Leita í fréttum mbl.is

Öfgafull ţjóđfélagsumrćđa.

Runólfur Ágústsson fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst benti á ţađ í Blađinu um daginn ađ ţjóđfélagsumrćđan vćri orđin mjög öfgafull. Hann sagđi: "ţađ er sama hvar drepiđ er niđur, hvort ţađ er umrćđa um femínisma, klám eđa stóriđju. Viđ lifum í svart hvítum heimi ţar sem öfgarnar takast á og lítiđ rúm er fyrir skođanir ţeirra sem standa ţar á milli og eru skynsamt og hófsamt fólk"

Ţetta er ţví miđur rétt hjá Runólfi. Í dag sjáum viđ merki ţess ađ fólk sem telur sig hafa einkarétt á ţví í hverju umhverfisvernd felst stimpli stjórnmálamenn sem vini eđa óvini. Ţar hefur veriđ höfđađ til mjög ţröngra sjónarmiđa varđandi grćna stefnu og náttúruvernd og ţađ sama á viđ hjá Vinstri grćnum og Ómari Ragnarssyni. Stefnumótun svokallađra grćnna á Íslandi er langt frá ţví ađ vera heilstćđ eđa tćmandi. Umrćđa ţeirra er hins vegar međ stimpil öfgana og andstćđ náttúruvernd í mörgum tilvikum sbr afstađan til vatnsaflsvirkjana.

Femínisminn sem hefur ađallega átt sér sem sprgöngukonur metnađarfullar háskólakonur hafa fyrst og fremst vandrćđast međ framapot háskólakvenna á grundvelli kynferđis en á ţađ hefur skort ađ íslensku femínistarnir hafi sinnt hagsmunamálum láglaunakvenna. Ţá hafa mannréttindabrot gagnvart konum í Íslömsku löndunum yfirleitt ekki komiđ ţeim viđ. 

Viđ Frjálslynd sem viljum vitrćna öfgalausa umrćđu höfum ekki fariđ varhluta af ţeim öfgum sem er í ţjóđfélagsumrćđunni eins og fyrrum rektor háskólans á Bifröst bendir á. Frjálslynd viđhorf byggja á ţví ađ heimila viđhorf og umrćđur um mál óháđ ţví hvort ţú ert sammála ţeim eđa ekki. Ţađ er hluti lýđrćđisţjóđfélags. Andstćđingar lýđrćđisins ţola ekki öfgalausar málefnalegar umrćđur af ţví ađ ţeir hafa fundiđ sinn stóra sannleik. Sína sýn á ţađ sem rétt er og rangt. Slíku fólki verđur alltaf í nöp viđ frjálslynd viđhorf.

En samt snýst hún.


Jesus Christ Superstar

Ég fór til Hveragerđis í gćr til ađ sjá uppfćrslu Leikfélags Hveragerđis á rokkóperunni "Jesus Christ Superstar"  Ég hef séđ ţennan söngleik fjórum sinnum áđur tvisvar hérlendis og tvisvar erlendis. Ég hugsađi međ mér á leiđinni ađ ţađ vćri fróđlegt ađ sjá hvort ađ Leikfélag Hveragerđis viđ fátćklegar ađstćđur og húsnćđi gćti skilađ ţessu verki sómasamlega í höfn fyrir áhorfendur.

Ţrátt fyrir fátćklegan umbúnađ og erfiđar ađstćđur ţá var sýningin skemmtileg og leikgleđi og einfaldleiki bćtti upp ţađ sem á vantađi um ríkmannlegri umbúnađ. Allir ađalsöngvarar verksins stóđu sig vel. Einfaldleikinn var líka skemmtileg tilbreyting. Mér finnst alltaf jafn gaman ađ sjá hvađ viđ eigum mikiđ af hćfileikaríku fólki. Mér finnst ađ ţađ eigi ađ leggja meiri áherslu á ađ styđja viđ einstaklings- og félagsframtakiđ í leiklist og menningu í landinu. Ţađ skilar meiru  hundruđa milljóna sóun á ári í útţennslustefnu ríkissjónvarpsins.

Hvađ sem ţví líđur ţá er sýning Leikfélags Hveragerđis hin besta skemmtun og Leikfélaginu og leikurum til mikils sóma.


Bloggfćrslur 7. apríl 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 90
  • Sl. sólarhring: 824
  • Sl. viku: 3680
  • Frá upphafi: 2560550

Annađ

  • Innlit í dag: 87
  • Innlit sl. viku: 3461
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband