Leita í fréttum mbl.is

Drottins dýrðar kvótakerfi?

Í setningarræðu á ráðstefnu í Þjóðminjasafninu í gær um lækkun skatta sagði forsætisráðherra eftirfarandi:  Við höfum komið á kvótakerfi í fiskveiðum sem hefur haft mikla þýðingu til að koma á umbótum í sjávarútvegi og auka stöðugleika í efnahagslífinu.

 Þetta var einkuninn sem forsætisráðherra gaf kvótakerfinu. Hann sagði erlendu gestunum sem voru fyrirlesarar á ráðstefnunni ekki frá því að,

Kvótakerfið hefur valdið því að sjávarútvegurinn er skuldsettari en nokkru sinni fyrr og fjölmörg fyrirtæki í sjávarútvegi mundu verða gjaldþrota ef þau hefðu ekki lánstraust vegna kvóta.

Kvótakerfið hefur valdið því að miklir fjármunir hafa farið út úr greininni og valdið því að gamalgróin fyrirtæki í sjávarútvegi berjast nú í bökkum sbr. fyrirtæki Alla ríka á Eskifirði.

Kvótakerfið hefur valdið því að ekki má lengur veiða nema lítin hluta þess afla sem veiddur var áður en kvótakerfinu var komið á.

Kvótakerfið hefur gert ákveðinn hóp sjómanna að ánauðugum leiguliðum ef þeir vilja stunda vinnu sína.

Kvótakerfið veldur misskiptingu í þjóðfélaginu þar sem ríkið hefur úthlutað sumum milljörðum en skattrænt hina.

Kvótakerfið veldur því að misskipting eykst meir en nokkru sinni fyrr í þjóðfélaginu

Kvótakerfið hefur eyðilagt uppbyggingarstarf margra kynslóða.

Kvótakerfið hefur rústað atvinnulífi í sjávarbyggðum í öllum landshlutum

Lengra mætti halda í upptalningu. En er þetta ekki nóg. Með hvaða rétti getur forsætisráðherra lofað kvótakerfið? Það hefur ekki þjónað tilgangi sínum það er andstætt markaðshyggju og kemur í veg fyrir að einkaframtakið fái að njóta sín í sjávarútvegi.  Kerfi sem meinar Stjána bláa að setja öngul í sjó og selja aflann þegar hann kemur að landi nema hann eigi kvóta er ekki bara vont kerfi þó annað kæmi ekki til það er afleitt kerfi.

Forsætisráðherra hefði átt að segja prófessorum frjálshyggjunar sem töluðu á ráðstefnunni að kvótakerfið væri afsprengi ríkishyggju og stjónrvaldsaðgerða þar sem stjórnvöld treystu ekki að frjálslynd hugmyndafræði gæti leyst vandamál takmarkaðra gæða. Þeir hefðu þá fengið réttar upplýsingar um kerfið.


Bloggfærslur 27. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 338
  • Sl. sólarhring: 762
  • Sl. viku: 4804
  • Frá upphafi: 2558727

Annað

  • Innlit í dag: 321
  • Innlit sl. viku: 4508
  • Gestir í dag: 307
  • IP-tölur í dag: 302

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband