Leita í fréttum mbl.is

Afnám vörugjalda

Samtök atvinnulífsins hvetja til ţess ađ vörugjöld verđi afnumin og undir ţađ taka samtök verslunar og ţjónustu. Samkvćmt greinargerđ sem Samtök atvinnulífsins hafa látiđ gera ţá mundi afnmám vörugjalds leiđa til ţess ađ verđlag hér á landi yrđi svipađ og í nágrannalöndum okkar og afnmám vörugjalds á heimilistćki og byggingarvörur mundi stuđla ađ bćttum hag lág- og miđtekjufólks.

Ég tek undir ţađ ađ nauđsynlegt er ađ afnema ţessa séríslensku skattheimtu sem vörugjaldiđ er. Slíkur skattur sem og tollar og innflutningshöft hefta frelsi borgarana til ađ gera hagkvćm viđskipti. Ţá skiptir máli ađ verđlag hér verđi ţađ sama og annarsstađar í okkar heimshluta En meira verđur ađ koma til en afnám vörugjalda.

Samkvćmt nýustu könnun ASÍ á verđlagi á mat- og nýlenduvörum ţá hafđi lćkkun vörugjalda og vsk. skatts einungis áhrif til lćkkunar vöruverđs ađ hluta til í bili. Síđan virđist verđiđ vera ađ ţokast upp ţannig ađ verslunin er ađ taka til sín lćkkanirnar á opinberum gjöldum.  Hver er afsökunin fyrir ţví. Hvađ segja talsmenn Samtaka atvinnulífsisn og verslunarinnar um ţađ.

Skortir á ađ um sé ađ rćđa virka samkeppni í landinu?


Af hverju ber stjórnvöldum skylda til ađ tryggja lyf á lágmarksverđi?

Nokkrir hafa haft samband viđ mig og lýst ţeirri skođun sinni ađ ţađ fćri í báq viđ frjálsa samkeppni og viđhorf mín í markađsmálum ađ gera kröfu til ađ stjórnvöld tryggi sjúklingum lyf á lágmarksverđi. Ţađ er ekki rétt.

Markađshyggjan byggir á ţví ađ ţegar einokunar- eđa fákeppnisađilar koma í veg fyrir eđlilega samkeppni og verđlagningu ţá ber ríkisvaldinu ađ grípa til ráđstafana til ađ tryggja eđlilega samkeppni. Hugmyndafrćđi markađsţjóđfélagsins byggir á ţví ađ međ frjálsri og virkri samkeppni sé neytendum tryggđ hagstćđustu kjör. Ţegar ţau kjör eru ekki í bođi ţá er eitthvađ ađ. Samkeppnin er skekkt eđa ekki fyrir hendi. Ţá ber stjórnvöldum ađ grípa inn í.

Lyf eru vara sem fólk ţarf á ađ halda hvort sem ţví líkar betur eđa verr. Ţađ getur ekki nýtt ţann valkost ađ sleppa ţví ađ kaupa lyfiđ. Viđ slíkar ađstćđur er ennţá brýnni nauđsyn til ađ gćta almannahagsmuna međ virku eftirliti međ lyfjamarkađnum og inngripi í verđlagningu gerist ţess ţörf og ţess er ţörf núna ţađ sýnir verđmunur á lyfjum hér og í nágrannalöndum okkar.

Ég sá vísađ til ţess hvađa hugmyndir fráfarandi heilbrigđisráđherra hafđi sett fram í ţessu máli. Ţćr hugmyndir ganga allt of skammt. Ţađ eru milljarđa hagsmunir sjúklinga og skattgreiđenda ađ eđlilegt lyfjaverđ sé til stađar í landinu. Ţess vegna dugar ekkert hálfkák.

Í lengstu lög vona ég ađ ađili komi inn á íslenskan lyfjamarkađ sem bjóđi lyf á sama verđi og lyf eru bođin til sölu á í Svíţjóđ en međan verđmunur er ţrefaldur og allt ađ tífaldur ţá er samkeppnin ekki ađ virka hér á landi.


Bloggfćrslur 11. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 392
  • Sl. sólarhring: 461
  • Sl. viku: 4858
  • Frá upphafi: 2558781

Annađ

  • Innlit í dag: 368
  • Innlit sl. viku: 4555
  • Gestir í dag: 347
  • IP-tölur í dag: 339

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband