Leita í fréttum mbl.is

Nýtt fangelsi í Reykjavík.

Nýtt fangelsi á ađ rísa í Reykjavík segir fangelsismálastjóri. Ţađ er löngu tímabćrt og einn hópur sem stjórnmálamenn gleyma yfirleitt eru fangar. Fangelsiđ viđ Skólavörđustíg hefđi átt ađ leggja niđur fyrir löngu og verulegur bagi hefur veriđ af ţví ađ ekkert gćsluvarđhaldsfangelsi skuli vera á höfuđborgarsvćđinu. Kostnađur viđ ađ hafa gćsluvarđhaldsfangelsi á Litla Hrauni er gríđarlegur á hverju ári. Lögmenn, fangar og lögregluţjónar eru í sífelldum ferđalögum af höfuđborgarsvćđinu austur fyrir fjall vegna ţessarar furđulegu ráđstöfunar.

Fangelsin eru full og menn bíđa afplánunar. Slíkt er óviđunandi. Mikilvćgt er ađ ţeir sem hafa hlotiđ refsidóm taki út refsingu sína eins fljótt og unnt er.  Mér er sagt ađ á Litla Hrauni séu yfir 20% fanga af erlendu bergi brotin. Ţađ sýnir međ öđru ađ ţađ verđur ađ bregađst viđ óheftum innflutningi fólks. Ţađ er ekki nóg ađ opna landamćrin ţađ verđur ađ gera ráđstafanir hvort heldur ţađ er í fangelsis- eđa kennslumálum.


Alvöru gjaldmiđill

Alvöru gjaldmiđill er til stađar ef fyrirtćkin treysta honum og gera upp á grundvelli hans og miđa viđskipti sín viđ hann. Alvöru gjaldmiđill er til stađar ef hann ţarf ekki ađ styđja sig viđ hćkjur eins og verđtryggingu lánsfjár sem kostar alla lántakendur sérstaklega ungá fólkiđ í landinu gríđarlegar fjárhćđir. Alvöru gjaldmiđill sveiflast ekki til um tugi prósenta á ári. Alvöru gjaldmiđill hefur ţýđingu fyrir stöđugleika og er líklegur til ađ stuđla ađ jafnvćgi í milliríkjaviđskiptum.

Viđ höfum gjaldmiđil sem sveiflast eftir ţví hvađ margir vilja kaupa hann  og selja hverju sinni. Viđ erum fámennasta ţjóđ í heimi međ sjálfstćtt fljótandi gjaldmiđil. Afleiđingin er sú ađ fyrirtćkin eru í auknum mćli farin ađ miđa uppgjör sín og viđskipti viđ Evru eđa Dollara. Síđast Landsvirkjun. Gríđarlegur viđskiptahalli meiri en hjá nokkurri ţjóđ í okkar heimshluta er afleiđing af gengisstefnunni. Verđtrygging er afleiđing ţess ađ hvorki fólk né ráđamenn treysta gjaldmiđlinum. Gengisstefnan getur valdiđ efnahagslegri lćgđ og jafnvel kreppu innan fárra ára.

Bregđumst viđ áđur en ekki verđur viđ neitt ráđiđ. Miđum gengi krónunnar viđ međalgengi viđskiptaţjóđanna og afnemum verđtryggingu. Höfum alvöru gjaldmiđill sem gengur í öllum viđskiptum.


Bloggfćrslur 4. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 374
  • Sl. viku: 4382
  • Frá upphafi: 2558815

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 4098
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband