Leita í fréttum mbl.is

Þýska keisaradæmið studdi Lenin.

Þýska keisaradæmið útvegaði Lenín járnbrautarvagn og flutti hann frá Mið-Evrópu til Rússlands til að tryggja að byltingin í Rússlandi mundi heppnast. Þannig varð til ógnarstjórn sem Rússar sátu upp með í 70 ár.

Vilhjálmur 2 Þýskalandskeisari og ráðgjafar hans hugsuðu ekki lengra en að draga mátt úr Rússum og samningurinn við Lenin var um að saminn yrði friður á Austurvígstöðvunum. Það gekk eftir. Lenín samdi frið við Þýskaland.

Í 30 ára stíðinu í Þýskalandi studdu kaþólikar iðulega mótmælendur og öfugt. Það er margt skrýtið í sögunni bæði frá fyrri tíma og nútímanum.

Ég velti því t.d. fyrir mér af hverju Landsvirkjun studdi Ómar Ragnarsson leiðtoga Íslandshreyfingarinnar um 8 milljónir. Hver var hugsunin með því? Þurfti að draga úr fylgi vinstri grænna og Frjálslyndra?


mbl.is Fæðingardegi Leníns fagnað á Rauða torginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrinn í Bagdad

Múrinn sem Bandaríkjamenn eru að reisa í Bagdad sýnir að þrátt fyrir 4 ára hersetu í Írak hafa Bandaríkjamenn og stjórnin í Írak ekki einu sinni náð stjórn á höfuðborginni.

Múrar hafa iðulega verið reistir í flestum tilvikum til að loka fólk úti eins og Kínamúrinn og Hadríansmúrinn í Bretlandi. Sama má segja um múrinn sem Ísraelsmenn eru nánast búnir að fullgera utan um byggðir Palestínumanna. Múrinn í Berlín sem Kommúnistastjórnin reisti var til að loka fólk inni loka það frá frelsinu. Þessi múr í Bagdad á að þjóna því hlutverki bæði að loka fólk inni og loka það úti.

Það er dapurlegt að vanhugsuð og ólögmæt innrás í Írak skuli nú 4 árum síðar hafa það í för með sér að íbúar landsins búi við algjört öryggisleysi. Flótti frá landinu er sem aldrei fyrr. Kristnir menn í landinu bjuggu í friði við aðra íbúa landsins þangað til fyrir 4 árum en fara nú flestir huldu höfði sem enn búa í landinu.

Sennilega gera Bandaríkjamönnum íbúum landsins mest gagn með því að fara úr landinu sem fyrst og fá aðra til að annast um að koma friði á í landinu og tryggja öryggi borgaranna.

Fyrir tæpum 4 árum síðan skrifaði ég um nauðsyn þess að Bandaríska herliðið færi og t.d. Egyptar, Jórdanir og Sýrlendingar tækju að sér friðar- og öryggisgæslu. Bandaríkjamenn ráða ekki við það og á þá er litið sem hernámslið sem þeir eru. Slíkt friðargæslulið má ekki vera í landinu nema í skamman tíma og þá verða íbúar að taka við. Annars verður líka litið á friðargæsluliðið sem hernámslið.

Sama verður upp á tengingnum varðandi Afghanistan verði herir Vesturlanda áfram í landinu. Hjálp til að koma á friði og öryggi í erlendu ríki byggist fyrst og fremst á íbúunum sjálfum en ekki aðsendu herliði. Það getur aldrei komið til eða gert gagn nema í skamman tíma.

 


mbl.is Reisa fjögurra metra háan múr í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athygliverð grein Braga Jósepssonar

Bragi Jósepsson birtir athygliverða grein í Morgunblaðinu í dag um skoðanakannanir og framkvæmd þeirra. Í greininni bendir hann á vanda við framkvæmd skoðanakannana og ekki sé sama hver spyr. Þá bendir hann á augljósar villur í íslenskum skoðanakönnunum frá því að framkvæmd þeirra hófst. Þannig hafi skoðanakannanir alltaf gefið Sjálfstæðisflokknum allt of mikið fylgi en Framsóknarflokknum of lítið.

Ég er sammála Braga um að ólíklegt sé miðað við fyrri reynslu að Framóknarflokkurinn fari mikið niður fyrir 14-16% því miður og mér finnst ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái fylgi umfram 36%. Yrði það niðurstaðan héldi stjórnin meirihluta sínum.

Frjáslyndir hafa fengið minna í skoðanakönnunum en endanlegt fylgi. Fróðlegt verður að sjá hvernig það kemur fram núna. Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið til umræðu innflytjendamál sem hafa verið afflutt og veist að flokknum af miklu offorsi. Algengt er í svipuðum tilvikum að flokkur fái mun meira fylgi þegar upp er staðið en skoðanakannanir mæla. Vonandi verður sú raunin á. Því nú liggur á.


Eru úrslitin fyrirséð í forsetakosningunum í Frakklandi.

Skoðanakannanir undanfarnar vikur hafa sýnt Nicolas Sarkozy með yfirburðastöðu og sú sem talin var helsti andstæðingur hans Segolene Royal hefur átt undir högg að sækja. Nú bregður svo við í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar að fylgi þeirra Sarkozy og Royal mælist svipað. Royal mældist á tímabili neðar en frambjóðandi miðflokkana en nú hefur hann dregist aftur úr skv. skoðanakönnunum og líka Le Pen.

Fyrir fjórum árum sögðu skoðanakannanir að Jospin frambjóðandi sósíalista mundi verða í öðru sæti í forkosningum en svo fór að Le Pen varð í öðru sæti og kosið var á milli hans og sitjandi Frakklandsforseta. Skoðanakannanir hafa alltaf gefið Le Pen mun minna fylgi heldur en hann hefur fengið.

Þessi dæmi frá Frakklandi sýna hvað valt er að treysta skoðanakönnunum eða láta þær hafa áhrif á það sem maður ætlar að kjósa.

Það verður spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara í Frakklandi og ég vona að sonur innflytjandans Nicolas Sarkozy hafi þetta og verði í síðari umferð kjörinn. Nicolas Sarkozy hefur í kosningabaráttunni bent á þann vanda sem Frakkland er í verði tvær þjóðir í landinu og innflytjendur aðlagist ekki frönsku samfélagi.


mbl.is Mikil þátttaka í kosningunum í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 101
  • Sl. sólarhring: 804
  • Sl. viku: 3691
  • Frá upphafi: 2560561

Annað

  • Innlit í dag: 98
  • Innlit sl. viku: 3472
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband