Leita í fréttum mbl.is

Er Sjálfstæðisflokkurinn samstarfshæfur?

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins er á móti Frjálslynda flokknum og þeirri stjórnmálastefnu sem flokkurinn stendur fyrir. Í leiðara blaðsins í dag reynir leiðarahöfundur gegn betri vituna að láta líta svo út sem formaður flokksins sé á móti stefnu flokksins í innflytjendamálum. Í öður lagi þá heldur leiðarahöfundur því fram að það muni enginn vilja vinna með Frjálslynda flokknum vegna þeirra áherslna sem flokkurinn hefur sett fram um að viðhalda velferðarþjóðfélagi og gæta hagsmuna allra sem hingað eru komnir en taka stjórn á landamærunum þannig að við hvorki týnumst í þjóðahafinu né verðum ekki fær um að halda uppi því velferðarkerfi og velmegun sem hér er. Um þetta snýst málið og annað ekki. Reynt að snúa út úr og afflytja umræðuna í stað þess að taka á kjarna málsins. Við erum 300 þúsund. Lítið sandkorn í þjóðahafinu. Talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa iðulega og á ýmsum tímum talað um þetta og lagt áherslu á að við hefðum stjórn á hverjir koma til landsins. Innflytjendalöggjöfin sem Björn Bjarnason á heiður af ber þessara sjónarmiða glöggt merki.

Greinarhöfundur sem skrifað hefur greinar í Morgunblaðið í áratugi segir mér að það bregði svo við allt í einu þegar hann skrifaði grein um innflytjendur að þá fékkst hún ekki birt í Morgunblaðinu. Af hverju skyldi það vera? Getur verið að í Hádegismóunum vilji menn stjórna umræðunni og ætli að ráða því hvers konar ríkisstjórn verður mynduð eins og var á velmektardögum Morgunblaðsins.

Staðreyndin í málinu er að Guðjón Arnar Kristjánsson sem og aðrir frambjóðendur Frjálslynda flokksins mótuðu sameiginlega stefnu flokksins og bera allir ábyrgð á henni. Sjálfur skorast ég ekki undan ábyrgð þó orðalag í vissum tilvikum hefði orðið annað hefði ég einn ráðið.

Eftir umræðurnar í gær þá virðist sem eftir standi að Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndir eigi meira sameiginlegt en aðrir flokkar.

Spurning er hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að lagfæra þann velferðarhalla sem orðið hefur í stjórnartíð hans og sinna hagsmunum okkar minnstu bræðra og systra. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að afnema kvótakerfið í núverandi mynd. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn til að taka upp alvöru gjaldmiðil og afnema verðtrygginguna. Verði Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn til þess þá sýnist mér að það megi skoða það hvort hann sé  samstarfshæfur.


Milljón krónur á fjölskyldu

Kristinn H. Gunnarsson gerir grein fyrir athygliverðum staðreyndum í grein sinni í Fréttablaðinu í dag, "Milljón krónur á fjölskyldu". Í greininni segir Kristinn frá rannsóknum Þóru Helgadóttur hagfræðings í greiningardeild Kaupþings en þar kemur m.a. fram að erlent vinnuafl sé hér að þiggja lægri laun en innlent. Kristinn bendir á að þessi þróun geti ekki leitt til annars en stéttskipts þjóðfélags þar sem útlendingar hafi lægri tekjur. Síðan bendir Kristinn á að hin hliðin á peningnum sé sú að verðbólgan hafi orðið 7% í stað 2.5% sem að hafi verið stefnt. Aðgangur að erlendu vinnuafli eftir þörfum hafi gert það verkum að stjórnvöld og einkaaðilar gátu framkvæmt jafnt tímabærar sem ótímabærar framkvæmdir. Kristinn bendir síðan á að samkvæmt útreikningum Þóru Helgadóttur hefði ávinningur meðalheimilis af minni þenslu og aðeins 2.5% verðbólgu því líklega numið um 1. milljón króna. Almenningur greiðir kostnaðinn af þenslunni segir Kristinn en því gleymdi Fréttablaðið og Kaupþing að segja frá.

Kostnaðaraukinn sem Kristinn talar um er aðallega vegna verðtryggingar lána sem leitt hefur af sér óþolandi ójöfnuð í þjóðfélaginu og dýrustu lána í heimi. Til þess að standa undir kostnaði upp á eina milljón þurfa heimilin í landinu að hafa viðbótar atvinnutekjur um 2 milljónir þegar skattar og launatengd gjöld eru reiknuð inn í.

Þessar staðreyndir sýna hvað það er dýrt fyrir fólkið í landinu að efnahagsstjórnin sé jafn skipulags- og aðhaldslaus og raun ber vitni. Ríkisvaldið og stofnanir sem undir það heyra hafa ekki að neinu leyti tekið tilliti til ástandsins á markaðnum. Óábyrgri efnahagsstjórn er því fyrst og fremst um að kenna að almenningur í landinu situr uppi með aukinn kostnað og útgjöld. Þessu verður að breyta.

Við Frjálslynd beitum okkur fyrir því að vísitölubinding lána verði afnumin.  


Bloggfærslur 10. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 144
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 3734
  • Frá upphafi: 2560604

Annað

  • Innlit í dag: 139
  • Innlit sl. viku: 3513
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 136

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband