Leita í fréttum mbl.is

Áskorun til Sjálfstćđismanna.

Jóhannes Jónsson sem kenndur er viđ Bónus birtir heilsíđuauglýsingar í blöđum í dag, áskorun til Sjálfstćđismanna í Reykjavíkurkjördćmi suđur.  Ţar skorar hann á Sjálfstćđismenn ađ strika yfir nafn Björns Bjarnasonar og nefnir ástćđu ţess. Í auglýsingunni segir. "Sjállfur hef ég ávallt litiđ á mig sem sjálfstćđismann ţó ég hafi átt bágt međ ađ styđja flokkinn síđustu árin í stjórnartíđ Davíđs Oddssonar."

Hvađ sem segja má um auglýsinguna ţá má ekki líta fram hjá ađalatriđinu. Skilabođ auglýsingarinnar eru röng.  Íslensk stjórnsýsla er ekki ţannig ađ Björn Bjarnason einn hafi fariđ fram međ ţeim hćtti sem fariđ var viđ rannsókn á Baugsmálinu en til ţess er vísađ í auglýsingunni. Ţá er ţađ heldur ekki dómsmálaráđherra einn sem tekur ákvörđun um ţađ hver verđur ríkissaksóknari ţađ er rćtt í ríkisstjórninni og síđan tilkynnir dómsmálaráđherra niđurstöđuna.

Rétta niđurstađan fyrir sjálfstćđisfólk í Reykjavíkurkjördćmi suđur er ţví  ađ kjósa ekki Sjálfstćđisflokkinn. Hafna honum sem valkosti en kjósa F listann ţar sem ég skipa efsta sćtiđ og get sagt međ sama hćtti og Jóhannes í Bónus ađ ég hef litiđ á mig sem Sjálfstćđismann en hef ekki getađ stutt flokkinn í stjórnartíđ Davíđs Oddssonar og nú arftaka hans af ýmsum ástćđum.

Sjálfstćđismenn eiga valkost sem ţeir eiga ađ nýta sér og sýna ađ ţeir sćtta sig ekki viđ velferđarhallann, sćtta sig ekki viđ aukin ríkisútgjöld og aukna skattbyrđi, sćtta sig ekki viđ óeđlileg afskipti stjórnmálamanna.  Ţeir Sjálfstćđismenn sem vilja fá öflugan málsvara mannúđlegrar markađhyggju, skattgreiđenda og neytenda eiga ţví ađ kjosa Frjálslynda flokkinn í Reykjavík suđur.  Ţađ er sú eina yfirstrikun sem gildir. Ţađ eru einu skilabođin sem tekiđ verđur eftir. X-F á morgun.


Er ţetta vinstra siđferđiđ?

DV greinir frá ţví í dag ađ vandlćtingarpostulinn Jón Bjarnason ţingmađur Vinstri grćnna taki merira fé úr ríkissjóđi í húsnćđiskostnađ en hann greiđir. Sé ţađ löglegt ţá er ţađ alla vega siđlaust. Hvar er nú vandlćting vinstri grćnna á misnotkun ađstöđu????????

Ef til vill fylgja ţeir viđmiđun sem George Orwell segir frá í bók sinni "Animal Farm"  "Ađ sumar skepnur séu jafnari en ađrar.


Framsókn grefur sína eigin gröf.

Ruglun biđrađa og misnotkun á almannafé er ţađ sem eftir stendur af kosningabaráttu Framsóknarflokksins. Ţessi ţreytti ríkishyggjuflokkur sem hefur hreiđrađ svo vel um sig ađ flokksmönnum finnst ađ ríkiđ sé Framsóknar hefur sýnt ţađ m.a. međ eftirfarandi hćtti í kosningabaráttunni.

Ráđherrar flokksins sérstaklega Sif Friđleifsdóttir hafa skuldbundiđ ríkissjóđ og eytt milljörđum til ađ kaupa sér góđvilja á síđustu vikum kosningabaráttunnar.

Jónína Bjartmars gat gert tengdadóttur sína ađ íslenskum ríkisborgara međ ţví ađ fá vini sína til ađ rugla biđröđinni.

Tveir ţingmenn Framsóknar í Reykjavík senda út flokksbréf á kostnađ skattgreiđenda. Litlir fjármunir en slagar ţó hátt í ţađ sem Árni Johnsen var dćmdur fyrir ađ hafa tekiđ ófrjálsri hendi. Eiga ađ gilda önnur lög fyrir hann.

Kristján Hreinsson kvađ:

Vart Framsókn mikiđ fylgi sér

Ţótt fólk sé taliđ heppiđ,

ţar subbuskapnum sjálfsagt er

sópađ undir teppiđ.


Bloggfćrslur 11. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 377
  • Sl. viku: 4378
  • Frá upphafi: 2558811

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 4095
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband