Leita í fréttum mbl.is

Mótvægisaðgerð 1. Bætur til útlendinga.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur kynnt mótvægisaðgerð nr. 1 vegna minnkunar þorskafla á næsta fiksveiðiári. Félagsmálaráðherra heitir því að hugsa vel um þá útlendinga sem hugsanlega munu missa vinnuna og gæta að félagslegri stöðu þeirra.  Fallega hugsað í sjálfu sér.

Fyrir síðustu kosningar gagnrýndi Samfylkingarfólk okkur Frjálslynd fyrir að vara við óheftu flæði útlendinga til landsins. Þá sögðu þau í Samfylkingunni að þetta fólk eins og þau kölluðu útlendinga sem vinna hér mundi fara þegar atvinna drægist saman í landinu. Nú er komin upp önnur hlið á krónunni. Þegar atvinna dregst saman þá eiga útlendingar sem missa vinnuna ekki að fara þeir eiga að lifa á íslenska velferðarkerfinu. Það var einmitt þessi raunveruleiki sem ég benti á. Fólkið fer ekki. Af hverju ætti Filipseyingur að fara þegar hann fær tíu sinnum meiri peninga úr atvinnuleysisbótum á Íslandi en hann fengi fyrir fullan vinnudag á Filipseyjum.

En það er ekki til neitt sem heitir ókeypis hádegisverður. Það er alltaf einhver sem borgar. Þessa velferð Jóhönnu mótvægisaðgerð nr. 1 bætur til útlendinga greiða skattgreiðendur. Ekki kvótagreifarnir, ekki þeir sem nýttu sér vinnuframlag fólksins.

Venjulegir skattgreiðendur greiða. Nú skiptir miklu að vera kvótagreifi og hafa selt kvótann og lifa af fjármagnstekjum og þurfa ekki að borga nema 10% fjármagnstekjuskatt.  Þeir sem ekki fengu þúsund milljarðana gefins frá Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddssyni, Þorsteini Pálssyni, Jóni Baldvin Hannibalssyni, Ólafi Ragnari Grímssyni, Geir Haarde og fleirum þurfa að borga mótvægisaðgerð 1 bætur til útlendinga og aðrar mótvægisaðgerðir. Hinir sleppa af því að það er vitlaust gefið.


Bloggfærslur 9. júlí 2007

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 314
  • Sl. sólarhring: 745
  • Sl. viku: 4780
  • Frá upphafi: 2558703

Annað

  • Innlit í dag: 298
  • Innlit sl. viku: 4485
  • Gestir í dag: 287
  • IP-tölur í dag: 282

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband