Leita í fréttum mbl.is

Verður þetta ástand hér?

Bandaríska hagkerfið hefur verið  rekið með miklum viðskiptahalla eins og íslenska hagkerfið. Uppsveiflan í bandarísku efnahagslífi á undanförnum árum hefur verið vegna mikillar einkaneyslu og eyðslu. Sparnaður er miklu minni en í nágrannalöndum okkar. Við höfum farið að með sama hætti og Bandaríkjamenn nema hvað við höfum þvingaðan sparnað í lífeyriskerfinu en erum miklu skuldsettari.

 Lækkun fasteignaverðs í Bandaríkjunum hefur verið það mikil undanfarið að veðsetningar standa iðulega ekki undir veðsetningum sem fullnægjandi tryggingar.  Um þetta var ítarlega fjallað í ritinu The Economist fyrir nokkrum vikum.

Hvað okkur varðar er spurningin hvað gengur lengi að vera með skuldsetta velmegun og kaupæði vaxandi skuldir heimilanna og vaxandi skuldir við útlönd. Hvað gerist þá í verðtryggða samfélaginu? Af  hálfu stjórnvalda hefur verið látið reka á reiðanum og genginu haldið uppi á fölskum forsendum. Okkar staða getur orðið mun alvarlegri eftir nokkra mánuði en það sem fólk er að upplifa núna í Bandaríkjunum.

Þjóðinni liggur á að við næstu Alþingiskosningar verði valið fólk sem veit um hvað það er að tala og hefur lausnir. Atvinna, uppbygging, afnám verðtryggingar á lánum og alvöru gjaldmiðill er forsenda þess að við lendum ekki í efnahagslegum hremmingum.


mbl.is Bandarísk væntingavísitala lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 146
  • Sl. sólarhring: 736
  • Sl. viku: 3736
  • Frá upphafi: 2560606

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 3515
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband