Leita í fréttum mbl.is

Aukin löggæsla öryggi borgaranna.

Það er ekki hægt að sætta sig við það að konur geti nánast hvergi verið óhultar fyrir kynferðisglæpamönnum.  Ekki einu sinni á bestu hótelum landsins. Það er ekki hægt að sætta sig við að fólk þurfi að yfirgefa heimili sín á hverjum morgni óttaslegið yfir að það verði búið að brjótast inn þegar það kemur heim.  Í vaxandi mæli eru þeir sem fremja þessa glæpi  útlendingar. Hvað á að gera til að bregðast við þessu?  Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins benti á nauðsyn þess að fá sem bestar upplýsingar um þá sem koma hingað til lands og taka á grundvelli þeirra upplýsinga ákvörðun um hvort þeim verði veitt dvalarleyfi. Hinir flokkarnir hafa hamast gegn þessum skoðunum og sumir talað um að Frjálslyndi flokkurinn sé holdsveikur af því að flokkurinn lætur sér annt um öryggi fólks. Það eru óábyrgir stjórnmálamenn sem neita að horfast í augu við raunveruleikann og neita að gera raunhæfar kröfur til að tryggja öryggi fólksins í landinu.

Nú þegar verður að bregðast við og efla lögregluna til mikilla muna svo að hún geti tryggt öryggi borgaranna og komið erlendu glæpafólki úr landi. Öryggi borgaranna og velferð eiga að vera algjör forgangsatriði stjórnmálamanna. Það eru hagsmunir allra að vel sé staðið að þessum málum ekki síst þess mikla meirihluta innflytjenda sem hingað hefur komið að undanförnu og stendur sig vel og ætlar að standa sig vel og aðlagast íslensku þjóðlífi og menningu. Við berum líka skyldur við það fólk.


Bloggfærslur 19. mars 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 179
  • Sl. sólarhring: 669
  • Sl. viku: 3769
  • Frá upphafi: 2560639

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 3545
  • Gestir í dag: 169
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband