Leita í fréttum mbl.is

Réttindabarátta kvenna.

Baráttudagur fyrir réttindum kvenna minnir á að  konur hafa ekki enn náð jafnstöðu við karla í reynd þó að konur njóti jafnréttis í lagalegu tilliti. Það þarf viðhorfsbreytingu. Kvenréttindabarátta er í raun mannréttindabarátta. Barátta fyrir því að allir borgarar samfélagsins séu metnir og njóti sömu réttinda.

Dagurinn í dag á að minna okkur á nauðsyn þess að konur nái jafnstöðu í samfélaginu. Dagurinn á líka að minna okkur á hvað staða kvenna víðast hvar í heiminum er bágborin. Hundruð þúsunda kvenna eru seldar mannsali á hverju ári í heiminum í dag. Sumsstaðar fá konur ekki að vinna, þær fá ekki að fara í skóla og þær fá jafnvel ekki að aka bíl. Dagurinn í dag á einnig að minna okkur á nauðsyn þess að siðaðar þjóðir beiti öllu afli til að koma í veg fyrir mannsal og kvennakúgun hvar sem er í heiminum.

Við megum ekki afsaka kvennakúgun á grundvelli "virðingar" fyrir trúarbrögðum eða siðvenjum annarra menningarheima. Kúgun er kúgun óháð því hvaða aðferðir karlaveldið hefur til að viðhalda henni. Við megum aldrei misvirða rétt einstaklingsins til að fá notið mannréttinda eða afsaka árás á einstaklingsbundinn rétt fólks með því að siðvenjur leyfi slíka óhæfu.


Bloggfærslur 19. júní 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 392
  • Sl. sólarhring: 459
  • Sl. viku: 4858
  • Frá upphafi: 2558781

Annað

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 4555
  • Gestir í dag: 347
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband