Leita í fréttum mbl.is

Abbas forseti rak ríkisstjórnina í Palestínu.

Vinstri grænir lögðu fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi samþykkti að beina því til ríkisstjórnarinnar að hún viðurkenndi ríkisstjórn Hamas í Palestínu. Þingmenn allra flokka nema Frjálslynda flokksins tóku undir þessa tillögu og mæltu með henni.

Okkur í þingflokki Frjálslynda flokksins fannt nauðsynlegt að skoða málið til hlítar m.a. með tilliti til þess að Hamas hreyfingin eru skráð sem hryðjuverkasamtök bæði hjá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og á stefnuskrá samtakanna er að koma á klerkaveldi eins og í Íran og má Ísralesríki af yfirborði jarðar. Fleira þarf að skoða. Þess vegna vorum við ekki tilbúnir til að taka þátt í pópúlisma í þessa veru frekar en í öðrum málum.

Nú þegar tillaga vinstri grænna hafði verið rædd einu sinni á Alþingi og þingmenn allra flokka nema Frjálslyndra lýst stuðningi við að viðurkenna ríkisstjórn Hamas þá gerði Abbas forseti Palestínuaraba sér lítið fyrir og rak ríkisstjórnina.

Hefði ekki verið betra að skoða málin betur og leggja frekar fram tillögu um stuðning við velferðarstarf og uppbyggingu í Palestínu. Palstínumenn hafa þjáðst of lengi. Það þarf raunhæfar tillögur og stuðning til að hjálpa þeim frá því að verða leiksoppar öfga- og hryðjuverkasamtaka.


Bloggfærslur 15. júní 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 394
  • Sl. sólarhring: 454
  • Sl. viku: 4860
  • Frá upphafi: 2558783

Annað

  • Innlit í dag: 370
  • Innlit sl. viku: 4557
  • Gestir í dag: 349
  • IP-tölur í dag: 341

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband