Leita í fréttum mbl.is

Nú gelta allir að Davíð

Nú gelta allir að Davíð. Af hverju núna. Sömu hávaxtastefnu hefur verið fylgt um árabil. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir Seðlabankann harkalega og fjármálaráðherra tekur undir með henni. Spurning er hvað vill ríkisstjórnin. Vill hún að hávaxta- og hágengisstefnunni verði haldið uppi af Seðlabankanum eða ekki. Meðan forsætisráðherra segir ekkert þá verður ekki annað séð en hann vilji óbreytta stefnu.

Fyrir tveim árum benti OECD á að yrði ekki breytt um stefnu stefndi í verðbólgu og kreppu á Íslandi. Þá urðu engin viðbrögð stjórnmálamanna. Þá var Davíð forsætisráðherra. Síðan höfum við haldið áfram sem aldrei fyrr. Hækkað stýrivexti og gengi krónunnar hefur hækkað með útgáfu hundruða milljarða í jöklabréfum.

Á meðan blæðir framleiðsluatvinnuvegunum og samkeppnisiðnaðinum.  Hvað vill ríkisstjórnin gera í því? Halda áfram sofandi að feigðarósi eða breyta um stefnu? Davíð Oddsson ber ekki ábyrgð á þessari gengisstefnu hún varð til löngu áður en hann kom í Seðlabankann. Hún hefur lika verið stefna ríkisstjórnarinnar. Jóhanna og Árni verða að athuga það.

Engin furða að ráðherra iðnaðarmála skuli helst finna þann útveg að fjölga opinberum starfsmönnum við slíkar aðstæður svo sem hann boðar.


Bloggfærslur 16. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 313
  • Sl. sólarhring: 747
  • Sl. viku: 4779
  • Frá upphafi: 2558702

Annað

  • Innlit í dag: 297
  • Innlit sl. viku: 4484
  • Gestir í dag: 286
  • IP-tölur í dag: 281

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband