Leita í fréttum mbl.is

Tilbúinn útúrsnúningur Hræðslubandalagsins.

Í Silfri Egils í dag vorum við báðir ég og Ágúst Ólafur Ágústsson. Í þættinum sagði Ágúst Ólafur að grundvöllur væri fyrir stjórnarsamstarfi Frjálslynda flokksins og Samfylkingarinnar. Í þættinum gerði hann ekki athugasemdir við minn málflutning en sagði að Frjálslyndi flokkurinn mætti ekki fara yfir línu sem hann taldi flokkinn ekki hafa farið yfir.

Hræðslubandalagið gegn Frjálslynda flokknum reynir hvað það getur til að afflytja hugsjónamál flokksins. Við viljum gjafakvótann burt. Við viljum að íslendingar ráði sjálfir landamærum sínum og hverjum þeir bjóða í heimsókn eða taka til sín. Við viljum afnema lánaokrið og verðtryggingu á útlánum. Við erum í andstöðu við okurflokkana og þau sérhagsmunaöfl sem vilja viðhalda okrinu á almenning í landinu. Þess vegna er Hræðslubandalag stóratvinnrekenda, kvótagreifa og vinstrirétttrúnaðarsinna svo mikið í nöp við okkur.

Samfylkinginn ræður ekki áherslum og stjórnmálastefnu Frjálslynda flokksins. Í öðru lagi þá hefur Frjálslyndi flokkurinn rekið sín mál með málefnalegum hætti fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar og annarra sem hér búa. Í þriðja lagi á Frjálslyndi flokkurinn á meiri hugmyndafræðilega samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænir eiga með Samfylkingunni. Í fjórða lagi eru stjórnendur Morgunblaðsins og ýmsir sérhagsmunaaðilar þeim tengdir að gera sitt ítrasta til að gera lítið úr og afflytja málflutning okkar Frjálslyndra. Það mun þeim ekki takast.  Við stöndum fyrir okkar málstað og þorum þegar aðrir þegja. 


mbl.is Telur skoðanir oddvita frjálslyndra ekki góðan grundvöll til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. mars 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 175
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 3765
  • Frá upphafi: 2560635

Annað

  • Innlit í dag: 168
  • Innlit sl. viku: 3542
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband