Leita í fréttum mbl.is

Góđ tillaga Björns Bjarnasonar.

Margir reyna eins og ţér geta ađ gera lítiđ úr hugmyndum Björns Bjarnasonar um ađ koma á fót svokölluđu varaliđi. Sú umfjöllun er ađ mestu leyti ómálefnaleg ţar sem reynt er ađ gera lítiđ úr hugmynd dómsmálaráđherra og sumir reyna ađ vera fyndnir til ađ komast hjá ţví ađ rćđa málefnalega um máliđ.

Hugmynd Björns um varaliđ er raunhćf leiđ til ađ bćta öryggisgćslu og landvarnir. Hvađa betri hugmyndir hafa ţeir sem leggjast gegn tillögum Björns. Ég hef ekki heyrt neinar.  Dćmi um bull málflutning um máliđ má lesa í frétt Fréttablađsins 30 mars ţar sem Stefán Pálsson sagnfrćđingur tjáir sig um máliđ. Ţađ er hins vegar hulin ráđgáta af hverju ţessi Stefán er kallađur til ađ fjalla um máliđ. Ekki er vitađ til ţess ađ hann hafi neina ţá ţekkingu á öryggismálum ţjóđarinnar sem geri ţađ eđlilegt ađ fá skođun hans á málinu.

Í víđfeđmu fámennu landi er mikilvćgt ađ til stađar sé viđbúnađur og  vel ţjálfađur mannafli sem getur tekist á viđ ógn sem upp kann ađ koma og gćtt öryggis borgaranna. Ţađ á ekki ađ gera lítiđ úr ţeim hugmyndum heldur rćđa ţćr af fullri alvöru. Í stađ ţess ađ reyna ađ vera međ aulabrandara í garđ Björns Bjarnasonar ţá ćttu menn ađ ţakka honum fyrir góđar tillögur og rćđa ţćr málefnalega.


Glćsileg frammistađa Magnúsar Ţórs.

Magnús Ţór Hafsteinsson sat fyrir svörum hjá Agli Helgasyni í ţćtti hans í dag og gerđi ţar skilmerkilega grein fyrir sjónarmiđum Frjálslynda flokksins í tilefni auglýsingar sem birtist í Fréttablađinu í dag. 

Sumir halda ţví fram ađ ţau vandamál sem tengjast miklu ađstreymi innflytjenda séu ţeirri umrćđu ađ kenna sem viđ Frjálslynd höfum vakiđ máls á. Ţađ er mikill misskilingur. Umrćđan er vegna vandamála sem ađstreymiđ hefur valdiđ. Viđ höfum m.a. bent á ađ brotin séu mannréttindi á innflytjendum. Okkar málflutningur er ekki útlendinga- eđa innflytjendafjandsamlegur heldur teljum viđ ekki hćgt fyrir litla ţjóđ ađ taka viđ of mörgum á stuttum tíma. Okkar málflutningur lítur líka ađ ţví ađ gera ţá sem hingađ koma ađ íslendingum. Viđ höfum sett fram ţá stefnu ađ ţeir sem hér vilja búa fái 500 tíma í íslenskunámi og 300 tíma í námi um íslenska samfélagiđ. Okkar stefna er ađlögun og velferđ einstaklinga og ţjóđar.

Stefnuleysi ríkisstjórnarinnar og andvaraleysi veldur ţví ađ vandamál hefur skapast. Hefđi veriđ fariđ ađ varnađarorđum Frjálslyndra á Alţingi fyrir ári síđan og hefđi ríkisstjórnin ásamt Vinstri grćnum og Samfylkingunni veriđ tilbúin til ađ taka á málum eins og viđ Frjálslynd ţá vćri hér ekkert um ađ tala. Ţađ verđur ađ hafa í huga hver ber ábyrgđ á ástandinu. Ţađ er rangt ađ skjóta sendibođann eđa ţá sem segja sannleikann.


Bloggfćrslur 1. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 153
  • Sl. sólarhring: 732
  • Sl. viku: 3743
  • Frá upphafi: 2560613

Annađ

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 3522
  • Gestir í dag: 147
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband