Leita í fréttum mbl.is

Ingibjörg vill ekki hreina vinstri stjórn.

Yfirlýsing Geirs og Ingibjargar um stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fela í sér að Ingibjörg vill frekar reyna stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum en Vinstri grænum og þess vegna Framsóknarflokknum.  Sjálfsagt er það vegna þess að Ingibjörg metur það svo að Vinstri grænir séu ekki samstarfshæfir og þykir því vænlegra að sitja í skjóli Geirs. Fróðlegt verður að sjá hvort flokkarnir ná saman um myndun ríkisstjórnar og um hvernig málefnasamningurinn verður:

Skyldi Samfylkingin krefjast breytinga á kvótakerfinu?

Skyldi Samfylkingin gera kröfu um aðildaviðræður við Evrópusambandið?

Skyldi Samfylkingin standa á kosningaloforðinu um að eyða biðlistum og byggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða.

Skyldi Samfylkingin standa föst á því að skattkerfið verði leiðrétt þeim tekjulágu til hagsbóta.

Svör við þessu og mörgu fleiru verða fróðleg. Nái flokkarnir saman þá kemur í ljós hverskonar hryggjarstykki er í Samfylkingunni og formanni hennar.


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin fallin.

Það eru stórtíðindi þegar slitnar upp úr ríkisstjórnarsamstarfi eftir samfellda 12 ára samstarf. Sjálfstæðisflokkurinn á þá kost á að mynda ríkisstjórn til vinstri með Samfylkingunni og langt til vinstri með Vinstri grænum eða mynda Frjálslynda umbótastjórn með Frjálslynda flokknum hugsanlega þannig að Framsóknarflokkurinn mundi verja þá ríkisstjórn eða koma að þeirri ríkisstjórn. En valið er alfarið Geirs Haarde eins og staðan er í dag og fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr þeim hatti. 

Það er frumskylda stjórnmálamanna að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem fyrst. Nútíma þjóðfélag þolir illa að vera með starfsstjórn til lengdar. Sá sem fær umboð forseta væntanlega Geir Haarde ber því mikla ábyrgð á því að unnið sé hratt og allir möguleikar séu skoðaðir.


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn funda.

Eftir því sem hægt er að ráða í spilin á stjórnarheimilinu þá hafa Sjálfstæðismenn boðið Framsóknarflokknum upp í dans en Framsóknarmenn átta sig ekki á því hvort þar geti verið um Hrunadans að ræða eða möguleika til endurskipulagningar. Framsóknarmenn þurfa að taka ákvörðun. Eina skynsamlega ákvörðun þeirra sýnist manni vera að halda áfram ríkisstjórnarsamstarfinu en það er engin sem segir að Framsóknarmenn taki skynsamlega ákvörðun.

Framsóknarflokkurinn er illa farinn og það lá fyrir þegar leið á stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar. Jón Sigurðsson sá ágæti maður hefur ekki náð að rétta flokkinn við enda ekki von til þess hafði hann of stuttan tíma og sporin hræddu á svo mörgum sviðum. Nú standa Framsóknarmenn frammi fyrir þeim valkostum að vera utan ríkisstjórnar þetta kjörtímabil eða taka tilboði Sjálfstæðismanna.

Tal um R lista samstarf er óraunhæft. Of mikið ber á milli R lista flokkana svokallaðra til að það sé raunhæft að þeir geti komið sér saman um ríkisstjórn sem hefur einhvern styrk eða er líkleg til að stjórna til góðs. Tækist svo óhönduglega til að R lista stjórn yrði það  þjóðinni dýrkeypt. Vilji Framsóknarmenn ekki fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum af hverju ættu þeir að fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum?

Sumir flokkar eiga þess kost að byggja sig upp í stjórnarandstöðu. Við Frjálslynd eigum t.d. þann kost og munum gera það. Framsóknarflokkurinn á hins vegar ekki þann kost. Í fyrsta lagi þá er flokkurinn búinn að vera svo lengi við völd að hann mun eiga erfitt við núverandi aðstæður að fóta sig í stjórnarandstöðu. Á hvað ætar flokkurinn þá að leggja áherslu. Andstöðu við það sem hann hefur staðið fyrir undanfarin ár? 


Bloggfærslur 17. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 386
  • Sl. viku: 4374
  • Frá upphafi: 2558807

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4091
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband