Leita í fréttum mbl.is

Við erum enn í hópi hinna viljugu þjóða.

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hittu varautanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Honum var kynnt að nýja ríkisstjórnin harmaði stríðið í Írak. Blessaður varautanríkisráðherra horfði eðlilega stórum augum á þau skötuhjúin og sagði gera það ekki allir. George W. Bush jr. Bandaríkjaforseti harmar stríðið í Írak. Spurningin er ekki um það. Spurningin er um það hvort fólk harmar innrásina í Írak og hvort það telur hana réttlætanlega og löglega.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylkingin sögðust ætla að taka okkur af lista yfir hin viljugu ríki sem tóku siðferðilega þátt í ólögmætri innrás í Írak. Nú er það ekki á dagskrá. Samfylkingin getur auðveldlega svikið það kosningaloforð eins og svo mörg önnur.  Nú harma þau stríðið en það er ekki minnst á lista hinna viljugu og löglausa innrás andstæða reglum Sameinuðu  þjóðanna.

Á sama tíma og undirlægjurnar tvær sem hittu varautanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag brostu breitt og samþykktu allt sem varautanríkisráðherrann sagði þá var ritstjóri breska læknablaðsins Lancet að fordæma innrásina í Írak og segja frá því að innrásin hefði verið lagalega og siðferðilega röng. Hann benti líka á að fjöldi fallina í Írak væru mun fleiri en ætlað hefði verið og skiptu a.m.k. mörgum tugum þúsunda. Ritstjóri Lancet talaði tæpitungulaust um það sem máli skiptir. Merg málsins. Það gerðu íslensku ráðherrarnir ekki og hafa nú samsamað sig þeirri ógæfustefnu í utanríkismálum þjóðarinnar sem Davíð og Halldór tóku upp þegar við vorum sett á lista yfir hinar viljugu þjóðir

Ekkert minna en að harma löglausa innrás í Írak,  taka okkur af lista hinna viljugu þjóða og lýsa því yfir að við tökum ekki þátt í hernaðarátökum eins og var stefna Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins kemur til greina til að hreinsa þá hneisu af okkur sem siðferðileg samstaða með Bandaríkjunum í löglausri innrás kostar okkur.  Mér finnst slæmt að Ingíbjörg Sólrún skyldi ekki hafa meiri hugsjónastyrk en þann að samþykkja hernaðarstefnu Bandaríkjanna.


Bloggfærslur 14. júní 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 392
  • Sl. sólarhring: 469
  • Sl. viku: 4858
  • Frá upphafi: 2558781

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 4555
  • Gestir í dag: 347
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband