Leita í fréttum mbl.is

Hvað er framundan hjá Framsókn.

Brigslyrði forustumanna Framsóknarflokksins í garð Sjálfstæðisflokksins eru athygliverð eftir 12 ára samstarf þessara flokka. Ljóst var eftir kosningar að Framsóknarflokkurinn vissi ekki hvert hann ætlaði. Þingmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins var of naumur og því var einungis einn kostur í stöðunni vildu þessir flokkar halda áfram samstarfi. Það var að mynda stjórn með Frjálslyndum eða leita eftir samstarfi. Þetta gerðu stjórnarflokkarnir ekki þó að þreifingar hafi verið í gangi. 

Mér er kunnugt um að það eru ekki allir Sjálfstæðismenn sáttir með hugsanlegt stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Sumir áhrifamenn ráku þó mjög ákveðið á eftir því að af þessu stjórnarsamstarfi yrði. Ólyginn sagði mér að þar hafi borgarstjórinn í Reykjavík farið einna fremstur í flokki. Í sjálfu sér ekki óskynsamlegt hjá honum miðað við stöðuna í borgarmálum og sundrungu í meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Spurning er þá hvort búast megi víðar við samvinnu Sjálfstæðismanna og Samfylkingar en í ríkisstjórn?


Bloggfærslur 19. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 386
  • Sl. viku: 4374
  • Frá upphafi: 2558807

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4091
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband