Leita í fréttum mbl.is

Afnám verðtryggingar og Jón og Jón

Jónarnir Sigurðssynir annar fyrrverandi viðskipta-og iðnaðarráðherra og krati og hinn núverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins ræddu í gær í spegli Rúv um afnmám verðtryggingar og voru báðir á móti því að afnema hana. Þetta er dálítið skondið hvað varðar Jón Sigurðsson formann Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega mótað þá stefnu að afnema beri verðtryggingu á lánum.

Afstaða Frjálslynda flokksins er skýr í þessu efni. Við ætlum okkur að afnema verðtryggingu á lánsfé og gerum þá kröfu að gjalmiðillinn gegni því hlutverki að vera sá verðmælir sem gildir í öllum viðskiptum fólks. Við viljum því ekki viðhalda flotkrónunni. Framsóknarflokkurinn ákvað á flokksþingi sínu að berjast fyrir afnámi verðtryggingarinnar en nú hefur formaður flokksins gert grein fyrir því að hann sé á móti stefnu flokksins. Svona getur það verið þegar höfuðið veit ekki hvað fæturnir aðhafast.

Innan Samfylkingarinnar hafa verið uppi raddir um afnám verðtryggingar. T.d. hefur oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi lýst þeirri skoðun sinni. Nú hefur hins vegar efnahagsgúru Samfylkingarinnar Jón Sigurðsson lýst þeirri skoðun sinni að það væri óráð. Þannig að einnig í þessu máli veit Samfylkingin ekki hvort hún er að koma eða fara.

Þeir sem vilja afnema verðtryggingu eiga því aðeins einn trúverðugan valkost. Frjálslynda flokkinn. F fyrir þig.


Lausaganga búfjár

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar athygliverða grein í Fréttablaðið í dag. Hann bendir á að þeir flokkar sem kenna sig sérstaklega við "græn baráttumál séu ekki heilli en svo að þau marki enga stefnu gagnvart þeirri vá sem landinu og gróðrinum stafar af lausagöngu búfjár og hrossa. Vinstri grænir eru raunar svo rosalega gamaldags grænir að skv því sem talsmaður þeirra í landbúnaðarmálum Jón Bjarnason segir þá vill hann auka bústuðning og átroðning búfjár á landið.

Ég varð raunar fyrir áfalli þegar ég hlustaði á umræður um landbúnaðarmál frá Selfossi um landbúnaðarmál á þriðjudaginn var þar sem allir talsmenn flokkana nema helst Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins töldu eðlilegt að halda uppi þeim mikla kostnaði sem lagður er á neytendur og skattgreiðendur.  Þessi kostnaður er aðallega vegna sauðfjárræktunar og mjólkurframleiðslunnar. 

Stuðningur við landbúnað er of mikill og hann nýtur of mikillar markaðsverndar. Það verður forgangsverkefni mitt nái ég kjöri til Alþingis að gæta hagsmuna neytenda og skattgreiðenda og koma á frjálsu markaðskerfi í sölu landbúnaðarafurða. Matur verður að vera á sama verði hér og í nágrannalöndunum. Við getum ekki dansað í kring um ævintýri sem kosta okkur tugi milljarða á ári.

Síðan er spurningin varðandi lausagöngu búfjár. Væri það ekki mesta landverndin að girða búfé inni í stað þess að girða það úti.


Gott hjá þér borgarstjóri

Borgarstjóri kynnti í gær tillögur um að námsmenn geti farið í strætó sér að kostnaðarlausu og  felld yrðu niður stæðisgjöld fyrir bíla sem eyða minna en fimm lítrum á hundraðið. Það er ástæða til að óska borgarstjóra til hamingju með þessi skref. Byrjunin á því að gera góða borg betri.

Svifryksmengun í Reykjavík er  yfir ásættanlegum mörkum. Stytting notkunartíma nagladekkja er eitt. Það þarf að þrífa göturnar betur og nota efni sem  koma í veg fyrir svifryk. Reka verður áróður gegn notkun nagladekkja. Nagladekk eru í notkun 7 mánuði  á ári en raunveruleg þörf fyrir þau eru venjulega ekki fleiri en 10 dagar á vetri.  

Hrein borg fögur torg. Það þarf að gera það að veruleika. Fara verður í herferð gegn því að rusli sé hent á almannafæri. Borgin þarf að hafa ílát undir rusl mun víðar en nú er og sjá um að þau séu tæmd reglulega. Leggja þarf háar sektir við að menga  með því að henda rusli. Ég geng daglega um Hólmsheiðina og við Rauðavatn þar sem er útivistarparadís. Allt of algengt er að ganga þar fram á matarleifar sem skildar hafa verið eftir eða hent. Það er hættulegt fyrir dýr en þetta svæði er mikið notuð af hundaeigendum. Þetta er því bæði hættulegt auk þess sem það er óásættanlegur sóðaskapur.

En þakka ber það sem vel er gert en það á bara að vera byrjunin


Bloggfærslur 12. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 143
  • Sl. sólarhring: 748
  • Sl. viku: 3733
  • Frá upphafi: 2560603

Annað

  • Innlit í dag: 138
  • Innlit sl. viku: 3512
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 135

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband