Færsluflokkur: Mannréttindi
19.5.2024 | 23:27
Þú hljómar eins og Hitler
Rökþrota einstaklingur og þeir sem vilja gera lítið úr öðrum, bregðast stundum við til að ljúka umræðunni, með því að segja "þú hljómar eins og Hitler". Af sjálfu leiðir að við slíkan mann er ekki hægt að ræða eða treysta honum til góðra verka.
Þó ummælin séu röng og eigi engan rétt á sér eru þau sett fram í þeim tilgangi að gera viðkomandi einstakling ótrúverðugan og jafnvel fyrirlitlegan. Slíkt er raunar ekki boðlegt í umræðu siðaðs fólks, en því miður reyna sumir að hengja slíka merkimiða á þá,sem þeim er í nöp við, vilja lítillækka eða hafa skoðanir sem þeir eru andstæðir og hafa ekki málefnaleg rök til andsvara.
Það kom á óvart þegar Sigríður Hagalín Björnsdóttir fullyrti í spurningu til Arnars Þórs Jónssonar frambjóðanda til forseta í forsetaviðtali RÚV, að hann hljómaði eins og Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage í Bretlandi.
Ekkert gat réttlætt fullyrðinguna í spurningunni. Hún var sett fram til að reyna að koma þeim stimpli á Arnar að hann væri hægri öfgamaður.
Þó Arnar Þór hafi lýst efasemdum um þróun Evrópusambandsins og sókn þess í aukin völd og andstöðu við fullveldi aðildarríkjanna þá rökfærir hann og setur fram mál sitt með þeim hætti að merkimiðarnir sem Sigríður Hagalín reyndi að hengja á henn eiga engan rétt á sér. Af hverju vísaði hún ekki til Margaret Thatcher sem setti fram líkari athugasemdir þeim sem Arnar hefur fært fram, en þau Nigel og Marianne?
Spurning Sigríðar Hagalín var sett fram í annarlegum tilgangi til að gera viðmælandanum upp skoðanir.
Þó spurning frú Hagalín hafi verið utan við þann byggilega heim sem eðlilegur er, þá kastaði fyrst tólfunum þegar skopteiknari á Vísi teiknar Arnar Þór í brúnstakka búningi liðsmanna SA sveita þýsku nasistanna. Þó teiknarinn hafi farið á ystu mörk gagnvart sumum öðrum í meintri skopmynd sinni, þá fór hann út yfir öll siðræn og afsakanleg mörk gagnvart Arnari í skopteikningu sinni.
Arnar Þór Jónsson hefur haldið uppi málefnalegum málflutningi um árabil sérstaklega um stjórnskipunarmálefni Íslands og gildi þess að Ísland gæti að fullveldi sínu. Hann hefur barist fyrir einstaklingsfrelsi og að grundvallarmannréttindi séu höfð í heiðri. Málflutningur hans hefur verið vel ígrundaður og laus við allar öfgar. Þegar þetta er skoðað þá er með algjörum ólíkindum að farið sé í manninn með þessum fyrirlitlega hætti.
Hér á við það sem skáldið kvað og skal beint til frambjóðandans Arnar Þórs Jónssonar:
"Taktu ekki níðróginn nærri þér.
Það næsta gömul er saga,
að lakasti gróðurinn ekki það er,
sem ormarnir helst vilja naga.
6.5.2024 | 07:54
Hvernig gat þetta gerst?
Kóvíd hræðslan er liðin hjá. Eðlileg mannleg samskipti eru nú til staðar. Nú eigum við að horfa til baka og huga að því hvernig það sem gerðist í Kóvídinu gat gerst í lýðfrjálsu landi.
Grundvallar mannréttindum um frelsi og ábyrgð einstaklingsins var vikið til hliðar og alræðisvald ríkis,"sérfræðinga" og fjölmiðla,tók yfir. Með auglýsingum og óttastjórnun (líf þitt er í hættu) og siðferðilegum ásökunum (þú ógnar lífi annars fólks), útiloka andmæli og banna rökræður ollu fjöldahræðslu sem nýja valdastétt alræðisvaldsins nýttir sér út í æsar.
Mannréttindum var vikið til hliðar með markvissum áróðri m.a um að fólk mundi deyja og börnin þeirra og barnarbörn ef það hlýddi ekki.
Mín kynslóð barðist fyrri hluta ævinnar fyrir frelsi og lýðræði gegn helsi ógnarstjórnar kommúnismans. Forusturíkið Sovétríkin varð gjaldþrota og Kína tók upp kapítalískt efnahagskerfi að mestu leyti þó alræðisstjórn kommúnismans sitji þar áfram og beri ábyrgð á Kóvíd fárinu.
Við hægra fólkið, baráttufólk fyrir markaðshyggju takmörkuðum ríkisafskiptum, frelsi og mannréttindum sigruðum, þó sá sigur hafi síðan glutrast að mestu leyti niður.
Þá voru allt of margir sem ímynduðu sér, að ekki þyrfti framar að berjast við ógnar- og einræðisstjórnir. Hvernig gat þá kóvíd óttinn tekið öll lýðréttindi og eðlilegar lýðræðislegar umræður úr sambandi? Allt í einu var frelsi fólks takmarkað meir en nokkru sinni fyrr. Fólki var meinað að heimsækja aldraða foreldra,ættingja eða jafnvel maka á sjúkrastofnanir og öldrunarheimili að viðlagðri refsingu. Börn máttu ekki faðma afa og ömmu líka að viðlagðri refsingu. Margt gamalt fólk og sjúklingar dóu úr einmannaleik og leiðindum, en það skipti hina nýju valdastétt ekki máli.
Þau sem voru á móti takmörkunum og lokunum fyrirtækja vegna efnahagslegra afleiðinga voru sökuð um að vera vont fólk, sem vildi fórna lífi fólks vegna hagnaðarsjónarmiða. Ríkisvaldið tók á sig glórulausan kostnað, sem við súpum seyðið af í dag, með um 200 milljarða vaxtakostnaði ríkissjóðs á ári vegna sóunar- og eyðslustefnu ríkisins í kóvídinu. Sjálfstæðisflokkurinn brást því hlutverki sínu að gæta aðhalds og eyða ekki um efni fram og hefur ekki fundið fjölina sína aftur þó kóvídið sé löngu búið.
Samspil stjórnmála, fjölmiðla og stjórnenda heilbrigðismála gerði fólk ofsalega hrætt. Tjáningarfrelsið og fleiri mannréttindi voru tekin úr sambandi og þaggað var niður í þeim heilbrigðisstarfsmönnum, sem höfðu aðra skoðun en kerfið. Þeir sem andmæltu þeim fasísk-, kommúnísku ráðstöfunum sem gripið var til voru óvinir ríkisins.
Fara eftir vísindunum og hlýða Víði var síbylju mantran. En það voru stundum engin vísindi heldur geðþóttaákvarðanir sóttvarnalæknis.
Ríkisvaldið gerir ekkert til að kanna hvað fór úrskeiðis, þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig. Hvað með bólusetningar með tilraunabóluefnum. Hvaða tjóni hafa þær valdið og hvaða tjóni eru þær líklegar til að valda? Má tala um það í dag?
Lýðræði, framfarir og mannréttindi byggja á gagnrýnni hugsun og umræðum. Við megum aldrei aftur fórna mannréttindum vegna öryggis og fela alræðisstjórn völdin.
23.4.2024 | 08:29
Milljón
Meira en milljón fóstureyðingar voru framkvæmdar í Bandaríkjunum á síðasta ári, 10% fleiri en árið 2020, þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að konur ættu ekki stjórnarskrárvarinn rétt til að fá fóstureyðingu. Í framhaldinu fór vinstri pressan hamförum um að verið væri að taka mannréttindi af konum í Bandaríkjunum. Ofangreindar tölur sýna heldur betur að allt það hjal var rugl, bull og vitleysa.
Milljón fóstureyðingar á ári, getur það virkilega verið? Er þetta ekki merki um óstjórn og upplausn í því samfélagi?
En hvað má þá segja um íslenskt samfélag? Hér eru framkvæmdar um 1000 fóstureyðingar á ári eða hlutfallslega sambærilegur fjöldi fóstureyðinga miðað við fólksfjölda og í Bandaríkjunum.
Hvað svo sem líður afstöðu fólks til fóstureyðinga þá eru þetta geigvænlegar tölur og nauðsynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að gera það fýsilegri kost fyrir mæður að eiga börn sín í stað þess að fara í fóstureyðingu.
Af sjálfu leiðir, að það er ekkert gamanmál fyrir konur, sem sjá ekki aðra leið en að binda enda á þungun sína. Oftast eiga konur í mikilli baráttu og erfiðleikum vegna þeirrar ákvörðunar.
Sumir stjórnmálamenn hafa þó gengið um þessar viðkvæmu dyr á vægast sagt grútskítugum skónum eins og Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra, sem virðist ekki skynja hvað hér er um mikið alvöru mál á ferðinni og orðaði það sem valkost að þungunarrof eða fóstureyðing ætti að vera tækt úrræði allt fram að fæðingu barns.
29.3.2024 | 10:07
Kristur krossfestur
Við sem trúum, að krossfesting Jesú og upprisan sé söguleg staðreynd höfum trúarsannfæringu sem Páll postuli víkur víða að í bréfum sínum sem mikilvægasta inntaki fagnaðarerindis.
Milljónir kristins fólks minnist pínu og krossfestingar Jesú. En útrýming kristins fólks þar sem vagga kristninnar stóð í árdaga og krossfesting einstaklinga og trúarbragðanna á þeim slóðum virðist gleymd. Engir verða fyrir meiri ofsóknum í heiminum en kristið fólk sérstaklega í Afríku og Asíu.
Vestrænar ríkisstjórnir aðhafast ekkert. Daglegar ógnanir, morð og óeiginlegar krossfestingar kristins fólks varna þeim ekki nætursvefns. Helstu prelátar kristinna láta sem ekkert sé og gera ekkert til að koma í veg fyrir að kristið fólk í löndum Asíu eða Afríku sé hrakið frá heimkynnum sínum,smáð, nauðgað og myrt. Ekki eru farnar kröfugöngur í helstu borgum Evrópu og Bandaríkjanna til að krefjast aðgerða fyrir kristið fólk í nauð og raunverulegri útrýmingarhættu.
Hjálparstarf Vesturlanda sinnir þessu fólki ekki. Síst hinn gjörspillti vestræni Rauði kross. Vestrænir fjölmiðlar minnast varla á stöðu kristins fólks í nauðum. Fréttastofa RÚV birtir nánast aldrei fréttir af ofsóknum á hendur kristnum t.d. í Nígeríu, Íran eða Pakistan svo fátt eitt sé nefnt.
Gleymda stríðið er stríð múslima við kristið fólk í Mið-Austurlöndum og víða í Afríku og Asíu. Vinstri sinnaða fjölmiðlafólkið kemur ekki auga á að hægt sé að kenna feðraveldinu eða nýldenduharðstjórn Vesturlanda um hörmungar kristins fólks og hefur því engan áhuga á málinu og er af óskiljanlegum ástæðum í algjöru þagnarbindindi gagnvart ógnum Íslam, morðum og hryðjuverkum um gjörvalla heimsbyggðina.
Á þessum degi skulum við minnast pínu og krossfestingar Jesú og á sama tíma ofsókna og morða á kristnu fólki og krefjast þess að kristin kirkja og ríkisstjórnir Vesturlanda gæti að sínum minnstu bræðrum sem reynt er að útrýma um allan hinn Íslamska heim.
11.3.2024 | 09:18
Hverju mega þá aðrir búast við?
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari gerir grein fyrir því í blaðaviðtali, að erlendur hælisleitandi og afbrotamaður, hafi ítrekað haft í hótunum við sig m.a. hótað sér lífláti. Hann þurfti að vara börnin sín við að opna ekki útidyr og vera á varðbergi gagnvart ógnvaldinum.
Þrátt fyrir að um sé að ræða mann sem á töluvert undir sér, þá fékk hann enga vernd og mátti þola að vera stöðugt á varðbergi gagnvart hugsanlegri árás á sig og fjölskyldu sína.
Fyrst svo er komið með vararíkissaksóknara, hvernig er þá staða almennra borgara? Hvaða réttarvernd hafa þeir? Sagt er að margir láti nú þegar hjá líða að gæta réttar síns til að lenda ekki í útstöðum við erlend glæpagengi á Íslandi.
Af öllum hópum innflytjenda er reynslan sú, að þeir sem eru seinfærastir og erfiðastir og liggja að meginhluta upp á velferðarkerfinu með hæstu glæpatíðni, koma frá því svæði í Mið-Austurlöndum, sem ríkisstjórnin hamast við að flytja inn sem flesta. Þetta er gert þrátt fyrir að reynsla allra þjóða af innflutningi fólks frá þessum heimshluta.
Fyrst stjórnleysið er orðið svo mikið sem kemur fram hjá vararíkissaksóknara nú þegar við hverju má þá búast í framtíðinni eftir helstefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda. Já og hvernig á að bregðast við til að tryggja að við búum í virku réttarþjóðfélagi þar sem fólk getur gengið öruggt um göturnar og búið við öryggi heima hjá sér?
4.3.2024 | 08:20
Að bera sannleikanum vitni
Það getur verið dauðans alvara að segja satt. Það hafa margir reynt í tímans rás. Jesús Kristur sagðist vera í heiminn kominn til að bera sannleikanum vitni og Pontíus Pílatus sagði þá. "Hvað er þá sannleikur" og dæmdi Jesús til krossfestingar.
Í dag kveður enskur áfrýjunardómstóll upp dóm um það hvort framselja eigi Julian Assange aðalmann Wikileaks til Bandaríkjanna, þar sem ljóst er að hans bíða réttarhöld og vafalítið langur fangelsisdómur.
Julian Assange stóð fyrir því að ná í leynilegar upplýsingar m.a. um framgöngu Bandaríkjanna í Íraksstríðinu auk ýmissa annarra hluta. Ekkert af þeim fréttum, sem að Wikileaks birti voru falsfréttir. Þær voru sannleikur um alvarleg mál, sem áttu erindi til fólks í lýðræðisríkjum.
Það er ansi langt seilst af Bandaríkjamönnum, að segja að fréttirnar sem birtust á Wikileaks fyrir tilstilli Assange hafi varðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna, en vissulega voru þessar fréttir ekki fengnar með aljgörlega heiðarlegum hætti, þar sem ýmsir uppljóstrarar, sérstaklega einn voru til staðar, sem miðluðu upplýsingum til Wikileaks.
En Julian sagði satt. Hann bar sannleikanum vitni og náði í fréttir, sem skiptu stundum miklu máli. Það er dapurlegt,að Bandaríkin forusturíki vestrænna lýðræðisríkja skuli standa í því að elta þenanna ástralska ríkisborgara uppi í stað þess að viðurkenna mistökin sem áttu sér stað í Íraksstríðinu og Wikileaks birti upplýsingar um. Hvaða réttlæti er verið að þjóna?
Sjálfsagt sama réttlæti og leiddi til þess að fremsti skákmaður Bandaríkjamanna, Bobby Fischer, var landflótta áratugum saman og átti það upp á náð íslenskra stjórnvalda, að fá að vera í friði fyrir snuðrurum Bandaríkjanna sem vildu draga Fischer fyrir dóm og refsa honum fyrir að hafa tekið þátt í taflmóti í gömlu Júgóslavíu.
Vonandi fellur dómurinn í Bretlandi Assange í vil. Það væri sigur frjálsrar fjölmiðlunar.
3.3.2024 | 09:16
Kæru múslimsku bræður og systur
Rochdale heitir bær í Bretlandi í nágrenni við Manchester. Bærinn komst á kortið fyrir nokkrum árum, þegar glæpahringur hafði hneppt illa staddar ungar hvítar stúlkur í kynlífsánauð o.fl. Stúlkunum voru gefin eiturlyf og þeim misþyrmt. Barnayfirvöld og lögregla varnræktu skyldur sínar varðandi stúlkubörnin og létu allar viðvaranir og sannanir um glæpsamlegt athæfi eins og vind um eyrun þjóta, lögregla, barnaverndarfólk óttuðust að fá á sig rasista stimpil, ef þau vernduðu börnin.
Þegar yfirvöld komust ekki hjá því að taka á málinu sögðu þau og fjölmiðlar að glæpaklíkan sem framdi þessi hryllilegu brot væru menn af asískum uppruna. Það var lygi til að breiða yfir að glæpamennirnir voru múslimskir karlmenn aðallega frá Pakistan. Rochdale komst á blað ásamt ýmsum öðrum borgum í Bretlandi þar sem það sama átti sér stað. Múslimsku glæpaklíkurnar hnepptu eingöngu hvítar unglingsstúlkur sem ekki voru múslimar í ánauð.
Yngsta fórnarlambið var 11 ára stúlka. Öllum stúlkunum var nauðgað með svívirðilegum hætti, hellt bensíni yfir sumar og hótað að kveikja í þeim. Öðrum var hótað með byssum og neyddar til að horfa á þegar öðrum stúlkum var nauðgað með hrottafengnum hætti til að vara þær við að segja ekki frá glæpunum.
Yfirvöldin brugðust ungu hvítu stúlkunum í Rochdale af ótta við ásókn múslima ef þau gerðu skyldu sína og hefðbundnir fjölmiðlar brugðust líka þegar þeir reyndu að komast hjá því að segja frá því að þetta væri glæpahópur múslimskra karla eins og við sambærileg brot í ýmsum öðrum borgum Bretlands m.a. Oxford og Rotherham svo dæmi séu nefnd.
Þingmaður Verkamannaflokksins, Ann Cryer tók þessi mál upp til varnar þessum illa stöddu unglingsstúlkum, en var samstundis stimpluð Íslamófób og rasisti. Múslimska samfélagið stóð með múslimsku glæpamönnunum, sem frömdu þessi hræðilegu afbrot. Ann Cryer var hótað lífláti og misþyrmingum og þurfti að fá lögregluvernd allan sólarhringinn.
Nú bregður svo við í Rochdale, að George nokkur Galloway var kosinn þingmaður í aukakosningum þ. 29 febrúar. Galloway var rekinn úr Verkamannaflokknum m.a. fyrir Gyðinga hatur. Hann var sérstakur vinur Saddam Hussein og viðraði sig upp við klerkastjórnina í Íran og nú dáir hann Pútín og hvetur til dáða í Úkraínu.
Galloway segir sigur sinn sigur Gaza. Alls voru um 78 þúsund manns á kjörskrá og Galloway fékk 12.355 atkvæði eða um 16% þeirra sem kosningarétt höfðu. Hann sigraði samt vegna skiptingar atkvæða og dræmrar þáttöku.
Múslimar eru fjölmennir í Rochdale eða um 26% kjósenda og Galloway sendi sérstök skilaboð til múslima í kjördæminu og sagðist hafa barist fyrir múslima allt sitt líf og í nafni Allah talaði hann til sinna múslimsku bræðra og systra.
Engum datt í hug að bregðast við þessum boðskap Galloway með því að benda á að um væri að ræða rasísk skilaboð og baráttu þar sem lóðin væru lögð á altari einmenningar múslima, sem neita að aðlagast samfélaginu eins og þeir gera allsstaðar. Frambjóðandi sem hefði eingöngu biðlað til kristinna kjósenda hefði verið hrópaður niður.
Glámskyggni evrópskra stjórnmálamanna ríður ekki við einteyming og nú um stundir fara íslenskir stjórnmálamenn þar fremstir í flokki og hamast við að flytja inn múslimska kvótaflóttamenn og samþykkja nýverið að flytja inn á annað hundrað sömu tegundar eins og það megi vera það sem helst færi íslenskt þjóðfélag fram á veginn.
Hvar er þetta fólk eiginlega statt í vitsmunalegu tilliti? Eða er því í nöp við það þjóðfélag og þau þjóðfélagslegu gildi sem gerðu vestræn lýðræðisríki að forusturíkjum hvað varðar mannréttindi,öryggi og virðingu fyrir einstaklingnum.
18.2.2024 | 10:39
Ábyrgð stjórnmálamanna
James Madison 4.forseti Bandaríkjanna, einn þeirra sem undirritaði sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjana sagði:
Við höfum enga engla sem stjórna okkur, heldur metnaðargjarnar konur og karla,sem hugsa fyrst og fremst um eigin hagsmuni. Við verðum að takmarka stærð ríkisins til að hafa eftirlit með því hvernig þau beita valdi sínu. Við þurfum líka lýðræðislegt eftirlit til að kjörnir fulltrúar þurfi að sýna og axla ábyrgð gagnvart fólkinu sem þeir eiga að þjóna."
Því miður höfum við ekkert slíkt eftirlit og þessvegna fara metnaðarfullu karlarnir og konurnar sínu fram.
Var nokkru sinni borið undir kjósendur hvort rétt væri að greiða milljarða til Afganistan og Gaza þar sem í hermdarverkasamtök stjórna í báðum tilvikum. Hafa kjósendur samþykkt að greiða milljarða í loftslagsskatta.
Hafa skattgreiðendur einhverntíma samþykkt að endurgreiða 35% af öllum kostnaði við kvikmyndatökur erlendra og innlendra aðila
Síðast en ekki síst hafa skattgreiðendur samþykkt að greiða 20 milljarða vegna erlends förufólks á forsendum fáránleikans.
Svo er e.t.v.eðlilegt að spyrja hvort að ráðherrar þess flokks sem kenndi sig við frjálst framtak séu á réttri braut þegar fjármálaráðherra krefst ríkisvæðingar hluta Heimaeyjar og Góðmálaráðherrann leggur til að einkaskólar verði ríkisvæddir.
Ríkishyggja Sjálfstæðisflokksins er því miður slík, að vörn skattgreiðenda er nánast engin á Alþingi. Það er því skortur á því lýðræðislega eftirliti með störfum stjórnmálafólks, sem James Madison talar um að sé nauðsynlegt til að vernda borgara landsins og eigur þeirra fyrir metnaðargjörnum stjórnmálamönnum.
12.2.2024 | 08:19
Það sem ekki má.
Það er vandratað, þegar stjórnmálafólk í lýðræðisríkjum vill stjórna því við hverja fréttamenn ræða og hverja ekki.
Bandaríski fréttamaðurinn Tucker Carlson átti viðtal við Putin, Rússlandsforseta, sem yfir 200 milljón manns hafa séð. Ekki voru allir sáttir við þetta framtak Tucker Carlson þ.á.m. talsmaður Evrópusambandsins (ES) og fjöldi annarra. Því var jafnvel hótað að Tucker Carlson fengi ekki að koma til Evrópu vegna þessa framtaks síns.
Dálkahöfundurinn Gideon Rachman sem skrifar í helgarútgáfu Financial Times (FT) kallar Carlson nytsama sakleysingja fyrir framtak sitt, en það heiti er sagt að Lenin hafi notað yfir þá, sem mærðu Sovétið á sínum tíma, en þeir voru allmargir og lýðræðið í Evrópu á þeim tíma og allt fram undir 1990 gerði ekki aðrar athugasemdir við þá kjána aðrar en málefnalegar.
Hótarnir um að beita fjölmiðlamann viðurlögum fyrir það eitt að sækja efni sem á erindi til almennings í lýðræðisríki er alvarlegt mál eins og mátti heyra á talskonu ES. Fréttafólki á að vera frjálst við hverja þeir ræða og dreifa á markaðstorgi hugmynanna. Það eru grundvallarmannréttindi. En vissulega á að gagnrýna þá málefnalega eftir því sem tilefni gefst til.
Sé það svo, að almenningur í vestrænum lýðræðisríkjum geti ekki þolað að hlusta á viðtal við Putin og leggja hans rök og sjónarmið á vogarskálina ásamt öðrum rökum og sjónarmiðum sem boðið er upp á í lýðræðisríki, þá er illa komið fyrir fólki og alvarlegt að stjórnmálaelítan skuli telja að almenningur í lýðræðisríkjum sé ekki bær um að dæma um menn og málefni.
Fyrir og um síðustu aldamót 2000 var ítölsk blaðakona sem hét Oriana Fallaci og þótti vera vaskasti blaðamaður síns tíma m.a. fyrir að ná viðtölum við leiðtoga hryðjuverkasamtaka og þursaríkja.
Oriana Fallaci átti m.a. viðtal við Arafat, leiðtoga PLO, á þeim tíma sem PLO þjálfaði þýsku hryðjuverkasamtökin Baader-Meinhof og Khomeini erkiklerk í Íran um svipað leyti og hann gaf út fatwah eða dauðadóm yfir skáldinu Salman Rushdie og sótti hart að minnihlutahópum í Íran.
Þetta framtak Oriana, þótti hið merkasta og Oriana Fallaci fór efst á virðingarlista blaðamanna fyrir að ná viðtölum við ofangreinda einræðisherra auk margra annarra þeirra líka, sem og óumdeildan mannvin (nema í Peking)Dalai Lama.
Hvað hefur breyst. Af hverju þykir það afbrot hjá Carlson,sem þótti stjörnublaðamennska hjá Fallaci. Af hverju má sannleikurinn og eftir atvikum lyginn hjá viðmælendum fjölmiðlamanna ekki fá að koma fram. Af hverju á að banna fólki að fá að dæma sjálft um skoðanir og framsetningu erlendra stjórnmálamanna?
Aðilar og samtök sem þola ekki frjálsa hugsun og tjáningarfrelsi eiga ekki heima í lýðræðisríkjum.
11.2.2024 | 09:23
Í kulda og trekki í boði stjórnvalda
Það er óviðunandi að þúsundir Íslendinga skuli búa við þann veruleika, að hafa ekki nægan hita í híbýlum sínum og þurfa að spara rafmagn til að ekki komi til straumrofs.
Þetta er samt veruleiki íbúa á Reykjanesi í dag.
Þurfti þetta að vera svona og þarf þetta að vera svona?
Sjaldan hefur legið fyrir jafnalvarleg vanrækslusynd stjórnvalda og í þessu máli, sem bitnar nú illilega á íbúum Suðurnesja.
Í rúm þrjú ár hafa verið miklir landsskjálftar og eldgos á Reykjanesi í nágrenni við helsta orkuverið á svæðinu, þannig að þá strax var ljóst, að það þurfti að bregðast við og hafa neyðaráætlun ef slæm sviðsmynd yrði að veruleika. Það var ekki gert.
Þar fyrir utan þurfti að ganga svo frá, að hægt væri að miðla nægri raforku til Suðurnesja ef ástandið yrði þanngi að það væri nauðsynlegt. Það var heldur ekki gert.
Stjórnvöld hafa enga afsökun fyrir því að hafa látið dekuráætlanir sínar um "orkuskipti" ganga fyrir og vanrækja að tryggja næga orku í landinu og það á fjölbýlustu stöðum landsins þar sem veður voru öll válynd.
Ekki verður séð annað en að iðnviðaráðherra sé sá embættismaður sem ber þyngstu sökina á þessari vanrækslu, Sigurður Ingi Jóhnannsson. Honum bar að bregðast við strax fyrir þrem árum, en gerði það ekki með þeim afleiðingum, sem Suðurnesjabúar finna nú heldur betur fyrir.
Ef til vill má minna á að Sigurður Ingi lagði til eftir Hrunið, að fjölmargir fyrrverandi ráðherrar og embættismenn þ.á.m. Geir Haarde, Árni Mathiesen og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir o.fl. yrðu sótt til saka fyrir Landsdómi vegna vanrækslu sem hann taldi vera fólgna í því að bregðast ekki við óljósum aðstæðum nokkrum mánuðum fyrr.
Hér er hins vegar um raungerða, hlutlæga vanrækslu iðnviðaráðherra að ræða og atriði sem hann hefði getað komið í veg fyrir ólíkt þeim ráðherrum, sem Sigurður Ingi vildi að yrðu ákærðir.
Skyldi Sigurður Ingi nú mæla sjálfum sér með þeim mæli og axla ábyrgð á vanrækslusyndum sínum sem hafa valdið orkuskorti og neyð fyrir íbúa Reykjaness á Reykjanesi og segja af sér?
Í þessu sambandi má hugleiða orð Jesú í Mattheusarguðspjalli 7.kafla 1-2 vers:
"Dæmið ekki svo að þér verðið eigi dæmdir. Því að með þeim dómi sem þér dæmið, munuð þér dæmdir,:"
Þó að Sigurður beri ekki einn ábyrgðina, þá er hann samt sá sem átti að hafa frumkvæði að því að bregðast við fyrir þremur árum.
En nú ríður á að bregðast eins fljótt og vel við og unnt er til að firra meiri vanlíðan og tjóni Suðurnesjafólks.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 111
- Sl. sólarhring: 1287
- Sl. viku: 5253
- Frá upphafi: 2469637
Annað
- Innlit í dag: 101
- Innlit sl. viku: 4809
- Gestir í dag: 101
- IP-tölur í dag: 101
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson