staðreyndum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2024 | 11:38
Lýðræðið og öfgarnar
Fólk á Vesturlöndum velkist ekki í vafa um að svokallað lýðræði í Íran sé bara að nafninu til. Hópur gamalla íranskra klerka ræður öllu og bannar öllum að bjóða sig fram nema þeim sem þeir samþykkja. Lýðræði þeirra er þið megið kjósa, en við ráðum.
Í vaxandi mæli hefur þróunin orðið svipuð í Rússlandi, þar sem stjórnarandstæðingar eiga undir högg að sækja og þeim iðulega meinað að bjóða sig fram eða settir í fangelsi fyrir furðusakir.
Lýðræðið á undir högg að sækja og mun alltaf eiga það. Öflin sem vilja að þeim séu tryggð yfirráð án afskipta annarra eru alltaf sterk. Þannig er það á Davos ráðstefnunum þar sem helstu auðmenn heimsins koma og bjóða völdum vinum sínum eins og Katrínu Jakobsdóttur og ráðslagast um hluti sem þeim kemur í raun ekki við heldur kjósendum í hverju ríki fyrir sig.
Þýski stjórnmálaflokkurinn Alternative für Deutschland (AfD) hefur verið að auka fylgi sitt og mælist nú af svipuðum styrkleika og Samfylkingin á Íslandi eða með rúmlega 20% fylgi. Það er of mikið fyrir sómakært Samfylkingarfólk í Þýskalandi, sem krefst þess að AfD verði bannaður. Sú staðreynd að slík krafa skuli koma fram í vestrænu lýðræðisríki er alvarleg.
AfD er lýðræðissinnaður flokkur, sem starfar á lýðræðislegum grundvelli og setur fram skoðanir sínar sem slíkur.
Í þýskalandi hafa sósíalisar og kommúnistar farið í kröfugöngur og að sjálfsögðu tekið börnin með til að mótmæla tilveru AfD. Í lýðræðinu skiptir máli að fólk og flokkar reyni að sannfæra aðra en ætlist ekki til að ríkisvaldið banni skoðanir annarra. Þessvegna er tjáningarfrelsið svo mikilvægt. Í stað þess að banna skoðanir er mikilvægt að tryggja tjáningarfrelsið.
Vinstrið í Evrópu, sem fékk hefðbundna Sósíalista og hægfara mið- og hægri flokka í lið með sér varðandi ýmis mál m.a. innflytjendamál horfir nú fram á að kjósendur í Evrópu þ.á.m. á Íslandi ætlast til þess að skipt sé um stefnu. Við því verður að bregðast að mati vinstrisins og banna skoðanir og stjórnmálaflokka sem leyfa sér að berjast fyrir skoðunum sem eiga sér mikið fylgi og vonandi meirihlutafylgi.
Sjaldan bregður vinstra fólk vana sínum og það eitt að stórum hópum vinstra fólks skuli detta í hug að banna lýðræðissinnaðaun stjórnmálaflokk er fordæmanlegt og sýnir því miður hvað lýðræðið ristir grunnt hjá allt of mörgu fólki.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2024 | 08:07
Nú og þá
1941 byrjuðu nasistar að fremja fjöldamorð á Gyðingum í Sovétríkjunum. Í einu tilviki höfðu nasistarnir myrt alla fullorðna Gyðinga í þorpinu Bjelaja Zerkow fyrir sunnan Kiev, en 90 Gyðingabörn undir fimm ára aldri höfðu verið skilin eftir án vatns eða matar. Tveir prestar annar kaþólskur en hinn mótmælandi reyndu að koma í veg fyrir að börnin yrðu myrt, en tókst það ekki. Öll börnin voru skotin til bana. Dapurleg er saga af einni lítilli ljóshærðri stúlku sem hélt í hendina á einum SS foringjanum meðan hún beið þess að vera skotin. Ekkert lík barnanna var svívirt frekar en lík foreldra þeirra og aðstandenda í Bjelaja Zerkow.
Þegar morðæði og mannvonska nasistanna gagnvart Gyðingum var að lokum opinberuð 1945, fylltist allt fólk reiði og viðbjóði. Gjörðir nasistanna voru fordæmdar undantekningalaust. Engum datt í hug í London, París, New York, hvað þá Reykjavík, að fara í göngur til að samsama sig með nasistunum og fordæma hvað margir óbreyttir borgarar og börn, hefðu fallið vegna aðgerða bandamanna gegn nasistum.
Fólk velti því fyrir sér fyrir tæpum 80 árum hvernig gæti staðið á því ómanneskjulega óeðli og grimmd sem nasistarnir sýndu Gyðingum. Allir voru sammála um að þetta væri ómanneskjulegt villidýrseðli
Þ.7.október 2023 réðust önnur öfgasamtök, Hamas á 6 þorp í Ísrael og tónlistarhátíð ungs fólks. Hamas liðarnir drápu alla aðra en þá sem þeir tóku gíslingu með hroðalegum hætti og svívirtu lík þeirra. Þeir brenndu ungabörn lifandi og jafnvel steiktu þau, nauðguðu konum og fundu upp svívirðilegar sársaukafullar aðferðir við að drepa og niðurlægja fólkið.
Eftir að þessi grimmdarverk fréttust, þá lét fordæming á þessu grimmdar- og villdýrsaðgerðum á sér standa ekki síst samtaka Sameinuðu þjóðanna. Ekki nóg með það. Farið var í hvatningar- og hátíðargöngur til að samsama sig með villidýrunum í Hamas og fordæma Ísrael í borgum eins og London, París, New York og Reykjavík.
Þegar þetta er skoðað þá getum við væntanlega spurt eins og þjóðskáldið."Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg."
Thor Thors sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sem átti mikinn þátt í að ná fram samþykki fyrir stofnun Ísraels hefði vafalaust óað við að sjá að til væri fólk á Íslandi sem teldi rétt að samsama sig með ofbeldinu og dýrseðlinu. Okkur á líka að óa við því og segja við ofbeldisfólkið fyrir framan Alþingishúsið, að það komi ekki til greina að verða við kröfum þeirra að einu eða neinu leyti miðað við núverandi aðstæður og allt sanngjarnt friðelskandi fólk biði nú eftir því að eftirlifandi gíslar Hamas verði leystir úr ánauð og sekum Hamas liðum refsað með sama hætti og þeim SS foringum og leiðtogum þriðja ríkisins í Þýskalandi var refsað fyrir glæpi sína gagnvart Gyðingum og glæpi gegn mannkyninu.
Það væri eðlilegra að farnar yrðu fjöldgöngur í Reykjavík, London, París og New York til að krefjast þess að ómennunum í Hamas yrði refsað og það fordæmt, að þeir skuli leyfa sér andstætt því sem nasistnarnir gerðu að skýla sér á bak við konur og börn, sem líða nú fyrir ómennsku þeirra og villidýrseðli.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.1.2024 | 09:48
Óþarfi að kaupa RÚV eða Bylgjuna.
Ríkisvaldið í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum (SAF) með aðsetur í Dubai rembist eins og rjúpan við staurin við að kaupa breska stórblaðið Daily Telegraph. Mörgum hefur orðið ómótt við að ríkisstjórnin í SAF vilji kaupa þann breska fjölmiðil, sem hefur verið málefnalegastur vestrænna fjölmiðla og ekki hikað við að gagnrýna ríkisstjórnir Arabaríkjanna. Tilgangur kaupanna er augljós. Gera DT að málpípu og hluta af áróðursvél SAF.
Áður fyrr voru Gyðingar alsráðandi í fjölmiðlaheiminum, sem var ekki gott. En nú eru það Arabar í skjóli olíuauðsins sem ráða mestu.
Suma fjölmiðla þurfa SAF ekki að kaupa t.d. Bylgjuna og RÚV.
Í fréttum Bylgjunnar í gær, var greint frá kæru lögmans vegna meintra brota eins tjaldbúans á Austurvelli m.a. á ákvæðum stjórnarskrár Íslands. Bylgjan hafði ekki samband við þann sem benti á þessi augljósu brot. Þess í stað töluðu þau við einhverja kommúnistínu, sem ætlar að kæra umfjöllun Morgunblaðsins um kæru lögmannsins. Flott fréttamat það.
Þetta er þó smáræði við ítrekaða meistaratakta fréttastofu RÚV. Í gær bæði í útvarps- og sjónvarpsfréttum var þessi einstæða fréttastofa í flóru vestrænnar fjölmiðlunnar með langhunda frá Hamas um að þeim hefðu orðið á nokkur mistök, þegar þeir réðust á Ísrael þ. 7. október, drápu 1.200 manns marga með hræðilegum hætti, misþyrmdu líkum, nauðguðu konum og drápu ungabörn með hræðilegum hætti m.a. með því að steikja þau lifandi. Þessi afsökunarbeiðni Hamas þó án raunverulegrar afsökunarbeiðni var úðað yfir landslýð stóran hluta dagsins í gær.
Tólfunum kastaði síðan þegar sjónvarpsfréttastofa RÚV var með langa frétt, viðtal við einhverja konu vestur í henni Ameríku, sem sagði að hún hefði orðið fyrir morðhótunum eftir að hún setti upp stuðningsyfirlýsingu við Hamas fyrir framan heimili sitt í framhaldi var síðan viðtal við einhvern mann um eitthvað, sem virtist tengjast einhverskonar vaxandi óþoli gagnvart einhverjum af arabískum uppruna vegna einhvers.
Þessi fréttaflutningur RÚV er dæmigerðar ekki fréttir og bull sem hefur þó þann mikilvæga undirtón, að sýna fram á hvað fólk í Bandaríkjunum sé vont við fólk af arabískum uppruna.
Þessa fréttastofu þarf Sameinaða Arabíska Furstadæmið ekki að kaupa. Hún tekur öllu fram sem þeir hafa keypt á Vesturlöndum til þessa jafnvel þó að kaupin hafi farið fram fyrir löngu.
RÚV kostar skattgreiðendur milljarða á ári. Fréttastofan furðulega segir ekki frá hótunum sem þeir Íslendingar verða fyrir sem dirfast að andæfa gegn hælisleitendaþjónkuninni, þar gæti verið um raunverulega ógn að ræða en ekki tilbúna eins og ekki fréttir RÚV í gærkvöldi, um eitthvað fólk í henni Ameríkunni, sem telur sig hafa orðið fyrir einhverju þó engar sannanir væru færðar fram eða neitt tilefni væri til viðtala.
Það er kominn tími til að borgarar þessa lands fái það frelsi að geta valið sér fréttamiðil í stað þess að vera neytt til að greiða til áróðursfréttastofu RÚV. Minni kröfu er vart hægt að gera í frjálsu þjóðfélagi.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2024 | 22:38
Krónprinsessan okkar og drottning Dana kveður.
Margrét Þórhildur II Danadrottning stígur til hliðar á morgun eftir farsælan feril. Þar með eru endanlega rofin hin formlegu tengsl okkar við dönsku krúnuna. Margrét var skírð íslensku nafni og gert ráð fyrir því að hún mundi í fyllingu tímans verða drottning Íslands. En þannig varð það ekki þar sem að Ísland ákvað að verða lýðveldi árið 1944.
Konungar og drottningar eru leifar frá liðnum tíma og viðhorfum passa satt að segja ekki við lýðræðis- og jafnræðishugmyndir okkar tíma. Samt sem áður eru ekki lengur sterkar hreyfingar fyrir að afnema konungsveldi í þeim löndum sem eru næst okkur. Sennilega vegna þess að þjóðhöfðingjarnir hafa verið farsælir í störfum sínum.
Það er samt sem áður ekki samrýmanlegt í lýðræðisþjóðfélagi að búa við það að hafa þjóðhöfðingja sem byggja á þeirri hugmyndafræði að þeir hafi við fæðingu öðlast rétt til að verða þjóðhöfðingjar í framtíðinni á þeirri forsendu að þeir séu öðruvísi og merkilegri en annað fólk.
Við virðumst samt ætla að sætta okkur við þetta enn um hríð hvað sem öðru líður og vissulega finnst mörgum gaman að sjá tindátana og prjálið í kringum konungsveldin, sem eru hrein tildurembætti. Raunar ekki ólíkt því sem að forsetaembættið á Íslandi hefur þróast í, þar sem að reynt er að líkja eftir siðum og venjum arfakóngana.
Við megum vel við una samskipti okkar við Margréti Þórhildi, sem og föður hennar Friðrik 9 Danakonung, sem hafa reynst Íslandi vel eftir því sem þau höfðu eitthvað með mál að gera.
![]() |
Listræn og litrík Danadrottning kveður hásætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2024 | 17:13
Þjóðarmorð?
Í tveimur meginfréttarímum RÚV í gær og í dag þ. 11.mars hefur verið fjallað ítarlega um kæru S. Afríku á Ísrael vegna meints þjóðarmorðs á Palestínuaröbum. Þessi kæra er til þess að viðhalda röngu upplýsingaflæði til fólks og það er kærkomið fyrir RÚV.
Skv. tölum frá skæruliðasveitum Hamas þá hafa um 23 þúsund íbúar fallið á Gasa frá því í október. Vissulega mikið, en ekki meira en við mátti búast miðað við þær aðstæður sem eru fyrir hendi. Ekki eru gefnar upplýsingar um það hvað margir voru bardagamenn skæruliðahreyfingarinnar Hamas.
Til samanburðar má benda á baradagana um Aleppo í Sýrlandi, en þar voru yfir 30 þúsund manns drepnir og 35% bygginga í lagðar í rúst. Í Raqqa höfuðborg ISIS gerðu Bandaríkjamenn gríðarlegar loftárásir og lögðu mikið af byggingum borgarinnar í rúst. 270.000 af 300.000 íbúum flýðu og 80% bygginga borgarinnar voru lagðar í rúst.
Í samanburði er því hryllingurinn á Gasa, það sem við mátti búast miðað við bardaga við þessar aðstæður. Í því sambandi verður að hafa í huga: Ísrael hefur verið tilbúið til að semja um að ljúka þessu stríði ef allir gíslar verði leystir úr haldi og þeir sem tóku þátt í og bera ábyrgð á hryðjuverkunum 7.október verði látnir svara til saka. Lýsir það vilja til þjóðarmorðs?
Í annan stað þá er ljóst, að Hamas hreyfingin er vel vígúin og varin því að þrátt fyrir hernað í meir en 2 mánuði hefur varnarsveitum Ísrael ekki tekist að uppræta vígamennina sem halda áfram að skjóta eldflaugum að Ísrael, en frá því greinir RÚV aldrei.
Eftir að Ísraelsríki var stofnað ekki síst fyrir frækilega framgöngu sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum Thor Thors árið 1948 réðust Arabaríkin, Eyptaland,Sýrland, Jórdanía o.fl. á Ísrael en Ísrael hafði sigur. Markmið Arabaríkjanna var að útrýma Gyðingum í Ísrael og afmá tilveru Ísrael sem ríkis.
Árið 1967 hótuðu Arabaríkin allsherjar árás á Ísrael til það þurrka það út af landakortinu, en Ísraelsmenn höfðu frækinn sigur undir stjórn eins mesta hershöfðingja sögunnar Moshe Dyan, þar sem varnarsveitir Ísrael börðust við tífalt fleiri hermenn en þeir höfðu og sigruðu.
Í Yom Kippur stríðinu 1973 réðust Egyptar og Sýrlendingar fyrirvaralaust á Ísrael, en varnarsveitum Ísrael tókst að snúa málum sér í hag ekki síst vegna snilldarlegrar herstjórnar Ariel Sharon síðar forsætisráðherra Ísrael,sem komst við það á spjöld sögunnar sem einn snjallasti hershöfðingi sögunnar ásamt landa sínum Moshe Dyan áður.
Þannig hefur Ísrael stöðugt þurft að verja sig og engin efast um það að vilji Arabaríkjanna í öllum þessum þrem styrjöldum sem ég hef vísað til hefur verið til að afmá Ísrael af landakortinu þó það hefði þýtt þjóðarmorð á Gyðingum.
Þjóðarmorð á Aröbum hefur aldrei verið á dagskrá Ísrael enda búa fjölmargir Arabar í Ísrael og njóta þar allra borgaralegra réttinda. Það er hinsvegar markmið Hamas að útrýma öllum Gyðingum drepa þá og afmá þá algjörlega af jörðinni hvort heldur þeir búa í Ísrael eða annarsstaðar.
Hverjir ættu þá að vera í réttarsölum ákærðir fyrir vilja til þjóðarmorðs. Það eru liðsmenn Hamas og taglhnýtingar þeirra, sem Katrínu Jakobsdóttur fannst eðlilegt að eiga orðastað við í ráðherrabústaðnum í gær og hafa hertekið Austurvöll með leyfi vinstri meirihlutans í Borgarstjórn.
Væri ekki rétt að íslenska ríkisstjórnin beitti sér fyrir brottflutningi þessa fólks til að það geti sameinast fjölskyldum sínum í Egyptalandi eða Íran. Hér hefur þetta fólk, sem hatast út í allt vestrænt og vill búa við Sjaría lög ekkert að gera nema síður sé.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2023 | 10:33
Hvenær er nóg komið
Fyrir nokkru stóð ríkisstjórnin fyrir því, að flytja hingað stóran hóp fólks frá Afganistan og færði sýndarrök fyrir þeirri ákvörðun.
Ríkisstjórnin kynnti síðan vilja til að standa að myndarlegri svokallaðri fjölskyldusameiningu fólks frá Palestínu yfir hundrað manns. Einn hælisleitandinn tjáði sig af því tilefni og vildi fá rúma 30 fjölskyldumeðlimi sína einnig hingað, að því er virðist til viðbótar við þá 100.
Frændur okkar á Norðurlöndum þekkja vel til þessa fyrirbrigðis, þegar einn hlaupastrákur er kominn inn í landið og búinn að fá réttindi og krefst síðan að tugir svokallaðrar fjölskyldu fái líka að koma.
Ekkert lát er á vitleysunni hjá íslenskum stjórnvöldum í þessu efni og þrír ráðherrar tveir úr Sjálfstæðisflokknum kynntu fjölskyldusameiningarfyrirætlunina miklu í fjölmiðlum. Enn eitt asnasparkið til að þyngja straum hælisleitenda til Íslands.
Hvað svo sem íslensk stjórnvöld gera í friðþægingarskyni við hvað svo sem það nú er, til að þóknast góða fólkinu, þá er aldrei nóg að gert.
Nú hafa nokkrir palestínskir karlmenn sem tjaldað fyrir framan Alþingi til að krefjast þess, að íslenska ríkið kosti flutning "fjölskyldna" þeirra til Íslands, en ekki þeir. Að sjálfsögðu ekki þeir, það væri nú til of mikilis mælst.
Vonandi fara blessaðir mennirnir sér ekki á voða norpandi í tjöldum fyrir framan Alþingishúsið á þeim tíma, sem enginn er í húsinu þar sem Alþingi er í fríi. Þess utan heyrir málið ekki undir Alþingi.
Því miður virðist það markviss stefna íslenskra stjórnvalda að hafa enga stjórn á landamærunum og tryggja það að Ísland verði sem allra fyrst hótel fyrir allan heiminn þar sem íslenskir skattgreiðendur borga hóteldvölina. Hvenær skyldi okkur síðan bresta getan. Það á greinilega að halda áfram þangað til.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2023 | 23:57
Veist ef þú vin átt
Frændhygli og vinargreiðar er óæskilegur hluti pólitískrar starfsemi, en illt að uppræta svo sem dæmin sanna, en sumir kunna líka að færa sér vináttuna í nyt eins og karlin á Akranesi,sem seldi Pétri Magnússyni fjármálaráðherra í Nýsköpunarstjórn kartöflur. Pétur komst að því,að karl seldi honum pokann 5 krónum dýrari en öðrum og ræddi við karlinn, sem sagði rétt vera og sagði: "Til hvers er að eiga vini ef maður græðir ekki eitthvað á þeim."
Steingrímur Hermannson þá flugmálaráðherra skipaði vin sinn og flokksbróður Pétur Einarsson sem flugmálastjóra og var það gagnrýnt heiftarlega að hann skyldi skipa lögfræðing sem ekkert vissi um flugmál sem flugmálastjóra. Steingrímur svaraði því að bragði og sagði að það væri rétt, að Pétur væri lögfræðingur en tók sérstaklega fram, að hann hefði fjölþætta menntun þar sem hann kynni líka Argon suðu, hvað svo sem sú suða kom flugi við.
Nú hefur Bjarni Benediktsson skipað Svanhildi Hólm fyrrum aðstoðarmann sinn sendiherra í Washington og varði þá skipan af röggsemi og sagði hana hafa svo fjölþætta þekkingu og reynslu, að eðlilegt væri að hún yrði skipuð.
Bæði Steingrímur og Bjarni hefðu getað sleppt þessu, af því að allir vita og sjá hvað þarna er og var á ferðinni. Vinargreiðar sem standast enga skoðun. En rökin eru síðan hönnuð til að reyna að segja fólki að það sem er augljóst sé einmitt ekki það sem sé augljóst.
Calicula keisari í Róm gerði hestinn sinn að þingmanni og datt ekki í hug að reyna að sannfæra borgarlýðinn í Róm um að það væri gert á faglegum grunni. En nú 2000 árum síðar telja stjórnmálamenn sig hafa farið með rétt mál ef þeir telja það vera til varnar sínum sóma að veifa frekar röngu tré eins og Bjarni og Steingrímu frekar en öngvu eins og Calicula gerði.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 674
- Sl. sólarhring: 707
- Sl. viku: 2161
- Frá upphafi: 2504808
Annað
- Innlit í dag: 644
- Innlit sl. viku: 2035
- Gestir í dag: 617
- IP-tölur í dag: 605
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson