Leita í fréttum mbl.is

Svo verður sungið og spilað á sítar og mandólín tvö

Morgunblaðið hefur í vetur verið pólitísk öndunarvél Margrétar Sverrisdóttur. Allt var það gert til að fá Margréti til að koma deilum af stað innan Frjálslynda flokksins og koma henni í pólitíska eyðimerkurgöngu. Það tókst, en nú hefur flokkurinn náð vopnum sínum. Óskaframboðið sem átti að sundra Frjálslynda flokknum, draga fylgi frá Vinstri grænum til að ríkisstjórnarflokkarnir héldu meirihluta sínum - hefur ekki náð að gera sig svo sem Morgunblaðsmenn og aðrir Sjálfstæðismenn ætluðust til.

Vonbrigðin leyna sér ekki.

Staksteinar í dag segja að það sé svo sem í lagi að syngja fyrir kjósendur og er þá vísað til Ómars Ragnarssonar en það sé ekki nóg. Þá segir að það dugi ekki fyrir Íslandshreyfinguna að lofa því að gera lífið skemmtilegra og staksteinahöfundur spyr. Hvernig ætlar fylkingin að standa við þetta?

Þetta minnti mig á sólskinsflokk í Danmörku sem fór fram með þau kosningaloforð að lofa betra veðri, styttri vetrum og hamingjusamara þjóðlífi og fallegra fólki. Allir vissu að þetta var í gamni. 

Staksteinahöfundur telur að framboð Ómars og meðreiðarfólks hans í Íslandsfylkingunni sé þannig að ekki sé hægt að taka það alvarlega. "Geir kann líka að syngja"; - segir Staksteinahöfundur.  En í lokin kemst Staksteinahöfundur að kjarna málsins. Pólitík er alvörumál. Talibanísk viðhorf varðandi Kárahnjúkavirkjun eiga ekki erindi í umræðuna í dag. Baráttan um það stóð fyrir 4 árum. Þá tók Ómar Ragnarsson ákvörðun um að sitja hjá. Nú vill hann berjast um fallið vígi með söng og dansi.

Og svo verður sungið og spilað á sítar og mandólín tvö og komdu og höndlaðu Ómar það hefst klukkan rúmlega sjö - eða hvað? 

Hefst það ef til vill ekki?


mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskipti í ríkisfjármálum

Í nýjasta hefti peningamála  sem Seðlabankinn gefur út segir að líklegt sé að rekstrarafgangur ríkissjóðs snúist í halla strax á næsta ári og horfurnar fyrir árið 2009 séu enn verri.

Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að gleðileikurinn sem ríkisstjórnin hefur staðið fyrir gæti ekki staðið til langframa. Uppsveiflan í hagkerfinu hefur tryggt ríkissjóði miklar tekjur en ríkisstjórnin hefur verið versta óráðssíustjórn sem nokkru sinni hefur verið í landinu og ríkisútgjöld hafa margfaldast. Engin vinstri stjórn hefur nokkru sinni í Íslandssögunni aukið útgjöld ríkisins jafn hratt og fjölgað ríkisstarfsmönnum jafn mikið og þessi.

Nú er kosningaár og daglega spilar ríkisstjórnin út nýjum tilkynningum um gjafir til félaga eða hópa sem kosta skattgreiðendru milljónatugi eða hundruð. Af hverju er það gert núna? Sumt af þessu er eðlilegt og nauðsynlegt en annað ekki. Ljóst er að kosningabarátta Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins verður aðallega fjármögnuð af skattgreiðendum. Þar hlaupa útgjöld ekki á tugum milljóna heldur hundruðum.

Það er kominn tími til að víkja þessu eyðslu- og ríkishyggjufólki burt úr stjórnarráðinu og fá ábyrga aðhaldssama stefnu. Draga úr ríkisútgjöldum en auka velferð fyrir þá sem þurfa á henni að halda.


Bloggfærslur 30. mars 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 217
  • Sl. sólarhring: 561
  • Sl. viku: 3807
  • Frá upphafi: 2560677

Annað

  • Innlit í dag: 204
  • Innlit sl. viku: 3578
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband