Leita í fréttum mbl.is

Koma verður í veg fyrir mannsal og misnotkun á fólki.

Það eru rúm 200 ár síðan Bretar og Danir samþykktu lög sem bönnuðu þrælasölu. Samt sem áður les maður um að viðskipti með fólk hafi aldrei verið meiri en einmitt núna. Í Bandríkjunum og Evrópu eru ungar konur m.a. hnepptar í kynlífsþrælkun. Gegn þessu verður að vinna með öllum ráðum.

Ég hef sett fram þá hugmynd að við legðum til að sett yrði á fót sérstök samevrópsk lögregludeild.  Sem hefði það sérstaka verkefni að uppræta mannsal í hvaða formi sem það væri og vinna að því að koma í veg fyrir því að frelsi fólks væri af því tekið. Þetta er ósómi sem verður að vinna gegn. Hvort heldur mannsal viðgengst á Íslandi eða ekki þá eigum við að taka forustu um að koma þessum ófögnuði út í ystu myrkur.

 


mbl.is Rannsaka þarf hvort mansal teygi anga sína hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Benediktsson gerðu grein fyrir málinu.

Bjarni Benediktsson er eitt glæsilegasta foringjaefni Sjálfstæðisflokksins. Ég hef bundið miklar vonir við hann sem framtíðarleiðtoga í íslenskum stjórnmálum. Björn Bjarnason frændi hans er besti fagráðherra síðari ára og að mínu mati með heiðarlegustu stjórnmálamönnum landsins.

Það eru meiri kröfur gerðar til þeirra sem miklar væntingar eru bundnar við. Þess vegna skiptir máli nú fyrir Bjarna Benediktsson að hann komi fram og geri heiðarlega grein fyrir afgreiðslu 3 manna nefndar Alsherjarnefndar Alþingis á máli tengdadóttur Jónínu Bjartmars. Hver fór fram á afgreiðslu nefndarinnar? Hvaða atriði skoðaði nefndin? Hvað réðí því að nefndin lagði til að stúlkan fengi ríkisborgararétt? Var Sigurjóni Þórðarsyni sem situr í Alsherjarnefnd gerð grein fyrir málinu? Var Kolbrúnu Halldórsdóttur sem er áheyrnarfulltrú í Alsherjarnefnd gerð grein fyrir málinu?

Þessar skýringar verður Bjarni að gefa strax undanbragðalaust. Góður maður eins og Bjarni Benediktsson á ekki að láta svona mál flækjast fyrir sér.


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 130
  • Sl. sólarhring: 791
  • Sl. viku: 3720
  • Frá upphafi: 2560590

Annað

  • Innlit í dag: 125
  • Innlit sl. viku: 3499
  • Gestir í dag: 124
  • IP-tölur í dag: 122

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband