Leita í fréttum mbl.is

Sterkur forseti.

Nicolas Sarkozy gefur vonir um kærkomnar breytingar í frönskum stjórnmálum. Sitjandi forseti hefur setið of lengi og er dæmi um hvað þráseta getur verið skaðleg í stjórnmálum. Kyrrstaða og úrræðaleysi einkennir jafnan stjórnmálamenn og stjórnmálaöfl sem sitja of lengi sbr. Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hér.

Nicolas Sarkozy er á móti því að Tyrkir verði aðilar að Evrópusambandinu. Ég er sammála honum. Þeir eiga ekki erindi í Evrópusambandið. Hann leggur áherslu á að ná góðu sambandi við Bandaríkjamenn. Sérstaða Frakka í NATO og gagnvart Bandaríkjunum ætti því brátt að heyra sögunni til. Það er gott að nú skuli vera í forustu í þrem öflugustu ríkjum Evrópu, Bretlandi. Þýskalandi og Frakklandi fólk sem skilur mikilvægi góðra samskipta Evrópu og Bandaríkjanna.


mbl.is Sarkozy lýsir yfir sigri í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vörusvik

Samkvæmt hugmyndum um almennt viðskiptasiðferði og reglum sem um það gilda eiga auglýsingar að greina frá staðreyndum og vera sannar. Mér datt þetta í hug þegar ég horfði á auglýsingu nú áðan frá Sjálfstæðisflokknum. Auglýsingin var bæði röng og villandi í mörgum aðalatriðum.

Í fyrsta lagi var auglýst að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn þýddi að fólk borgaði lægri skatta. Þetta er rangt. Sjálfstæðisflokkurinn er heimsmethafinn í skattahækkunum frá því að hann tók við stjórn fjármálaráðuneytisins fyrir 15 árum. Opinber útgjöld hafa vaxið úr 32% í 42% en af því hafa aðeins 4% runnið til velferðarmála. Auglýsingin gefur því rangar væntingar og er ósönn.

Í öðru lagi er látið í það skína að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sig í velferðarmálum. Það er rangt. Við búum við að fjöldi þriðjungur aldraðra býr fyrir neðan fátæktarmörk og margir aldraðir og öryrkjar eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Auglýsingin er röng og ósönn.

Í þriðja lagi þá er talað um efnahagslegan stöðugleika. Fólkið sem er með verðtryggðu lánin veit að þau hækka og hækka. Verðbólgan er meiri hér en í nokkru öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. Gjaldmiðillinn breytist með þeim hætti að stórfyrirtæki hafa tekið upp erlenda gjaldmiðla sem viðmiðun m.a. stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun sem hefur ákveðið að hafa uppgjör sín í dollurum.

Í almennum viðskiptum mundi sá sem auglýsti með svona röngum og ósönnum hætti verða úthrópaður á markaðnum. Fólk mundi snúa sér til annarra til að fá það sem það leitar að. Þannig á það líka að vera í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn þarf virkt aðhald. Það aðhald geta kjósendur gefið honum með því að kjósa Frjálslynda flokkinn.


Vefsjónvarp

Frjálslyndi flokkurinn er með netsvjónvarp sem hægt er að komast inn á á slóðinni xf.is

Hægt er að kynna sér áherslur flokksins og einstaka frambjóðenda og sjá helstu atburði úr starfinu. Hvet ykkur til að kynna ykkur þetta af eigin raun.


Tekst að fella ríkisstjórnina?

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag þá heldur ríkisstjórnin velli. Það er ávísun á áframhaldandi velferðarhalla, áframhaldandi misnotkun, áframhaldandi spillingu, okurverð á matvælum og dýrustu lán í heimi bundin verðtryggingu. Áfram verður gætt hagsmuna hinna fáu á kostnað fólksins í landinu. Það verður að breyta. Burt með spillinguna. Burt með okurstjórnina.

Fjálslyndi flokkurinn þarf ekki að bæta við sig nema 2% til að ríkisstjórnin falli. Atkvæði greitt Frjálslynda flokknum nýtist að fullu óháð því í hvaða kjördæmi það er greitt. Atkvæði greitt Frjálslynda flokknum nýtist betur en atkvæði greitt hinum stjórnarandstöðuflokkunum til að fella ríkisstjórnina. Frjálslyndi flokkurinn er því besta og jafnvel eina ávísunin á jákvæðar breytingar í þjóðfélaginu.

X-F á kjördag er ávísun á jákvæðar breytingar. Nú liggur á.


Bloggfærslur 6. maí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 376
  • Sl. viku: 4376
  • Frá upphafi: 2558809

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 4093
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband