Leita í fréttum mbl.is

Til hamingju Geir

Geir Haarde hefur skv fréttinni fengið hærra atkvæðahlutfall í formannskjöri en nokkur annar ef ég man rétt. Ástæða er til að óska honum til hamingju með það. Ljóst er að skoðanakannanir undanfarna daga sem gefa Sjálfstæðisflokknum góða niðurstöðu valda því öðru fremur að stuðningur við formanninn er jafn eindreginn og raun ber vitni.

Þá verður líka að skoða að nú er Sjálfstæðisflokkurinn laus undan oki Davíðs og sjálfsagt hafa Sjálfstæðismenn sem eru almennt mjög foringjahollir viljað stuðla að því að sýna þjóðinni fram á eindreginn stuðning við formann sinn.

Þess utan er Geir Haarde vænn maður og hefur ekki troðið á mörgum líkþornum flokksfélaga sinna í gegn um tíðina ólíkt forvera sínum.


mbl.is Geir endurkjörinn formaður með 95,8% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strax í dag

Strax í dag sagði Staksteinahöfundur Morgunblaðsins að Íslandshreyfingin yrði að gera eitthvað í sínum málum. Forsvarsmenn hreyfingarinnar sem hlýða greinilega hverju kalli Staksteinahöfundar létu ekki á sér standa og birtu um hádegisbil nöfn þeirra 5 efstu sem skipa framboðssæti í tveim kjördæmum.  Pólitísk áhrif Staksteinahöfundar eru því greinilega nokkur. Alla vega sumsstaðar. Varla hefði þó móðurflokkur Morgunblaðsins svarað kalli svona fljótt.

Stjórnar Staksteinahöfundur Morgunblaðsins Íslandshreyfingunni?

Í lok viðtals við leiðtoga Íslandshreyfingarinnar í dag er hann spurður að því hvort kjörorðin að gera lífið skemmtilegra sé enn á stefnuskránni. Því svarar leiðtoginn þannig: 

 "Það er ekki lengur á stefnuskránni. Staksteinahöfundi Morgunblaðsins fannst svo agalegt að stjórnmál gætu verið skemmtileg að við gerðum honum það til geðs að hafa það ekki með."  Staksteinahöfundur Morgunblaðsins ræður þá greinilega stefnu Íslandshreyfingarinnar.

Staksteinahöfundur er þó orðinn á báðum áttum og segir að fréttir í Blaðinu í vikunni um ágreining Ómars og Margrétar Sverrisdóttur sé sennilega rétt. Þetta veit Staksteinahöfundur mæta vel. og staðfestir frétt Blaðsins með þessum ummælum.

Íslandshreyfingin á vissulega allan rétt á að bjóða fram og gera sig gildandi. Afskipti Morgunblaðsins og nokkurra hagsmunaaðila af tilurð og starfi hreyfingarinnar hafa verið umhugsunarverð og vekja upp spurningar um hlutlægni fjölmiðla.


Bloggfærslur 15. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 149
  • Sl. sólarhring: 732
  • Sl. viku: 3739
  • Frá upphafi: 2560609

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 3518
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband