Leita í fréttum mbl.is

Crimes against logic.

Í bók sinni Crimes against logic fjallar Jamie Whyte um ýmis efni m.a. í einum kafla um erfðabreytt matvæli og meginskoðanir vinstri manna. 

Þar segir hann m.a. að margir hafi ákveðnar skoðanir í pólitík ekki vegna þess að þeir haldi endilega að þær eigi rétt á sér heldur vegna þess að þeim líki félagsskapurinn. Hann bendir síðan á að það sé einskonar plastpakka stefna fyrir ungt vinstra fólk. Það sé á móti frjálsu markaðskerfi, berjist fyrir umhverfisvernd, dreifingu fjármuna, femínisma og réttindum dýra. Ég gat ekki að mér gert að brosa út í annað þegar ég las þetta því að þetta virðist eiga við flesta sem nefndir hafa verið til sögunnar í forustu Íslandshreyfingarinnar.

Var einhver að tala um hægri græna?  Kemur þetta hægri e.t.v. í gegn um fyrrum frambjóðendur Vinstri grænna sem ætla nú að leiða framboðslista fyrir Íslandshreyfinguna. Spurning er hvort að nafnið á bók Jamie Whyte smellpassar ekki fyrir Íslandshreyfinguna.


Innflytjendur skilja umræðuna.

Ég er ánægður með að hópur innflytjenda sem hér hefur búið til lengri og/eða skemmri tíma hefur sett sig í samband við mig og tjáð mér þá skoðun sína að framsetning mín og umræða í innflytjendamálum væri eðlileg og því fari fjarri að þar væri um útlendingaandúð eða rasisma að ræða. Aðallega hafa þetta verið innflytjendur frá gömlu Júgóslavíu og Póllandi. Þetta hefur verið kærkomið einkum miðað við hvernig rétttrúnaðarmenn íslenskir túlka skynsamlega framsetningu okkar í þessum málum.

Þessir vinir mínir sem hafa flust til landsins á síðustu árum. Segja öll að það þurfi að auka íslenskukennslu og fræðslu um íslenskt samfélag. Þeim líst vel á stefnu Frjáslynda flokksins í þeim efnum. Þá segja þau líka öll að það sé mikilvægt fyrir Ísland að takmarka aðstreymi fólks til landsins.

Af hvaða hvötum hafa þessir nýju vinir mínir sett sig í samband við mig. Jú vegna þess að þeim finnst ómaklega á okkur ráðist og það sé verið að snúa út úr umræðunni. Þessir vinir mínir benda líka á að það sé oft verið að fara illa með útlendinga og hafa áhyggjur af því að slíkt aukist fjölgi innflytjendum til muna í landinu. Þá hafa þeir líka áhyggjur af því að vinsamlegt þjóðfélag geti breyst ef umræða og aðlögun hefur ekki forgang.

Stundum er sagt að glöggt sé gests augað. Þessir vinir mínir komu hingað sem gestir en ætla sér að verða góðir og gegnir borgarar í þessu landi. Þeir eiga virðingu skilið og ég þakka þeim fyrir þann skilning sem þeir sýna. Skilning sem virðist hulin vinstri háskólaelítunni sem hefur komið sér svo þægilega fyrir á fjölmiðlum og mismunandi háskóladeildum og sveipar um sig fræðimannsstimplum en fer í umræðuna á grundvelli öfga og mistúlkana. Mér finnst vinur minn frá Serbíu sem hringdi í mig í gærkvöldi hafa mun betri skilning á þessum málum og skilgreina þau betur en þeir "fræði"- og fljölmiðlamenn sem eru í rógsherferð gagnvart okkur Frjálslyndum.


Til hamingju Magnús Scheving

Í síðasta tbl blaðsins Economist er heilsíða um Magnús Scheving og Latabæ eða eins og segir. Toddlers know Magnus Scheving the boss of Lazy Town og síðan er gerð grein fyrir þáttunum um Latabæ og þýðingu þess að vera með sjónvarpsefni fyrir börn sem skírskota til heilbrigðra lífshátta.

Magnús Scheving hefur með frumkvæði sínu og dugnaði sýnt hvað er hægt að gera og hvaða árangri menn geta náð hafi þeir ákveðin markmið. Sagt er frá því að breska ríkisstjórnin sé nú í viðræðum við fyrirtæki Magnúsar um sameiginlegt átak.

Boðið er upp á fjölbreytt barnaefni í sjónvarpi og börn munu horfa á sjónvarp. Það skiptir því máli að börnum sé boðið upp á efni sem skírskotar til þess góða og hvað einstaklingurinn getur gert til að bæta sig og gera lífið skemmtilegra. Latibær er því kærkomið barnaefni sem á vonandi eftir að ná enn lengra.  Oft er barnaefni hlaðið af skrímslum og hræðilegum átökum milli kynjavera. Sumum kann að finnast það gott. En má ég þá heldur biðja um Latabæ.


Bloggfærslur 5. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 98
  • Sl. sólarhring: 804
  • Sl. viku: 3688
  • Frá upphafi: 2560558

Annað

  • Innlit í dag: 95
  • Innlit sl. viku: 3469
  • Gestir í dag: 94
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband