Leita í fréttum mbl.is

Þakkir til Eiríks Bergmann

Ég vil færa Eiríki Bergmann sérstakar þakkir fyrir að benda á og auglýsa ummæli okkar Frjálslyndra um innflytjendamál. Því miður er síðan hann ekki opinn fyrir athugasedmir. Væri síðan opin fyrir athugsemdir þá væri hægt að leiðrétta misskilning hjá manninum og útúrsnúninga úr einföldum hlutum en í fræðasamfélagi Eiríks þá gildir sennilega regla gömlu arfakóngana "Vér einir vitum"

Viljum við fá þetta ástand hér?

Ég spyr viljum við fá þetta ástand hér? Er það óvirðing við það góða fólk sem hingað hefur flutst á síðustu árum að meina öfgamönnum að koma til landsins. Er það óvirðing við einhvern að vilja ekki fá vandamál heim til sín? Vill einhver að Vítisenglar hafi útibú í landinu? Vill einhver að öfgamenn hafi útibú í landinu? Svari hver fyrir sig.
mbl.is Dani fundinn sekur um að hvetja til hryðjuverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin styður gjafakvótakerfið.

Ómar Ragnarsson leiðtogi Íslandshreyfingarinnar sagði í leiðtogaumræðum í sjónvarpi um daginn: "Við ætlum ekki að gera neina byltingu í sjávarútvegsmálum. Það er óréttlátt að svipta menn eignum sem þeir hafa keypt. " Ómar Ragnarsson er með þessu að segja að þjóðin eigi ekki kvótann. Þeir sem fengu hann gefins eða þeir sem keyptu hann af þeim sem fengu hann gefinst eiga kvótann. Ómar Ragnarsson vill kvitta undir mesta rán Íslandssögunnar.

Mikið hafa Sverrir Hermannsson stofnandi Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri flokksins í 8 ár mikla skoðanalega teygni að geta í einu vetvangi skipt algerlega um skoðun á kvótakerfinu. En ekki bara því einnig í Evrópumálinu. Margrét Sverrisdóttir sagði að umsókn um aðild væru landráð í grein sem hún skrifaði á sínum tíma. Nú tilkynnir talsmaður flokksins í umræðum um utanríkismál að flokkurinn vilji aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Var nokkur furða að sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu skyldu vinna jafn grimmt og þau gerðu að klofningi Frjálslynda flokksins til að tryggja hagsmuni sína og stöðu kvótakerfisins. Við þessu er aðeins eitt svar. Þjóðin má ekki láta pólitíska leiktjaldasmiði á ritstjórn Morgunblaðsins komast upp með að svipta þjóðina lögmætri eign sinni sem eru full yfirráð og ráðstofun auðlinda sjávarins í kring um landi. 


Bloggfærslur 11. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 145
  • Sl. sólarhring: 738
  • Sl. viku: 3735
  • Frá upphafi: 2560605

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 3514
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband