Leita í fréttum mbl.is

Af vatninu dýra.

Íslendingar eru ríkasta þjóð heims af vatni. Samkvæmt heimsalmanikinu 2007 þá eru 562.193 rúmmetrar vatns á hvern íbúa landsins. Til samanburðar má benda á að ágætlega vatnsrík þjóð eins og Bandaríkin eiga ekki nema 10.333 rúmmetra vatns á hvern íbúa.

Miðað við þessa miklu vatnsbirgðir sem við eigum þá kemur mér það spánskt fyrir sjónir að gosdrykkir sem framleiddir eru hér á landi skuli vera miklu dýrari út úr búð en annarsstaðar í Evrópu eða Norður Ameríku. Sama gildir um átappað vatn á flöskum.

Ég rakst inn í Europris um daginn og sá þar að verið er að selja 33.cl. ál kókdósir á 45 krónur. Skilagjald er 10 krónur þannig að verðið er þá kr. 35 á dós.  Sambærilegt verð á íslensku kóki í 33 cl. ál dós í Hagkaup er í dag kr. 88 skilagjald 10 kr. eða verð kr. 78 krónur eða helmingi meira en innflutta danska kókið sem verið er að selja í Európrís. Hvernig stendur á þessu?  Hvernig stendur á því að hægt er að selja innflutt danskt kók á meira en helmingi lægra verði en íslenskt þrátt fyrir flutningskostnað og annað. Skyldi íslenska vatnið vera svona dýrt?

Hálfslíters flaska af vatni kostar í dag 96 krónur eða meir en helmingi meir en algengt verð fyrir sambærilega afurð t.d. út úr búð á Spáni.  Ég átta mig ekki á þessum gríðarlega verðmun.

Getur einhver fundið skynsamlega skýringu á þessum mikla verðmun á drykkjum sem framleiddir eru hér á landi og erlendis og eru aðallega vatn?


Bloggfærslur 26. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 344
  • Sl. sólarhring: 702
  • Sl. viku: 4810
  • Frá upphafi: 2558733

Annað

  • Innlit í dag: 327
  • Innlit sl. viku: 4514
  • Gestir í dag: 312
  • IP-tölur í dag: 307

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband