Leita í fréttum mbl.is

Það verður að breyta kerfinu.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður aflamark í þorski og halda óbreyttu kvótakerfið að öðru leyti. Kvótakerfið var sett á til að byggja upp þorskstofnin og stofna annarra nytjafiska. Þetta hefur mistekist.  Þrátt fyrir þessa tegund friðunar og vísindalegrar verndunar fiskistofna þá hefur stöðugt sigið á ógæfuhiðina. Af hverju ekki að viðurkenna að kerfið dugi ekki.

Af hverju má ekki breyta til og setja flotann á sóknarmark í stað aflamarks. Það mundi draga verulega úr framhjálöndun og brottkasti. Af hverju má ekki heimila bátaflotanum að setja fleiri öngla út í sjóinn? Það skaðar ekki lífkerfið og veldur engu hruni. 

Öllum má vera ljóst að það vantar æti í sjóinn.  Getur verið að ríkisstjórnin sé með þessari ákvörðun að vinna gegn því markmiði að byggja upp þorskstofnin? Magt bendir til þess.

Með því að taka einhliða ákvörðun um að færa aflamark í þorski svona mikið niður. Halda kvótakerfinu óbreyttu og hafna því að heimila lítt takmarkaðar krókaveiðar frá sjávarbyggðum er ríkisstjórnin að taka ranga ákvörðun. 

Miðað við þessa tilkynningu þá óttast ég að boðaðar mótvægisaðgerðir verði einnig vanhugsaðar og kosti mikil útgjöld úr ríkissjóði án þess að nokkuð verði byggt upp fyrir þá peninga. Það mætti ef til vill benda ráðherrum Sjálfstæðisflokksins á að skapa skilyrði til að leyfa markaðnum að vinna sig út úr vandanum í stað þess að múlbinda allt í boðum og bönnum.


mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þú líka Jóhanna?

Jóhanna Sigurðardóttir tók þá ákvörðun að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og gera fólki erfiðara fyrir með að fjárfesta í íbúðarhúsnæði. Bent hefur verið á að lánveitingar Íbúðarlánasjóðs séu að verulegu leyti til fólks sem er að fjárfesta í húsnæði utan Stór Faxaflóasvæðisins. Nú þegar boðaður er mikill aflasamdráttur þá byrjar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra á því að gera fólki erfiðara fyrir með að skipta um húsnæði, breyta til eða koma sér þaki yfir höfðuðið.

Sú skýring að lánahlutfallið sé lækkað til að draga úr þenslu er röng. Fyrirsjáanlegt er að þenslan verður ekki vandamál á landsbyggðinni þegar líður á árið heldur þvert á móti. Á meðan ríkisstjórnin er að velta fyrir sér mótvægisaðgerðum vegna niðurskurðs þorskveiðiheimilda þá er sett í afturábakgír í lánamálum til húsnæðismála. Svipað og þegar bandaríska ríkisstjórnin 1929 og 1930 takmarkaði peningamagn í umferð í svipuðum tilgangi á þeim tíma í kjölfar verðbréfahruns og kom á stórfelldri kreppu í landinu.

En þetta er ekki það eina í kjölfar lækkunar lánshlutfalls Íbúðarlánasjóðs hefur KB banki tilkynnt um verulega vaxtahækkun af verðtryggðum lánum. Kaupþing hækkar vexti úr 4.95% í 5.2% af verðtryggðum lánum. Er þetta líka til að slá á þensluna?

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið traustur stjórnmálamaður og vösk í baráttunni fyrir lítilmagnann í þjóðfélaginu. Hvað er nú að. Af hverju gengur hún nú fram og stingur rýtingnum á kaf í efnahag alþýðu þessa lands. Af hverju fer hún svona fram og leggur grunn að vaxtahækkun bankanna???


Bloggfærslur 6. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 340
  • Sl. sólarhring: 741
  • Sl. viku: 4806
  • Frá upphafi: 2558729

Annað

  • Innlit í dag: 323
  • Innlit sl. viku: 4510
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 303

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband