Leita í fréttum mbl.is

Í lagi að skjóta danska hermenn í Írak?

Farmbjóðandi "Einingarlistans" í Danmörku við næstu þingkosningar, Asmaa Abdol- Hamid sem hér er á myndinni hefur lýst þeirri skoðun sinni að það eigi ekki að kalla þá sem standa að sprengjutilræðum í Írak hryðjuverkamenn heldur séu þeir að verja landið sitt og hafi fullan rétt til þess að drepa andstæðinga sína. Danskir hermenn eru í Írak og samkvæmt þessari skoðun frambjóðandans hafa hryðjuverkamenn í Írak fullan rétt til að drepa danska hermenn í Írak.  Asmaa hefur líkt framgöngu hryðjuverkamannanna í Írak við dönsku andspyrnuhreyfinguna í seinni heimstyrjöld. Fróðlegt verður að sjá hvernig danskir kjósendur bregðast við þessum frambjóðanda.

Þetta framboð og þessi sjóanrmið sýna að það eru tvær þjóðir í Danmörku. Ákveðinn hluti Íslamista neitar að aðlaga sig að þjóðfélögum vesturlanda. Þannig er það um alla Evrópu.  Á sama tíma er kristinboð bannað að viðlagðri dauðarefsingu í mörgum Íslömskum ríkjum. Umburðarlyndi okkar á ekki að setja nein takmörk að mati margra og sumir vilja jafnvel að við fórnum mannréttindum á altari fjölmenningarsamféalgsins. Að mínu mati kemur það ekki til greina. Spurning er hins vegar hvaða kröfur gerum við til þess fólks sem sækir um ríkisborgararétt hér. Á það ekki að hlíta íslenskum lögum og berjast fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar?

Danski farmbjóðandinn Asmaa telur greinilega ekki að það sé hennar hlutverk. Hjarta hennar slær ekki með eða fyrir danska hermenn í írak heldur með hryðjuverkamönnunum sem hún kallar frelishetjur. Einhverntímann hefði svona afstaða verið kölluð landráð. Umburðarlyndið hefur e.t.v. þurkað það hugtak út?


Bloggfærslur 24. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 326
  • Sl. sólarhring: 754
  • Sl. viku: 4792
  • Frá upphafi: 2558715

Annað

  • Innlit í dag: 310
  • Innlit sl. viku: 4497
  • Gestir í dag: 298
  • IP-tölur í dag: 293

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband